Þjóðviljinn - 04.05.1975, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJODVILJINN Sunnudagur 4. mai 1975.
Sunnudagur 4. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
GUÐBERGUR
BERGSSON
SKRIFAR FRÁ
PORTÚGAL
KOSNINGALEIÐ PORTUGALS
með pabba og mömmu sifellt
milli tannanna. Slik fyrirbrigði
eru algeng og dæmigerð fyrir
svonefnda „menntakomma”.
Inntökuskilyrði i öreigaháskól-
ann eru þess vegna þau, að nem-
andinn sé verkamaður. Stjórn
hans vill forðast vinstrisinnaða
undanvillinga borgarastéttarinn-
ar, sem jafnan hafa komist inn i
raðir alþýðuhreyfinganna, spillt
þeim og gefið þeim miðstéttar-
legan menntablæ. Vinstrihreyf-
ingar nútimans eru jafn mikið á
varðbergi gegn „öreigum á upp-
leið” og hinum sjálfumglöðu og
gullnu róttæku börnum borgar-
ans, sem vilja leggja leið sina nið-
ur til alþýðunnar. Þessi afstaða
er miklu meira áberandi í Portú-
gal en i öðrum löndum, vegna
þess að þar rikir meira frelsi. Ef
einhver vill kynna sér stefnur i
stjórnmálum nútimans, en þó sér-
staklega þeirri miklu sköpun og
lifi, sem er i marxismanum,er al-
gert skilyrði að hann kynni sér
stjórnmálaástandið i Portúgal.
Á námsskrá öreigaháskólans
er, auk pólitiskra og félagslegra
fræða, bæði kennsla i valdbeit-
ingu og skæruhernaði i borgum,
bókmenntir, leiklist og myndlist.
Stjórnendur hans viröast gera sér
grein fyrir listþörf mannsins og
þætti hennar i félagslegum bylt-
ingum, að án hennar er barátta
verkalýðsins eingöngu kjarabar-
átta og kapphlaup um innantóm
völd og auðmagnið: Kommún-
isminn glatar eðli sinu jafn skjótt
og hann kemst til valda.
Kommúnisminn er andófshreyf-
ing, og völd eru framandi eðli
hans. Alþýðan notfærir sér ekki
byltinguna til þess að geta breytt
sér i skripamynd af fjárgróða-
manni.
Núverandi formaður portú-
galska knattspyrnusambandsins
kennir i skólanum starfsrétt og
lög. Þannig er farið fyrir þessari
miklu knattspyrnuþjóð. Þetta er
eins og af Albert Guðmundsson
færi að kenna verkamönnum
hvernig þeir eigi að stofna pönt-
unarfélög og brjóta niður umboð
og reykviska búðarholusjónar-
miðið og drepa drauminn um
gjafavöruverslun og Opel að ári.
Ósköpin dynja hvarvetna yfir
portúgala, sem fyrir tæpu ári
lifðu „rólegu lifi” vegna þess að
valdastéttin hugsaði i öllu fyrir
þá. Þegar þjóðir fá raunverulegt
frelsi, eins og það, sem sú portú-
galska hefur búið við i tæpt ár, fer
ákveðinn hluti hennar undir eins
og skapa ,,á sinn hátt” og hefur
Marx og kommúnismann aðeins
sér til hliðsjónar.
En er þetta frelsi? spyr ráðsett
fólk fyrir framan sjónvarpið,
þegar það sér fundina, fánana,
heyrir hrópin og sér hnefann á
lofti á skerminum. Það spyr þess-
arar spurningar jafn oft og list-
unnendur heima „Er þetta list? ”,
þegar þeir sjá fiflalætin, sem þeir
vilja ekki fá á stofuvegginn. En
hvort sem þetta er frelsi eða
stjórnleysi, þá fær það ráðsetta
ekkert annað, enda algerl. ófært
um að skapa neitt sjálft, til dæmis
prúðbúið fólk með nýtt og frjálst.
