Þjóðviljinn - 20.04.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.04.1975, Blaðsíða 5
Borgarstjórnar- kosningar í Grikklandi: Sunnudagur 20. aprll 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Hrakfarir hægri- sinna Nýafstaðnar eru i Grikklandi kosningar til borgarstjórna, sem komu að mörgu leyti á óvart. Vinstriöfiin og miðflokkarnir náðu mun betri árangri en i þing- kosningum þeim sem fram fóru fyrir fimm mánuðum, en þar vann hinn bægrisinnaði nýi demó- krataflokkur Karamanlisar aII- mikinn sigur. Karamanlis l'ékk þá um 54% at- kva'ða og samkvæmt kosninga- lögum, sem eru mjög óhagstæð fyrir smærri í lokka, hvorki meira né minna en 220 af um 300 þing- sætum. Stjórnarandstaðan, Mið- flokkurinn, kommúnistar og hell- enskir sósialistar höfðu ekki nema SOþingsæti að skipta á milli sin. t>eir höfðu gagnrýnt mjög all- an viðbúnað kosninganna, sem leyfði Karamanlis óspart að leika á þá strengi, að ef menn veittu sér og sinum flokki ekki fullt umboð til stjórnar, kynni svo að fara að herforingjaklíka tæki aftur völdin i landinu. Þetta áróðursbragð er talið hafa tryggt Karamanlis a 11- mikinn atkævðafjölda'. ht jórnarandstaðan dró af þessu sina lærdóma, og hafði viðtækt samstarf i borgarstjórnarkosn- ingunum. og gekk það vel. þrátt fyrir hamagang Karamanlisar gegn „alþýðufylkingu". Til dæmis var sósialistinn Papaþeodorú kosinn borgarstjóri i Aþenu með stuðningi allrar st jórnarandstöðunnar. Fram- bjóðandi hægri liðsins fékk 37% atkvæða. i Patras tekk frambjóðandi stjórnarandstöðunnar hvorki meira né minna en 71% atkvæða. Yfirleitt má segja, að i kosning- unum, sem fram fóru 30 mars, hafi vinstriöflin og msðflokkurinn alls staðar sigrað i stærri bæjum þar sem þeir stóðu saman. Þetta þykir benda til þess, að sigur Karamanlisar hafi verið — eíns og fyrr var á drepið — fyrst og fremst tengdur þvi að menn hafi talið hann i óvissu ástandi eftir hrun herforingjastjórnar- innar skásta manninn til að stjórna landinu á breytingatima- bili, en að nú sé það að koma i ljós að fylgi flokks hans sé i raun miklu minna en úrslit þingkosn- inganna benda til. Söngvar úr móðurlífi Margir áhyggjufullir foreldrar hafa að þvi spurt fyrr og siðar, hvað eigi að gera til að börnþeirra ung og smá hætti að skæla. Jap- anskir læknar hafa nú fundið svar við þeirri spurningu. Þeir hafa tekið upp á segulband hljóð, sem börn heyra meðan þau enn eru i móðurlifi, og eru þau spiluö fyrir börnin. Hjartsláttur móður róar börn mjög fljótlega, og hætta þau að gráta venjulega um 40sekúndum eftir að þau hafa heyrt þá sælu músik. Að sjálf- sögðu er bisnessinn kominn i mál- ið — firma eitt hefur þrykkt i stóru upplagi plötuna „sláttur móðurhjarta” og selst vel. 5* VEROTILBOD fil f.mai! aftveim dekkjum af fjórum ' dekkjum Sumarhjólbarðar: STÆRÐ 5% 10% 640—13 Kr. 5.090 1 Kr. 4.820 700—13 5.410 5.130 615/155—14 4.020 3.810 5,0—15 3.570 ‘ 3.330 560—15 4.080 3.870 590—15 4.730 4.480 600—15 5.030 4.770 Jeppahjólbarðar: 600—16/6 4.930 4.670 650—16/6 6.030 5.710 750—16/6 7.190 6.810 Weapon hjólbarðar: 900—16/10 16.970 16.080 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H/E AUÐBREKKU 44-46 SÍMI 42606 Garðahreppur: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði Akureyri: Skoda verkstæðið á Akureyri h.f. Óseyri 8 Egilsstaðir: Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar Sumarhjólbarðar: STÆRÐ 5% 10% 155—12 Kr. 4.150 Kr. 3.930 135—13 4.230 4.010 145—13 4.290 4.060 155—13 4.320 4.090 165—13 4.940 4.680 175—13 5.740 5.440 155—14 4.400 4.170 165—14 5.580 5.290 175—14 6.180 5.850 185—14 7.250 6.870 215/70—14 10.980 10.400 550—12 3.490 3.310 600—12 4.030 3.820 615/155—13 4.370 4.140 560—13 4.450 4.220 590—13 4.150 3.930

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.