Þjóðviljinn - 04.05.1975, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 04.05.1975, Qupperneq 9
Sunnudagur 4. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA -9 klsísiilm Umsjón: Haildór Andrésson Þaö er ef tii vill aö bera í bakkaf ullan lækinn aö fara að hrósa síðustu LP plötu Bob DylanS/ ,,Blood on the Tracks”. Þetta er sú plata sem flestir aðdáendur hans hafa vonaö að kæmi frá honum. l öllum erlendum popp- blöðum hefur platan hlotið sérstaklega mikið rúm og oftast hefur gagnrýnin verið mjög jákvæð. ,,Roll- ing Stone” lagði t.d. nokkr- ar síður undir slík skrif. ,,Blood on the Tracks” er nú þegar orðin min uppáhalds Dylan plata af þeim 40, sem ég hef náð i. Hún fjallar oft um efni sem flest- um er kunnugt, um ástina, biturð hennar og sætleika. bau lög, sem um hana fjalla, ,,If Yoú See Her, Say Hello”, ,,You ’re a Big Girl now” og „You're Gonna Make Me Lonesome when You Go”, eru öll svo vel gerð og trúanleg að manni liggur við að tárfella yfir fegurð orðanna. f öllum textunum er að finna mikinn sársauka, en samt er plat- an ekki neikvæð. „Tangled up in Blue” (sem var gefið út á litla plötu) fjallar um aðskilda elskendur sem ætið eru tengdir i hugsun. en gátu ekki náð saman þvi þau litu 'hlutina ekki sömu augum. Auk þess kemur Dylan fram i þessu lagi i þvi gerfi sem hann var i fyrst, sem föru- maður, sem ferðast frá einni borg til annarrar. „Simple Twist of Faith” er um misheppnaða ást, og Dylan syngur vel og spilar á gitar og munnhörpu. „You’re a Big Girl now” fjallar um tilfinn- ingar Dylans gagnvart skilnaði, „ég vona að þú heyrir i mér i gegnum tár min”. „Idiot Wind” er afar biturt og það er lagið sem sker sig úr, ekki út af þvi að það sé best heldur stillinn. í laginu er dregin upp mynd, eins og hann gerði mikið af hér áður fyrr. Org- el-hljómurinn er sá hinn sami og i gamla daga. Hvassasti texti Dyl- ans siðan „Positively 4th Street”. „You’re Gonna Make Me Lone- some when You Go” er skemmti- lega sungið og einungis spilað á gitar og bassa. Einn af jákvæðu textunum, „Meet Me in the Morn- ing”, er rólegt blús lag, vel sungið að vanda. Lengsta, besta og skemmtilegasta lagið er svo næst, „Lily, Rosemary and the Jack of Hearts”. „Kily” er drifið áfram af sihljómandi orgeli, trommum sem leika alltaf sama leikinn, einföldum bassa og gitar. Lagið er hálftalað Ijóð og er tvi- mælalaust gott, minnir á „Frankie Lee and Judas Priest” og jafnvel fleiri. Stórkostlegt. Dylan dregur upp myndir af fólki Bob Dylan og tilfinningum og fortið þess. Dylan er frábær söngvari. Leiðin- legt að hann láti aldrei textana fylgja, og þó, það er þess virði að eyða tima i að hlusta á þá. „If You See Her, Say Hello” minnir mig afar mikið á „Boots uf Span- ish Leather”. Rólegt lag, yndis- lega fallegt, Dylan með sina allra bestu rödd. „Shelter from the Storm” fjallar um sameiningu 2 ólikra póla. „Buckets of Rain” er þjóðlagablús, hálftalað, kaldhæð- ið. „Blood on the Tracks” er að minu áliti, og liklega fleiri, besta plata Bob Dylans, og er nauðsyn fyrir alla þá, sem vilja eiga eitt- hvað eigulegt úr listaheimi poppsins, að