Þjóðviljinn - 20.04.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.04.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 20. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Símaskráin gagnrýnd Sima-Kalli skrifar: Simaskrá 1975 Póst- og simamálastjórn, 608 s. Simaskrá er liklega sú hand- bók, sem mest er notuð af flest- um. Þvi verður að gera til hennar meiri kröfur en annarra hand- bóka. Hún er gefin út, endurskoð- uð, oftar en flestar aðrar upp- flettibækur, og þvi hefði mátt vænta skjótra úrbóta á göllum. En sú hefur ekki verið raunin að minum dómi. Við skoðun nýju simaskrárinn- ar vakna eftirfarandi spurning- ar: Hver „hannar” bókina? Hver ritstýrir henni? Mikill galli á svo mikilvægri handbók er skortur á formála eða inngangi, þar sem greint væri frá m.a. uppsetningu bókarinnar, markmiði, stafrófs- raðarreglu, sem notuð er, hvaða nöfn koma fyrir oftar en einu sinni (sbr. ættarnöfn) og af hvaða ástæðum, hvort greiða þurfi aukalega fyrir ættarnafn eins og fyrir nafn maka simahafa, hvaða ættarnöfn eru sett aukalega, hver ræður valinu (dæmi eru þess að maður með ættarnafn komi að- eins fyrir undir þvi, ekki skirnar- nafni sinu. Simaskrá ætti að vera hjálpar- tæki til að greiða fyrir samskipt- um manna á milli, og þvi fyndist undirrituðum eðlilegra að i henni væru nöfn sem flestra, t.d. nöfn maka simahafa i stað þess að nöfn sumra komi fyrir tvisvar. Að visu leita útlendingar stundum eftir eftirnöfnum eða ættarnöfn- um Islendinga, en þar held ég að sé um undantekningar að ræða, flestir útlendingar þekkja þá góðu islensku venju að nota skirnar- nöfn og vara sig á þvi. Hverjir hafa ekki lent I vandræðum með að finna heimilisfang eða sima- númer kvenna, t.d. kollega i starfi eða félagsmálum? Hvernig væri að taka upp i kvenréttinda- baráttuna að allir simahafar geti fengið tvö nöfn i simaskrána án aukagreiðslu og ráði þá sjálfir hvaða nöfn það eru? 1 formála ætti einnig að geta nafns (nafna) þess (þeirra), sem ritstýra skránni. Á bls. 4 má lesa eftirfarandi: „Notkun sjálfvirka simans er mjög einföld, en eftirfarandi at- riði er þó mikilvægt að hafa i huga. Hafið ætið á takteinum núm- erið, sem velja á, Heyrnartólið er borið að eyranu og beðið eftir stöðvarsóninum, sem er stöðugur sónn. Þegar sónninn heyrist, er númerið valið. Fingri er stutt á skifuna við þann tölustaf, sem er fyrsti stafurinn i simanúmerinu, sem velja á. Skifunni er þvi næst snúið til hægri þar til stansað er á hakanum. Þá er skifunni sleppt og snýst hún þá sjálfkrafa til baka i kyrrstöðu. A sama hátt eru allir hinir stafirnir i númerinu valdir. Mikilvægt er, að framangreint val sé gert viðstöðulaust i einni lotu”. Svo mörg voru nú þau orð. En þessar greinargóðu upplýs- ingar eru aðeins um notkun sim- ans, ekki simaskrárinnar. Helsta gagnrýni min á sjálfri skránni er varðandi það hjálpar- tæki, þann leiðarvisi, sem nöfnin efst á hverri siðu, feitletruð með stórum stöfum eiga að vera. Þeg- ar flett er siðum svo stórrar bók- ar með svo mörgum nöfnum á hverri siðu, er gagnlegt að tekin séu út fyrsta og siðasta nafn á hverri síðu, setja þau i stærra og/eða feitara letri efst á hverri siðu. Þetta auðveldar mjög leit að tilteknum nöfnum, sbr. orðabæk- ur og skrár ýmiskonar. En i simaskránni okkar eru eingöngu tekin efstu orð úr hverjum dálki fyrir sig, og kemur það að litlum notum. Atvinnu- og viðskiptaskrá Hvað ræður vali efnisorða i at- vinnu- og viðskiptaskrá? Er þar um að ræða greiddar auglýsing- ar? Ef svo er, ræður þá auglýs- andinn vali efnisorða fyrir fyrir- tæki sitt? Svo virðist vera, enda er valið mjög handahófskennt og án samræmis: