Þjóðviljinn - 20.04.1975, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.04.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 20. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Hjördís Bergsdóttir velur gítargrip viö vinsæl lög Tökum lagiö HALLÓ ÞIÐ! Þakka bréfin. I dag ætla ég aö veröa við ósk önnu M. Birgisdóttur frá Breiðdalsvik, en hún biður um „Bréfið hennar Stinu”. Ljóðið er eftir Davið Stefánsson frá Fagraskógi en það voru þeir Heimir og Jónas, sem sungu þetta lag inn á plötu þeirra félaga „FYRIR SUNNAN FRÍ- KIRKJUNA”. Lagið er eftir Heimi Sindrason. Bréfiö hennar Stínu C e7 a C7 Ég skrifa þér með blýant þvi blek er ekki til— F D7 G G7 og blaðið það er kryplað, og ljósið er að deyja. C e7 a C7 En þegar þú færð bréfið, þá veistu hvað ég vil, D7 og veist, að ég er heima.. .og i náttkjól meira q að segja. F G7 C a Ég svik þig ekki vinur, og sendi þetta bréf F G C til að sýna þér, að ég er hvorki hrædd við þig C7 né gleymin, F G7 c a til að segja.. .til að segja.. .til að segja, að ég sef F d G undir súðinni að norðan.—Ég er svo voðalega C feimin. 1 guðsbænum þú verður að ganga ósköp hljótt og gæta vel að öllu, hvort nokkur fer um veginn. Læðstu inn um hliðið, þegar lföa fer á nótt, og læðstu upp meö húsinu — eldhúsdyramegin. Beint á móti uppgöngunni eru mfnar dyr. Elsku vinur, hægt, hægt, svo stiginn ekki braki, og þó þú hafir aldrei...aldrei farið þetta fyr þá finn ég, að þú kemur, og hlusta, bið'og vaki. Gættu að þvi að strjúka ekki stafnum þinum við, og stigðu létt til jarðar, og mundu hvað ég segi. Það iöka sjálfsagt margir þennan æfintýrasið, sem aldrei geta hist þegar birta fer af degi. Opnaðu svo hurðina — hún er ekki læst. Hægt, elsku vinur, það er sofið bak við þilið. 1 myrkrinu, I myrkri geta margir draumar ræst, og mér finnst lika við eiga það skiliö. Ég veit, að þú ert góður og gætir vel að þér og gengur hægt um dyrnar — faröu helst úr skónum. Þá er engin hætta. — Þú mátt trúa mér. Þei, þei...Húsið er fullt af ljónum. Það grunar engan neitt svona I allra fyrsta sinn, og engum nema þér skal ég gefa bliöu mina. Og þó að ég sé feimin, þá veistu vilja minn og veist, að ég er heima, þin elsku hjartans Stina F-h i jómur ©0 0 q7- h ljórnu.r í p ©@ D7-hljómur Gr-hijómur © @ @ 0 &7-hljómur C7~ htjómur d-hLjómur C~hljómur d> © © 0 @ ÁTTINNI Má ekki Skilti við hlið golfklúbbs á Manila á Filippseyjum: Gjörið svo vel að raka ekki kaktusana og ekki gefa skjald- bökunum viski! Káta ekkjan? Eftirfarandi auglýsing i einu dagblaða Vinarborgar vakti at- hygli og var túlkuð á ýmsan veg: „Ekkju, 32ja ára, vantar vinalegt herbergi með rúmi, þar sem hún getur stundað kennslu.” Valkostir Á þjóðveginum fyrir utan Toulouse i Frakklandi gat fyrir nokkru að lesa eftirfarandi til- kynningu til vegfarenda: „Sýnið vegagerðinni skilning. Sem stendur höfum við aðeins tvennskonar vegi: slæma eða lokaða vegna viðgerða”. Spádómurinn rætist t Kaupmannahöfn spáði spá- kona fyrir Jens Nilsen: — Á morgun verðið þér hand- tekinn. Ég sé fangelsisdyrnar standa opnar! Og það kom fram. Daginn eft- ir var Nilsen handtekinn. Um leið og hann fór frá spákonunni hafði hann stolið veski hennar og drukkið út alla peningana. — Þetta hafði hún reyndar ekki séð fyrir i bollanum. Tauga- trekkjandi Niðurbrotinn á taugum hringdi Mr. Leon Mercer i Southport (Bandar.) til lögregl- unnar seint um kvöld og kvartaði: „Mér er ekki nokkur leið að sofna hvernig sem ég reyni. Það er verið að halda garðveislu i nágrenninu og ég þoli það bara ekki.” Þegar lögreglan ætlaði að skerast i leikinn kom i ljós, að veislan var reyndar i garði Mer- cers sjálfs. Meðan veislan stóð sem hæst hafði hann ætlað að halla sér, einsog gengur, og i æsingnum yfir að geta ekki sofnað steingleymt eigin veislu. VISNA- ÞÁTTUR S.dór. Svo