Þjóðviljinn - 04.05.1975, Page 6

Þjóðviljinn - 04.05.1975, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. mai 1975. MAGNÚS KJARTANSSON: SÁ DAGUR RENNUR Mörgum þeim sem fylgst hafa með styrjöldinni i Vietnam i út- varpi, sjónvarpi og blöðum und- anfarin ár og áratugi er eflaust efst i hug viðurstyggð eyðilegg- ingar og morða i þessu hrjáða landi, drepið fólk og limlest, um- komulaus börn, urið land, sund- urtætt þjóðfélag, hrunin mann- virki. Þetta er ekki að ástæðu- lausu. Á engum bletti hnattarins hefurtækni morða og tortimingar verið beitt af jafn algeru mis- kunnarleysi. Sprengjumagn það sem bandariska herstjórnin hefur varpað yfir Vietnam nemur yfir 5 miljónum lesta, — það jafngildir 100 kílóa sprengju á hvert mannsbarn i landinu — en til samanburðar má geta þess að það sprengjumagn sem Banda- rikin vörpuðu á Evrópu og Mið- jarðarhafssvæðið i allri siðustu heimsstyrjöld var um hálf önnur miljón lesta og i hinni grimmd arlegu Kóreustyrjöld notuðu Bandrikin „aðeins” 635 lestir af sprengiefnum. I Víetnam hafa verið notaðar stærri sprengjur en nokkru sinni fyrr i styrjaldarsög- unni, nýjar tegundir af sprengj- um, kúlusprengjur, nálasprengj- ur og hvers kyns ikveikjusprengj- ur, þar á meðal bensinhlaup og fosfórsprengjur, einnig köfnunar- sprengjur. Tæknin hefur verið miðuð við það að tortima sem flestu fólki, m.a. með tima- sprengjum sem gerðu mestan usla eftir að loftárás var iokið og fólk komið á vettvang til þess að bjarga þvi sem bjargað yrði. Eit- urefni hafa verið notuð til þess að eyða gróðri á mjög stórum land- svæðum, og mun reynslan ein skera ur um það hvað hlýst af þeirri röskun á lifriki i þessu hita- beltislandi. Fróðir menn áætla að meira en miljón manna hafi látið lifið i þessari ógnarlegu styrjöld en margfaldursá fjöldi búi við ör- kuml og meiðsl. Hið forna samfl. bænda og sveitaþorpa sem ein- kenndi þetta land hefur verið tætt i sundur, fyrst og fremst i Suður- Vietnam: miljónir manna hafa hrakist á vergang, og það mun taka langan tima að tryggja aftur félagslegt jafnvægi. Allt fram- ferði Bandarikjastjórnar i þess- ari styrjöld hefur verið likast þvi að ákvæðum alþjóðalaga um bann við striðsglæpum og þjóða- morðum hafi verið breytt i boð- orð. Meðaumkun Ég kom til Norður-Vietnams vorið 1968, meðan bandarikja- rhenn létu sprengjunum rigna yf- ir suöurhluta þess landsvæðis, og ferðaöist vlða um landið, einnig um svæði þar sem loftárásir voru daglegt brauð. Ég hafði viður- styggð eyðileggingarinnar fyrir augum alla daga Allar borgir, að undanskildum Hanoi og Haip- hong, höfðu verið jafnaðar við jörðu: þær voru samfelldar rúst- ir, naumast steinn yfir steini. öll varanleg mannvirki höfðu verið eyðilögð úti um sveitir landsins: fólkið bjó I bambuskofum i skóg- arþykknum eða i hellum og skút- um inni i hömrum og fjöllum. Ég frétti um ástvinamissi hvar sem ég kom, sá limlestfólk, einhent og einfætt börn. Mér hafði farið likt og öðrum, að ég hafði búið mig undir það að verða vottur mikilla mannlegra hörmunga, hitta raunamætt fólk og bugað, kynn- ast sorg og örvæntingu. Ég flutti höfðu eiginmanna sinna eða sona jafn lengi, s.-vietnama sem ekkert höfðu frétt af ástvinum. sinum I meira en áratug. Þeim örlögum kynntist ég með þvi að ganga á fólk með spurningum, og þá voru svörin stutt og róleg og' köld: hins vegar urðu menn mælskir og heitir þegar þeir tóku að segja frá þvi hvernig þeir þegar þeir sögðu sögur um átök við bandariska flugherinn urðu þær á svipstundu að spennandi ævintýrum, þar sem sifellt var beitt hugvitssamlegum herbrög.