Þjóðviljinn - 04.05.1975, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 04.05.1975, Qupperneq 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. mai 1975. JÓHANNES EIRÍKSSON SKRIFAR UM ÚTILÍF VÍSNA- ÞÁTTUR S.dór. í GÁLGA MENGUNAR ÞURAí GARÐI Trauðla véfengir nokkur að frá náttúrunnar hendi finnst tæpast fegurra borgarstæði en Seltjarnarnesiö sem Reykjavík er byggð á. Borgin er á hæðum við þessi frægu bláu sund og voga sem skáldin lofsungu og gamlir menn þreytast aldrei að skoða ofanaf ArnarhólF’á björt- um kvöldum þegar skipin sigla að vestan útúr sólarlaginu. Vegna þess hve ung þessi borg i rauninni er (byggð að mestu á s.l. 30 árum af þjóðfélagi sem ekki vissi aura sinna tal) er und- arlegt hve mikið hlifðarleysi hefur verið sýnt hinum mörgu náttúrufurðum innan borgar- markanna. 011 hin langa og fagra strandlengja hefur verið sködduð eða eyðilögð og ég veit ekki til þess að ósnortið land finnist 1 umdæmi borgarinnar. Fyrir fjórðungi aldar eða svo þegar ég var stráklingur i borg- inni, var stundum hjólaö útúr bænum á sunnudögum, upp aö Lækjarbotnum, vestur á Nes eða suðurá Alftanes sem þá var undrastaður. Byggð var þá varla nein, utan á jöröunum sjálfum. Enn er Alftanesið undrastaður, þótt ýmislegt hafi fyrnst. Nágrannabyggðarlög teygja fingur fram nesið og sveitarfélagið sjálft hefur skipulagt byggingarsvæði og fjaran virðist 1 hættu vegna á- gangs af völdum mannlegra máttarvalda. Samt er það ein- mitt þarna hið næsta borginni sem hægt er aö finna ósnortiö land, óskaddaða fjöru, en þó að- eins á einum stað. Þótt þaul- gengin sé fjaran úr Elliðaárvogi um fern sveitarfélög er það fyrst þarna 1 fjörunni og hraun- inu kringum Gálgaklett að við finnum ósnortið land. Þegar við fórum þarna um nýlega gekk á meö éljum. Þökin á Bessastaöabænum voru á litin eins og gamalt blóð milli élj- anna og einhver annarlegur blámi yfirskyggði láð og lög. Stundum er sagt af litilsvirð- ingu um ljósmyndara að þeir sjái ekki landslag nema i gegn- um gler myndavélarinnar. En ólikt hef ég betur notið þess að skoða umhverfi mitt siðan myndavélin slóst I förina. Þess vegna ráðlegg ég öllum sem gaman hafa af náttúruskoðun að fá sér hið snarasta mynda- vél. Það er ósköp auðvelt að láta sér sjást yfir þá sérstöku fegurð sem Gálgahraunið býr yfir þar sem það hefur runnið i sjó viö vikina austan Bessastaða. En fyrir ljósmyndara er þetta gósenland. Fjaran er alveg sér- stök, full meö gróöri. Þar eru laglegir leiruvogar með gljá- brúna áferð og hrúgum sand- maðksins, dökkir hraunstallar og gangar i sjó fram, hraungjár meö skófir, hvitar, gular og mosaþembur i djúpum litum. Og allt er hraunið fullt af kynja- myndum ef grannt er skoðað. Og eggtiö nálgast. Vestar á nes- inu á svæöinu kringum Bessa- staöi er talsvert æðarvarp. Þar megum við ekki fara um nema að fengnu leyfi. En kringum Gálgaklett verpa mófuglar og reyndar slæðingur af æð lika á- samt stöku önd. Þessi hreiður er auðvelt aö finna og gaman aö sýna börnum, þótt gæta verði þess að kvekkja ekki fuglinn með þaulsetum. Ekki er vert að gefa há- stemmdar lýsingar af Gálga- kletti, en þeir sem einhvern sögulegan bakgrunn hafa og frjótt Imyndunarafl munu fljót- lega finna hann á göngu sinni með sjónum. Hinir sjá hann hvort sem er aldrei. Á Bessastöðum sátu höföingj- arnir, fulltrúar erlenda valdhaf- ans, kaupmannanna, kirkjunn- ar og kóng§ins, á nesi þar sem gott var til varnar og búsældar- legt heimaland meö hjáleigum sinum og kotum. Handan vikur- innar var hraunið svarta og hæst bar brattan klett. Þangað var stundum róið báti á góð- viröisdögum með kotbónda ein- hvern sem gert hafði i mót hans maístets Kóngsins I Kaupinhafn lögum, og hann hengdur I gálga sem kletturinn dregur nafn af. Ég hugsa að gott væri fyrir skáld eða málara að eyða dag- stund undir Gálgakletti, og þó, þeir eru kannski.fullseint á ferð. Utan úr hrauni, frá Garða- hreppi og Hafnarfiröi berast hljóð sem færast nær með degi hverjum. Það eru hamarshögg. Kannski er þar verið að smiða annan gálga. Kannski er einmitt núna verið að festa saman það tré sem öll