Þjóðviljinn - 13.04.1975, Page 7
Sunnudagur 13. aprfl 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
öll baráttusamtök gegn herset-
unni hafa þó glimt við sama
vandamálið: erfiðleikana á þvi að
koma málinu efst á dagskrá,
koma þvi hverju sinni i brenni-
punkt stjórnmálaumræðunnar.
Þau samtök, sem best störfuðu og
mest höfðu umleikis, Samtök her-
námsandstæðinga 1960—1968,
megnuðu aldrei að koma málinu
á úrslitastig og sama gilti um
önnur samtök: Milli þess sem
efnt var til velheppnaðra fjölda-
aðgerða, var sinnuleysið og þögn-
in löngum versti óvinurinn.
Reyndin er sú, að aðeins tvisvar
sinnum á seinustu 29 árum, hefur
málið komist efst á dagskrá
stjórnmálabaráttunnar. b.e árin
1956 og 1974.
Stundum heyrist sagt i röðum
ungra hernámsandstæðinga að
barátta nokkurra pólitfkusa á
Alþingi eða i rikisstjórn skipti
ekki miklu máli. Það sé hreyfing-
in meðal fjöldans sem úrslitum
ráði. Þetta er að sjálfsögðu satt,
en þó aðeins hálfur sannleikur.
Þögnin um herstöðvamálið á
þessum vetri i samanburði við
háværar umræður i fyrra, ætti að
gera mönnum ljóst, að þvi aðeins
er einhver veruleg hreyfing
meðal fólksins, þvi aðeins er mál-
ið á dagskrá hjá þjóðinni, að
Alþýðubandalagið sé i sterkri að-
stöðu til þess, að alþingi og i rikis-
stjórn, að knýja á um stefnu-
breytingu. Vonandi gera menn
sér einnig ljóst, að þögnin um
herstöðvamálið er töluvert
hættulegri en hinn tölvuvæddi
bægslagangur Varins lands.
Nokkrar
niöurstööur:
Allir andstæðingar hersetunnar
þurfa sem sagt að gera sér ljóst,
að sigur i herstöðvamálinu
verður endanlega að vinnast á
Alþingi og i rikisstjórn.
Við verðum að horfast i augu
við þá staðreynd, að þjóðin er
mjög skipt i þessu máli, og i þvi
vinnst enginn skyndisigur. Við
komumst ekkert áfram án banda-
manna, sem sumir kunna að hafa
takmarkaðan áhuga á brottför
hersins. Sannleikurinn er sá, að
staðan i þessu máli hefur lengi
verið tvisýn, og þeir pólitisku
hópar, sem úrslitum ráða, hafa
löngum verið hikandi i afstöðu
sinni. í miðju islenskra stjórn-
mála er stór hópur kjósenda, sem
leggur litla áherslu á þetta mál,
til eða frá, og margir virðast ekki
hafa neina skoðun á málinu. Við
verðum þvi að gera okkur full-
komlega grein fyrir þvi, að við
náum engum árangri án þess að
brjótast áfram áfanga fyrir
áfanga.
Enginn getur sagt neitt um það
nú, hve langt við náum i næsta
sinn eða hvaða skilyrði verður
talið rétt að setja við myndun
rikisstjórnar. Það fer eftir að-
stæðum og samsetningu stjórnar-
innar með eðlilegri hliðsjón af
þvi sem raunhæft er að reyna að
knýja fram.
Jafnframt er höfuðnauðsyn að
um verði að ræða virka hreyfingu
fjöldans, þvert á flokkapólitik, en
þess háttar hreyfing má ekki
miðast við tjáningarþarfir ýmiss
konar últra-hópa.
Hefjum enn upp merkið nú
þegar 35 ár eru liðin siðan
hernámið hófst.
Fylgismenn hersetunnar hrósa
að visu sigri enn um sinn. En nú-
verandi rikisstjórn stendur ekki
sterkum fótum meðal þjóðarinn-
ar. Vinstri sveifla er i aðsigi. Þeir
sem ímynda sér, að unnt sé að
sætta þjóðina við langvarandi,
jafnvel ævarandi erlenda hersetu
fara villir vegar. Það skortir ekki
nema herslumuninn, að unnt sé
að snúa við núverandi öfgaþróun i
utanrikis- og sjálfstæðismálum
þjóðarinnar.
