Þjóðviljinn - 11.05.1975, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓDVILJINN’ Sunnudagur 11. mai 1975.
DWÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
íti|stjórar: Kjartan Ólafsson,
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Vilborg Harðardóttir
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
STEFNT AÐ STÓRÁTÖKUM
Nú er liðinn meira en mánuður siðan
stöðvun stóru togaranna hófst. 5-600 sjó-
menn hafa ekki atvimiu, um 1500 manns i
landi hafa hrakist úr störfum sinum i
beinum tengslum við togarana, og hin
óbeinu áhrif halda áfram að magnast.
Með hverjum degi sem liður f jölgar fólki á
atvinnuleysisskrá. Beinn kostnaður vegna
stöðvunarinnar er þegar orðinn hrikaleg-
ur, og gjaldeyrisöflun takmarkast að
sama skapi, jafnframt þvi sem bankarnir
verða æ háðari erlendum neyslulánum i
utanrikisviðskiptum sinum.
Þessi stöðvun er þegar orðin stórfellt
hneyskli, og á þvi ber rikisstjórnin fulla
ábyrgð. Verulegur hluti togaranna er i fé-
lagslegri eign, og allir eru þeir keyptir
fyrir almannafé, hinir svokölluðu einka-
eigendur eru aðeins gervimenn sem hafa
fengið aðstöðu til þess að ráðstafa fjár-
munum þjóðarinnar. Hið formlega tilefni
stöðvunarinnar er kjaradeila, en allir
viðurkenna að óhjákvæmilegt sé að bæta
kjör sjómanna á stóru togurunum til
mikilla muna. Hugmyndir svokallaðra
einkaeigenda um að leysa kjaramálin
með þvi . að gera vökulögin að tómu
pappirsgagni og skerða öryggi áhafnanna
eru fráleitari en svo að þær séu umræðu-
verðar. Að öðru leyti hafa tilraunir til þess
að leysa kjaradeiluna verið mjög slælega
reknar og ekki borið vott um neinn áhuga
stjórnvalda til þess að ná raunhæfu sam-
komulagi.
Sú spurning hlýtur að vakna hvort af-
staða stjórnvalda til togarastöðvunarinn-
ar mótist ekki að öðrum og enn alvarlegri
sjónarmiðum. Það bráðabirgðasam-
komulag sem gert var milli verklýðsfé-
laganna og rikisstjórnarinnar 26. april
rennur út eftir þrjár vikur. Viðbrögð
verkafólks hvarvetna um land voru til
marks um það að menn eru staðráðnir i að
rétta hlut sinn til verulegra muna i samn-
ingum þeim sem þarf að vera lokið 1. júni,
og telja einsætt að verklýðsfélögin beiti
samtakamætti sinum til þess að tryggja
þau málalok ef ekki tekst viðunandi niður-
staða með öðru móti. 1 auðvaldsþjóðfélagi
eru viðbrögð borgaralegra stjórnmála-
manna og hagspekinga þeirra við slikum
vandamálum ævinlega þau að koma á
„hæfilegu atvinnuleysi”, reyna að knýja
verkafólk til þess að hopa frá réttmætum
kröfum sinum með hótunum um atvinnu-
skort. Slikt ástand er nú þegar að myndast
og það mun magnast mjög stórlega á
næstu vikum þegar þúsundir skólafólks
koma á markaðinn og þurfa á þvi að
halda að öll framleiðslutæki þjóðarinnar
séu hagnýtt til hins ýtrasta. Ætli hin kald-
rifjuðu viðhorf stjórnvalda séu ekki þau að
um næstu mánaðamót verði kominn til-
finnanlegur atvinnuskortur, og að heildar-
samningarnir fari fram undir þvi annar-
lega fargi?
Stefna núverandi rikisstjórnar er
styrjöld við samtök launafólks á íslandi.
Ótaldir miljaðar króna hafa verið fluttir
frá launafólki til atvinnurekenda og milli-
liða, og hefur sú kjaraskerðing bitnað sár-
ast á þeim sem höfðu naumasta afkomu
fyrir. Nú á greinilega að reiða svipu at-
vinnuleysisins á loft, ef verkafólk lætur
ekki bjóða sér það sem stjórnvöldum
þóknast að skammta. Þessar aðferðir eru
báðar gamalkunnar: þeim var m.a. beitt
af mikilli hörku i tið viðreisnarstjórnar-
innar. En alla tið siðan á dögum heims-
styrjaldarinnar siðari hefur reynslan
sannað að slik viðbrögð stjórnvalda eru
dæmd til ósigurs. Samtök launafólks á ís-
landi eru þvilikt afl að landinu verður ekki
stjórnað i styrjöld við þau: allar slikar til-
raunir brýtur launafólk á bak aftur. Til
þess þarf vissulega mikið átak, samheldni
og reisn i kjarabaráttunni, en slik viðhorf
hefur launafólk alltaf sýnt þegar á hefur
reynt, og þá hefur stefna stjórnvalda og
atvinnurekenda jafnan brotnað i mola.