verða sér úti um ein- tak. „Blood on the Tracks” er auk þess óvenjulöng, rúmlega 51 min- úta, og hver minúta auranna virði. Pelican Hér kemur fyrsta platan frá Pelican sem er gefin út af þeim sjálfum. Hún er tekin upp i Shaggy Dog Studios i Stock- bridge, Massachusetts, USA, en þar hafa fyrri plötur þeirra einnig verið teknar upp. Titillagið, „Silly Piccadilly”, er eftir Björgvin Gislason, git- ar- og hljómborðsleikara Peli- can, en textinn er eftir Eastan (Ágúst Guðmundsson). Lagið er mjög ferskt og minnir á fersk- leika Kinks, Lovin' Spoonful ög annarra hijómsveita sem voru upp á sitt besta fyrir ’68. Lagið er fyrsta flokks popplag, það vinnur sifellt á og hefur þennan létta sumargleðiblæ yfir sér. Vonandi verður öll LP-platan i þessum gæðaflokki. Ef svo er, er ekkert undarlegt að erlend útgáfufyrirtæki hafi áhuga. „Lady Rose”, lagið sem er á B-hliðinni, þarf ekki að gagn- rýna, það er búið að vera á efnisskrá Pelican langa lengi á- samt öðrum góðum Mungo Jerry lögum. Hvernig væri að fá t.d. „In the Summertime” á næstu B-hlið? Þessi plata er að minum dómi það besta sem fram hefur komið af islenskum hljómplötum það sem af er. Poppfréttir Elton John er búinn að missa tvo dygga meðlimi úr hljómsveit sinni, þá Nigel Olsson og Dee Murray, trommu- og bassaleik- ara. Búið er að finna nýjan trommuleikara, Itoger Pope. en hann spilaði á 2 fyrstu breiðskif- um Eltons, „Empty Sky” og „Elton John". Pope var nú slðast i Kiki Dee Band, en þar áður i Hookfoot. Ný plata með Elton John (og Olsson og Murray) kem- ur út bráðlega og mun hún heita „Captain Fantastic and the Brown Dirt Cowboy”. Nigel Ols- son á um þessar mundir lag i bandariska vinsældalistanum. DYLAN hefur þóknast okkur, meö plötu sinni „Blood On The Tracks”(CBS) fSLENSKAR HLJÓMPLÖTUR Sföustu vikur hafa komiÖ út nokkrar Is- lenskar hljómplötur sem vert er aö nefna. AÁ hljómplötur gáfu út litla plötu meö Stuömönnum (Jakob Magnússon og fleiri), Gjugg I borg, sem gerir þaö gott I TIu á toppnum. Hljómar hafa gefiö út stóra plötu meö Ðe Lonli Blú Bojs sem heitir Stuö Stuö Stuö. SG hljómplötur gáfu út stóra plötu meö Þremur á palli, meö barnalögum. Demant hf. gefa út 2ja laga plötu af væntanlegri breiöskifu, Bobert i Leikfangalandi. Þessar 4 plötur eiga þaö sameiginlegt aö textar eru allir á islensku. Pelican hafa svo gefiö út stór- góöa 2ja laga plötu meö lögunum Silly Piccadilly og Lady Rose, sem veröur tekin til umsagnar 1 næsta sunnudags- blaöi. STEELY DAN: „KATY LIES” (ABC) „Katy Lies” er fjóröa plata „Steely Dan og nú er ég loksins búinn aö sætta mig viö þá. Fyrst, þegar þeir komu meö „Do it again” hélt ég þetta væri bara ein enn ruslagrúppan frá USA. En svo er svo sannarlega ekki, á síöustu LP plötu þeirra, „Pretzel Logic” voru 2. mjög góö lög, „Rikki don ’t lose that number” og lagiö eftir hann Duke Ellington. En á milli þessarar nýju og „Pretzel Logic” misstu þeir tvo mikilvæga meölimi Jeff „Skunk” Baxter, gitarleikara, og Jim Hodder, trymbil. Þetta viröist ekki hafa haft nein áhrif, nema þau aö „Katy Lies” er yfirfull af gestahljóöfæraleikurum. Þaö sem