Þjóðviljinn - 20.04.1975, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. aprll 1975.
HVER
VANN
STRÍÐIÐ?
Höföingjar Bandamanna á Jaltaráöstefnunni — Stalfn, Roosevelt, Churchill.
Nú eru senn liðin þrjátiu ár frá
þvi að heimsstyrjöldinni siðari
lauk og er viða difið niður penna i
þvi tilefni.
Strið hafa misjafnt orð á sér
eins og vonlegt er. Vietnamstriðið
er til að mynda þess eðlis að
bandarikjamenn vilja sem
minnst af þvi vita og draga sem
mest úr þvi að þar beittu þeir
firnamikilli hernaðarvél. Aftur á
móti er það svo með sigurinn i
heimsstyrjöldinni siðari að hann
er sú Lilja sem allir vildu kveðið
hafa. Gárungar (norskir reyndar
sjálfir) halda þvi fram, að norð-
menn séu enn i dag sannfærðir
um að Bandamenn hefðu ekki
komist af án þeirra i striðinu, án
norskrar andspyrnuhreyfingar og
norska kaupskipaflotans. Danir
hafa stundum talið sig eiga eins-
konar heimsmet i skemmdar-
verkum gegn hernámsiiði, en hafi
svo verið. þá hefur það áreiðan-
lega verið slegið siðan.
Við og þeir
tslendingum færi ekki vel að
taka mikinn þátt i slikum met-
ingi. Styrjöldin kom flatt upp á
okkur og eidri menn halda þvi
fram, að það hafi verið rutl á okk-
ur siðan. Allavega voru þeir ekki
of margir sem gerðu sér vel grein
fyrir þvi sem var að gerast. Eða
eins og karlinn sagði, sem heyrði
daglega útvarpsfréttir af sigrum
þjóðverja i Erópu: i dag Dan-
mörk og Noregur, á morgun Hoi-
land og Belgia og Frakkland.
Hann sagði: „Ekki skil ég hvað
Hitler ætlar sér með öll þessi
lönd, barnlaus maðurinn”.
Hitt má okkur vera vel skiljan-
legt, að mörgum sé framlag þjóð-
ar sinnar til sigursins yfir Hitler-
Þýskalandi og Japan mikið al-
vörumál. Það er þjóðernislegt til-
finningamál, sem tengist við
minninguna um þá sem féllu. Og
það er pólitiskt deilumál, sem
kemur inn á hernaðarlega tog-
streitu samtimis.
Blöð og vélar
I þessu samhengi er fróðlegt að
skoða grein sem nýlega birtist i
Time. Hún fjallar um ásakanir
sem eru bæði gamlar og nýjar.
Vestrænir söguskýrendur saka þá
rússnesku um að þeir geri litið úr
hernaðarafrekum og framlagi
vesturveldanna sem með þeim
börðust, og rússar svara i sömu
mynt. Tónninn er að öllum jafn-
aði sinu beisklegri i hinum so-
vésku skrifum, enda var sigurinn
sovétmönnum afskaplega dýr-
keyptur.
Það er algengt að lesa i sovésk-
um skrifum röksemdafærslu á
þessa leið: Bandarikjamenn
sendu okkur reyndar flugvélar,
vörubila, fallbyssur og vistir. En
að mestu börðumst við með þeim
vopnum sem við smiðuðum sjálf-
ir. Og Vesturveldin skutu innrás-
inni i Frakkland hvað eftir annað
á frest, meðan okkur blæddi út á
Austurvigstöðvunum. Time tekur
reyndar undir við sovétmenn
þvi að eitt er framlag tii striðs i
mannslífum og annað að leggja
fram tækniaðstoð. Sovétmenn
misstu 15-20 miljónir hermanna
og óbreyttra borgara i striðinu.
Um 70 þúsundir borga og þorpa
voru i rústum, og 25 miljónir
manna heimilisiausir. t umsátr-
inu um Leningrad einu saman lét-
ust fleiri menn (650 þúsund) en
bandariski herinn missti i heim-
styrjöldunum báðum (þeir voru
alls 522 þúsund).
