Þjóðviljinn - 20.04.1975, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. aprll 1975.
Víetnömsk börn og stríðið
Morgunblaðið hljóp langt upp ál
nef sér á dögunum vegna þess að r
Þjóðviljanum höfðu fjöldaflutn-
ingar bandarikjamanna á ung-
börnum frá Vietnam verið kallaö-
ir barnarán. Reyndar var þetta
ekki einkun Þjóðviljans: i blað-
inu hafði verið vitnað til útifundar
iStokkhólmi þar sem skáldkonan
Sara Lidman hafði einmitt notað
þetta orð — barnarán.
Og það gerðu fleiri. Vikublöðin
Spiegel og Guardian og mörg
málgögn fleiri sameinuðust um
að kalla þessar aðfarir banda-
rikjamanna verstu nöfnum og
vitna til þeirra sem svo gerðu.
Þetta var „hunskur áróður” og
„með billegustu áróðursbrögð-
um” sögðu þessi blöð. Þá hafði
lika komist upp um orðaskipti
sem farið höfðu á milli ýmissa
ráðamanna i Saigon og banda-
riska sendiherrans þar, þar sem
bent var á að „barnaloftbrúin”
mundi efla mjög samúð með
Saigonstjórninni um hinn vest-
ræna. heim.
Börn og samhjálp
í yfirliti þvi sem Spiegel birtir
um málið segir, að fjölmargir
suðurvietnamir séu sömu skoðun-
ar, enda hafi þeir orðið vitni
að þeim harkalegu aðferðum sem
sjálfskipaðir barnaverndarar
beittu. Einn þeirra var forstjóri
World Airways, Edward Daily,
sem smalaði saman 56 munaðar-
leysingjum fyrir eigin reikning,
staflaði þeim uppi i sætalausa og
súrefnisgrimulausa þotu og flaug
af stað með þau, enda þótt flug-
turninn i Saigon bannaði honum
að hefja sig til flugs. Það var
nokkrum dögum siðar að Galaxy-
vopnaflutningavélin hrapaði
skömmu eftir flugtak og 150
munaðarleysingjar á leið til
Bandarikjanna biðu bana.
Fréttaritari Spiegel i Saigon
segir, að um aldir hafi barneign
verið talin hin mesta blessum
með vietnömum, og staða barna i
samfélaginu útskýri það að
nokkru af hverju barnaflutning-
arnir séu þar i landi taldir sérstök
móðgun við landsmenn.
1 bændasamfélagi fyrri tima
var barnadauði mikill og ævitimi
manna yfirleitt stuttur, og þvi
voru miklar barneignir eina
tryggingin fyrir viðgangi og við-
haldi ættarinnar. Þetta fól m.a. i
sér gagnkvæma aðstoð innan ætt-
ar, ættbálks, við barnauppeldi —
að ógiftar mæður nutu verndar og
aðstoðar og að munaðarleysingj-
ar voru aldir upp af ættingjum i
venjulegu umhverfi. Það er
reyndar ekki til i vietnömsku orð
yfir munaðarleysingja og ekki
stofnun fyrir þá i hefðbundinni
menningu landsins. Vietnamir
kalla munaðarleysingjaheimili
Co Nhi Vien, sem þýðir „hús fyrir
einangruð börn” eða þá „hús sem
einangrar börn”.
Frönsk nýlendustjórn og efna-
hagslegar afleiðingar hennar
breyttu þessu samfélagsmynstri
sem byggði á samhjálp innan ætt-
ar, innan þorps. Eftir valdatöku
Ho Chi Minh i Norður-Vietnam
voru gerðar tilraunir með skipu-
lag samyrkjubúa sem gengu
þvert á þessa fornu skipan, og
segir Spiegel að þær hafi mætt
virkri andspyrnu. Bæði þess
vegna og vegna striðsins i Suður-
Vietnam hafi norðanmenn hætt
við tilraunir og haft aftur i heiðri
hið gamla fjölskyldumynstur.
Þessi hefð sést greinilega á þvi,
að þótt um miljón barna i Norður-
Vietnam hafi misst foreldra sina
(fyrst og fremst i sprengjuregni
bandarikjamanna) þá hefur engu
þeirra verið komið fyrir á
munaðarleysingjahæli. Rikið
kemur börnunum fyrir hjá ætt-
ingjum eða nágrönnum úr sama
þorpi og greiðir nokkuð gjald með
þeim.
