Þjóðviljinn - 24.04.1975, Side 19

Þjóðviljinn - 24.04.1975, Side 19
Fimmtudagur 24. april 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 i Einn hann stóð í auðnaríki yfir hinu bleika líki, hríðarbarinn, harmi lostinn, hjartað í einu fraus og brann. Var sem biði 'ann fyllri fregna — furðu honum þótti gegna, hversu ástaraugun brostin innilega mændu á hann. Gullinofnir geislaþræðir gliti slógu á f jöll og hæðir. Loðin þúst og löngu freðin Ijómaði í skini kveldroðans. Yfir sinni sælu móður sonurinn ungi vakti hljóður. Draup á hvítan dánarbeðinn dögg frá votu auga hans. Skömmu síðar hélt á hafið hlaðið skip og mekki kafið. Niðri í lest í dimmum drunga drúptu íslensk markaðshross: þögul kös, af þorsta kvalin, þrælmenskunni á hendur falin. Yfir stafn með þykkjuþunga þeyttist saltur hrannarfoss. Glumdi í haka, gall við hamar, — geisla sá hann aldrei framar. Niðri i undnum iðrum jarðar upp frá því var líf hans treint. Vonlaust dýr, með drep í hjarta, dró hann kolavagninn svarta gegnum fjallsins geilar harðar, — geigs þar kenndi snemma og seint. Yfir makka, mön og lendi margt eitt kvöld var strokið hendi, likt og fingur, fjötrum háðir, fálmuðu um launvopn hættuleg. Tautað var í opið eyra, enginn þetta mátti heyra: Við erum þreyttir þrælar báðir, — þú ert fangi, eins og ég. Hóf þá skepnan höfuð lotið, hristi taglið, stutt og rotið, snoðinn færðist flipi að vanga, — flæddi um myrkrið kraftaverk: Hokinn karl varð hraustur strákur, húðarbikkjan stjörnufákur. Fram undan var leiðin langa, — Ijómaði morgunsólin sterk. Fór á bak hinn frjálsi piltur, — frýsaði jórinn logagylltur og af stað með stormsins hraða stökk í bjarta norðurátt. Hafsins voð 'ann heitur þæfði, höfuð rautt við skýin gnæfði. Heyra mátti um geiminn glaða glymja tíðan hófaslátt. Risu úr hafi háir tindar, hnigu mjúkir þokulindar. Strákur hló og söng við sumri, sólginn i hinn djarfa leik. Langt við (slands afrétt frammi áð var loks í grænum hvammi. Heilsaði þar með hlýju kumri hryssa, ung og fifilbleik. . . Hann þá allt í einu sperrti eyru næm og hnakkann kerrti: svipusmellir, hundgá, hlátur, hófadynur — færðist nær. Inn í veröld útlaganna æddi flokkur byggðarmanna, — gustmikill og kampakátur kanna hugðist slóðir þær. Steig þá fast í hófinn harða hlaupagikkur allra jarða, — var sem eldur yfir flæddi, er af stað hans flokkur rann. Sá ei gerist sjálfrátt fangi, sem varð til á útigangi. Stjörnufákur fremstur æddi, — frelsið söng í kringum hann. Lognbrá kveldsins, Ijóma stöfuð, lagðist mjúkt um glófext höfuð. Friðarskin um fjöll og hálsa faðmaði blítt hinn unga þræl. Augu dökk í djúpum kvíða drukku móðu blárra hlíða, og þau sögðu: Fagra, frjálsa f jalladrottning, — vertu sæl!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.