álþök, þakál, ál- klæðning, álvörur, — asbestvör- ur, einangrunargler, gólfdúkar, hjöruliðir og krossar, cellophane etc., sem allt mundi geta flokkast undir — byggingarvörur, — eld- færavíðgerðir, framleiðsluhag- ræðing, hjúkrun, hagræðing, jarðarfararskreytingar, útfarar- skneytingar, hljómsveitir og um- boð skemmtikrafta, skemmti- kraftar og umboð hljómsveita, etc. sem gæti flokkast undir þjón- « ustu. Ef einhvern vantar fána- stengur, gardinustengur, pop- korn, skrúfur, jarðarfarir (?) eða slikt, þá leynist ýnislegt i þessari skrá. Að lokum skal þess getið, sem gott er. Limingin er ótrúlega sterk og prentun ágæt. Kortin aft- ast i skránni eru gagnleg, en lit. - irnir þykja mér óþægilegir. Alaska Nýtt gullæöi Um þessar mundir eru um 10 þúsund manns að hefja vinnu við að leggja olluieiðslu þvert yfir Alaska frá norðurströndinni, þar sem mikil olia hefur fundist, til borgarinnar Valdez á suður- ströndinni, en þaðan mun ollan flutt á skipum til austurstrandar Bandarikjanna. Um langt skeið var leiðsla þessi mikiö deiluefni, vegna þess að hún var talin mikil röskun á nátt- úrulegu umhverfi I Alaska sem og likleg til að valda miklum usla I lifi frumbyggja landsins. En eins og önnur dæmi sanna reynist furðu auðvelt að þagga niður I náttúruverndarmönnum þegar orkuskórinn kreppir að og nú fer leiðslan semsagt af stað. Laun eru mjög há við þessa vinnu, sem verður unnin við hin óbliðustu náttúruskilyrði, heim- skautanótt og grimmdarfrost. 1000 dollarar verða þar algeng vikulaun — og þar með fylgir gullöld og gleðitiö hjá gleðikonum og spilastjórum og brennivinssöl- um — i Valdes eru nú tvær brennivlnsbúðir á hverja eina matvörubúð. Meö þessu hefst nýtt gullæöi: Leiðslur færðar til I Fairbanks fólk streymir að úr atvinnuleysis- héruðum sunnar I Bandarikjun- um til að freista gæfunnar, en flestum er frá snúið. Alaskastjórn kvartaði áður mjög um skort á fólki en nú biður hún menn bless- aöa að sitja heima og fara hvergi. JÓHANNES EIRÍKSSON SKRIFAR UM ÚTILÍF Aö ganga saman Óðum lengist dagur, skemmtilegasti timinn til gönguferða fer i hönd. t grennd við höfuðborgina eru margar góðar gönguleiðir til fjalla og með ströndum fram. Borgin stækkar, umferðin eykst, hvin- urinn, flautið, hvellirnir og skröltið magnast. Allt þetta úr- verk, sem er að gera umhverfi okkar ómennskt kallar á and- stæðu sina. 1 æ rikari mæli leita borgarbúar út fyrir borgina i leit að einhverju öðru, kyrrð og friði, annars konar fegurð en i borgunum býr. Flestir eiga bil og beinast liggur við að drifa fjölskylduna inn i hann og keyra af stað, eitthvað. Rykið þyrlast upp, bilstjórar eru i útvarpi hvattir til þess að keyra með ljós vegna ryks sem liggur yfir hverjum vegarspotta. Þingvell- ir, Laugarvatn, mikið er annars fallegt á Laugarvatni, verst að hvergi er hægt að setjast niður fyrir ryki og drullu. Jæja, heppni að þarna er þó sjoppa, já ansi.vistleg sjoppa. Grimsnes, Þrastaskógur, Sog. Heyrðu, verslar karlinn enn i skúrnum undir Ingólfsfjalli? Stoppa og fá kók? Ænei, eigum við ekki held- ur að fá okkur kaffi i Eden. Það er kannski ekkert betra kaffið i Eden heldur en á Hressó, en Eden er þó altént i Hveragerði. Og þegar heim er komið spyrj- um við sjálf okkur: Kannski hefði verið betra að fara hvergi? En til eru aðrir úrkostir. Það erlika hægt að ganga. Og meira að segja er hægt að sækja nám- skeið og læra að ganga um fjör- ur landsins og fjöll. Ferðafélag Islands og hið nýstofnaða félag eða klúbbur Útivist, fara göngu- ferðir á hverjum sunnudegi og vist oftast seinnipart laugar- daga. Þetta eru einskonar nám- skeið, þar sem fararstjóri er fyrir hópunum, hirðir, sem