Þjóðviljinn - 24.04.1975, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 24.04.1975, Qupperneq 11
Fimmtudagur 24. april 1975. ÞJóÐVILJINN — StÐA 11 Fjall úr hýði hraðar sér hvamma prýðir skorið. Ó. það biður eftir þér yndis bliða vorið. Þórarinn Þorleifsson frá Skúfi. Vetur genginn, voröld ný vermir engi blóma, hörpu lengi lifsins þvi ljúfir strengir óma. Þórarinn Bjarnason. Hlýnar vangur, grund og gil, grænir anga hagar. Okkur fangið fullt af yl færa langir dagar. Rósberg G. Snædal. Brosir himinn blár og hlýr, burt er allur snærinn. Eru að leika ævintýr úti, sól og blærinn. Ólafur Sigfússon. Skiptir senn um svip og lit sviðið fjallaranna. Stefna enn á vorsins vit vonir allra manna. Jónas Tryggvason. Endurborinn geislaglans, gadd úr spori nemur. Lifnar þor og þróttur manns þegar vorið kemur. Bjarni Jónsson frá Gröf.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.