hin ósnortna náttura Islands verður hengd I. Þvi miður fara oi sjaldan saman snilldar hagmælska og húmor. Einhverra hluta vegna hafa þeir fáu hagyrðingar sem sameina þetta tvennt alltaf heillað mig mest. Einn af þeim hagyrðingum sem sameina þetta er Þura i Garði. Það er vissulega að bera I bakkafullan lækinn að ætla aö fara að kynna Þuru fyrir áhugafólki um visur, hún er þvi öllu kunn. Og kannski er það einnig að bera i bakka- fullan lækinn að birta hér vfsur hennar, þær hafa flestir heyrt eða lesið. En kannski er langt siöan þið hafið lesið visurnar hennar, og aldrei er góö visa of oft kveöin. Þess vegna látum við visur Þuru I Garöi bera visna- þáttinn uppi að þessu sinni. Og fyrsta visan eftir Þuru sem við birtum að þessu sinni er svona: Varast skaltu vilja þinn. veik eru manna hjörtu. Guðaðu samt á gluggann minn, en gerðu það ekki i björtu. Visur Þuru i Garði bera það ekki með sér að þessi vfsa gefi alveg rétta mynd: Svona er að vera úr stáli og steini striöin, köld og ljót, aldrei hef ég yljað sveini innað hjartarót. Svo snýr hún við blaöinu og segir: Ekki fór ég alls á mis, þú yljaðir minu hjarta. Man ég enn þín brúnablys björtu og hárið svarta. Dagmálaglenna Þetta, sem að alveg er eins og dagmálaglenna, þegar menn fara að finna á sér fyrstu áhrif kvenna. Þankastriksvisa Við skulum ekki hugsa um hann heldur einhvern stærri mann. Það er eins og þankastrik þetta litla, stutta prik. Fundin tala Þessari visu fylgir sú saga að eitt sinn meðan Þura gætti Lystigarðsins á Akureyri hafi hún fundið bælt gras I runna og tölu af buxnaklauf, þá sagði hún: Morgungolan svala svalar syndugum hugsunum. Sinu máli talan talar, talan úr buxunum Bændur á Grænavatni klæddu peningshús sin bárujárni. Þá kvað Þura: Framsókn mörgum gerir grikk, glampar I augun stinga. AUt er komið undir blikk Ihald Grænvetninga. Einhver rómantik býr að baki þessari visu: t Ijóði vil ég lofa kvöld, þá lampinn fór I „maska”. Það voru makleg málagjöld. Myrkrið er til að braska. Hugdetta eftir ræðu á útifundi Maður einn flutti ræðu á skemmtifundi, talaði um vorið, m.a. sagði hann frá þvi að hann hefði hlaupið yfir vallargarðinn, misst fótanna og fallið á grúfu til jarðar. Þá kenndi hann fyrst af mjúkum faðmi og angan jarðar, að voriö var komiö: Þarna styrktist þrótturinn, það var fyrsta sporið. ÞviIIk dásend drottinn minn að detta á grúfu I voriö. Eftir Danssamkomu Aldrei hef ég komist i jafn þægilega þröng, þetta var um vetur, en nóttin ekki löng. Þó alltaf væri dansað, fór enginn maður snúning En ég hef heyrt aö sumir .... fengju magasár af núning. Einar Sæmundsen kom að Garði og kvað: Þá er ég kominn, Þura min, að þinum ranni. Þrjátiu ár ég þráði fundinn, þó aðég væri annarri bundinn. Þura svaraði: Kætir mig þú komst að sjá kvenna og sveitarprýði. Nú er lokiö þeirri þrá og þrjátíu ára striöi. Þó ég sé fræg I minni mennt, margt hefur öfugt gengið. Sagt er að heimti þráin þrennt þegar eitt er fengiö. Freymóður málari ljóöaði á Þuru: Væri ég aftur ungur sveinn, ekki skyldi ég gefa neinn snefil af minum ástararði annarri konu en Þuru I Garði. Og Þura svaraði: Hvað er aö varast? Komdu þá! Hvar eru lög sem banna? Ég get lifað allt eins á ástum giftra manna. Skeyti svarað Iðnskólapiltar frá Akureyri staðnæmdust i Garöi og tveir þeirra gengu heim og færðu Þuru þessa vísu: Þura I Garði þraukar hér þögui á vatnsins bakka. Ef hún kynntist meira mér myndi hún eignast krakka. Og Þura svaraði: Ekki þarftu að efa það, ég mun borga skeytið. Nefndu, drengur, stund og staö og stattu við fyrirheitiö. Þetta látum við nægja að sinni af visum eftir Þuru i garði. BOTNAR Eins og ég átti von á var þátttaka lítil 1 að botna fyrripartinn sem við birtum fyrirtveim vikum, og munu þvi ekki fleiri fyrripartar koma I þessum þætti.Þeir botnar sem bárust við fyrri partinn — Af óstjórn komið nú er nóg / nærri tómur kassinn, eru svona: thaldið og Óli Jó eru að detta árassinn. VL. Aldrei meira áður vó auglýsinga-klassinn S.E. Ennþá fægir Framsókn þó fjárplógsmanna-rassinn. Adm.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.