Finnum baráttunni ný form og
vekjum umræður um málið i ljósi
nýrra viðhorfa. Náum betra sam-
bandi við NATO-andstæðinga i
öðrum löndum og gerum m.a.
herferð til að kynna hugmyndina
um friðlýsingu Norður-Atlants-
hafs, sem Jónas Árnason hefur
átt manna mestan þátt i að koma
á framfæri.
En lokum þó aldrei augunum
fyrir þeirri staðreynd, að eina
leiðin til að knýja endanlega fram
stefnubreytingu stjórnvalda i af-
stöðunni til hersetunnar og NATO
er, að herstöðvaandstæðingar
styrki verulega stöðu sina á
Alþingi og Alþýðubandalagið
komist i sterka aðstöðu við mynd-
un nýrrar rikisstjórnar.
Kröfuna um sjálfstætt friðlýst
land, laust undan átroðningi
erlendra hermanna, verður stöð-
ugt að bera fram af fyllsta þrótti,
hvort sem við herstöðvaandstæð-
ingar eigum aðild að stjórn eða
ekki og hvort sem við höfum með-
byr eða á móti blæs.
Fóstrur
25 ára afmælisfagnaður félagsins verður
haldinn laugardaginn 19. april, i Félags-
heimili Seltjarnarness.
Miðasala á skrifstofunni, Hverfisgötu 14 a,
mánudag — fimmtudag, 6-7 siðdegis.
NEFNDIN.
Fimm tonna bátur
Nýr fimm tonna bátur til sölu. Smiði lýkur
um miðjan mai.
Upplýsingar i sima 93-2251.
KNÖRR S/F,
Laugarbraut 5, Akranesi.
NJORÐUR P. NJARÐVIK
SKRIFAR:
UM
AUGLÝSINGAR
Loks kom að þvi' að mönnum
ofbauð. Stjórn Frjálsiþrótta-
sambands Islands lét það boð út
ganga að félagar þess og vel-
unnarar skyldu dreifast út um
borg og bý og leita vandlega i
sorptunnum, ruslafötum,
skúmaskotum og öskuhaugum
að tómum sigarettupökkum.
Ekki þó öllum, heldur einungis
að einni tiltekinni tegund. Þessa
útvöldu pakka átti svo að
afhenda umboðsmanni fram-
leiðanda gegn greiðslu út i hönd.
Fjórar krónur takk áttu að
renna i sjóði FRÍ fyrir hvern
sigarettupakka. Hugðist
stjórnin afla sambandinu
hálfrar annarrar miljónar
króna með þessu tiltæki. Ein-
hverjum varð vist á orði ,,að
mörg fyrirtæki væru i vand-
ræðum með að eyða auglýsinga-
fé sinu og þess vegna sjálfsagt
að notfæra sér það fþróttunum
til framdráttar”.
En öðrum ofbauð þetta og
fannst val vörunnar sem átti að
auglýsa með þessum eftir-
minnilega hætti dálitið ein-
kennilegt. Sumum fannst jafn-
vel að frjálsiþróttamönnum
bæri fremur að leita að
einhverju öðru en sigarettu-
pökkum. Kannski var átt við að
þeir ættu heldur að svipast um
eftir stolti og reisn, Ég veit það
ekki. En þessi frumlega hug-
mynd Frjá lsiþróttasam -
bandsins um sigarettupakka-
smölun leiðir hugann að auglýs-
ingum i þjóðfélagi okkar, hlut-
verki þeirra og notkun.
íþróttahreyfingin kvartar
undan skilningsleysi yfirvalda á
fjárþörf iþróttasambanda og
segist gripa fegins hendi það
tækifæri sem gefst til að afla
fjár með auglýsingum vöru-
merkja. Verður þetta til þess að
þeir sem ekki eru hnútum þeim
mun kunnugri halda að Kóka-
kóla sé að keppa við Trópikana.
Forystumenn iþróttahreyf-
ingarinnar hafa i min eyru
kallað þetta eins konar stuðning
auglýsenda við iþróttamenn og
sýna þeim væntanlega viðeig-
andi þakklæti. Þetta kvað leysa
þann vanda sem stjórnvöld
komast i ef þau eiga að styrkja
þessa starfsemi af almannafé.