ein- kennir Steely Dan er söngurinn hjá Don- ald Fagen og hinn mjúki jazzhreimur I tónlistinni. Lögiu 10 eru öll eftir Fagen og Walter Becker, og eru 4. þeirra framúr- skarandi, „Daddy Don’ t Live In That New York City No More”, „Doctor Wu”, „Any World”og lagiö sem ég spái aö komi út á litla plötu „Everyone ’s Gone To The Movies”. Textarnir eru flestir dálitiö furöulegir. Katy Lies er besta plata Steely Dan og vel þess viröi aö eiga, bæöi fyrir poppunnendur og jazzunnendur. JOHN PRINE: „COMMON SENSE’’ (Atlantic) Svo John Prine á aö vera hinn nýji Dylan! Hann er frekar likur Dylan en Tiny Tim! En John Prine er aftur á móti likur Jerry Reed, „country” söngvaran- unu,,Common Sense” fjóröa plata Prines eins og kemur fram á bakhliö hulstursins. John Prine er hér meö Steve Cropper sem hljómstjórnanda, en þaö þýöir aö plata er dálitiö Nashville-stiluö og mikiö um spilara o.s.frv John Prine erupprunnin úr þjóölagatónlistog t.d. „He Was In Heaven Before He Died” er undir sterkum Woody Guthrie áhrifum, en annars eru flest lögin frekar „country” en „folk”. Bestu lögin eru afar góö en þau eru „Come Back To Us Barbara Lewis Hare Krishna Beauregard”, „He Was in Heaven” og Chuc.k Berry lagiö „You Never Can Tell”. En John Prine er hvorki jafn góöur og Dylan né Reed. ACE: „FIVÉ-A-SIDE” (Anchor) Ace er önnur „pub-rock” nljómsveitin sem ég gagnrýni plötu frá, Kokomo var sú fyrsta. 1 raun er samt ekki hægt aö bera sapian þessar tvær hljómsveitir, enda felst skilgreiningin „pub-rock” ekki i tónlistinni sjálfri.' Upphafsmenn hinnar svokölluöu „pub-rock” tónlistar er hljóm- sveitín Brinsley Schwarz, en á árinu 1972 fengu þeir björkrá eina I Kentish Town til aö leyfa sér aö spila fyrir gesti einu sinni i viku og i þriöju vikunni var 300. manna kráin alveg troöfull af bjórþömburum. Um haustiö tóku blööin svoviö sér og hljómsveitum fjölgaöi ört. 1 fyrstu bylgjunni voru Brinsley Schwarc, Bees Make Honey, Ducks Deluxe, svo komu fljótt Chilli Willi & The Red Hot Peppers, Kokomo, Clency, Starry Eyed & Laughing og Ace, en Ace, er eina hljómsveitin sem hefurnáöuppá vinsældalista (meö laginu „How Long”.) Ace var stofnuö I desember 1972, og hef- ur einungis ein breyting oröiö i hljóm- sveitinni, trommuleikaraskipti. Fran Byrne, trymbillinn, kom inn I hljómsveit- ina i seþtember i fyrra eftir aö hafa veriö i annarri „pub-roc,” hljómsveit, Bees Make Honey. 1 fyrstu hét hljómsveitin Ace Flash & The Ðynamos, sem var brátt stytt i Ace. Þessi plata „Five A Side” (fimm á hliö), þaö eru tiu lög á plötunni) inni- heldur ekki neitt sem ekki hefur veriö gert áöur.enda ekki ætlunin. 1 staöinnfáumviö vandaöa örugga tónlist, mest tempraö rock, stundum keim af tamla motown, i aöaldráttum vandaöa einfalda rock múslk. Lögin eru öll eftir þá sjálfa, aöal- lega Paul Carrock, hljómborösleikara. „Sniffin About”, „How Long”, „24 Hoúrs”, „Time Ain’ t Long” eru góö lög og reyndar hin lika. Mjög góö fyrsta plata. DAVID BOWIE: „YOUNG AMERICANS" (RCA) Ný plata meö David Bowie er viöburö- ur, sem á skiliö athygli á borö viö nýjar plötur frá Bitlunum, Bob Dylan, Rolling