Tíu miljónir
á vergangi
I suðurhluta Vielnams voru það
striðsaðferðir Bandarikjanna
sem eyðilögðu hiö gamla kerfi
sem byggði á samhjálp ættingja
og granna. Þegar baiidarikja-
mönnum tókst ekki að kveða nið-
ur skæruhernað ákváðu þeir að
flytja fólkið á brott frá Þjóðfrels-
isfylkingunni, væntanlega til þess
að það gæti ekki smitast af henni.
Og einnig til að hafa óbundnari
hendur um ótakmarkaðri loft-
hernað á frelsuðu svæðunum.
Styr jaldarbarn. Eyðilegging
hinnar gömlu samfélagsskipunar
kom verst niður á þeim.
Ibúarnir voru hraktir — með loft-
árásum og öðrum ráðum yfir á
yfirráðasvæði Saigonstjórnar,
annaðhvort i „viggirt þorp” eða
til borganna. Bandariskir sér-
fræðingar hafa reiknað það út að
með þessu móti hafi um 10
miljónir manna verið reknir frá
heimilum sinum.
I búðum, sem komið var upp i
skyndi, hnignaði hinu vietnamska
fjölskyldulifi. Þjófnaður, betl og
vændi urðu neyðarúrræði margra
til að komast af, eða þá einhver
snöp kringum herinn bandariska
eða saigonska — eðlilegt atvinnu-
lif var meira eða minna úr sög-
unni.
Generálar, svo hórur
Félagsleg uppbygging Suður-
Vietnams hrundi. Áður fyrr hafði
um aldir gilt svofellt mat á starf-
stéttum: fyrst komu lærðir menn,
þá bændur svo handverkamenn
og siðast kaupmenn. Hinn nýi
metorðastigi Saigonsamfélagsins
(sem Guardian kallar hernaðar-
samfélag sem hefur ekkert til að
berjast fyrir og neysluþjóðfélag
sem ekki framleiðir neitt) litur
hinsvegar svona út þegar banda-
rikjamenn höfðu verið að verki
nógu lengi: efst hershöfðingjar,
þá hórur, þá falsmunkar og svo
leigubilstjórar. Eða svo segir
vietnaminn Le Chau, sem búsett-
ur er i Paris, i bók sinni „Bænda-
bylting i Suður-Vietnam”.
Börnin urðu verst úti i þessari
þróun, börn sem misst höfðu feð-
ur sina i striðinu og mæður sinar i
napalmeldi, börn sem voru orðin
til byrði foreldrum, sem höfðu
flosnað upp og reyndu að draga
fram lifið i stórborgahreysum.
Hælin
Embættismenn i Saigon hafa
talið að „börn án fjölskyldu-
tengsla” séu nú 800 þúsund eða
allt upp i miljón. Þar af munu
munaðarleysingjar i evrópskri
merkingu orðsins um 40%.
Saigonstjórnin réði ekkert við
þetta vandamál og hún hefur gef-
ið mörgum erlendum einka-
hjálparstofnunum frjálsar hend-
ur i málinu. Þau reka um 130
munaðarleysingjahæli i Vietnam
fyrir um 20 þúsund börn. Hæli
þessi eru ákaflega misjöfn. Sum
njóta góðs af örlæti gefenda
sinna. En flest eru yfirfull og
börnin þar bera mörg einkenni
„hospitalisma”: þriggja ára
börn geta varla gengið, fimm ára
börn geta ekki talað. Þau hafa
orðið fyrir svo mörgum áföllum
að þau geta mörg hver hvorki
grátið né hlegið. Spiegel sakar
sérstaklega kaþólsk heimili um
að þau hafi öllu fremur áhuga á
að „skira heiðingjabörn” — en
vanræki aðra þætti málsins. Til
dæmis er sagt um heimili sem
kanadiskur prestur, faðir Olivier,
rekur i Gia Dinh, að þar hafi jafn-
mörg börn dáið á einu ári og pláss
var fyrir — en heimilið var fyllt á
nýjan leik.
Fyrir utan þá gagnrýni sem
fyrst var rakin á barnaflutninga
bandarikjamanna hafa eftirtalin
sjónarmið komið fram (ekki sist i
bandariskum blöðum) um þetta
mál, og er til þeirra vitnað eftir
Spiegel, Guardian og Infor-
mation.