land á leið til kirkju. Þessi spurn i
augunum var miklu meira áber-
andi i fyrrahaust: Er nokkrum
heilvita her avara i þessum ó-
sköpum? Fer forsætisráðherrann
ekki að þreytast á stráksskap og
koma með þetta gamla, sem
þjóðin skilur, eða eitthvert sam-
bland af gömlu og nýju? Það þrá-
spyr og raddir fortiðar verða
ekki þaggaðar á einu ári. I flest-
um portúgölum er mikið eftir af
„ráðdeild” og i raun og veru aft-
urhaldsseggnum. Enginn maður,
sem snýst gegn kommúnisma i
dag, snýst til hans á morgun,
nema kannski á tslandi, þar sem
slik „ kristnun” ku hafa gerst,
liklega vegna þess að þar er litið á
kommúnismann sem visst visst
hugárfar, og hjá öllum mönnum
geti átt sér stað „hugarfarsbreyt-
ing”, og svo snerist þjóðin til
kristinnar trúar i huga eins
manns, sem lá næturlangt undir
gæruskinni. Þessi vesalings þjóð
hefur löngum látið aðra hugsa
fyrir sig, likt og portúgalar gerðu
og spánverjar. Þess vegna legg
ég það til, að Franco verði fluttur
inn af einhverju umboðinu, áður
en það verður um seinan. Bylt-
ingin i Portúgal er að gera hann
úreltan.
Daginn áður en kosningabar-
áttan hófst, þann 1. april, fluttu
dagblöðin þá frétt, að 25. april
yrðu i fyrsta sinn haldnar frjálsar
kosningar i landinu frá 1820.
Þetta er alrangt. Kosningarnar
25. apr. eru ekki frjálsar, þvi að
þremur flokkum var bönnuð þátt-
taka: Endurskipulagshreyfingu
öreigaflokksins, Krsitilegum
demókrötum og Bandalagi
verkamanna og bænda. Kristileg-
ir demókratar féllu út úr kosning-
unum vegna þátttöku formanns
flokksins i uppreisnartilrauninni
1.. mars. Bandalagið, sem er
klofningshreyfing úr Sósialista-
flokknum, vegna þess að það
beitir sér fyrir þvi, likt og
kommúnisku hreyfingarnar til
vinstri við Kommúnistaflokkinn,
að gerð verði raunveruleg al-
þýðubylting, sem afnemur eign
einhvers sérstaks valds á fram-
leiðslutækjunum og hindrar
þannig stofnun rikisauðvalds,
framleiðslutækin verði eingöngu
einn þáttur samfélagsins, likt og
skólareða samgöngutæki. Bannið
mætti harðri gagnrýni allra
framboðsflokkanna, sem voru
upphaflega fimmtán, nema
Kommúnistaflokksins, sem er
sagður hafa krafist þess að End-
urskipuiagshreyfing öreiga-
flokksins yrði bönnuð meö öllu,
vegna þess að hún hallast að hug-
myndum kinversks kommún-
isma, einkum þeim þætti hans,
sem kallaður er menningarbylt-
ing, og er helsti keppinautur
Kommúnistaflokksins og hlýtur
aðallega stuðning ungs fólks.
Elsti stjórnmálaflokkur lands-
ins er Konmiúnistaflokkur
Portúgals. Hann var stofnaður
1921 af fylgjendum bolsivika, sem
klufu sig frá 1. Internationaln-
um. Kommúnistafl. er best
skipulagður allra flokka. Hefðu
kosningarnar farið fram á réttum
tima, eins og fyrirhugað var,
hefði flokkurinn, lagalega séð,
verið einn i framboði, þvi að eng-
inn annar flokkur en hann kunni
að leggja fram framboðslista sinn
i hinum ýmsu kjördæmum. t
fyrrahaust sendi Hreyfing hers-
ins fulltrúa sina til Englands, svo
að þeir gætu lært hvernig ætti
að haga kosn., þvi að það
kunni enginn i Portúgal. Nú kom
þessi lærdómur sér vel, og öðrum
flokkum var kennt að tilkynna
framboðslista sina. Skyndi-
kennsla þessi stóð i viku, og út úr
skólanum komu fimmtán flokkar,
eins og fyrr var sagt.
Kommúnistaflokkurinn stofnaði
dagblað sitt Avante (Fram) árið
1931 og það kemur út enn. Arið
1933 hófust mikil átök innan
miðstjórnar flokksins, eftir að
fasisminn hafði sigrað. Deilurnar
stóðu um, hvaða stefnu flokkur-
inn ætti að taka. B. Goncalves,
helsti skipuleggjandi flokksins,
vildi að flokksfélagarnir héldu
áfram að starfa innan verk.alýðs-
félaganna, þótt þau væru komin
undir faslska stjórn. Jose de
Framhald á 18. siðu.