Stones eöa Pink Floyd. Þessi nýja plata var fullkomlega tekin upp i Bandarikjun- um, i Fíladelfiu og New York, mest á siö- asta ári, nokkru áöur en siöasta platan hans, „Bowie Live”, kom út. Hún kemur þar af leiöandi ekki fyrirvaralaust i is- lenskar hljómplötuverslanir, eins og ein- um poppskrifara dagblaöanna varö á aö segja. Reyndar var Bowie sjálfur búinn aö kynna hana i Melody Maker fyrir ára- mót. „Young Americans” er auglýst sem ,,soul”-plata, en ef sá hefur veriö tilgang- urinn, þá hefur honum mistekist I þetta sinn. Gallinn viö „framúrstefnutónlist” (lélegt orö þaö) er sá 1) aö hún kann aö þróast svo hratt aö aödáandinn missi af henni, 2) aö hún kann aö fórna góöum stil til þess eins aö halda áfram aö þróast. Meö þessari 10. plötu Bowie vil ég segja aö liöur númer 2 eigi betur viö. Lögin: Hliö 1: „Young Americans”, tit- illag plötunnar, er auk þess besta lag hennar. Bowie er aö veröa betri söngvari, og hann viröist lifa sig inn i sönginn á þessari plötu. 1 laginu „Young Ameri- cans” setja ásláttarhljóöfæri ýmiss konar svip sinn á lagiö, auk Filadelfiu-söngvar- anna. En hlutur Bowie’s er samt framúr- skarandi bestur. Textinn I laginu er góö- íohis'-Prixe r]OMMON gENSE ur, heimur bandarikjamannsins I augum Bowie. Þó aö Bowie viröist kannski hálf- skrltinn i útliti og framkomu, þá eru text- arnir meö þeim heilbrigöari sem poppar- ar semja i dag, og gæöin hérumbil á viö texta Bob Dylans. „Win” er fremur gott og rólegt Bowie-lag meö texta sem gæti bæöi veriö gagnrýni á blaöaskrifara eöa á ástvin; ég ætla aö veöja á blaöáskrifar- ana. „Fascination” er ekki eins gott, en venst kannski. Textinn er ekki neitt-neitt, og lagiö er bara frekar slappt ,,soul”-lag. Reyndar er þaö ekki eftir Bowie (nema hluti af textanum), heldur Luther Vand- ross, einn i kórnum. „Right” er bara þrælgott, þrátt fyrir þaö, aö þaö er ekki i neinum Bowie-stil. David Sanborn leikur á saxófóna á þessari plötu, og er hann aö minu áliti sá hljóöfæraleikari sem kemur best út. Hliö 2: „Somebody Up There Likes Me” er gott lag, bæöi sem Bowie-lag og soul- lag. „Across The Universe” (John Lenn- on-lag). Bowie breytir laginu ekki meira en hann geröi til dæmis meö „Let’s Spend The NightTogether” (á „Aladdin Sane”). Annars var lagiö i ágætri útsetningu hjá Bitlunum og alveg óþarft aö reyna aö bæta þar um, enda hefur þaö mistekist i þessu tilfelli. „Can You Hear Me” er rólegt soul-lag sem er hvorki betra né verra en önnur slik, merki afturfarar. Siöasta lagiö á plötunni, „Fame”, er eftir Bowie, John Lennon og Carlos Alom- ar, næst-versta gitarleikara sem Bowie hefur haft (sá versti er á „David Live”, Earl Slick), „Fame” er hrein hörmung og ég vil sem minnst um þaö fjalla, „funky- soul”-,,jam”. En i heild varö ég út af fyrir mig ekki fyrireins átakanlegum vonbrigöum og ég bjóst viö aö veröa, þar sem flestallir er- lendir plötudómar hafa hakkaö hana I sig. A plötunni eru þrjú lög sem ég tel meö bestu lögum sem komiö hafa frá Bowie: „Young Americans”, „Win” og „Some- body Up There Likes Me”. GóÖ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.