Þjóðviljinn - 20.04.1975, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 20.04.1975, Blaðsíða 24
DMVIUINN Sunnudagur 20. april 1975. /,Eftir helgina veröur engin vinna hér. Þá verö- ur allt okkar hráefni gengiðtil þurröar", sagöi Árni Benediktsson, fram- kvæmdastjóri frystihúss Sambands íslenskra sam- vinnufélaga á Kirkju- sandi, en Þjóðviljamenn heimsóttu frystihúsiö á Kirkjusandi í siðustu viku. Það var á fimmtudaginn var, og þá var vinna enn i fullum gangi, konurnar voru að setja ýsu i kassa fyrir Ameriku- markaðinn, karlar voru að ganga frá saltfiskinum til út- flutnings og verkstjörinn sat i kompu sinni og ætlaði að fara að dreifa launamiðum. ,,Við vinnum hér eftir bónus- kerfinu. Frá þvi um áramót hef- ur verið unnið hér i tiu tima á hverjum degi”, sagði Þórunn Jakobsdóttir, verkstjóri i vinnslusal, ,,en þessa viku hefur reyndar aðeins verið unnið i átta tima”. Hvernig kunna konurnar við bónuskerfið? ,,Vel, held ég hljóti að vera. Reyndar er það svolitið streitu- myndandi. en kaupið skriður verulega upp á við með þessu móti”. Sigriður Sigurðardóttir, verkakona frá Fáskrúðsfirði Frystihús, sem hafa reitt sig á afla stóru togaranna standa nú hráefnislaus og segja upp fólki þorsk fyrir sama markað, og svo framleiðum við lika ufsaflök fyrir rússana”. Sex stórir togarar sjá um hráefnisöflunina Það eru sex stórir togarar sem annast hráefnisöflun fyrir frystihús Sambandsins Kirkju- sandi. Vegna verkfalls undirmanna á stóru togurunum, stendur frystihúsið nú hráefnissnautt, og verkafólkinu var sagt upp þegar i stað. Þegar hráefnisskortur verður, missir fólkið vinnuna. en þess ber þó að geta, að við kjarasamningana sem gerðir voru fyrir ári siðan, tókst verkalýðssamtökunum að knýja fram vissa kauptryggingu. Þessa kauptryggingu verða vinnuveitendur að greiða, þótt hráefnisskortur sé skamma SAMBANDIÐ SAGÐI STRAX UPP Þessi var að úða vatni á frostblokkirnar. Þórunn minntist þess, að þeg- ar bónus-kerfið komst fyrst á við fiskvinnslu hér á landi, en það var fyrir um tólf árum, þá hitti blaðamaður Þjóðviljans hana fyrir og ræddi við hana um þetta fyrirkomulag. Nú er nokkur reynsla komin á, og var ekki annað á Þórunni að heyra, en hún yndi þvi vel. Við ræddum þvinæst við Sigriði Sigurðardóttur, verka- konu, en hún hefur unnið i tvo mánuði þar . i frystihúsinu á Kirkjusandi, en vann áður i frystihúsi kaupfélagsins á Fáskrúðsfirði. Bónusinn skapar spennu „Bónusinn skapar vissa spennu”, sagði Sigriður, ,,við vinnum her tvær og tvær sam- an, og bónusinn hefur það i för með sér, að við verðum svolitið spenntari, það myndast oft á tiðum skemmtilegur vinnumór- all vegna hans — og dagurinn er fljótari að liða.” Spennan myndast vitanlega vegna þess að verkafólkið hefur færiá að hleypa kaupi sinu svo- litið upp með hraðari og öruggari vinnubrögðum. Við spurðum Braga Björns- son, yfirverkstjóra á Kirkju- sandi um framleiðslu hússins á hverjum degi: 50-120 tonn „Framleiðslan er mismikil. Hún getur verið frá þvi um 50 tonn og upp i 120 tonn. Það fer allt eftir hráefninu sem unnið er úr. Núna framleiðum við fryst ýsuflök fyrir Bandarikja- markað. Áður vorum við með Bragi Björnsson, yfirverk- stjóri. Árni Benediktsson, framkvænidastjóri. hrið. Og kauptryggingunni verður að segja upp með viku fyrirvara. Sambandið sagði upp sinu fólki fyrir viku siðan, þannig að 170 manns stóðu uppi atvinnu- lausir á Kirkjusandi á föstudag- inn var. ,,Við vitum auðvitað ekki hve lengi verkfallið á togurunum stendur”, sagði Árni Benedikts- son, framkvæmdastjóri, ,,en það er ljóst, að þegar þvi er af- lýst, tekur það togarana um það bil hálfan mánuð að afla meira hráefnis. Þannig verður fólkið hér atvinnulaust i hálfan mánuð eftir að samningar takast”. Árni sagði, að ef fólkið verði atvinnulaust i mánuð, þá þýði sú stöðvun um það bil 15 miljóna tap fyrir fólkið i vinnulaunum. Margir sækja eftir vinnu ,,Það hafa margir leitað eftir vinnu hér”, sagði Þórunn Jakobsdóttir, verkstjóri okkur, „mjög margar húsmæður, en einnig skólafólk.” Konurnar sem vinna undir stjórn Þórunnar eru flestar hús- mæður, og þær vinna sam- kvæmt bónus-fyrirkomulaginu, utan ein, en sú er yngri en 16 ára, og fær þvi ekki að vinna samkvæmt bónusfyrirkomulag- inu. ,,Hún er i skóla stúlkan sú”, sagði Þórunn, ,,og vinnur hér hálfan daginn.” Karfi mikill hluti aflans Konurnar i vinnslusalnum voru að pakka ýsu fyrir helgina, en Árni framkvæmdastjóri sagði, að karfi væri verulegur hluti afla stóru togaranna sex, sem fiska fyrir Sambandið á Kirkjusandi. „Við fáum mikið af karfa”, sagði Árni, ,,og það stafar af furðulegu fyrirkomulagi. Stóru togurunum er bannað að veiða á sömu miðum og litlu togararnir, þar sem mest er af þorski og ýsu. Samt eru þesi veiðiskip i aðalatriðum eins, hafa t.d. al- veg eins veiðibúnað.” —GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.