Þjóðviljinn - 20.04.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. apríl 1975.
Stóru bandarisku kvikmynda-
verin (United Artist, Para-
mount, 20th Century-Fox, Uni-
versal, Warner Bros., Walt
Disney) hafa lengi einokað
kvikmyndamarkaðinn i Banda-
rikjunum og viðar. Eftir að
sjónvarp varð almennt á heim-
ilum fækkaði áhorfendum kvik-
myndahúsanna. Um 1960 þótti
þessum risafyrirtækjum á-
standið ekki lengur nógu gott.
Sound of Music sló i gegn.
Framleiðslukostnaðurinn var
sautján miljónir dala, sem þótti
nokkur upphæð, en tekjurnar af
kvikmyndinni urðu hvorki
meira né minna en sjötiu mil-
jónir. Þarna var lausnin komin,
hugsuðu risarnir: Þvi meiri
framleiðslukostnaður, þeim
mun meiri gróði af dreifingunni.
Hvað snerti glæsimyndir gátu
sjónvarpsstöðvarnar ekki veitt
þieim neina samkeppni. Fé var
ausið i Kleópötrur og aðrar risa-
kvikmyndir með hundruðum
þúsunda statista og bygginga og
fírverki. Þessar kvikmyndir
skiluðu ekki eins miklum hagn-
aði og til stóð. Fjöldi áhorfenda
missti áhugann á þessari enda-
leysu og litil kvikmyndahús I
kjöllurum, skuggasundum og
háskólum með svokallaðar list-
rænar kvikmyndir urðu vinsæl.
Það voru stofnuð ný fyrirtæki til
að framleiða ódýrar, fram-
sæknar kvikmyndir og margar
þeirra urðu þekktar og gengu
vel i litlu neðanjarðarkvik-
myndahúsunum. Sumar, t.d.
Easy Rider, fengu jafnvel dreif-
ingu i alvörukvikmyndahúsum
undir verndarvæng risanna.
20th Century-Fox tapaði 77,4
miljónum dala 1970 og margir
voru famir að trúa þvi að ris-
amir væru að gefa upp öndina
og framundan væru betri timar
og minni einokun.
Þótt hluti kvikmyndaveranna
miklu i Hollywood standi auð,
aðallega vegna þess að stóru fé-
lögin hafa stóraukið fjárfest-
ingu i kvikmyndagerð annarra
landa, eru þau ekkert nálægt
grafarbakkanum og vegnar á-
gætl. eftir siðustu fregnum að
dæma. Kreppan, sem talið var
að hefði lagst á þau i kjölfar
glæsimyndanna, reyndist að-
eins vera timabil aðlögunar að
nýjum aðstæðum, þar sem sjón-
varp var á hverju heimili. I stað
þess að skoða sjónvarpsstöðv-
arnar sem samkeppnisaðila
voru þau tekin inn I dæmið sem
viðskiptavinur.
Tekjur af kvikmyndum að
frádregnum afskriftum og
sköttum voru sem hér segir hjá
ÞORSTEINN JÓNSSON:
Sýningarsalur Fox-kvikmyndahússins I Atlanta.sem byggt var 1929. Með slnum 5000 áhorfendasætum
er það enn eitt stærsta kvikmyndahús I heimi og eitt hið slðasta sem eftir er af þeim sem skreytt voru i
þessum horfna stil hoilywoodmynda slns tima.
Hiö frjálsa framtak í
dreifingu kvikmynda
stóru félögunum 1971 og 1972 (I
miljónum dala)
Columbia
Loew’s Inc/MGM
Paramount
20th Century-Fox
United Artists
Universal
Warner Bros.