Andstæð viðhorf
En hvaðsem þvi liður, þá halda
vestrænir striðsskýrendur áfram
að deila um það, hvernig ber að
skipta hinum hernaðarlega heiðri
Annarsvegar er vitnað til manna
eins og franska herfræðingsins
Georges Buis sem segir blátt á-
fram: „Vesturveldin unnu strið-
ið. Hernaðarlegt framlag þeirra
jafnaðist til fulls á við framlag
sovétmanna, og auk þess börðust
þau um allan heim, en takmörk-
uðu sig ekki við að endurheimta
land sem þau höfðu misst. Fram-
lag Vesturvelda á lofti og sjó var
miklu meira en framlag rússa.
Og ekkert er unnt að bera saman
við hina miklu flutninga Vestur-
veldanna.”. Hætt er við að mörg-
um finnist þetta kaldranalegt tal,
og er Buis talinn eiga fáa skoð-
anabræður, þótt sumir standi
honum nálægt.
Á hinn bóginn telur sovétfræð-
ingurinn Michel Tatu, erlendur
ritstjóri Le Monde, að sovétmenn
hefðu getað sigrað án innrásarinr
ar i Normandy. „Þegar banda-
rikjamenn komu til skjalanna,
segir hann, höfðu rússar frelsað
fjóra fimmtu hluta af hernumdu
landi og voru að nálgast Varsjá.”
Þessu fylgja þær tölur, að þegar
innrásin i Normandie var gerð,
þá höfðu þjóðverjar tvær miljónir
manna á austurvígstöðvunum, en
um 890 þúsund á vesturvígstövð-
unum. Og þá hafði þýski herinn
þegar misst 13.700 skriðdreka i
orustum — og um 75% þeirra
höfðu rússar eyðilagt fyrir þeim.
Margir herdómar
Einhversstaðar i miðjunni fer
svo maður eins og Michael Eliot
Howard, breskur herfræðingur
við Oxfordháskóla. Hann segir
sem svo: það er reyndar rétt, að
rússar stöðvuðu þjóðverja af eig-
in rammleik árin 1941 og 1942. En
ef að Bandarikin hefðu ekki kom-
ið til skjalanna i árslok 1942 og
bundið allmikinn þýskan herafla,
þá telur Howard að sovétmenn
hefðu hangið á bláþræði og alla-
vega ekki getað snúist til veru-
legrar gagnsóknar.
Spurningar af þessum toga
verða væntanlega ræddar af
miklu kappi i heimsblöðum ánæst
unni. Til dæmis er einatt á það
bent að hinar miklu loftárásir
breta og bandarikjamanna á
þýskar borgir hafi alls ekki valdið
þeim usla á þýsku hernaðarvél-
inni, sem menn áður vildu fram
halda. Þvert á móti má benda á
tölur sem sýna, að afköst þýskra
hergagnaverksmiðja héldu á-
fram að vaxa lýgilega lengi eftir
að úrslitaorusturnar á vigstöðv-
unum voru tapaðar. Og reyndar
sannaðist það bæði á breskum og
þýskum almenningi, að mikill
lofthernaður dugir skammt til að
lama siðferðisþrek óbreyttra
borgara — ef nokkuð er gerir
hann þá næmari fyrir áróðri eigin
stjórnvalda um andstæðinginn.
1 umræðu um þessa hluti er
ekki nema eðiilegt, að islending-
ur, sem ekki kann mun á batta-
ljón ogdivisjón* taki helst mið af
röksemdum sem lúta að þvi að sá
sé helstur sigurvegari sem mestu
hefur fórnað — og i þeim efnum er
ekki unnt að bera mannslif saman
vð hergögn og annað dót sem
framleitt er á færiböndum.
Evrópa
skrapp saman
En það er önnur umræða um
striðið sem býður upp á margan
nytsaman fróðleik, sú sem lýtur
að félagslegum, pólitiskum niður-
stöðum þess.
Þvi vissulega voru það fleiri en
Hitlersþýskaland, og bandamenn
þess sem biðu ósigur fyrir þrjátiu
árum. Um sama leyti var heilt
valdakerfi að hrynja og striðið
flýtti mjög fyrir þeirri þróun sem
var þegar hafin um aldamót.
Valdakerfi hinna evrópsku stór-
velda. Bretland og Frakkland
héldu inn i Þýskáland sem sigur-
vegarar, en þessi riki höfðu i
striðinu þokast niðúr i sess ann-
ars flokks velda eins og það er
kallað. Hið miðstýrða nýlendu-
veldi var hrunið, enda þótt menn
gerðu sér alls ekki grein fyrir þvi
strax og reyndu að andæfa i ný-
lendustriðum næsta áratugs.
