Þjóðviljinn - 13.04.1975, Side 11

Þjóðviljinn - 13.04.1975, Side 11
Sunnudagur 13. apríl 1975. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA II Bræöurnir Ari og Atli Umsjón: llalldór Andréssc Borgís—Borgarar? Klásúlur hófu göngu sína á nýjan leik í síðasta sunnudagsblaði, en þar sem efni þess þáttar var afar mikið, reyndist ó- kleift að hafa formála, svo að hér birtist hann. Svona sérmála-þáttur, sem í þessu tilfelli er poppþáttur, mótast að sjálfsögðu af stjórnand- anum og skoðunum hans og smekk. í Klásúlum mun ég hafa hljómplötu- gagnrýni/ummæli sem fastan þátt og stefni að því að fjalla um 3—6 í hverjum þætti og læt að sjálfsögðu allar íslenskar hljómplötur sem berast ganga fyrir. Ég stefni að því að hafa ævisögu-við- töl við kunna stórpoppara annað slagið, það fyrsta birtist á sunnudaginn var. Svo kem ég til með að skrifa um erlenda lista- menn líka og vonast auk þess til að geta komið að smá-poppf réttadálki, og ef það er eitthvað sem þið, lesendur, viljið að ég taki til meðferðar, þá er auðveldast að skrifa til Klásúlna. Pétur Hjaltested Ekki er langt siðan hljómsveit- in Borgis hóf feril sinn. Borgis samanstendur af þremur fyrr- verandi Birtu-meðlimum, en Birta var með efnilegri nýhljóm- sveitum áður en hún lognaðist út- af. Þeir eru Atli Jónsson, söngv- ari og bassaleikari, Pétur Hjalte- sted, söngvari og orgel- og pianó- leikari, Kristján Blöndal, gitar- leikari og Ari Jónsson fyrrum trommuleikari Roof Tops, en Ari er bróðir Atla. Ég skrapp á æfingu til þeirra skömmu eftir páska og ætlaði mér að hafa viðtal við þá, en það reyndist fremur misheppnað og út i hött, svo að ég ákvað að skrifa frekar smá-greinarstúf, heldur en að plaga fólk með einhverjum stælum og töffaraskap. Nafnið Borgis vildu þeir ekki beint útskýra, en ég gæti best trú- að þvi, að hér sé um að ræða frönskuslettu, Bourgeois, sem i islenskri þýðingu er borgari. Leiðréttið mig, ef ég hef rangt fyrir mér. Borgis er ein af þeim hljómsveitum sem hið nýja um- boðsfyrirtæki Demant h.f. hefur umboð fyrir. Demant h.f. ætlar að kosta og gefa út litla tveggja laga plötu með Borgis, sem verður tekin upp i hinu nýja stúdiói Jón- asar B. Jónssonar o.fl. i Hafnar- firði, en þar eru að þvi er ég best eit bæði Gunnar Þórðarson og Gylfi Ægisson byrjaðir að taka upp. Á þessari plötu með Borgis verða lögin „Give Us a Raise’’ og „Promised Land?”, en bæði lögin eru eftir Atla Jónsson og eru nokkuð góð að þvi er mér virtist, sérstaklega „Give Us a Raise”, sem er létt popplag, en það er ein- mitt i slikum lögum, sem þeim tekst best upp, t.d. „Magic” (Pil- ot). Einnig fær þá röddun frekar að njóta sin. Einn megingalla fann ég svo hjá Borgis er ég hlust- aði á þá i Tónabæ skömmu siðar, þeir taka^fullmikið af miðlungs- góðum gutl-,,heavy rock” lögum. Þegar islensk (eða hvers lensk sem er) eftirhermuhljómsveit (svonefndar danshljómsveitir) velur sér lög, ætti hún að velja eingöngu lög, sem eru skýr og sláandi. Annars er Borgis góð danshljómsveit. Pétur Hjaltested er þræl-efni- legur söngvari og kemur frjálst og skemmtilega fram. Atli