Nýir leikhópar koma fram
næstum þvi daglega. Þeir reisa
sin tjöld og leika á torgum eða
hvar sem stætt er á sviði. Sumir
byggja sér hús, en aðrir leggja
undir sig auða skála. Eitt er leik-
hópunum sameiginlegt: þeir vilja
ekki að stofnað verði Þjóðleikhús,
þótt Sartre lýsti þvi yfir á fundi
i rithöfundasambandinu, að bæði
rikisstyrkt leikhús og þjóðleikhús
hafi reynst vel i Frakklandi. I
Portúgal rikja önnur lögmál,
segja leikararnir. Við þekkjum
ekki lýðræðislega hefð. Með Þjóð-
leikhúsi mundum við tengjast
rikisvaldinu, sem er likt öðru
valdi, það vélvæðir og kúgar.
Leikhúsfólkið styður álit sitt með
þvi að benda á rikisstyrkt afrek i
hafanna, án þess þó að tekið sé i
taumana.
En alþýðan hefur gefið sér tals-
vert lausan tauminn og finnur
upp á furðulegustu hlutum (séð
drá sjónarhóli sæmdarmennsk-
unnar). Konur eru kosnar i for-
mannsstöður sjómannafélaga, og
aðrar i hreyfingu rauðsokka her-
tóku hús að næturlagi og komu
þar fyrir bækistöð sinni. Þvotta-
konur lögðu undir sig hótel i mið-
bænum og stofnuðu menningar-
miðstöð og snyrtistofu. Og al-
þýðuráð hafa tekið að sér stjórn
ýmissa sjúkrahúsa i samráði við
sjúklingana. Það er haft að for-
sendu, að þótt maður verði sjúkur
eigi hann ekki að hætta aö vera
virkur þátttakandi i umhverfi
Allir framboðsflokkarnir hafa lit-
að á sér varirnar fyrir kosning-
arnar i misjafnlega rauðura það
sem afturhaldið kallar marxisk-
um lit, þótt hann sé i sumum til
fellum aðeins frá Max Factor
snyrtivöruverksmiðjunni. Meira
að segja konungssinnar hafa á
stefnuskrá sinni kommúniskt so-
vét undir konungsstjórn, þvi að
konungur Portúgals geti verið
jafn kommúniskur og kóngurinn i
Kambódiu. úr þvi að kommún-
isminn er orðinn svona „alhliða”
telja öfgasinnarnir yst til vinstri
kosningarnar vera hvern annan
^kripaleik og það stórkostlegasta
háð um stjórnmál og hefðbundna
stjórnmálamenn, sem sett hefur
verið á svið, og hvetja um leið al-
list rússnesku dansflokkanna,
sem hafa að undanförnu tröllriðið
eins og vélmenni sviðunum og
eiga vart orö til að lýsa hneykslun
sinni yfir kommúnistaáróðrinum
á veggjum borgarinnar, sóðaskap
flugritanna á götunum og stjórn-
málaþrasinu. Ottinn við rikis-
valdið er orðinn jafn almennur og
leyndurog óttinn áður við fasism-
ann. Alls staðar leynist óttinn við
erfðasyndina og löngun til að
hreinsa sig af henni með „stöð-
ugri endurnýjun”, látlausri bylt-
ingu, þvi sem aðrir kalla stjórn-
leysi og óskapnað. Ýmsa dreymir
um að gera landið að höll eilifrar
æsku, eins og i fornu kinversku
skáldsögunni, og sökum lögmáls
þversagnarinnar eru það helst
maóistarnir. En portúgalska leik-
húsið er að mestu komið fram hjá
hinum óhjákvæmilega Brecht i
leitsinni að þvi þjóðleikhúsi, sem
leikararnir starfa við daglega,
þar sem flestu hefur verið snúið
við i þjóðfélaginu. Leikhúsið
reynir að hjálpa almenningi við
að venjast aðstæðum, sem hann á
alls ekki að venjastog þekkir ekki
af fyrri reynslu. Þannig reynir
leikhúsið að gera samsæri gegn
vananum, og er þess vegna eins