Misjafnlega
æskileg börn
1 Bandarikjunum eru reyndar
langir biðlistar af fólki sem vill
taka börn i fóstur. Helst vilja
barnleysingjar hvit börn, hraust
og vel til höfð, og eru dæmi þess
að miðlunaraðilar taki um 10 þús-
und dollara fyrir að útvega slik
börn. En þau fást ekki og nú eru
vietnömsk börn tekin i staðinn og
eru þau reyndar flest hálfhvit,
m.ö.o. ástandsbörn, en talið er að
bandariskir hermenn hafi skilið
eftir sig allt að 200 þúsund
ástandsbörn. Um leið og þetta
gerister vakin athygli á þvi (t.d. i
Washington Post) að i Bandarikj-
unum sjálfum eru nú 120 þúsund
börn, sem enginn vill skjóta
skjólshúsi yfir, þrátt fyrir áður-
greinda biðlista. Þessi börn eru
flest svört eða indjánsk eða
púertórikönsk, fædd við óheil-
brigðar aðstæður i slömmum
o.s.frv.
I öðru lagi: Það er fullkomlega
rangt („svartur áróður”) að lýsa
þjóðfrelsisliðum eða norðurviet-
nömum sem barnamorðingjum —
flest bendir til þess að Þjóðfrels-
isstjórnin mundi láta barnamál
hafa forgang og leysa þau á svip-
aðan hátt og Hanoistjórnin kemur
sinum rriúnaðarleysingju/n
striðsins fyrir. Þvi er svo bætt
við, að ef menn vilji hjálpa til að
koma börnum til nýs lifs i eðlilegu
umhverfi, þá nýtist peningarnir
miklu betur en ef þeim er varið til
að reka hæli með dýru erlendu
starfsliði eða fljúga börnunum i
fóstur i aðrar heimsálfur.
Hver vill miðaldra
liðþjálfa?
I þriðja lagi hafa margir sál-
fræðingar og félagsfræðingar
varað við afleiðingum þeirrar
„barnaloftbrúar" sem óprúttnir
stjórnmálamenn hafa reist til að
hressa upp á löngu glataðan orð-
stir. Menn óttast að i raun verði
það svo, að þau fósturbörn, sem
nú er hampað með ærnum tilfinn-
ingum, muni mæta heldur köldu
viðmóti eftir fimm, tiu, tuttugu
ár, þegar þau taka út þroska sinn
i hvitum samfélögum Bandarikj-
anna, Kanada eða Ástraliu.
Guardian klykkir út með þvi, að
engin ástæða sé að ætla að
„kommúnistar” ofsæki börn. En
ef að bandarikjamenn telji sig
bera ábyrgð á lifi einhverra viet-
nama, þá séu það helst liðsfor-
ingjar ýmsir i Saigonher, lög-
regluforingjar, stjórnmálamenn
— m.ö.o. ýmsir þeir sem hafa
helst verið samtvinnaðir hinum
ömurlegu afskiptum Bandarikj-
anna af lokaáfanganum i þjóð-
frelsisbaráttu vietnama. Væri
nær að biðja velviljaðar fjöl-
skyldur að leyfa sliku fólki að
eyða ævikvöldinu i horninu hjá
sér en að flytja kornung börn
(sem i ýmsum tilvikum er ekki
einu sinni vitað um hvort mun-
aðarlaus eru eða ekki) til vafa-
samrar framtiðar i einhverju
hinna vestrænu rikja.
(Á.B. tók saman.)
Þaö borgar sig aö auglýsa í sunnudagsblaði Þjóöviljans — Útbreiðslan eykst vikulega
Skodaeigendur — Austurlandi
Þar sem varahlutaverslun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum
hefur tekið að sér söluumboð og varahlutaþjónustu fyrir Skoda- og
Tatrabifreiðar fyrir Norður- og Suður-Múlasýslu, er viðskiptavin-
um vorum, svo og væntanlegum bifreiðakaupendum bent á að
snúa sér til Varahlutaverslunar Gunnars Gunnarssonar, Egils-
stöðum, með alla fyrirgreiðslu, varahlutaþjónustu, svo og aðra
þjónustu.
Væntum við þess, að viðskiptavinir vorir á Austurlandi muni
framvegis njóta bættrar þjónustu með staðsetningu varahluta-
birgða fyrir Skodabifreiðir á Egilsstöðum.
Tékkneska bifreiöaumboöiö á íslandi h.f.
Varahlutaverslun Gunnars Gunnarssonar.
Bifreiöaeigendur —
Austurlandi
Varahlutaverslun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum hefur
tekið að sér söluumboð BARUM hjólbarða á Austurlandi, og mun
framvegis hafa fyrirliggjandi hjólbarða fyrir flestar gerðir fólks-,
jeppa- og vörubifreiða.
Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi h.f.
Varahlutaverslun Gunnars Gunnarssonar