Launafólk er vissulega seinþreytt til
slikra átaka og hefur jafnan beitt valdi
sinu af mikilli ábyrgðartilfinningu, en það
þekkir mátt sinn og beitir honum þegar
nauðsyn býður. Hrikaleg kjaraskerðing,
vaxandi samdráttur og atvinnuskortur
benda til þess að atvinnurekendur og
rikisstjórnin ætli að láta sverfa til stáls, og
þvi hljóta samtök launafólks nú þegar að
skipuleggja viðbrögð sin. —m.
Bræðurnir Robert og Michael skrifa bók um Rósenberg-hjónin:
Við erum synir ykkar
ÆHKKM* * *~7T!****^m $
Bókarhöfundar, Róbcrt 28 ára og Míkael 32ja ára
Bandarískt afturhald
óttast kröfur um
endurupptöku málsins
Þegar kalda strföið stóð sem
hæst voru hjónin Ethel og Júllus
Rósenberg tekin af lffi f Banda-
rfkjunum sökuð um að hafa
smyglað leyndardómi kjarnorku-
sprengjunnar í hendur sovét-
manna. Dómsmál þetta vakti á
sinum tima mikil mótmæli og
þótti dömurinn byggjast á veik-
um rökum, en hjónin héldu fram
sakleysi sinu til hinstu stundar.
Síðar hefur tvennt komið í ljós
scm gerir allan málatilbúnaðinn
harla tortryggilegan: annars
vegar hröð og sjálfstæð þróun
sovéskra raunvfsinda óháð öllum
hugsanlegum hernaðar- eða
iðnaðarnjósnum. Hins vegar sú
mikla spilling i bandariskri
stjórnsýslu og réttarfari sem
varð heyrinkunn með pentagon-
skjölum, vatergate-hneyksli og
CIA-njósnum.
Rosenberg-málið rifjaðist upp
fyrir mörgum islendingi þegar
mjög áhrifamikið leikrit var flutt
I Utvarpið fyrir 2-3 árum:
„Rósenberg-hjónin skulu ekki
deyja” eftir Alan Decaux. Leik-
stjóri var Gfsli Halldórsson
Vitnisburður i leikriti
Hér verður það haft fyrir satt
að höfundur leikritsins, Alan
Decaux, sé bandarikjamaður, en
hann mun óþekktur hérlendis af
öðrum verkum en þessu. 1 leikrit-
inu dró hann fram staðreyndir
málsins eins og þær koma fram i
réttarskjölum og það verður að
segjastað eftir stóð fullvissan um
það, að þarna hafi verið framið
hreint dómsmorð. Hvorki Ethel
né Július Rósenberg, hvað þá
heldur meintir sökunautar
þeirra, hefðu getað veitt sovét-
mönnum neinar haldbærar upp-
lýsingar um hina flóknu smið,
kjarnorkusprengjuna, jafnvel
þótt þau hefðu verið öll af vilja
gerð. Rósenberg-hjónin voru
vinstri-sinnuð og vammi firrt, vel
menntuð og gáfuð eins og gerist
um gyðinga i Bandarikjunum.
Þeim var vel ljóst hvað hug-
myndin um að koma hinu svo-
kallaða kjarnorkuleyndarmáli til
Sovét var fáránleg. En þau áttuðu
sig ekki á hinum vitfirrta tima og
vitfirrtu valdhöfum. Galdra-
brennuæði McCartys þurfti á .
nornum að halda og þess guldu
Rósenberg-hjónin.
Nú heita þeir
Meeropol
Þvi er á þetta drepið hér að i
nýlegu hefti af bandariska tima-
ritinu Time er getið bókar sem
komin er út i Bandarikjunum og
fjallar um mál hinna saklausu
hjóna sem nú hafa legið i gröf
sinni i 22 ár. Höfundarnir eru syn-
ir þeirra, Róbert og Mikael
Meeropol, en þeir hafa fengið ætt-
arnafn fósturforeldra sinna. Abel
Meeropol er þekktur textahöf-
undur dægurlaga og að sjálfsögöu
af kynkvisl Daviðs eins og
drengirnir.
Bókin nefnist ,,Við erum synir
ykkar: arfur Ethelar og Júliusar
Rósenbergs”, mikil bók að vöxt-
um, yfir 400 siður. „Ograndi
skjal” kallar gagnrýnandi TIME
bókina sérstaklega nú þegar^
traust manna á siðferði stjórn-
valda hefur dvinað svo mjög.