passar uppá sauðina, að þeim sé ekki ofgert með hraða og að enginn týnist úr hópnum. En viö megum ekki gera of miklar kröfur til fararstjóranna, enda ekki um hálaunaða leiðsögu- menn að ræða sem snúast kringum viðskiptavin. Ferðafé- lagið er raunar ekki annað en stór hópur fólks sem hefur áhuga á þvi að ferðast á sem ó- dýrastan hátt i félagsskap ann- arra manna. Félagið hefur frumkvæði að ferðum og allur hagnaður, ef einhver er. rennur til framkvæmda við sæluhús fé- lagsins og aðra aðstöðu, sem i vaxandi mæli hefur komið hin- um ferðafúsa náttúruunnanda til góða. En þótt að fararstjórarnir vilji vera góðir hirðar, er ekki endilega nauðsynlegt að aðrir i hópnum leiki ráfandi sauði. Fyrir skömmu fór ég i ferðafé- lagsgöngu um fjöruna milli Saurbæjar á Kjalarnesi og Brautarholts. Að Saurbæ er kirkja og á kambinum neðan hennar er kirkjugarður sem sjórinn er að brjóta niður og liggja mannabein þar á dreif. Allir ruku i að skoða beinin, sem eru jú i flestra augum ekki frá- brugðin öðrum dýrabeinum, en engum datt i hug að lita inn i kirkjuna. Hún er reist rétt eftir aldamótin siðustu, en inni i henni eru ýmsir merkir kirkju- gripir frá ofanverðri 17, öld og i kirkjuhurðinni er fagur hringur, sem vert er að skoða. Nei, við skulum ekki vera sauðarleg i þessum gönguferðum, heldur njóta lifsins, rýna og skoða. Ekki skulum við treysta þvi að fararstjórinn leiði okkur i allan sannleika um landslag og ör- nefni, þvi sumir þeirra eru ekki ræðnir og segja færra en þeir vita. Við skulum ekki gefa þeim frið, heldur spyrja ófeim- in. Og fyrir alla muni, hafið kort meðferðis. Gott kort getur bætt upp lélegan fararstjóra, og góð- ur fararstjóri bætir hinsvegar upp örnefnasnautt kort. Nú, eftir að hafa hælt Ferða- félaginu, langar mig að snúa við blaðinu og kvarta svolitið. Þessar ferðir eru margskonar, en aldrei er i auglýsingum Fl getið um hvers ferðirnar krefj- ast af þátttakendum. Ferðir sem farnar eru að vetri eða vori til, eru að jafnaði erfiðari, vegna færðar, en sumarferðirn- ar, og þar er nauðsynlegur góð- ur hlifðarklæðnaður. Sumar lengri ferðanna, þ.e. sem farnar eru kl. 9.30 f.h. eru vart neinar fjölskylduferðir, heldur frekar við hæfi fólks á góðum aldri eða gönguvanra, t.d. ferðir á Skarðsheiði, Brennisteinsfjöll, Botnsúlur, Hengil o.fl. 1 hinum eiginlegu gönguferðum er yfir- leitt mjög misjafnlega hraðfær mannskapur og mættu farar- stjórar stundum gjarnan vera tveir, annar fyrir garpana, sem aldrei lita i kringum sig, heldur æða hvildarlaust af einum tindi á annan, og hinn væri þá til halds þeim sem hægar vildu fara og leiddi þá kannski mun styttri leið. Ég hef ósjaldan orð- ið vitni að þvi þegar fólk, sem er að fara sina fyrstu gönguferð, rekur lestina alla leið, og hefur fyrir bragðið litið samneyti við hópinn, og fær minni tima en hinir til að tylla sér niður, það kemur uppgefið og sárleitt i bil- ana, ákveðið að fara aldrei aftur i göngu með Fl. Þetta er hlutur sem auðvelt ætti að vera að bæta úr, nánast skipulagsatriði. I vor og sumar ætti að verða mun meira lif i þessum helgar- gönguferðum, þvi að nú er nýtt félag tekið til starfa á þessum grundvelli, Útivist. Einhver önnur sjónarmið virðast ráða við uppbyggingu þess heldur en FI, þvi meðmæli eins félags- manns þarf til þess að gerast fé- lagi. Þriggja manna sjálfskipuð stjórn valdi 25 manna kjarna eða fulltrúaráð, sem siðan stjórnar félaginu að geðþótta og endurnýjar sig sjálft. Ekkert mælir þó á móti þvi að hagnýta sér ferðir beggja félaganna jöfnum höndum eftir þvi hvoru megin gefast álitlegri feröa- möguleikar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.