ð- •um sem báru árangur og einhver sigur vannst að lokum-, 1 neyslu- þjóðfélögunum á Vesturlöndum er sagt að sjúkdómur sá sem nefndur hefur verið streita geisi flugflota en höfum samt staðist mesta flugflota heims, staðist yf- irburðaverkmenningu Banda- rikjanna, rafeindatækni, ótrúlega visindasnilld. Við höfum sannað að það eru ekki vopnin sem ráða úrslitum heldur maðurinn sjálf- ur. Aldrei fyrr höfum við séð eðliskosti þjóðarinnar birtast á jafn skýran hátt og siðustu þrjú Frá uppbyggingarstarfi I Vietnam með mér það viðhorf sem flestir vesturlandabúar voru þá og eru enn gagnteknir af: meðaumkun. En ég kynntist þvi fljótt að and- rúmsloftið I Vietnam var á aðra lund. Ég greindi frá þvi I bók sem ég skrifaði um ferðina (Vietnam, útgefandi Heimskringla, 1968): Ekki skal gráta Björn bónda ,,Ég kynntist þvi fljótt að Viet- namar þola engin viðbrögð verr en meðaumkun. Þeir telja sig ekki aumkunarverða á nokkurn hátt og frábiðja sér öll grátkonu- viöbrögð. Þeir vita um stuðning þann sem þeir njóta hvarvetna um heim og meta hann mikils, en þeir vilja að hann sé fólginn i bar- áttu, ekki i vorkunnsemi. Hvergi varð ég vegi minum bugað fólk og örvæntingarfullt. Ég hitti að visu marga sem misst höfðu nána ást- vini og eigur sinar, eiginmenn sem ekki höfðu sé heimili sin ár- um saman, konur sem saknað hefðu brugðist við þessum vanda- málum og yfirstigið þau: konurn- ar sem ólu önn fyrir fjölskyldu sinni þótt eiginmaðurinn væri fjarri: ekkjurnar sem gengu i varðliðið og lærðu að nota hríð- skotabyssur og loftvarnabyssur þegar hús þeirra höfðu verið eyði- lögð og börnin drepin. Ekki skal gráta Björn bónda heldur safna liði var hversdagsleg lifspeki allra I Víetnam. Þegar ég spurði einn af forustumönnum vietnama um þetta svaraði hann: Harmar okkar hafa verið miklir, en við höfum breytt þeim i hatur, og hatrinu höfum við siðan breytt i vinnugleði og baráttuþrek.” Engin streita „Andrúmsloftið i Víetnam var hvergi lamandi og bugandi, öllu heldur hið gagnstæða. Vietnamar brosa oftar en nokkur önnur þjóð sem ég hef kynnst og þeir eiga auðvelt með að hlæja. Ef menn sátu saman I hópi þurfti ekki nema litið spaugsyrði til þess að allir gæfu sig gleðinni á vald: likt og farsótt, en mér er nær að halda að I Vietnam hafi sú veiki engin vaxtarskilyrði. Fólk virðist vera i miklu jafnvægi og hljóta lifsfyllingu af hversdagslegustu verkefnum sinum.” Þetta hefur verið dásamlegur tími í þessari bók sagði ég einnig frá viðtali sem ég átti við Ngo Diem, yfirmann blaðadeildar utanrikis- ráðuneytisins I Hanoi. Hann sagði að lokum: — „Við höfum á siðustu árum bæði borið ábyrgð á málum okkar og á þróun heimsmála. Þetta verður slðasta árásarstyrjöldin sem bitnar á okkur: ef Bandarik- in tapa — eða réttara sagt, þegar Bandarikin tapa — verða afleið- ingarnar stórfelldar hér og hvar- vetna um heim. Okkur er það sjálfum mikið undrunarefni hvers við höfum verið megnugir. Engin önnur styrjöld mannkyns- sögunnar verður borin saman við þessa: við höfum sama og engan árin. Þetta hefur verið dásamleg- ur timi. Og hann ljómaði eins og sól.” Siðferðilegt hrun Þannig var andrúmsloftið i Norður-Vietnam 1968. Það er þessi óbugandi sigurvissa sem leitt hefur til þeirra málaloka sem öll athygli heimsbyggðarinn- ar beinist nú að. En vietnamar voru að sjálfsögðu ekki einir að verki: styrjöldin varð að málefni allrar heimsbyggðarinnar. Viet- namar fengu eftir 1960 verulegan efnahagsstuðning og vopn frá sósialiskum rikjum, þótt sú að- stoð væri jafnan miklum mun minni eri ihlutun Bandarikjanna. En meðan ég dvaldist i Vietnam fann ég glöggt að andstaðan gegn styrjöldinni innan Bandarikjanna sjálfra var það fulltingi sem viet- namar bundu mestar vonir við. Sú andstaða var að risa 1968, og þeir sem beittu sér voru taldir hetjur i Vietnam, myndir af þeim blöstu hvarvetna við. Uppreisn v 7 DregiÖ i iflokki kl. 5. 30 þriðjudag. Miöar.; sem losnaö hafa, tijsölu i aöaiumhoðinu Vesturverl

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.