Þjóðviljinn - 24.04.1975, Page 17
Fimmtudagur 24. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Kínversk
grafík
Forseti tslands ræöir vift klnverska sendiherrann vift opnun svning-
arinnar.
1 gær var opnuð sýning á kin-
verskri tréstungulist i mynd-
listarhúsi Reykjavikurborgar á
Klambratúni. Verður hún opin
um 2ja vikna skeið.
Á sýningunni eru 127 verk og
eru þau sannarlega þess virði að
þau séu skoðuð enda er tré-
stungulistin upprunnin með kin-
verskri þjóð og á sér meira en
þúsund ára sögu. Bæði atvinnu-
listamenn og áhugalistamenn
úr röðum verkamanna, bænda
og hermanna hafa skapað lista-
verk með nýju innihaldi og nýj-
um stil og eru þau reist á arf-
leifð og þróun fágaðrar þjóð-
legrar listhefðar. í verkum
þessum koma þessir listamenn
fram sem ötulir boðberar þeirr-
ar bókmennta- og liststefnu
Maós formanns að „láta hundr-
að blómjurtir blómstra, sem
eldri blóm hafa látið vaxa, vo að
þær megi nýjar af sér gefa” og
„láta fortlðina þjóna nútiðinni
og Kina notfæri sér það sem er-
lenter”eins og segir i sýningar-
skrá.
Listaverkin á sýningunni eru
með fjölbreyttum svip.
F orsetinn
heiðurs-
doktor
Forseti Islands hefur verið
kjörinn heiðursdoktor við háskól-
ann i Björgvin i tilefni af 150 ára
afmæli skólans.
Forsetinn mun verða viðstadd-
ur á háskólahátiðinni i Björgvin
hinn 25. april.
Forsetahjónin fara utan föstu-
dagsmorgun og munu koma heim
siðdegis á mánudag.
Pandabjörn eftir Wu Tso-jen, unnift I listvinnustofu Jung Pao-chai i
Peking.
Saltað ofaníát
Morgunblaðiö skýrði frá
því í fyrradag rheð hrærð-
um huga, að svo virtist
sem sú ógnarhækkun, sem
það blés út á dögunum að
orðið hefði á innflutnings-
gjöldum spánverja á salt-
fiski, hefði ekki verið slík
sem þá var sagt.
Fyrir rúmri viku skýrði
Morgunblaðið frá þvi að 5 peseta
gjald, sem spánverjar tækju af
þangað innfluttu saltfiskkilói yrði
hækkað upp i 20-25 peseta og
reiknaði á stundinni út 400 miljón
króna óhagstæðari saltfisksölu
þangað suður en til þessa hefði
verið ætlað.
Þjóðviljinn kannaði þá þetta
mál, og fékk sta.ðfest i viðskipta-
ráðuneytinu, aö slik hækkun væri
nær óhugsandi, bryti i bága við
GATT-samkomulagið, og engin
tilkynning hefði borist þvi um
hana.
Svo gerðist það i fyrradag að
Morgunblaðið át ofan i sig hækk-
unarfréttina að verulegu leyti.
Þar var þá skýrt frá þvi, að ógn-
arhækkunin sýndist ekki ætla aö
verða að veruleika, en blaðið tel-
ur þó, að gjaldið muni hækka úr 5
pesetum i 10, og hefur þvi lækkað
hækkunina úr 500% i 100%.
Búast má þó við þvi að innan
tlðar skýri Morgunblaðið frá þvi
að gjald þetta hafi lækkað þvi
fréttblaðsins frá i gær endar á þvi,
að þetta sé það sem blaðið hafi
eftir áreiðanlegum heimildum, en
svo var einnig um hina fyrri
hækkunarfrétt.
En hvert er svo verðift á salt-
fisknum?
Uér hefur þvi verið haldið
fram, að fyrsta flokks saltfiskur
liefði selst á amk. 270 krónur kíló-
ið, eða 1800 dollara tonnið, en hið
opinbera verð fiskseljenda hefur
ekki komist hærra en 230 krónur.
Nú hefur saitfiskframleiðandi
tjáð biaðinu, eftir áreiðanlegum
heimildum, svo notað sé orðaiag
Mbl., að verðið sé hvorki meira
né minna en 2 þúsund dollarar
fyrir tonnið, eða rúmiega 300
krónur fyrir kiióið, en þetta mun
vera það verð sem framkvæmda-
stjóri StF samdi um suður á
Spáni i vetur, en hefur haidið
leyndu til þessa og gerir enn.
-úþ
Fjárlög
Framhald af 15. siöu.
ir 10.000 einstaklingar, og öryrkj-
ar væru nær allir einhleypir.
Gagnvart verkafólki hafi eng-
um dottið i hug að hafa greiðslu
jafnlaunabóta misjafna eftir þvi
hvort menn ættu maka eða ekki,
— og hvers vegna i ósköpunum
ætti þá slikt að gilda um aldr-
að fólk og öryrkja?
Sagðist Magnús vilja beina þvi
til forsætisráðherra, hvort væri
hægt að ná samkomulagi um
breytingu á þessu atriði.