011 dagblöð lifa að einhverju
leyti af verslunarauglýsingum,
þó auðvitað mest og best þau
sem beita áhrifum sinum til að
innprenta fólki nauðsyn þess að
efla einkaframtakið á kostnað
launafólks. Það er kallað ,,að
tryggja atvinnuvegunum
nauðsynlegan rekstrargrund-
völl svo að ekki verði atvinnu-
leysi i landinu”. Ekki er vist
heldur hægt að reka Rikisút-
varp i þessu landi án auglýs-
inga. Um eða yfir helmingur af
heildartekjum hljóðvarps eru
auglýsingatekjur og einhvers
staðar i námunda við 30% af
tekjum sjónvarps. Að visu er
talsverður hluti útvarpsaug-
lýsinga i formi tilkynninga sem
hafa nokkuð upplýsingagildi, en
verslunarauglýsingar eru engu
að siður mikil uppistaða
þessarar fjáröflunar. Sagt er að
þetta hafi engn áhrif á dag-
skrárgerð, en ef menn fylgjast
með þvi hvenær mest er af sjón-
varpsauglýsingum, þá kemur i
ljós að það er á undan léttmetis-
þáttum af ýmsu tagi. Stjórnvöld
(og er vinstri stjórnin þar ekki
undanskilin) hafa verið fúsari
til að hækka auglýsingataxta en
afnotagjöld. Afnotagjöldin
höfðu áhrif á vfsitölu meðan hún
var enn i notkun. Og svo vilja
menn ekki taka of mikið af
almannafé Eða svo er sagt.
Gaman væri að vita hversu
miklu fé er eytt i auglýsingar á
Islandi árlega. Mér vitanlega
hefur það ekki verið athugað.
En svo mikið er víst að það er
ósmá fjárhæð. Hvaðan skyldi
þetta fé vera fengið? Á yfir-
borðinu litur svo út sem það
komi frá verslunar- og fram-
leiðslufyrirtækjum. Það er sagt
að það sé miklu betra að kosta
mikinn hluta útvarpsrekstrar
með auglýsingafé en að auka
álögur almennings með hækkun
afnotagjalda. Þetta er auðvitað
þvaður ef betur er að gáð. Það
fé sem varið er til auglýsinga er
að sjálfsögðu fengið beint frá
almenningi. Það er hluti
almenns vöruverðs. Fyrirtækin
taka þannig til sin ærna fjár-
muni frá fólkinu i landinu rétt
eins og um skattheimtu væri að
ræða. Sá er þó munur á að fólkið
fær ekkert i staðinn. Og fólkið
(eða fulltrúar þess) hefur engin
áhrif á hvernig þessu fé er
varið. Almenningur borgar
jafnt fyrir verslunaraug-
lýsingar i útvarpi og afnota-
gjöldin. Það verður bara ekki
eins vart við það.
Máttur auglýsinga er ekki
aðeins fólginn i þvi að þær
auðveldi sölu á ákveðinni vöru-
tegund. Máttur auglýsinga er
einnig fólginn i þvi að búa til
gerviþarfir sem ýta undir óhóf-
lega neyslu. Heimur aug-
lýsinganna er mynd af veröld
sem er fjarri flestu alþýðufólki.
Heimur auglýsinga er eingungis
fallegt fólk i fallegum fötum og
fallegum bilum á fallegum
heimilum. Vandamál eru þar
engin til nema kannski feitt hár.
Eða þurrt hár. Stundum kemur
óhuggulegur svitablettur i
handarkrikann. En það er óðar
leyst með áttasinnumfjórum-
þurrúðun. Og amma fær rjóma-
tertu á brúðkaupsafmælinu
og kók og allir eru svo voða
góðir við hana. Og stúlkan
þarf ekki að biða: hann
kemur i tæka tið af þvi hann
er á briddstón. Aldrei dettur
neinum i hug að það séu
ekki til nógir peningar til að
kaupa allt þetta drasl. Það væri
þá helst þegar fyrirtæki kennt
viðHáskóla íslands bregður upp
sinni andstyggilegu háðmynd af
tveimur mönnum sem virðast
hvergi eiga höfði sinu að halla
innan um allt þetta fallega, góða
og rika auglýsingafólk. Annar
les i blaði að hægt sé að vinna
margar miljónir með einum
trompmiða. Og hinn segir: Ha
ba sona. Og allir hlæja.
