Þjóðviljinn - 11.05.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. mal 1975.
SVAVAR GESTSSON:
Hugleiðingar eftir
hátíöis- og ba ráttudag
1. maí í ár var á ýmsan hátt
ánægjulegri en oft áður siðustu
árin. Bar þar margt til. i fyrsta
lagi var það náttúrulega sigur
þjóðfrelsisaflanna i Vietnam,
sem lýsti upp hátiðahöld og bar-
áttu dagsins svo menn munu lengi
minnast. i annan stað var það
einkar ánægjulegt að samstaða
tókst i Fulltrúaráði verkalýðsfé-
laganna i Reykjavik um einkar
róttækt ávarp dagsins, sem
krafðist þess að núverandi rikis-
stjórn segði af sér. i þriðja lagi
var það til þess að auka hátiða-
skapið að verkfallsmenn á Sel-
fossi höfðu nýlega unnið frækileg-
an sigur yfir forstjóravaldi sam-
vinnusamtakanna. Og fleira
mætti telja. Þetta varð semsagt
góður 1. mai, þrátt fyrir það sem
á undan var gengið i kjaramálun-
um og það sem margur maðurinn
þykist greina við dagsbrún hins
fyrsta dags næsta mánaðar, haldi
svo fram sem horfir.
Mörgum mun finnast miður, að
þrir aðilar gengust fyrir aðgerð-
um þennan dag, og hafa menn þá
ihuga svokallaðan Rauðan fram-
vörðog Rauða verkalýðseiningu.
Sumir þeir telja að fjöldi sá sem
sótti útifund þess siðarnefnda sé
til marks um neikvæða pólitiska
þróun sem brýnt sé að stemma
stigu við.
Þeirri spurningu verður ekki
svarað i einu vetfangi af hverju
svo mikill fjöldi — kannski nærri
eins og á Lækjartorgi — sótti úti-
fund Rauðrar verkalýðseiningar.
En hér verður reynt að velta upp
nokkrum spurningum sem is-
lenskir sósialistar hljóta að hafa
hugleitt 1. mai eða næstu uaga
þar á eftir.
Sigurinn á Selfossi
Eitt af þvi sem áður var nefnt,
sem hafi sett svip sinn á 1. maí
þetta árið, ánægjulegan svip, er
sigur verkfallsmanna á Selfossi.
Þar gerðust að minu mati einhver
merkustu tiðindi islenskrar
verkalýðsbaráttu um langt skeið.
Helstu lærdómarnir, sem draga
má af verkfallinu á Selfossi eru:
1. Virk opin verkalýðsbarátta
þar sem almenningi er kynnt
daglega það sem um er að ræðá
er liklegri til árangurs, en lokaða
sáttafundaaðferðin, sem verka-
lýösforystan hefur einskorðað sig
við.
2. Þátttaka hvers einasta verk-
fallsmanns meðan á átökunum
stóð, dagleg fundarhöld allra
verkfallsmanna og virk þátttaka
samherjanna annars staðar vann
sigur á ofriki kaupfélagsstjórnar-
innar.
um við að sigurinn var okkar.”
(Auðunn)
„Það sem gerði verkfallið
svona sterkt var hið nána og stöð-
uga samband sem við höfðum
hver við annan. Við hittumst oft á
dag; höfðum lika daglega fundi og
ræddum málin. Við létum ekkert
frá okkur fara án þess það væri
þrautrætt af öllum.” (Snorri)
Þjóðviljinn spyr þá félaga hvort
þetta verkfall hafi ekki verið ólikt
öllum öðrum verkföllum, sem
þeir hafa tekið þátt i. Snorri svar-
ar þannig:
„Algjörlega. Það voru engir
menn sem sögðu fyrir um hvernig
leggja neðan frá. Fólkið sjálft,
sem vinnur, á aðmóta kröfurnar,
þvi að það veit hvar eldurinn
brennur heitast. Og það á að gera
kröfurnar einfaldar og ákveðn-
ar.” (Snorri)
„...meðan samningar standa
yfir á að gefa út tilkynningu á
hverjum einasta degi eftir hvern
einasta sáttafund. Það á að skýra
nákvæmlega frá þvihvernig mál-
in standa og hvað hefur komið
fram. Þetta eiga ekki að vera
leyndarmál. Mennirnir verða að
geta talað saman, þekkt eigin mál
út og inn, þannig'að þeir fari svo
ekki á fund i stéttarfélaginu til að
Sigurinn og SÍS
Verkfallið á Selfossi afhjúpar
einnig með eftirminnilegum hætti
forustulið samvinnusamtakanna.
Forstjóravald SIS setti með verk-
fallinu blett á samvinnusamtökin
— en verkfallsmönnum tókst með
aðgerðum sinum að hreinsa þann
blett af og bera þeir heiður fyrir.
Hins vegar sýnir Kolbeinsmálið
svo ekki verður um villst að brýnt
er að gjörbreyta samvinnufélög-
unum, að setja þar reglur sem
færa þau nær virku lýðræði. Eins
og sakir standa virðist forusta
sambandsins beinlinis reyna allt
gerðarmönnum og hefur nú mjög
skipt um frá vinstri stjórnarárun-
um, en vinstri stjórnin lögfesti
siðustu kröfur sem sjómennirnir
höföu gert er „togaraeigendur”
höföu neitað aðhreyfa sig til sátta
um margra vikna skeið. Nú er
það samt sem áður svo, að önnur
flokkspólitlsk samsetning rlkis-
stjórnarinnar ræður ekki úrslit-
um. Fleira þarf að koma til og þá
fyrst og fremst virk þátttaka
fjöldans. Og hver eru þá viðbrögð
forustunnar? Forustumenn sjó-
manna sækja sáttafundi þá sjald-
an slikir fundir eru boðaðir, en
það er ekkert gert til þess að
Frá hátíðahöldum verkalýðsins i Reykjavlk 1. mal sl. (—Mynd: Haukur Már.)