konar hjálparstofun alþýðunnar
við að leika sitt félagslega hlut-
verk i hversdagslifinu. Hér rikir
mikil alþýðuást, og o povo— fólk-
ið — er á vörum hvers ábyrgs
valdamanns. Allir vilja þeir gera
allt fyrir fólkið, en vilji fólkið
gera eitthvað sjálft, annað en að
vera i aögerð fyrir þjóöarbúíð,
eins og alþýðan hefur gert i þús-
und ár, þá kemur urghljóö i
strokk mennta,,fólksins” og vald-
sinu, en raunveruleg ástæða er
sú, að til þess hefur portúgalskur
sjúklingur á spitala varla fengið
annað meðal en mariumeyjar-
vatn úr helgum brunni guðlegra
kraftaverka. Nú eiga sjúkrahúsin
ekki lengur að vera sjúklinga-
geymslur, sjúklingurinn á ekki að
vera viljalaus i höndum misjafn-
lega vellærðra og fésjúkra iækna
(það er skylda sjúklingsins aö
lækna lækninn, áður en læknirinn
læknar sjúkdóminn), sem taka
meira mark á læknabókunum en
lýsingu sjúklingsins á þvi, sem
þjáir hann. Læknirinn á að vera
hjálpargagn, eins og meðalið, i
baráttu sjúklingsins. Og nærvera
unnustu, eða unnusta, er talin
hafa betri áhrif en nunnan á sjúk-
an unnusta. Margir lyfseðlarit-
höfundar, læknar, lita kossa á
öðrum timum en heimsóknartim-
um hornauga.
Hin ýmsu vinstrisinnuðu félög
og stjórnmálasamtök eru i óða
önn að leggja undir sig auð og yf-
irgefin hús borgaranna og stofna
þar barnaheimili, vöggustofur og
menningarhús. Nú þegar hafa
verkamenn lagt undir sig mörg
hundruð verksmiðjur og fram-
leiðslutæki. Bændur taka jarðir
traustataki og stofna samvinnu-
félög, sem er afar illa séð af
stjórnmálaflokkunum og hern-
um, sem stefna að þvi að skipu-
leggja allt frá hvirfli til ilja með
aðstoð tæknifræðinga. Hvorki
flokkarnir né herinn vilja stjórn-
leysi eða tilviljunarkennt fram-
tak fólksins, þótt orðið „fólkið”
fari ekki af vörum valdhafanna,
heldur liggur þar ætið nýmálað,
eins og rauður kossekta varalitur.
þýðuna að koma framleiðslufyr-
irtækjunum undir eigin stjórn og
verja þau gegn stjórnmálamönn-
um og hernum, hinum „þjóðfé-
lagslega fasisma”,eins og þeir
kalla yfirlýsta vinstristefnu vald-
hafanna. I ljós hefur komið að
verkamenn og bændur kunna að
stórna málum sinum sjálfir og
auka framleiðsluna, hins vegar
hefur dreifingarkerfið, sem
krefst milliliða, raskast. Og and-
spænis þeim vanda og andstöðu
gegn verkamannastjórn fyrir-
tækjanna hefur Byltingarráðið
gripið til þess ráðs að þjóðnýta
meginhluta iðnfyrirtækja og allra
jarða, sem eru stærri en 50 hekt-
arar lands. 1 stað alþýðureksturs
hefur þess vegna komið rikis-
rekstur. Við þetta önduðu flokks-
foringjarnir léttar yfir fræðibók-
unum, þótt reyndar hafi aðeins
Sósialistaflokkurinn og Kommún-
istaflokkurinn þjóðnýtingu á
stefnuskrá sinni.Aðrir flokkar
báðu aðeins um vaxandi áhrif
stjórnvalda.
Með þjóðnýtingu bankanna og
tryggingafélaganna hafði átt sér
stað „óformleg” þjóðnýting alls
iðnaðar landsins, þegar Bylting-
arráðið gaf út sina fyrstu lagatil-
skipun, þvi að göfugu ættir lands-
ins áttu alla bankana, en
bankarnir framleiðslutækin og
framleiðslutækin verkafólkið.