Helmingur bókarinnar er bréf
sem þau hjón rituðu i dauðaklef-
um sinum, en i hinum hlutanum
eru minningabrot bræðranna og
löng ritgerð um rök kaida striðs-
ins eftir Mikael, en hann hefur
doktorspróf i hagfræði og hefur
lesið sagnfræði aukreitis. Hinn
bróðirinn Róbert er menntaður i
mannfræði. Kostnaðinn af mennt-
un bræðranna bar sjóóur sem lög-
fræöilegur verjandi foreldranna.
Emanuel Bloch, stofnaði á sinum
tima.
Þú verður brennd!
Gagnrýnandi TIME er mátu-
lega hrifinn af bréfum þeirra
Ethelar og Júliusar, og gæti það
stafað af þeirri afstöðu hans að
best sé aö mál þeirra liggi áfram i
gröfinni. Honum virðist f nöp við
'það af þólitiskum ástæðum og
kemur það alls ekki á óvart að
vinnumaður við slikt hægri
sinnað málgagn eins og TIME láti
það I ljós. Hann segir að i bréfum
þeirra hjóna gæti tilfinningasemi
sem sé heldur leiðinlegur lestur,
umkvartanir yfir aðskilnaðinum
og uggur vegna drengjanna, en
inni á milli fljóti gamaldags
ræðum ennskuf roða vinstri
manna. Samt séu þarna einstaka
setningar sem lifi allar hug-
leiðingar um sekt, sakleysi og
stjórnmál: t heimsókn i Sing Sing
forvitnaðist Mikael á sinn barns-
lega hátt um væntanlegan dauð-
daga. Um þetta ritar Július konu
sinni: „Hann spurði mig hvernig
þú mundir deyja, og ég sagði
honum það og hann spurði hvort
það væri rafmagnsstóll og ég
sagði já”.
Mikael rifjar upp i bókinni
kvernig gamla frú Greenglass
amma hans öskraði reiðilega á
dóttur sina Ethel: ,,Ef þú játar
ekki verðurðu brennd með þess-
um manni þinum”, en Davfð son-
ur hennar og bróðir Ethelar var
eitt aðalvitna yfirvaldanna gegn
þeim hjónum.
Skjölin á borðið!
Gagnrýnandi hins bandariska
blaös leggur áherslu á það að
bræðurnir Meeropol trúi á sak-
leysi foreldra sinna og sú full-
vissa þeirra beri bókina uppi.
Þeir vitni i margar af þeim 25
bókum sem áður hafa verið
ritaðar um málið, en óneitanlega
komi fram i þeim óþægilegar
spurningar sem ekki hefur verið
svarað um gang réttarhaldanna
og um vitnaleiðslurnar. Bókin
,,Við erum synir ykkar”sé gefin
út sem liður i nýrri herferð til að
sannfæra almenning um að
Rósenberghjónin hafi verið sak-
laus fórnardýr lygavefs. Deildir
landsnefndar til endurupptöku
rósenberg-málsins hafa viða
skotið upp kollinum. Bræðurnir
hafa sjálfir með skirskotun til
laganna um upplýsingaskyldu
stjórnvalda beðið formlega um að
Rósenberg-skjölin verði gerð að-
gengileg. Það séu þvi engar likur
á að málið muni liggja i þagnar-
gildi i næstu framtið.
Aðdróttanir
til að hræða
1 ljósi þessa eru ofur skiljanleg
lokaorðin i umsögn TIMÉ um
þetta viðkvæma mál. Gagnrýn-
andanum þykir henta að hjúpa
sig skikkju nokkurs frjálslyndis
og þvi segir hann: Ætli sann-
leikurinn geti ekki legið mitt á
milli kenningarinnar um algeran
lygavef og niðurstöðu dómsins
um svivirðileg landráð? Gæti
ekki verið að Rósenberg-hjónin
hafi verið uppvis að minniháttar
njósnum, en stjórnvöld hafi bætt
við sönnunargögnum svo að
ómerkilegt mál gæti orðið stórt?
Með þessu er gagnrýnandinn að
sjálfsögðu að vara vini Rósen-
berga við þvi að öll stjórnarskjöl-
in séu dregin fram i dagsljósið,
það geti nefnilega sett blett þótt
smár væri á æru Rósenberga! Úr
þvi sem komið er þykir málpipum
bandarisku auðstéttarinnar
tryggast að beita slikum aðferð-
um til að kveða niður mál sem
henni er býsna óþægilegt. Henni
finnst vist nóg um votergeit
siðustu ára.
hj—