1. mai birti Þjóðviljinn viðtal
við tvo verkamenn á verkstæðum
KÁ, sem höfðu verið þátttakend-
ur f verkfallinu allan timann, þá
Auðun Friðriksson og Snorra
Sigfinnsson. í þvi viðtali sögðu
þeir meðal annars:
,,En reyndar var ekki sigurinn i
höfn fyrr en við fórum að sjá i
Þjóðviljanum og annars staðar
hinar mörgu stuðningsraddir.
Þegar við sáum að við áttum vis-
an stuðning um allt land og vor-
um studdir fjárhagslega þá viss-
hlutirnir skyldu vera. Menn
komu með uppástungur, mis-
margar hver, en hver einasta at-
hugasemd og tillaga var rædd.
Það var það sem gerði samstöð-
una svo algjöra. Eftir fyrstu vik-
una hefði verið ómögulegt að
sundra hópnum.”
„Vegna þessa máls okkar hér,
þá tel ég að verkalýðshreyfingin
hljóti að læra það af þessu, að
kjarabaráttuna verður að skipu-
greiða atkvæði um eitthvað sem
hefur verið leyndarmál.”
(Snorri)
Ekki er miklu við þessar til-
vitnanir að bæta, öðru en að
leggja áherslu á að verkfallið á
Selfossi sýnir að verkafólkið hef-
ur ætið möguleika til sigurs, að-
eins ef samstaðan er næg og ef
verkfallsmenn vinna skynsam-
lega að lausn málsins.
hvað af tekur til þess að koma i
veg fyrir að lýðræðisleg vinnu-
brögð fái að njóta sin. Sambands-
forustan stendur i vegi fyrir þeim
framförum sem nútimaleg sam-
vinnuhreyfing verður að hafa á
dagskrá sinni. Hentistefnan hefur
orðiö mörgum góöum samtökum
aö fjörtjóni. En nóg um það.
Togaraverkfallið
Nú skyldi maður ætla að verk-
fallið á Selfossi rifjaði upp gamla
góða reynslu skæruverkfallanna,
sem skipulögð voru að forustu og
frumkvæði sóslalista 1942. Nú
mætti ætla að verkalýðsfélögin
væru minnt á skæruverkföllin
sem hún hefði um langt árabil
geymt i handraöanum; þetta
vopn yrði nú tekið fram aftur,
slipað og handleikið á nýjan leik.
En á þvi virðist ætla aö veröa bið.
Nú hefur f nærri einn mánuð
veriö hér verkfall á stóru togur-
unum. Þetta er verkfall um 500
sjómanna, sem krefjast þess eins
að laun þeirra hækki á borð við
þær hækkanir, sem orðið hafa á
launurn þeirra sem vinna i landi.
Verkfall þetta nota svokallaöir
eigendur togaranna sér til þess að
knýja á með kröfur á rikissjóð,
sjóð landsmanna, um lán, styrki
eða önnur hlunnindi. Rikisstjórn-
in stendur að sjálfsögðu með út-
virkja sjómennina sjálfa til
átaka. Hvers vegna reyha menn
nú ekki að læra af verkfallinu á
Selfossi? Hvers vegna er ekki
stofnaður baráttuhópur um borð I
hverjum togara? Hvers vegna
reyna sjómenn ekki að halda al-
menningsálitinu vakandi með
hverskonar upplýsingamiðlun til
fjölmiðla? Hvers vegna ekki að
láta fólkið sjálft taka þátt I slagn-
um? Læra af Kolbeinsmálinu?
Og hvers vegna ekki að bjóða
útgeröarmönnum að taka skipin
til rekstrar og fullra yfirráða?
Það sem gaf kjarabaráttu undir
forustu Islenskra sóslalista styrk
umfram hálfvelgju sósialdemó-
krata á fyrri árum var einmitt
það að sósialistar voru ávallt
reiðubúnir að taka rökréttum af-
leiöingum þess sem þeir fóru
fram á: Þeir voru reiðubúnir til
þess að yfirtaka rekstur fram-
leiðslutækjanna og þar meö að
tryggja sjómönnum þau laun sem
þeir höfðu farið fram á. Þá gerð-
ist það ekki að forustumenn
verkalýösfélaganna ypptu öxlum
eftir kjarasamninga og segðu
spuröir um áhrif samninganna á
efnahagslifið: „Þaö er stjórn-
málamannanna að sjá um
þaö.”!!! Það á einmitt að vera
verkefni róttækrar forustu með
glögga stéttarvitund að gera
hvem einasta verkamann að
stjórnmálamanni.
MERKJASALA
Slysavarnadeildarinnar Ingólfs er í dag,
sunnudaginn 11. maí. Merkin afhent í
flestöllum barnaskólum borgarinnar
frá kl. 10-12. 10% sölulaun.
Foreldrar! Hvetjiö börn ykkar til að
selja merkin.
Farin veröur sundaferð meö 50
söluhæstu börnin.