er einnig mjög góður og á eftir að verða einn af okkar fremri laga- smiðum þegar fram liða stundir. Kristján Blöndal er góður gitar- leikari, og Ari Jónsson er að sjálf- sögðu pottþéttur trommuleikari. En þvi miður voru endingar á sumum lögum stundum vand- ræðalegar og má þvi kenna um að æfingar hafa liklega ekki verið of margar. En Borgis á örugglega eftir að verða stórt nafn i islensku popplifi, þvi þeir eru allir góðir tónlistarmenn og hafa á að skipa þremur góðum röddum, og með jafngott og aukið frumsamið efni ætti þeim að vera borgið. Ramsey Lewis ,,Sun Goddess" (Columbia) Ramsey Lewis er mér raunar alveg ó- kunnur að öðru leyti en þvi, að hér er jazz- leikari, pianó- og gitarleikari, sem hefur náð þvi upp á siðkastið að ná til rock-að- dáenda. Á þessari plötu eru tvö lög sem hann virðist ekki koma nálægt, titillagið og Hot Dwagit, en þau eru samin og flutt af Earth Wind & Fire, og eru þau einnig bestu lögin á plötunni. Einnig bætir Lewis sjálfur lag Stevie Wonders „Living in The City”. Plata sem ætti að falla i smekk þeirra sem velja innskotslögin hjá sjón- varpinu. Vel spilað jazz-rock. Earth Wind and Fire „That's the Way of the World" (Columbia) Earth Wind & Fire er bandarisk svert- ingjahljómsveit, sem var mynduð um Maurice White og Verdine White, trommu- og bassaleikara. Þeir hafa geíið út nokkrar plötur á undan þessari og hef- ur gengið ágætlega upp á siðkastið. Tón- listin er i funk-soulstil og góð sem slik. Og þar sem sú tónlist er hvað vinsælust hér núna, er þessi plata likleg til að verða vin- sæl. Textarnir eru kannski ekki nein meistaraverk, en þeir endurspegla tisku- hugsun svertingja i Bandarikjunum um þessar mundir. Allra þeirra sem eru ekki i fátækrahverfunum. í Earth Wind & Fire eru nokkrir góðir spilarar, Maurice White, Verdine White, Larry Dunn (nótnaborð) og Andrew Woolfolk (blást- urshljóðfæri). Ég er persónulega litið hrifinn af soul-tónlist, en All About Love, Reasons og See the Light eru afar góð, en i tveim þeim siðarnefndu er söngurinn afar likur og hjá Jóhanni G. Jóhannssyni (Dont Try To Fool Me). Góð Soul-plata. Chicago „Chicago VIII" (Columbia) Chicago eru alltaf jafn frumlegir, eða hitt þó heldur. Mig minnir að ég hafi heyrt þessa plötu fyrir fimm árum fyrst, undir nafninu „Chicago II”, sem var svo endur- útgefin undir enn frumlegra nafni, „Chi- cago III” o.s.frv. Og nú er það „Chicago VIII”. Ég er samt ekki að segja, að platan sé léleg. Á þessari plötu, sem tekin var upp á Caribou-búgarðinum (sem nú er til hljóm plötur sölu!), er eitt lag sem stendur framar öll- um öðrum á plötunni, „Harry Truman”. Lagið er i stil við tónlist þá er gerði Kinks og Lovin’ Spoonful vinsæla, og ekki er þar leiðum að likjast. Þetta lag hefur verið gefið ut á litla plötu og nýtur réttilega vinsælda i Bandarikjunum um þessar mundir. 011 hin lögin eru endurtekningar á fyrri lögum hljómsveitarinnar. Nokkur sæmileg danslög eru á plötunni, og i heild ætti „Chicago VIII” ekki að bregðast að- dáendum hljómsveitarinnar. Sæmileg.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.