Þjóðviljinn - 24.04.1975, Page 9

Þjóðviljinn - 24.04.1975, Page 9
Fimmtudagur 24. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 1 þjónustu alþýðunnar, stendur á boróanum I glugga tryggingarfyrir- tækis sem hefur veriö þjóönýtt. ola i septemberlok og mátti þá segja að þeir væru orðnir allsráð- andi innan hennar þótt m jög væru þeir misjafnlega róttækir. 1 febrúar birti bráðabirgðastjórnin efnahagsmálaáætlun sem ein- kenndist af hægfara þróun i átt til aukinna rikisafskipta og upp- skiptingar jarða. Leikurinn æsist En valdaránstilraunin 11. mars gerbreytti öllum viðhorfum og „sveiilaði miðjunni til vinstri” eins og Politisk revy kemst að orði. Skyndilega rann upp fyrir mönnum að engar vonir væru til þess að borgarastéttin sæti þegj- andi og hljóðalaust undir þvi að eignir hennar væru gerðar upp- tækar. Allar forsendur fyrir þeim hægagangi sem fyrirhugað var að hafa á hlutunum brustu. Og nú fór atburðarásin heldur betur að herða á sér. Nokkrum dögum eftir flótta Spinola tilkynnir stjórnin að vel- flestir bankar og öll helstu trygg- ingafyrirtæki hafi verið þjóðnýtt og að hér eftir verði þeirri þróun sem efnahagsmálaáætlunin segir til um flýtt um allan helming. Þessi þjóðnýting var geysi mikil- væg. Til þess að forða eignum sin- um og fjármagni frá þvi að verða tekið eignarnámi hafði borgara- stéttin skipulagt umfangsmikinn fjármagnsflótta úr landi og hafði hann staðið lengi þegar hér var komið sögu. Með þjóðnýtingu þessará fjármagnsstofnana var mun auðveldara að setja fyrir þennan leka. Flokkar bannaðir Siðan fylgdi fleira i kjölfarið. Strax eftir að valdaránstilraunin hafði verið bæld niður komst upp sá kvittur að til stæði að banna starfsemi kristilegra demókrata. Raunar voru menn ekkert hissa á þvi þar sem forysta flokksins hafði verið viðriðin valdaránstil- raunina og formaður flokksins, Sanchez Osorio, var einn af nán- ustu vinum Spinola og flúði úr landi þegar séð var að tilraunin hafði mistekist. Þann 18. mars hlaut bessi kvittur staðfestingu, flokki kristilegra var bannað að taka þátt i kosningunum og að starfa opinberlega fram yfir þær. Samskonar bann var einnig látið gilda um tvö samtök maóista MRPP ( Hreyfing til endurreisn- ar öreigaflokksins) og AOC (Bandalag verkamanna og bænda). Þessir hópar hafa látið mjög að sér kveða á vinstri vængnum frá þvi byltingin hófst, m.a. verið iðnir við að hleypa upp fundum hægri- og miðflokka. öðrum hópum á vinstri vængnum hefur verið litið um þá gefið og jafnt maóistar sem aðrir komm- únistar hafa sakað MRPP um að rýra álit sósialismans og þiggj?. laun frá CIA fyrir að efna til ögr- unaraðgerða. Þau málgögn rót- tæklinga sem hér er stuðst við telja vinstri vænginn ekki hafa beðið hnekki af þvi að þessir flokkar voru bannaðir. Þjóönýtingar Eftir þetta sneri MFA sér að þvi að tryggja völd sin til fram- búðar eins og greint var frá hér að ofan. Einnig var tekið óspart til hendinni við þjóðnýtingar. Fyrir nokkrum dögum voru helstu orkuver, samgöngufyrir- tæki og mörg iðnfyrirtæki þjóð- nýtt og loks var ákveðið að leggja risann CUF að velli. CUF er lang- stærsti auðhringur landsins, teygir arma sina inn á öll svið at- hafnalifsins, ræður yfir fimmta hluta allrar iðnaðarframleiðslu og 10% alls fjármagns i landinu. Samhliða þessu var boðuð upp- skipting jarða i stórum stil. MFA hefur ekki staðið ein að þessum aðgerðum. Verkamenn i iðnaði og landbúnaði hafa gerst herskáir og fyrir skömmu barst sú frétt eftir leiðum NTB að yfir 250 iðnfyrirtæki hefðu verið sett undir stjórn verkalýðsins sem i þeim starfa og 150 þúsund hektar- ar jarðnæðis væru nú i eigu þeirra sem yrkja það en ekki fyrri eig- enda sinna. Framhald á 17. siðu. Einn hœgri flokkur, þrír fyrir miðju og átta til vinstri PCP PCP, Kommúnistaflokkur Portúgals. Flokkurinn var stofnaður árið 1921 en árið 1929 var hann bannaður og starfaði neðanjarðar allt fram að 25. april i fyrra. Leiðtogar flokksins sátu ýmist i fangelsum eða i útlegð fyrir austan tjald. Ber flokkurinn þess merki og er sagður einn sá Moskvuhallasti i allri Evrópu og þó viðar væri leitað. Hann hefur þó á stundum sýnt af sér aðra hegðun en slikir flokkar eru vanir, td. var hann eini Moskvulinuflokkurinn sem viðurkenndi Þjóðfrelsisfylk- inguna i S.