Walt Disney
1971 1972
■7- 29,0 -r 4.0
7,8 9,2
-t-22,0 31,2
6,5 6,7
1,0 10,8
16,7 20,8
41.6 17,6
26.7 40,3
Ef athugaðar eru samsvar-
andi tölur fyrri ára, koma i ljós
miklar sveiflur upp á við og nið-
ur. En siðustu ár er tekjuaukn-
ing hjá öllum nema Warner
Brothers, sem virðast hafa flutt
fjármagnið I hljómplötufram-
leiðslu o.fl. Hins vegar hafa flest
minni fyrirtækin gefist upp.
Ekki aðeins smáfyrirtæki held-
ur einnig fyrirtæki eins og dótt-
urfyrirtæki CBS sjónvarps-
itöðvarinnar og ABC sjónvarps-
stöövarinnar i Bandarikjunum.
Þau hófu framleiðslu kvik-
mynda fyrir kvikmyndahús og
stofnuðu hvort sitt dreifingar-
fyrirtæki til þess að koma kvik-
myndunum i kvikmyndahúsin.
Þessi tvö fyrirtæki náðu tiu af
hundraði kvikmyndasýningar-
markaðarins i Bandarikjunum
árið 1970 en hafa nú bæði gefist
upp. 1972 réðu risafélögin niutiu
og fjórum af hundraði markað-
arins. Brúttótekjur af kvik-
myndanúsum I Bandarikjunum
eru um 1,3 miljarðir dala á ári.
Agóði af sýningum bandariskra
kvikmynda erlendis er um einn
miljarður og ágóðinn af sölu
kvikmynda til sjónvarpsstöðva
er um fjögur hundruð miljónir
dala.
1972 voru framleiddar 296
bandariskar kvikmyndir. Af
þeim voru 170 framleiddar að
hluta eða að fullu af öðrum
fyrirtækjum en risafélögunum.
96 kvikmyndir gáfu af sér eina
miljón dala eða meira (allt upp i
Slmiljón, en það voru tekjurnar
af Guðföðurnum). í hlut hinna
200 komu 50 miljónir dala. Af
stærstum hluta kvikmynda-
framleiðslunnar er tiltölulega
litill gróði eða tap. Hins vegar
eru einstaka kvikmyndir,
kannski ein af hverjum tiu, sem
gefa af sér ótrúlegar fjárhæðir.
Þetta hefur i för með sér, að
fjármagnið getur verið nokkuð
lengi að skila sér aftur. Það
kemur risafélögunum ekki að
sök, en getur riðið litlu fyrir-
tækjunum að fullu.
Þegar kvikmyndastjórar eða
framkvæmdastjórar (produc-
ers) stofna með sér framleiðslu-
fyrirtæki og kosta myndir sinar
sjálfir, er það þungur róður.
Meö einstakri heppni og sér-
stökum hæfileikum er mögu-
legt, að fyrirtækið beri sig án
verndar risafélaganna. Með
samvinnu við þá er hins vegar
hægt að reikna með einhverjum
ágóða, þegar á heildina er litið,
eftir að risinn hefur hirt megin-
hluta hans. Jafnvel fyrirtæki,
sem eiga samvinnu við risafé-
lögin um dreifinguna, eru ekki
öfundsverð. Risarnir ráða
nefnilega verðlagningunni á
stærstu kostnaðarliðum við
dreifinguna, s.s. prentunar-
kostnaði (kópiukostn.) og aug-
lýsingum. Með „réttri” verð-
lagningu ná þeir til sin öllum á-
góðanum.
Hvert risafélaganna hefur
undir sér þúsundir kvikmynda-
húsa ekki aðeins i Bandarikjun-
um heldur um allan heim. Taki
slikt félag kvikmynd upp á
arma sina, er ekki aðeins tryggt
að hún fái mesta mögulega
dreifingu heldur er hún auglýst
og kynnt eins og kostur er af fé-
laginu. Kostnaðurinn við sölu-
skrifstofur hjá hverju félagi er
talinn vera um tiu miljónir dala
i Bandarikjunum og annað eins
erlendis.