Þannig átti bankinn Totta og
Acores CUF-samsteypuna: sápu-
, vefnaðar-, málm-, tóbaks-, hús-
gagna- og vélaiðnaðinn, auk
meirihluta hótelrekstursins
o.s.frv. (en o.s.frv. er alltaf eink-
ar mikilvægt atriði), Banki Hei-
lags Anda og Verslunar átti, auk
Kommúnistaflokkur Portúgals heldur fund á nautatorginu f Portúgal.
stórra itaka I Afriku, pappirs-, se-
ments- og bjórframleiðsluna, auk
flutningatækja o.s.frv., Portú-
galski Atlantshafsbankinn átti
bióin, auglýsingafyrirtækin,
ef n a iðn að inn , glerfram-
leiðsluna o.s.frv., Borges og
Bræður átti lyfjaiðnaðinn, ferða-
skrifstofur o.s.frv., Bankinn
Pinto og Sotomayor átti matvæla-
iðnaðinn, málmbræðslurnar og
þrjár stærstu sementsverksmiðj-
ur landsins, en Bankinn Fonseca
og Burnay átti þrjá banka, og
bankarnir þrir áttu mörg útibú,
og útibúin áttu svo marga spari-
sjóði að hin snilldarlega reyk-
viska banka- og útibúaflétta yrði
hvanngræn af öfund ef sagt yröi
frá portúgalska kerfinu. Að baki
pólitiskrar þróunar i álfunni, likt
og striðið á Spáni var 1936. And-
stætt vilja og spá margra að loga
mundi upp úr i kosningabarátt-
unni hefur hún farið einkar frið-
samlega fram. Þótt engin stórtið-
indi muni gerast i kosningunum
mun þróunin i Portúgal hafa við-
tæk áhrif á alla vinstrihreyfingu i
Evrópu, ekki vegna áhrifa frá
„portúgölskum kommúnisma”,
þvi að hann er næstum þvi á núll-
stigi, heldur vegna þess að
vinstrafólk mun vakna smám
saman lil meðvitundar um að
auðvaldið er eins og hvert annað
skar, sem hefur grafið sina eigin
gröf. Það á aðeins eftir að ýta við
þvi ofan i hana og moka yfir, og
horfast siðan i augu við vinstra
Götumynd frá torginu Rossló I Lissabon.
bankanna stóðu auövitað eigend-
ur þeirra, fjölskyldurnar góðu
Champalimaudarnir, Quinarnir,
Britarnir, alls ekki berir á nær-
buxunum, þvi að þeir áttu morð
lausafjár i. traustum bönkum i
Sviss. Þessar fjölskyldur, að
Melofjölskyldunni meðtalinni,
eru mestu „presta-, hrossa-, og
gáfuættir” Portúgals. Inn i það
portúgalska fléttaðist siðan er-
lenda fjármagnið, og þess vegna
hafa erlend riki aldrei blandað
sér eins mikið i innanlandsmál og
kosningar anars lands jafn
grimulaust siðan á dögum
spænsku borgarastyrjaldarinnar.
Palme lofaði þegar við heimsókn
sina til landsins i fyrrahaust að
sjá Portúgal fyrir nægum pappir
meðan á kosningunum stæði, og
það var almennt álitið að hann
héti þessu til varnar sænskri f jár-
festingu. Eftir þetta hafa sænsku
verkalýðsfélögin ausið fé i Sósial
istaflokk Portúgals til kosninga-
baráttunnar. Auk þess hefur hann
fengið sendan hóp listamanna,
sem hafa „fjörgað” kosninga-
fundina, meðal annars með dansi
Unnar Guðjónsdóttur. Sovéska
verkalýðssambandið gaf þvi
portúgalska milljónir. Þýskir
demókratar hafa verið ósparir
við portúgölsku mið- og hægri-
flokkana, svo að ekki sé minnst á
afturhaldið og bandarísku auðfé-
lögin, sem fara jafn leynt og
fjandinn og CIA. Og páfinn hefur
„beint orðum sinum” til portú-
galskra kjósenda um að þeir kjósi
ekki marxiska flokka. Stjórn-
málamenn Evrópu virðast lita á
kosningarnar sem eins konar
prófstein eöa spá um framtið
afturhaldið.
