Þjóðviljinn - 04.05.1975, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. mai 1975.
Umsjón:Vilborg Haröardóttir.
Guöriður Kristjánsdóttir
Geröur G. óskarsdóttir skóla-
stjóri setti fundinn.
Guörún Cortes
Gagnfræöanemar i Neskaupstaö skemmta á fundi rauösokka
Ein úr hópi sunnankvenna: Aöal-
héiður Bj arnfreösdóttir.
Velsóttur kynningarfundur
rauösokka í Neskaupstað
Er kvennabaráttan stéttabar-
átta? Hversvegna viljiö þiö for-
skóla fyrir alla? Eru rauðsokkar
menntakonur? Eru allar konur
kúgaöar? Hver er réttur fööur i
sambandi viö fóstureyöingu? Eru
rauösokkar kynsveltir?
Svona ólikar og sitt úr hverri
áttinni voru spurningarnar sem
látið var rigna yfir rauðsokkana
tiu sem héldu kynningarfund um
Rauðsokkahreyfinguna og bar-
áttumái hennar i Neskaupstað á
föstudaginn i fyrri viku. Og rauð-
sokkar leystu úr eftir bestu getu,
hvort sem spurt var I grini eöa al-
vöru.
Fundurinn var haldinn i Egils-
búð og a.m.k. af norðfiröingum
talinn mjög vel sóttur, þótt húsið
væri ekki fullt, en yfir 200 manns
komu á fundinn liflegan og
skemmtilegan, en þau bææði
sungu frumorta kvennabaráttu-
söngva, eftir húsmóður i Nes-
kaupstaö, lásu upp og fluttu ljóð.
Fyrir hönd rauðsokka töluðu
Edda Agnarsdóttir ritari sem
sagöi frá upphafi Rauðsokka-
hreyfingarinnar, starfi og starfs-
háttum. Helga Sigurjónsdóttir
kennari fjallaði um uppeldis-,
barnaheimilis- og skólamál. Hlin
Agnarsdóttir háskólanemi talaði
um kynferðismál, getnaðarvarnir
og um fóstureyðingalöggjöfina.
Herdis Helgadóttir skrifstofu-
maður talaði um vinnumarkað-
inn, atvinnuþátttöku kvenna og
kyngreiningu starfa. Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir starfsstúlka tal-
aði um lifeyrissjóði verkalýðsfé-
laganna, eignarrétt verkafólks
yfir þeim og félagslega notkun
sjóðanna. Vilborg Haröardóttir
blaðamaður fjallaði um samdrátt
i atvinnulifinu og uppsagnir og
um tengsl verklýðsbaráttunnar
og jafnréttisbaráttu kvenna.
Tveir barnakennarar i Nes-
kaupstað, Guðriður Kristjáns-
dóttir og Guðrún Cortes lásu upp.
Guðriður ljóðið Maria Farrar eft-
ir Bertolt Brecht og Guðrún kafla
úr sögu eftir Jakobinu Sigurðar-
dóttur. Gagnfræðaskólanemarnir
Aslaug Danielsdóttir, Magnús
Geirsson, Steinunn Lindbergs-
dóttir, Helga Guðjónsdóttir og
Guðlaun Brynjarsdóttir lásu
uppúr Gagni og gamni og fleira,
og Friðný Þorláksdóttir, Kristrún
Ragnarsdóttir, Anna Sigurjóns-
dóttir, Sigriöur F. Másdóttir og
Svanhildur óskarsdóttir sungu.
Mörg þau mál, sem drepið var
á á þessum fundi voru áfram til
umræðu á ráðstefnu um kjör
kvenna til sjávar og sveita, sem
konur i Neskaupstað gengust
fyrir daginn eftir, en rauð-
sokkahópurinn sat þá ráðstefnu.
Vonast rauðsokkar til að geta far-
ið fleiri álika ferðir útá land á
þessu ári til að ræða við konur —
og karla — um sameiginlegan
vanda og baráttuna fyrir jafnrétti
I raun. — vh
Blað rauðsokka:
„Forvitin
rauð
* I KOM
ÚT ,
1. MAI
Verklýðs- og atvinnumál eru
meginefnið I blaöi Rauösokka-
hreyfingarinnar, Forvitin rauö,
sem út kom 1. mai, og er i leið-
ara lögö á þaö áhersla, aö sigur i
verklýösbaráttunni vinnist ekki
nema meö virkri þátttöku
kvenna. ,,En tii aö konur geti
oröiö virkar veröa þær jafn-
framt aö sigrast á bæiingu og
mismunun", segir f blaöinu,
„þær veröa aö hafa freisi til
þátttöku. Og I þeirri baráttu
kvenna næst aldrei árangur
nema verklýösöflin taki fullan
þátt i henni og geri hana aö sinni
baráttu”.
Margar konur úr verklýðs-
hreyfingunni eiga greinar i
blaðinu. Herdis Helgadóttir úr
VR fjallar um verklýðshreyf-
inguna og siðustu samninga,
Herdis ólafsdóttir úr Verka-
lýðsfélagi Akraness skrifar
greinina „Verkamenn — verka-
konur”, Steila Stefánsdóttir úr
verkakvennafélaginu Fram-
sókn skrifar um kjör verkafólks
i frystihúsum, Bjarnfriöur
Leósdóttir Verkalýösfélagi
Akraness á grein um fæðingar-
orlof og atvinnuleysisbætur og
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir úr
Sókn skrifar um lifeyrissjóðina.
Þá er birt stefnuyfirlýsing
Rauðsokkahreyfingarinnar,
sem samþykkt var á ráðstefnu
rauðsokka að Skógum i fyrra-
sumar, álit ráöstefnu rauðsokka
og nokkurra verkalýðsfélaga
um kjör láglaunakvenna og sagt
frá ráðstefnu rauðsokka og
Fóstrufélagsins um dagvistun
barna og forskólafræðslu.
Verkakona úr Norðurstjörnunni
i Hafnarfirði segir frá uppsögn-
um þar og Vilborg Dagbjarts-
dóttir kennari ræðir barnaflutn-
\n
\
ingana frá Vietnam til Banda-
rikjanna.
Lára Halla Maack læknanemi
fjallar um fóstureyðingamálið
og HildurHákonardóttir vefari
skrifar brot úr iðnsögu. Ljóð er
eftir Eddu Hákonardóttur og
saga eftir Hlin Agnarsdóttur
háskólanema. Sigrún Eldjárn
myndlistarnemi hefur mynd-
skreytt blaðið og Edda Óskars-
dóttir kennari gert forsiðu.
Blaðið var selt á götunum 1.
mai, en er nú til sölu á skrifstofu
rauðsokka, Sokkholti, að Skóla-
vörðustig 12, en þar er opið hús
daglega virka daga kl. 5—7, og
hjá einstökum meðlimum
hreyfingarinnar.— vh Ein af myndum Sigrúnar Eldjárn