Máttur auglýsinga er ekki
heldur aðeins fólginn i þvi að
ljúga mynd af fölsku mannlifi
að vinnandi fólki þessa lands.
Máttur auglýsinga er lika
fólginn i þvi að veita fjármagni
til ákveðinna aðila sem eru boð-
berar „heilbrigðra” skoðana.
Þessar heilbrigðu skoðanir eru
vitanlega fyrst og fremst þær
að þóknanlegir menn hagnist á
kostnað annarra. Að mennirnir
séu nú einu sinni misjafnlega af
guði gerðir og þess vegna sé
ekki hægt að ætlast til að allir
beri jafnt úr býtum. Það sé ljótt
að vera alltaf með þessa
skammarlegu öfund i garð
þeirra sem með dugnaði sinum
og atorku hafi unnið sig upp.
Það sé nær að una glaður við sitt
og kaupa heldur almennilegt
sjampó og ljósaperur af læons-
mönnum. Og hætta þessu
kommakjaftæði um óréttlæti.
Liður okkur ekki öllum vel
kannski? 1 stuttu máli:
mogginn.
Ég er ekki alveg sáttur við
þetta fyrirbæri. Mér finnst það
dálitið hart að fjármagnsaðilar
skammti sjálfum sér skatt af
almennu vöruverði og geti svo
notaðþetta fé eftirlitslaust til að
hafa áhrif á skoðanir
almennings. Þeir vondu svfar
hafa tekið upp auglýsingaskatt
á blaðaauglýsingum. Þann
skatt nota þeir til að styrkja þau
blöð sem ekki þykja nógu
þóknanleg til að auglýsa i þeim
að ráði. Þeir segja að þetta sé til
þess að styrkja lýðræðið. Til að
tryggja öðrum skoðunum sinn
tilverurétt og lífsmöguleika.
Þeir halda að það sé gott fyrir
lýðræðið að sem flestar
skoðanir fái að njóta sin. Og
þeim finnst lika hæpið að
auglýsendur eigi að ráða þvi
hvaða skoðanir hljóti útbreiðslu
i blöðum. En sviar eru nú lika
alltaf að skipta sér af öllu eins
og við vitum. Og svo vita þeir
ekki hvað mogginn er indælt
blað þar sem allar heilbrigðar
skoðanir fá að koma fram. Það
væri nú þokkalegt ef Þjóðviljinn
og Alþýðublaðið fengju styrk af
auglýsingum i mogganum.
Dettur nokkrum heilvita manni
i hug að það myndi styrkja lýð-
ræðið?
Hvernig væri að setja löggjöf
um auglýsingar? Þar sem mælt
væri svo fyrir að auglýsingar
skyldu vera upplýsingar fyrir
almenning en ekki lævist
blaður. Þar sem skipað væri að
veita réttar upplýsingar um eðli
vörunnar og gæði, tilgreina verð
og aðra slíka praktiska hluti.
Afstaða til slikrar löggjafar
byggist sennilega á hug-
myndum manna um það til
hvers verslun sé. Hvort reka
eigi verslun til að sjá almenn-
ingi fyrir þörfum hans á réttlátu
■ verði eða til þess að ákveðnir
einstaklingar eigi að hagnast á
þvi að ginna fólk til að vera
sifellt að kaupa hluti sem engin
þörf er fyrir af þvi það trúir
þeirri blekkingu auglýsinganna
að manneskjan eigi fyrst og
fremst að miklast af dauðum
hlutum sem hún raðar i
kringum sig.
Svo er lika til annar kostur,
Hefur ekki sjálf rikisstjórnin
haft á orði að draga úr einka
nevslu? Hvernig væri þá að
skella á auglýsingastöðvun i svo
sem eitt eða tvö ár? Hvaða áhrif
myndi það hafa?
Njörður P. Njarðvik
i