Þjóðviljinn - 13.04.1975, Síða 15

Þjóðviljinn - 13.04.1975, Síða 15
SuDRudagur 13. april 1975. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 15 Hjördís Bergsdóttir velur gítargrip viö vinsæl lög Tökum lagið Halló þið! t dag ætla ég að taka fyrir annað lag af þeirri ágætu plötu Böðvars Guðmundssonar „ÞJÓÐHÁTtÐARLJÓÐ 1974”. Ljóðið heitir „Vel varið land h/f”. Þið getið sjálf valið, hvort þið viljið nota þvergrip eða venjuleg grip. Vel varið land h/f E Ég þekki af afspurn þrettán manns B7 Þá Kasper og Jesper og Jónatan, sem lúta vilja verndarans, E þeir Kasper og Jesper og Jónatan A Þeir segja mér að sitja beri sifellt her á landi hér, E Þeir binda ekki trússið við bölvaðan Rússann B7 E Þeir Kasper og Jesper og Jónatan. En lifið er vont á landi hér við Kasper og Jesper og Jónatan þvl ýmsir vilja engan her HJÁLP. Kasper og Jesper og Jónatan Svo Rilssinn kemur, Rússinn kemur, Rússinn kemur og hann lemur prófessor laga og pinir til baga þá Kasper og Jesper og Jónatan. Þvi sömdu undirskriftaskjal þeir Kasper og Jesper og Jónatan og hugðust verja sinn heimadal þeir Kasper og Jesper og Jónatan þeir ganga með það hús úr húsi heilsa fúsir bjóða dús þvi alltaf til bóta eru alþýðleghót segja Kasper og Jesper og Jónatan. En reynist nú undirtekt ekki nóg fyrir Kasper og Jesper og Jónatan þá stiga þeir upp á sinn stjörnujó þeir Kasper og Jespter og Jónatan þeir sitja ekki sama bekk og sá er hlekk um öklann fékk og vestrænu álfuna verja þeir sjálfir þeir Kasper og Jesper og Jónatan. Það yrði passleg Igangsflik á Kasper og Jesper og Jónatan kanagalli úr Keflavik á Kasper og Jesper og Jónatan þá held ég stússist heim I fússi hræddur Rússi I ljótri blússu er glymur um heiðina herópið reiða FRAM. Kasper og Jesper og Jónatan. E~ hljómur 7) éé B7 - híjórvui' I © © © En hvernig skal launa þeim lifgjöf manns þeim Kasper og Jesper ogJónatan með rektorshempu háskólans Heyr. Kasper og Jesper og Jónatan og þar I friði fylkja liði fúsir við hvers annars hlið I prófessorsstöðum og prúðir i röð þeir Kasper og Jesper og Jónatan. A-hljÓcnur ©@(2) SITT ÖR ÁTTINNI Hvað er fíllinn þungur? Fillinn liggur i móðurkviði i 22 mánuði. Nýfæddur vegur hann um 120 kiló. Hann kemst á kynþroska- skeiðið milli 8 og 14 ára og vegur þá venjulega um 2,4 tonn. Eyrun eru 50 kiló að þyngd. Halinn 10 kiló. Tungan 10 kiló. Hjartað 24 kiló. Og tittlingurinn á sextugum karlfil i fullu fjöri vegur 57 kiló. (Þetta sáum viði sænskri bók, sem heitir „örkin hans Nóa er strönduð á túninu. Höfundur: Björn Berglund). Dýrast í Mekka Fyrir ferðamenn er Mekka dýrasta borg i heimi, að þvi er starfsmannahald Sameinuðu þjóðanna hefur reiknað út, en starfsmönnum S.Þ. sem þaneað eru sendir i stuttan tima eru ætlaðir 58 dollarar (uþb 8700 kr). á dag til greiðslu á d'valar- kostnaði. Kostnaðurinn i London og New York er áætlaður sá sami eða 37 dollarar á dag og hefur siðan i nóvember sl. hækkað um 6 dollara i London og 4 i New York. Af öðrum borgum má nefna Osló og Genf, þar sem SÞ- fulltrúar fá 40 dollara á dag, Tokyo 51, Paris 49, Brussel 47, Bonn 45, Stokkhólm 41, Monakó, Austur-Berlin og Dublin 27, Rabat 26, Túnis og Mexikó City 25, Lissabon 24, Damaskus 19 og Kairó 18 dollara. VISNA- ÞÁTTUR S.dór. ísland, ég hrópa upp á þig ... Djúpt skyggnst Á afgreiðsluborði skrifstofu fyrir fundna muni i Stokkhólmi getur að lesa eftirfarandi athugasemd: „Hver sem litið hefur oni veski konu veit, að það eru ekki peningarnir einir, sem ánægju veita”. Dr. Björn Jónsson I Swan Riv- er I Kanada sendi okkur fyrir nokkru þessa tvo bragi um Jón Indiafara. Hann tekur ekki fram I bréfi sinu eftir hvern þeir eru, en ég