Að draga saman
seglin til að
hefja framfarasókn!
Matthias Bjarnason, heil-
brigðis- og tryggingaráðherra
sagði, að ekki væri ætlunin að af-
greiða bætur til lifeyrisþega i
sambandi við þetta frumvarp, en
það mál yrði bráðlega tekið til
meðferðar.
Hann taldi, að framkvæmd til-
lögu Magnúsar Kjartanssonar,
sem felld var, hefði orðið rikis-
sjóði mjög dýr.
Þá minntist ráðherrann á af-
komu atvinnuveganna, og dró
upp dökka mynd af ástandinu
þar, svo sem honum er lagið.
Tómas Arnason flutti ianga
ræðu og studdi frumvarp rikis-
stjórnarinnar. Hann minntist
meðal annars á skyldusparn-
aðinn, sem hann taldi merkt ný-
mæli og ræddi hugmyndir um
frjálsan sparnað gegn skattfrið-
indum, sem hann upplýsti að
kostur væri gefinn á i sumum ná-
grannalöndum svo sem Vestur-
Þýskalandi, með góðum árangri.
Sighvatur Björgvinsson taldi
það skattkerfi, sem frumvarpið
gerði ráð fyrir, alltof flókið fyrir
almenning, og venjulegt fólk
hefði enga möguleika á að gera
sér grein fyrir hvað það ætti að fá
i skatt.
Svava Jakobsdóttir þakkaði
Ólafi G. Einarssyni fyrir að hafa
viðurkennt, að hún hafi farið með
réttar tölur kvöldið áður varðandi
skattbyrði einstæðra foreldra.
Ljóst væri að ágreiningurinn milli
þeirra snerist þá fyrst og fremst
um það, hvort litið skyldi á trygg-
ingabætur eftir látinn maka sem
venjulegar atvinnutekjur, en það
væri að sinum dómi fráleitt.
Svava kvaðst vilja mótmæla þvi
harðlega að litið væri svo á, að
húsmóðir væri á framfæri eigin-
manns sins en ekki vinnukraftur,
sem ynni heimilinu gagn.
En einmitt vegna þess að hús-
móftir ynni heimiiinu gagn, þá
þyrfti það á bótum að halda við
fráfail hennar, —bótum sem eng-
in sanngirni væri að lita á sem
auknar atvinnutekjur eigin-
mannsins.
Karvel Páimason lýsti stuðn-
ingi við breytingartillögu
Magnúsar Kjartanssonar og
Gylfa Þ. Gislasonar.
Geir Ilallgrimsson, forsætis-
ráðherra sagði að aukin lánsfjár-
öflun erlendis um 800 miljónir
króna, sem breytingartillaga
nefndarinnar gerir ráð fyrir, væri
ætluð til auka lánamöguleika
framkvæmdasjóðs, sem þessu
svarar, og fullnægja þannig svo
sem kostur er útlánaþörf stofn-
lánasjóða atvinnuveganna og
Byggingarsjóðs.
Þá sagði forsætisráðherra að
milli stjórnarflokkanna væri eng-
inn ágreiningur um niðurskurð
framkvæmda. Lokaorð forsætis-
ráðherra voru þau, að nú um
stund yrði þjóðin að draga saman
seglin, svo við getum hafið nýja
framfarasókn.
Frumvarp um kynlíf og barneignir
Samþykkt í neðri deild
Breytingartillögur felldar
A fundi neðri deiidar alþingis I
gær var frumvarpið um kynlif og
barneignir, fóstureyðingar og
fleira samþykkt með 31 atkvæði
gegn 4 og sent efri deild til
meöferðar. Þeir, sem greiddu at-
kvæði gegn frumvarpinu voru
Ingólfur Jónsson, Ingiberg
Ilannesson (varamaður
Guðmundar Garðarssonar),
Karvei Páimason og ? Breyt-
ingartillögur Gunnlaugs Finns-
sonar og fleiri, sem skýrt var frá i
Þjóðviljanum i gær voru allar
feildar, en þrisvar sinnum fór
fram nafnakall.
Tillagan um að orðið „ofraun”
kæmi Istað „of erfið” féll með 17
atkvæðum gegn 19. Þessir vildu
samþykkja breytingartillöguna:
Bragi Sigurjónsson, Eyjólfur K.
Jónsson, Friðjón Þórðarson, Guð-
laugur Gislason, Ingiberg J.
Hannesson, Gunnar Thoroddsen,
Gunnlaugur Finnsson, Ingólfur
Jónsson, Jóhann Hafstein, Jónas
Arnason, Karvel Pálmason,
Matthias Bjarnason, Matthias A.
Mathiesen, Ólafur Jóhannesson,
Pálmi Jónsson, Sigurlaug
Bjarnadóttir og Sverrir
Hermannsson. Aðrir þingmenn i
deildinni greiddu atkvæði gegn
tillögunni, nema fjórir voru fjar-
verandi, þeir Eðvarð Sigurðsson,
Ingvar Gislason, Lárus Jónsson
og Sverrir Bergmann.