Þannig einoka stóru félögin
kv:kmyndamarkaðinn með
dreifingunni. Ekkert bendir til
þess að staða þeirra sé að veikj-
ast. Þau leyfa litlum fram-
leiöslufélögum að starfa á þeim
sviðum, þar sem ágóðinn er
minnstur, eða hrifsa til sin á-
góðann, sé hann einhver I krafti
eignarhalds á kvikmyndahús-
unum. í þessum grimma leik
ráða þau ekki aðeins streymi
fjármagnsins heldur einnig
tjáningunni. Eða eins og sagt er
á virðulegum samkomum:
standa vörð um „tjáningar-
frelsið”. Varðstöðu þessara
risafélaga njótum við islending-
ar ekki siður en aðrir, en um það
verður nánar fjallað siðar.
(Byggt á greinum úr Sight
and Sound, Chaplin, mest þó á
grein eftir David Gordon i
Economist).
Atta ára bekkur i skólanum.
Reiknngur.
Kennslukonan: Jens, ef þú átt
sex epli og skiptir þeim milli þin
og litla bróður þins, hvað átt þú
þá mörg epli?
— Fjögur.
— Kanntu ekki að reikna,
Jens?
— Jú, en ekki hann bróðir
minn.
Frúin I næsta húsi var forvitnin
uppmáluð, þegar hún náði i
Andrés litla:
— Eg sé að hann pabbi þinn er
búinn að fá sér nýjan bil — þykir
honum ekki vænt um hann?
— Jú, svo vænt, að hann vakti i
alla nótt við að sprauta hann upp
á nýtt og skipta um númer á hon-
um.
Nýi neminn var kynntur fyrir
meistaranum:
— Hvað heitir þú?
— Jens Pétur Friðrik Karl
Gunnlaugur Magnússon.
— Og hvað ertu kallaður dags
daglega?
— Skelfir skuggahverfis!
Þriggja stjörnu hershöfðinginn
og herlæknirinn voru litlir vinir.
En þar sem þeir voru staðsettir i
litlum bæ, voru ekki margir sem
aðrir eins fyrirmenn gátu um-
gengist, og þvi komust þeir ekki
hjá að eyða tómstundum sfnum
saman að nokkru leyti.
Kvöld nokkurt i veitingasalnum
kallaði hershöfðinginn á lækninn
og sagði:
— Komdu og fáðu þér einn lit-
inn, læknir! Ég býð!
Herlæknirinn kom og settist hjá
honum, og þjónninn kom með
flösku af koniaki.
— Þetta ætti nú ekki að vera
amalegt, sagði hershöfðinginn, —
þriggja stjörnu!
— Hu, rumdi i lækninum, —-
þeir setja þrjár stjörnur á hvern
fjandann sem er nú orðið!
Maður nokkur hitti gamlan vin,
sem hafði verið sjúkur um nokk-
um tima. Hvernig gekk það nú. ?
— Jú, nokkuð vel. Sérstaklega
eftir að læknirinn byrjaði að gefa
mér jámsprautur, járnpillur, og
jámrika fæðu.
— Þetta hljómar vel. Og þú ert
orðinn góður?
— Já, sérstaklega þegar ég sný
i norður!
■
Hún Karólína var i heimsókn
hjá dóttur sinni og tengdasyni i
Kanada. Einn góðan veðurdag fór
hún til að kaupa kjöt hjá kjöt-
kaupmanninum.
Þegar hún stóð við afgreiðslu-
borðið sá hún að ekki var neitt
kjöt að sjá nema nautakjöt.
— O, jæja, hugsaði Karólina —
ég hlýt að bjarga mér. Hún benti
á hæfilega stóran bita af nauta-
kjötinu og sagði:
— Off, öff!
Af einskærri tilviljun var kaup-
maðurinn vestur-islendingur:
— Ó, þér eigið við svinakjöt,
sagði hann.
— Hvað! Eruð þér islendingur!
Þáheld égnú maður hætti að tala
við yður ensku!