Þjóðviljinn - 13.04.1975, Qupperneq 17
Sunnudagur 13. apríl 1975. ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 17
eitthvaö
veröur
maður aö
gera ...
Samkvæmt fréttum frá Róm
hafa opinberar ráðstafanir til
orkusparnaðar, svosem stytt
kvölddagskrá sjónvarpsins og
lokun veitingahúsa og nætur-
klúbba fyrr, orðið til þess að fæð-
ingartalan hefur stigið, að þvi er
itölsku fjölskylduáætlunarsam-
tökin upplýsa.
Segir formaður samtakanna,
Luigi de Marchi, að siðustu hag-
tölur sýni 7% aukningu fæðinga
frá 1973 til 1974 eða úr 860 þús. i
920 þúsund nýja italska borgara.
Hann segir samtökin sannfærð
um að þessa aukningu megi fyrst
og fremst kenna ráðstöfunum
itölsku stjórnarinnar til sparnað-
ar á rafmagni og annarri orku i
desember 1973. Fram að þvi hafi
fæðingartalan farið jafnt og þétt
lækkandi i landinu.
Drottningar
hittast
Bandariska kvikmyndadrottn-
ingin Barbra Streisand lagði erf-
iða spurningu fyrir Elisabetu
bretadrottningu þegar þær hittust
i London i vetur við frumsýningu
þar á ...Funny Lady”.
— Yðar hátign, hversvegna
verða konur að vera með hanska
á höndunum þegar þær heilsa yð-
ar hátign, en karlmenn hinsvegar
ekki? spurði Barbra.
Beta varð hálfhvumsa við þetta
brot á siðareglunum sem kveða á
um, að aðeins drottningin sjálf
megi spyrja spurninga. Hún yppti
öxlum og virtist hálfrugluð þegar
hún svaraði:
— Ja, eiginlega veit ég það
ekki, en það kemur áreiðanlega
til af einhverri hefð.
Barbra varð að láta sér þetta
nægja, sneri sér að förunaut sin-
um og sagðist vera'engu nær.
Annars er siðurinn eða hefðin
komin frá miðöldum þegar ridd-
ararnir klæddust hringabrynjum
og járnslegnum hönskum, sem
þeir urðu að taka af sér áður en
þeir heilsuðu hallarfrúnum.
Nýtt
spilamet
Skólahljómsveitin i Lowell
menntaskólanum i San Francisco
hefur tryggt sér sess i Guiness
metabókinni og sennilega lika far
til Bretlandseyja.
Hljóðfæraleikararnir 60 og
stjórnandinn spiluðu samfleytt i
31 klukkustund án þess að stansa
og náðu inn 8000 dollurum upp i
ferðakostnað við fyrirhugaða för
til Englands. Gamla metið var 27
timar og 10 minútur og var sett af
skólahljómsveit á Huntington
Beach i Kaliforniu.
— Það eina sem mig langar til
er að leggja mig, sagði Terry
Taylon eftir að hafa leikið á
trommurnar i 31 tima og neyðst
til að stinga upp i eyrun siðari
hlutann. Og túbuleikarinn Roger
Collins sagði, að varirnar á sér
hefðu orðið tilfinningalausar eftir
8 tima og verið það siðan.
STÆRSTI VÖRUBÍLLINN
Þetta hlýtur að vera stærsti vörubill i heimi og heitir Terex Titan, 21
metri að lengd, 8 m að breidd og vegur 350 tonn. Það sem virðist vera
leikfangabill á pallinum er i rauninni venjulegur sendibill. Vörubillinn
er nú i prófun I Suður-Karólinu.
Hve mörg eyru
hafa kýr Efna-
hagsbandalagsins
Nýlega hefur upp komist að
bændur I Efnahagsbandalags-
löndunum geta svindlað á land-
búnaðarsjóðnum með þvi að
sauma aukaeyru á kýrnar sinar.
Þetta kom nýlega fram I svari
landbúnaðarnefndar EBE við
spurningu belgiska þingmannsins
G. Glinne.
Glinne hafði ma. bent á, að
breskir bændur fengju útborgað-
ar sláturgreiðslur tvisvar og
þrisvar fyrir sömu skepnur. Eft-
irlitsmenn setja venjulega gat á
eyru skepnunnar þegar búið er að
borga út, en bændur hafa séð við
þessuogkrækt sér i aðra greiðslu
með þvi að skera eyrað af og
sauma annað á i staðinn og með
lagni má endurtaka þetta nokkr-
um sinnum.
Nefndin viðurkenndi að henni
væri kunnugt um þetta, en visaði
á bug staðhæfingum Glinnes um
að svindlað væri á þennan hátt út-
úr landbúnaðarsjóðnum upphæð
sem nemur milli 3 og 4 1/2
miljarði isl. króna á ári. Framað
þessu væri vitað um óréttmætar
greiðslur að upphæð kr. 300
miljónir og þar af hefðu um 180
milj. verið endurgreiddar.
Rnnir þú til
feróalöngunar,
þá er það vitneskian
um voríð eríendis
sem veldur
25% lækkun á fargjöldum til Evrópu á tímabilinu 1. apríl til 15. maí.
FLUGFÉLAC LOFTLEIDIR
/SLAJVDS
Félög sem sjá um föst tengsl við umheiminn