Þungamiðja þeirra afla sem
mestu réðu um framvindu mála
hafði flust um set — vestur til
Bandarikjanna og austur til
Sovétrikjanna. Þessi riki öðluðust
hvert innan þeirra áhrifasvæða
sem striðið skilaði þeim svo ó-
skorað forræði, að þau fengu ærið
sjálfstraust til að vinna að þvi að
endurskapa heiminn — eða sinn
part af honum — i sinni mynd.
Þrjátíu ár
Saga þeirra þriggja áratuga
sem liðnir eru frá styrjaldarlok-
úm greinir frá þvi, hvernig þetta
kerfi, sem snýst um risana tvo,
fyrst festist i sessi svo rækilega
að öðrum aðilum varð mjög
þröngt um andardrátt — annað-
hvort eða var andi timans, ertu
með eða á móti, þriðji kostur er
ekki til. Þessi saga greinir siðar
frá þvi sem hlaut að verða, að
þetta kerfi lætur á sjá. Valdið
dreifist. Valdamiðstöðvum fjölg-
ar bæði vestan og austan og sunn-
an við aðallandamerki efnahags-
kerfanna. Stór hluti þriðja heims-
ins fersinar eigin leiðir.hvað sem
barnfóstrur gömlu heimsveld-
anna segja. Kina einnig. Og um-
fram allt þó: með einum hætti eða
öðrum saxast á limi þess Axlar-
Björns, sem kapitalisminn hefur
verið obbanum af mannkyni.
Þvi fer að sjálfsögðu fjarri að
þessari þróun sé lokið. En einmitt
þessa dagana er að nást á henni
merkur áfangi. Þeir aðilar sem
berjast nú til sigurs i Kam-
bodju og Vietnam hafa átt i höggi
við annan risann frá ’45 og notið
fulltingis hins. En sigur þeirra er
mögulegur vegna þess að heim-
urinn hefur breyst siðan þá og
heldur áfram að breytast.
Árni Bergmann.
Vínstríð
Franska stjórnin aflétti i dag inn-
flutningsbanni á vini frá italiu og
er þar með lokið þriggja vikna
„vlnstríði” itala og frakka sem
m jög hefur reynt á þolrifin i EBE.
Eftir þrettán klukkustunda
samningafund náðist loks sam-
komulag á fundi ráðherra banda-
lagsins i nótt. En franski land-
búnaðarráðherrann kvaðst þó
ekki geta útilokað að stjórn hans
gripi til einhvera aðgerða til að
vernda hagsmuni vinræktar-
bænda.
Vinbændur i Suður-Frakklandi
létu reiði sina óspart i ljós i gær
meðan á viðræðum stóð. Um 10
þúsund bændur tóku þátt i mót-
mælaaðgerðum i mörgum bæjum
og borgum. Á einum stað var
skattstofan brennd tij kaldra kola
og á öðrum stað var reynt að
kveikja i bækistöðvum franska
flughersins. Tókst lögreglu að
koma i veg fyrir það el'tir klukku-
stundar bardaga við bændurna
sem héldu uppi grjótkasti á lög-
reglumennina.
Eftir
I SMOLENSK Tvardovskí
Tvö grimmdarár eru liðin
eða þá aldir tvær
og það sem hér augum heilsar
er hvorki borg né þorp
Myrk og þurr er auðnin:
illur vindur við rústir
blæs þér i augu kaldri
ösku og múrsteinsryki.
Um nætur fer sami söngur
um strætið sem áður var:
járn sverfur sundurtætt járn
með skrölti, iskri og skellum.
Og handvagnar flóttafólksins
á fornum steinhellum glymja
á krákustigum þeim mjóum
sem milli rústa sér troða.
Eeykpisl úr glugga, aftur
er gengið til brunns: tvö ár
og lifið hefst upp á nýtt
á eldi, vatni og brenni.
(Alexander Tvardovski, siðar ritstjóri Novi
Mir, var ungur maður I stríðinu og orti mikið um
það og margt vel. Hann var ættaöur frá borginni
Smolensk og lýsir hér heimkomunni að þýsku
hernámi loknu, þá stóð uppi i þeirri borg eitt hús
af hverjum tiu og varla það. Þess skal getið að á
rússnesku er kvæðið rlmað. áb. snaraði).