Breytingartillagan um að niður
falli heimild til fóstureyðingar
„vegna annarra ástæðna, séu þær
fyllilega sambærilegar við ofan-
greindar ástæður”, eins og segir
frumvarpinu féll með 11
atkvæðum gegn 26 aö viðhöfðu
nafnakalli. Þessir greiddu tillög-
unni atkvæði: Eyjólfur Konráð
Jónsson, Friðjón Þórðarson, Guð-
laugur Gislason, Ingiberg J.
Hannesson, Gunnar Thoroddsen,
Gunnlaugur Finnsson, Ingólfur
Jónsson, Jóhann Hafstein, Karvel
Pálmason, Pálmi Jónsson og
Sigurlaug Bjarnadóttir. Aðrir
viðstaddir þingmenn I deildinni
greiddu atkvæði gegn breytingar-
tillögunni.
Breytingartillagan um að
fóstureyðing skuli aldrei fram-
kvæmd eftir 12. viku meðgöngu-
timans (i stað 16. viku i frum-
varpinu), nema ótviræðar læknis-
fræðilegar ástæður komi til, féll
með 15 atkvæðum gegn 22.
i Þessir greiddu atkvæði með
breytingartillögunni: Ragnhildur
Helgadóttir, Eyjólfur K. Jónsson,
Friðjón Þórðarson, Guðlaugur
Gislason, Ingiberg J. Hannesson,
Gunnar Thoroddsen, Gunnlaugur
Finnsson, Ingólfur Jónsson,
Jóhann Hafstein, Jónas Arnason,
Karvel Pálmason, Matthias A.
Mathiesen, Ölafur Jóhannesson,
Pálmi Jónsson og Sigurlaug
Bjarnadóttir. Aðrir viðstaddir
þingmenn i deildinni greiddu
atkvæði gegn breytingartil-
lögunni. Fjarstaddir voru Eðvarð
Sigurðsson, Ingvar Gislason og
Lárus Jónsson.
Breytingartillagan um að heil-
brigðisyfirvöld skuli hafa eftirlit
með að ákvæðum II. og III. kafla
frumvarpsins, ef aö lögum
verður, sé stranglega fylgt, féll
án nafnakalls með 10 atkvæðum á
móti 20.
Portúgal
Framhald af bls. 9.
Eftir 11. mars var þvi lýst yfir
að stefna MFA væri orðin sósial-
isk. Fram að þvi höfðu þeir ráðið
ferðinni innan hreyfingarinnar
sem vildu fara sér hægt i sakirnar
og stóðu nærri sósialistum. Þetta
kom skýrt i ljós i efnahagsáætlun-
inni sem samin er af einum
helsta talsmanni þessa arms,
Melo Atunes. Valdaránstilraunin
ýtti hins vegar undir annan arm
hreyfingarinnar. Þessi armur er
fylgjandi hraðri og viðtækri um-
byltingu þjóðfélagsins sem leyst
gæti þær mótsagnir sem rikja i
portúgölsku þjóðlifi. Politisk revy
vill meina að þessi armur hafi að
leiðarljósi það skipulag efnahags-
mála sem rikir i Austur-Evrópu
og sumir kenna við rikiskapital-
isma.
MFA vill ekki endur-
reisn borgaralegs forræðis
En hvað sem þessu liður er
sennilegasta ástæðan fyrir þvi að
MFA er treg til að minnka við sig
völdin sú, að hún sér það i hendi
sér að i þjóðfélagi þar sem fas-
ismi og afturhald hafa ráðið rikj-
um i hálfa öld er hugmyndalegt
forræði þessara afla enn mikið.
Herforingjarnir hugsa sem svo,
að verði framþróun landsins látin
vaða á súðum liði ekki á löngu þar
til borgarastéttin hefur aftur fest
sig i sessi og náð þeim völdum
sem hún hafði undir stjórn Salas-
ars og Caetanos — eina breyting-
in yrði sú að formið væri nútima-
legra og kostnaðarminna fyrir
auðvaldið. Þetta má lesa úr þeirri
ráðstöfun stjórnarinnar að sniða
öllum kosningaáróðri þröngan
stakk og hamla gegn áhrifum
fjármagnsins á skoðanamyndun
almennings. Þar sem þeir sjá
fram á sigur borgaraflokkanna i
kosningunum reyna þeir allt hvað
af tekur að draga úr áhrifum
þeirra. Þeir hafa skorað á fólk
sem á erfitt með að gera upp hug
sinn til flokkanna að mæta á kjör-
stað og skila auðu. Þessu hafa
sósialistar og hægri menn varað
við og sagt að MFA hyggðist not-
færa sér þessu auðu atkvæði sem
sönnun fyrir vinsældum sinum.
En eins og áður segir eru harla
litlar likur á að kosningarnar á
morgun breyti miklu um þróun
mála i landinu. Þótt hægri og
miðflokkarnir fái meirihluta á
þingi verður framkvæmdavaldið
eftir sem áður i höndum MFA og
þeirra flokka sem standa henni
næst, kommúnista og MDP.
ÞIi tók sainan — stuðst við poli-
tisk revv, Kommentar, Ny Dag
ofl.