-Vietnam: A þeim tima var hún að áliti Moskvu samsafn ævintýramanna. Flokkurinn telur að friðsamleg þróun til sósialisma sé finnanleg en varar við þvi að menn gleymi þvi að aðstæður kunna að krefjast valdbeitingar. Leiðinni til sósialismans skiptir flokk- urinn i þrennt: 1. að kollvarpa fasismanum sem þegar hefur verið gert, 2. lýðræðisbyltingin sem felur i sér að hlutverk flokksins er að styrkja lýðræðið og afstýra gagnbyltingu — ákafur stuðningur flokksins við MFA er tákn fyrir þetta viðhorf — og i þriðja lagi er svo upp- bygging sósialismans. Ýmislegt i fari flokksins eftir 11. mars bendir til þess að hann telji þetta skeið þegar vera hafið. Flokkurinn hefur frá gömlum tima mikinn stuðning meðal verkamanna á iðnbeltunum og landbúnaðarverkamanna i suðurhluta landsins en meira en helmingur flokksfélaga er úr verkalýðsstett. Hins vegar mæta stefnumál hans litlum skilningi meðal smábændanna i norðurhlutanum. FSP FSP er flokkur vinstri- sósialista sem klufu sig út úr PS. Hann stefnir að „sósialisma sem felur i sér valdatöku verka- lýðsins og endalyktir allrar stéttakúgunar”. Flokkurinn ásakar PS fyrir kratisma og kommúnista fyrir að vera „endurbótasinnaðir” og stefna að skrifræði sem fæðir af sér nýja valdastétt. Flokkurinn starfar með MES og hefur lýst yfir „gagnrýnum stuðningi” við PCP. MES MES eru Önnur samtök vinstrisósialista sem stofnuð voru árið Í969 að nokkru leyti vegna andstöðu við PCP. Flokkur þessi vill treysta bandalag MFA og verkalýðsins og koma á sósf alisma lausum við allar kreddur. Flokkurinn hefur tekið mikinn þátt i stofnun verkamannaráða i verk- smiðjum og skipulagningu hópa i skólum og innan hersins. Er flokknum kosin forysta til skamms tima hverju sinni og kemur hún úr þessum hópum námsmanna, verkalýðs og her- manna. Talið er vist að MES, FSP og þriðju samtökin, LUAR, sem ekki bjóða fram renni saman i einn flokk áður en langt um liður, flokk sem orðið gæti valkostur við PCP. MES á visan drjúgan stuðning meðal iðn- verkamanna, námsmanna, landbúnaðarverkamanna i suðri og smábænda i norðri. LCI LCl eru trotskiistasamtök og aðilar að 4. alþjóðasambandinu. Þau leggja höfuðáherslu á myndun verkamannaráða sem siðan myndi „þjóðfylkingu portúgalskra verkamanna”. Þar sem LCI býður ekki fram hvetur það stuðningsmenn sina að kjósa PCP, FSP eða MES. Maóistar Loks eru ekki færri en þrjú samtök maóista i framboði, þar af tvö kosningabandalög enn fleiri máóistahópa. Þessi samtök hafa skammstafirnar UDP, FECm-l og PUP. Að hætti maóista telja samtökin portú- galska alþýðu eiga við að etja tvo höfuðandstæðinga, heims- valdastefnu Bandarikjanna og „sósialheimsvaldastefnu” Sovétrikjanna. 1 þeirra munni eru PS og PPD fulltrúar þeirrar fyrrnefndu en PCD og MDP þeirrar siðarnefndu. Sumir telja að FECml séu einungis yfir- breiðsla fyrir MRPP sem var bannaður. ÞH — byggt á politisk revy að skada nvja Das - húsið &ð Furulundi 9, Garðahreppi, Húsið verður tílsýnis dagfega tít S. mai, fráki 18-22, laugardaga og heigtdaga frá kl, 14-22. Húsið er sýnt með ölium húshúnaði 4V Bólstrarinn Erum fluttir frá Hverfisgötu 74 á Hverfisgötu 76. Framleiðum alls konar bólstruð húsgögn. Klæðum eldri húsgögn. Aklæði i miklu úrvali. BÓLSTRARINN Hverfisgötu 76. Styrkur til náms við Stokkhólmsháskóla Háskólaárið 1975—76 veitir Stokkhólmsháskóli islenskum námsmanni styrk aö upphæö 15 þúsund sænskar krónur. Styrkurinn veröur veittur til námsdvalar viö háskólann I Stokkhólmi, en er ekki bundinn við sérstaka grein eöa áfanga i námi. Viö Stokkhólmsháskóla eru þessar deildir: Lagadeild, heimspekideild, félagsvisindadeild og stærö- fræði- og náttúruvísindadeild. Umsóknir, ásamt námsvottorðum skai senda Háskóla tslands fyrir 20. mai 1975. SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir mars mán- uð 1975, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eft- ir eindaga uns þau eru orðin 10% en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16 degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið 21. april 1975.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.