þykist sjá af bréfinu að þeir séu eftir hann sjálfan. Frónsheimt Jóns Indiafara island, eg hrópa upp á þig þá angist mig böndum reyrir, að þú lítir I elsku á mig, útburðarvæl mitt heyrir. Sem Adam fyrr á Edens rann aftur leit þá hann flúði, áköf min til þin ástin brann, mig aftur á vit þin knúði. i útlöndum skjól eg ekkert fann, yndisvant fjáðum, snauðum. Astin tii þin mér orna kann á þinum frera, dauðum. Burtdrifinn þinum barmi frá sem barn úr móðurfangi, leyfðu mér þó aö lokum fá legstað á þinum vangi. Hjúfraður þinn i hlýjan barm, — hvar um ei neinn þarf yggja útburðar gef ég engan larm, eg mun þar hljóður liggja. Landsýn Jóns Indiafara island, þú ert það albest land upp á hvað sól nær skina. Sólarskip mitt má sigla i strand siöast á fjöru þina. island, þig risa upp úr sæ aldrei að lita ef náði, varpað þá tel eg vera á glæ veraldar öllu ráði. Upp sjá þig risa af unna beð, sem Ægis brúður skarta, unun sú stærsta list mér léð, leyfist ei siðan kvarta. 1 siðasta þætti birtum við visu eftir séra Helga Sveinsson fyrr- um prest i Hveragerði. Nú hefur okkur verið bent á að ekki hafi verið um stöku að ræða heldur hafi visurnar verið tvær og að sú sem við birtum á sunnudaginn hafi verið sú siðari, en að sú fyrri sé svona: Þegar sektin sækir að sálarfriði manna, flýja þeir I felustað frjálsu góðverkanna. Hér koma svo nokkrar hring- hendur eftir hinn kunna hagyrð- ing Rósberg G. Snædal: Veðurlýsing Dropasmáar daggir gljá, drúpa strá á völlum. Þokubláir bólstrar á brúnaháum fjöllum. Sönnun fékkst Afmælisvisa Eftirfarandi dánarfregn birtist nýlega i einu Lundúnr- blaðanna: „C.M. Corner járnkaupmaður keypti af sölunefnd hersins kassa af gömlum skothylkjum. Til að kanna hvort þau væru virk henti hann einu i arininn. Jarðarförin fer fram á mánu- daginn.” Vandist skælur aldrei á eða þvælingshætti. Ber þvi hæla heila frá heimsins þrælaslætti. Mannlýsing Eyddi sorg I iðu glaums úti á torgum sviðnum. Spilaborgir bernskudraums brunnu að morgni tiðnum. Vor Hlýnar vangur, grund og gil, grænir anga hagar. Okkur fangið fullt af yl færa langir dagar. Stolnar stundir Þó að syndin sumum hjá saurgi lindir tærar stolnum yndisstundum frá stafa myndir kærar. Eftirmáli Þú sem dáir dagsins glóð, draumabláar vökur, þiggðu frá mér þessi Ijóð, þessar fáu stökur. Prófessor Sigurður Nordal orti þessa stöku: Yfir flúðir auðnu og meins elfur lifsins streymir, sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir. Karl Friðriksson fyrrum vegaverkstjóri var góður hag- yrðingur og mörgum kunnur. Hér koma nokkrar vlsur eftir hann: Ýmsa rekur uppá sker undir drottins banni. Freistingin og fallið er falið I sjálfum manni. Heims af yndi ýms um stig æðsta blindast þráin. Af þvi syndin á við mig eins og lindin stráin. Þegar aldan undir rær ýfir kaldan strauminn, góðra valda geislablær gef mér hald i tauminn. í visnabók stúlku sem ætlaði til Vesturheims Margur úti leitar lönd, litið vinnur — tapar. Stigur aldrei á þá strönd sem andans hilling skapar. Þótt þú gistir hærri höll en hugann náir dreyma, biða hvergi blárri fjöll, bjartari nótt en heima. ÁÞingvöllum með Friðrik Hansen: Gamla Skjaldbreið láttu lyft leiðum þokuslæðum. Þær hafa fleiri fagrar skipt fyrir Hansen klæðum. Vart þarf að kynna Jósep Húnfjörð fyrir visnamönnum. Þessi staka er eftir hann: Eldar bálið ástin blið, unaðsþjál við notin. Herðir sálin heilagt strlö, holds við skálabrotin. Þá ætti einnig að vera óþarfi að kynna Jón Pálmason frá Akri, en hann orti: Finnst mér nú og finnst mér oft fegra um leiðar borðann, hlýrri sól og hreinna loft hérna fyrir norðan.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.