Eina fólkið sem virðist hafa lit-
inn áhuga á kosningunum er það
portúgalska. Að visu þyrpist það
á kosningafundina og fyllir öll
samkomuhús, en það gerir litinn
greinarmun á flokkum Þvi finnst
vera jafn mikið bió á öllum fund-
um. Frelsið til að öskra úr sér
hálfrar aldar þögn er þvi fyrir
öllu. Innan húss tekur það engan
þátt i umræðum flokkanna, hins
vegar þingar almenningur á
hverju kvöldi og um helgar á
torginu Rossio i Lissabon, og það
sama er að segja um torg smá-
bæjanna. Þetta er sannkallað al-
þingi götunnar, þótt ekki sé kosið
til þess og engu fé eytt i kosninga-
baráttu. Fólk skiptist i smáhópa
og ræðir um allt milli himins og
undirheima, eftir þvi sem vitið og
andinn hrekkur til og blæs þvi i
brjóst. Málfrelsiö er ótakmarkað
og nýtt til hins ýtrasta. Aldrei hef
ég orðið var við að atv. stjórn-
málamenn sæki þessi götuþing,
þó á þeim komi fram raunveru-
legur vilji og þroski þjóðarinnar
og leit hennar ekki einungis að fé-
lagslegri-pólitiskri og menning-
arlegri vitund, heldur einnig að
skýringu á þögninni og fasisman-
um. Það furðulega er, að
eingöngu stjórnmálahreyfingarn-
ar yst til vinstri taka þátt i kapp-
ræðunum og reyna að hafa áhrif á
götuna með blöðum sinum og
smápeáum. Ég hef ekki heldur
rekist þar á erlenda fréttaskýr-
endur, en þeim er auðvitað sá
þrándur i götu, að fæstir kunna
portúgöisku. Fréttamenn stóru
fréttastofanna ávarpa ráðherr-
ana á spænsku, sem ráðherrarnir
Kommúnistaflokknum. Tor-
tryggnin i garð hersins stafar af
þvi, að forvisimenn og margir
liðsmenn hreyfinganna eru fyrr-
verandi liðhlaupar, landflótta-
menn, sem hafa óhlýðnast her-
skyldu eða uppreisnarmenn úr
röðum óbreyttra hermanna. Þótt
þeim hafi verið leyft að hverfa
heim, án þess að vera sakfelldir,
álita þeir að her geti aðeins skipt
um andlit, eðli hans hljóti ætið að
vera hið sama. Tortryggnin i garð
Kommúnistaflokksins er sprottin
af fylgi hans við kenninguna um
friðsamlega sambúð og Moskvu-
skólann, sem var til þess á timum
Salazar/Caetano að lögreglan
þurfti oft ekkert að hafa íyrir þvi
að finna bækistöðvar leynihreyf-
inganna, klofningurinn innan
kommúnismans olli þvi að henni
var bent á þær á vixl af kommún
istunum sjálfum, eftir að sam-
búðin milli Moskvu og Peking
stirðnaði. Það sama gerðist á
Spáni. Að áliti þessa fólks er
Kommúnistaflokkur Portúgals
aðeins vinstrisinnuð hreyfing,
kommúnisk afturganga með ,,fé-
lagslegan fasimsa” á stefnuskrá
sinni, studdur af undanvillingum
borgarastéttarinnar og faglærð-
um verkamönnum, sem standa
við inngöngudyr að millistéttinni:
Hinn hefðbundni kommúnismi er
dæmdur til að stiga i takt við auð-
valdið og haga baráttuaðferðum
sinum samkvæmt baráttuaðferð-
um þess, án þess að eiga frum-
kvæðið og stiga sjálfstætt skref i
átt til óvissunnar. Kommúnisti
upprunninn úr borgarastétt er
með borgarastéttina á heilanum,
likt og óþægt barn, sem er samt
þykjast ekki skilja og beita fyrir
sig frönsku oft með lélegum ár-
angri.
öreigaháskóli hefur verið
stofnaður i Lissabon af Byltingar-
flokki öreiganna i húsi, sem
fl. tók traustataki i götunni
Avenida 5 de Outubro númer 68.
Þetta gerðist þann 28. mars. Þeg-
ar ég dreif mig daginn eftir til að
hafa tal af fulltr. fl. á staðn-
voru þeir að hreinsa gólf
og gera villuna hæfa til kennslu.
Af öryggisástæðum vildu þeir
ekki leyfa mér að taka myndir
af þeim.Þannig varkárni er ein-
kennandi fyrir hreyfingarnar yst
til vinstri, sem vantreysta
kannski af óþarfa tortryggni bylt-
ingarvilja hersins en þó einkum
öreigaháskólinn.