ei veröi á svörum hik... Arið 1952 kom út litið visna- og ljóðakver. Það lætur ósköp litið yfir sér hið ytra, en fyrir þá sem hafa áhuga á ferskeytlunni er efni þess þeim mun áhugaverð- ara. Bókin heitir Milli élja og er eftir Jón Arason erfiðismann sem lengi bjó i Reykjavik og gamlir reykvikingar kannast eflaust við. Hann var kunnur hagyrðingur á sinni tið. Bókin kom út i tilefni 75 ára afmælis Jóns. Ég hygg að of fáir hafi séð þessa bók, og þess vegna er full ástæða til að helga visum Jóns uppistöðu þessa visnaþáttar. Inngangsvisa er að bókinni, sem er svona: Svo ei verði á svörum hik, sannleikskornum stráðu, Iöunn kær, og augnablik anda þinn mér Ijáðu. Vinamissir Vinaböndin verða fá, valt er timans yndi. Eftir stend ég eins og strá, einn i hvössum vindi. Settu markið hátt Markið settu himinhátt, harma léttu I nauðum. Svangan metta, ef saðning átt, silfrið réttu snauðum. Af þvi muntu öðlast hrós, auðgast dyggðum sönnum, viljirðu þitt litla ljós lýsi öðrum mönnum. Konuval Lánið frá þér liggur spönn, lika hitt er veldur baga. Það er gömul saga, sönn, svo var það um mina daga. Vertu jafnan varfærinn, veigagná þó fáir kyssta. Komstu að þvi karlinn minn hvort hún er á svörtum lista. Hvort er betra Ef ég reyni að yrkja gott, enginn vill það heyra. Geri ég nið og napurt spott nær það hvers manns eyra. Vandasamt þvi verður hér vel úr málum skera. Hvort er betra, herm þú mér hvað á ég að gera? Setti ég kjaftinn sóttkvi i, sem er réttur vegur, yrði ég talinn allt að þvi óaöfinnanlegur. Kæruleysi Viljirðu standa föstum fót fram i tilverunni, best er þá að breyta mót betri vitund sinni. Mammon Fávitans um heimsku hof heldur ágirnd vörðinn. Margan þvingar injög um of Mammons uáragjörðin. Varla grillir grænt i strá, gæfu hallar linum. Nú er myglað moðið á Mammons-stalli þinum. Dýrtiðin Dýrtiðin er geysigrimm. Gengur fram úr lagi, þegar krónur knappar fimm kostar einn rauðmagi. Agirndin er óskoruð, alþýðunni klórar, gömul bæði og grindhoruð grásleppan á fjórar. Um prest Rennir færi röng á mið, rær oft andans tómu fleyi. Tónar eins og tarfur við tóman stall á vetrardegi. Hárin grána Hárin grána, hallar leið, hels að ránarslóðum. Valt er lán, en vökin breið, vegurinn skánar óðum. S.E. sendi okkur þessa visu fyrir nokkru, en hún er ort I til- efni af þvi að rafsuðumenn eru nú á fórum i atvinnuleit til Nor- egs: Ekki kippir öllu I lag ihaldsstjórnin nýja, út.til Noregs eru i dag iðnaðarmenn að flýja. Maður nokkur sem var kyn- villtur var eitt sinn fánaberi i skrúðgöngu templara. Þá var ort: Gvendur undan gútta-her gekk og bar sinn klafa, af þvi hann á eftir sér enginn vildi hafa Þegar ljóðakver Halldórs Laxness kom út þótti sumum það fremur óskáldlegt. Það var mjög gisprentað og oft aðeins ein visa á siðu. Ingveldur Ein- arsdóttir á Reykjum i Mos- fellssveit orti þá: Þitt hef ég lesið, Kiljan, kver, um kvæðin litt ég hirði, en eyðurnar ég þakka þér, þær eru nokkurs virði. Svo koma hér þrjár visur sem Jónas Friðgeir á Isafirði sendi okkur Söngurinn á eyrinni Situr að völduin soralýður sultur og seyra okkar biður. Undan böðuls svipu sviður sárt er að vera verkalýður. Undanslátt á alla kanta ihaldið og framsókn panta. Allt má verkalýðinn vanta, virðist hugsun stjórnarfanta. Og svo að lokum ein hlunk- henda út af þvi sem á undan er gengið: Þjóðin oft má þrautir reyna þvi er ekki neitt að leyna, það er eins og fjandinn standi upp á miðju þessi landi. Nokkrir hafa skrifað okkur og óskað eindregið eftir þvi að við höldum áfram að birta fyrri- parta fyrir menn að spreyta sig á. Við skulum þvi gera eina til- raun og sjá hvort menn hafa á- huga á að botna. Fyrri partur- inn er eftir Valdemar Lárusson : Af óstjórn komið nú er nóg, nærri tómur kassinn..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.