Þjóðviljinn - 11.05.1975, Blaðsíða 15
Sunnadagur 11. mai 1975. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 15
Hjördís Bergsdóttir
velur gítargrip
við vinsæl lög
Tökum lagið
Halló þió!
Þakka bréfin.
1 dag ætla ég að verða að ósk Bjarkar óskarsdóttur Reykjavik og
önnu, Ellu og Disu Reyðarfirði.
Ljóðið heitir VETRARNÓTT. Það er flutt af Ríó-trióinu á
LP-plötunni Rló. Lag og ljóð eru eftir Agúst Atlason.
VETRARNÓTT
a G
I örmum vetrarnætur
C E
litli bærinn sefur rótt.
a G
Unga barnið grætur,
C E a
en móðir þess það huggar skjótt.
í baksýn f jöllin há
snæviþaktir tindar risa
fögur sjón að sjá
og norðurljósin allt upplýsa
D b
Fögrum skrúða landið skrýðist
(f (is) b
slikum vetrarnóttum á.
D b
Flækingsgrey eitt úti hýrist
E a
vosbúðina hann kveður þá.
Er birta fer af degi
litli bærinn vaknar skjótt.
Hvildar nýtur eigi
lengur þessa vetrarnótt.
3. og 4. visa endurtekin.
hljómar: C, G, a, E, D, f(is) b
blhjmoU. 7
éé>
0
f *,», moU
X
©ffl©
G-hljómur.
D-hljómur C~hljómur
0
Q )
Q )
c D
ci- V\l ^\Y|OoT
E-h ijómur
I
©@
©
Húsavík
Húsavik
Leiguíbúðir
Bæjarsjóður Húsavikur auglýsir hér með
eftir umsóknum um leigu á 6 ibúðum að
Garðarsbraut 69, sem nú eru i byggingu og
byggðar eru samkvæmt reglugerð um út-
hlutun lána og byggingu 1000 leiguibúða
sveitarfélaga. Jafnframt eru boðin út
skuldabréf fyrir 20% af kostnaðarverði
hverrar ibúðar.
Umsóknir skulu hafa borist til bæjarritara
fyrir 1. júni n.k., á þar til gerðum eyðu-
blöðum sem liggja frammi á bæjarskrif-
stofunni og eru þar veittar allar frekari
upplýsingar.
Húsavik 5. mai, 195,
Bæjarsjóður Húsavikur.
SITT
ÚR
HVERRI
ÁTTINNI
Spara, spara
Ekki er ofsögum sagt af
sparnaðaröldinni sem nú geng-
ur yfir meginlandið. Þannig
hefur ma. lögreglunni i Austur-
riki verið fyrirskipað á öllum
sviðum og samkvæmt þvi létu
lögregluyfirvöld i norðurhluta
landsins það boð út ganga að hér
eftir yrðu lögregluþjónar sjálfir
að leggja sér til þann klósett-
pappir sem þeir þörfnuðust i
vinnunni.
Eruö þiö
stressuö?
Satt að segja veröur maður
langþreyttastur af að hugsa um
það sem maður þarf að gera.
Verkin sem ekki er enn byrjað á
tekur lengstan tima að klára.
Reiöur, reiöari..
Og svo var það feröamaður-
inn sem kom úr Evrópureisunni
og sagði frá:
..og frakkarnir eru eigin-
lega alveg eins og italarnir,
nema enn reiðari....
VISNA-
ÞÁTTUR
S.dór.
Allt sem þjóöin
átti og naut...
Mættir
á staðinn
Það gerðist nýlega I námunda
við Le Mans i Frakklandi:
Brunabill og lögreglubill lentu
i árekstri. Rétt á eftir kom
sjúkrabill á miklum hraða og
lenti á þessum tveim. Hann
skemmdist þó óverulega og gat
flutt tvo slasaða úr árekstrinum
á spitala. Brunaliðsmennirnir
hjálpuðu til að rétta lögreglubil-
inn við og lögregluþjonarnir
skrifuðu skýrslu um umferðaró-
happið.
Þá ertu
miðaldra...
ef siminn hringir heima hjá
þér á laugardagskvöldi og þú
vonar af öllu hjarta að það sé
ekki til þin!
Tvíkvartett?
I dönsku þorpsblaði gat að
lesa um daginn: „Tveir Jen-
sensþriburanna ætla á sjóinn,
einn vinnur viö verslun föður
sins og sá fjórði ætlar nú að
flytjast til Suður-Ameriku”
Ætli honum finnist hann hálf-
gert fimmta hjól undir vagni?
Biðstofuhjal
Kvensjúkdómalæknir nokkur
I Milanó hefur hengt svohljóð-
andi áminningu upp i biðstofu
sinni:
„Dömur minar. Skiptist ekki
á sjúkdómslýsingum meðan þið
biðið. Annars lendi ég i mestu
vandræðum við að sortéra þær i
sundur aftur.”
Með visnasöfnun sinni og sið-
ar útgáfu á Visnasafni eitt og
tvö hefur Sigurður Jónsson frá
Haukagili unnið ómetanlegt
starf sem visnavinir fá aldrei
fullþakkað. Nú á timum, þegar
hagmælska virðist á undanhaldi
eða það þykir ekki lengur fint að
yrkja stöku i stað atómljóða, þá
er það dýrmætara en. menn
kannski grunar að safna þeim
visum sem enn eru ortar, hvað
þá þegar slik drift fylgir að gefa
safnið út i bók.
Sigurður hefur gefið okkur
leyfi til að birta nokkrar visur
úr visnasafni sinu,og munu vis-
ur úr safni hans að mestu leyti
bera uppi þennan þátt.
t Visnasafni 1 hefur Sigurður
notað visu skáldsnillingsins
Steingrims Baldvinssonar frá
Nesi sem einkunarorð.en hún er
svona:
Allt sem þjóðin átti og naut,
allt sem hana dreymir,
allt sem hún þráði og aldrei
hlaut
alþýðustakan geymir.
Það er mikill sannleikur i
þessari visu Steingrims, ekki
siður en þessum visum Stefáns
G.
Undarleg er isiensk þjóð
allt sem hefur lifað,
hugsun sina og hag i ljóð
hefur hún sett og skrifað.
Hlustir þú og sé þér sögð
samankveðna bagan
þér er uppi lófa lögð
landið, þjóðin, sagan.
Og þeir voru fleiri vestur-is-
lendingarnir sem höfðu taugar
til visunnar eins og alkunna er.
Þessi visa er eftir Þorstein Þ.
Þorsteinsson:
Finnst mér lýsa um brjóst og
bak
bjartra disa geislahringur,
hvar sem islenskt tungutak
týnda visu aftur syngur.
Einar Þorgrimsson, annar
vesturislendingur yrkir i von-
leysi:
Eg er blauður orðinn þræll
og mun trauður gleyma,
nú væri auður vinur sæll
að vera snauður heima.
Jónas Jóhannsson frá öxney á
Breiðafirði yrkir:
Hlátur brestur, grátur grær,
gæfa sést á reiki.
Sá hlær best er siðast hlær
svo er um flesta leiki.
Þórarinn Sveinsson i Kilakoti
yrkir á góðri stund:
Hornasjórinn hressir geð
hylli sór ég veigum.
Ilýran bjórinn drósum með
drekk i stórum teygum.
Sigurður Jónsson frá Kalda-
dal var nýgiftur og kom til
kirkju. Heilsaði hann karlmönn-
um með kossi en konum með
handarbandi. Þetta þótti mönn-
um skrýtið en Sigurður svaraði:
Ekki kyssa mey ég má,
mér er skylda að baki.
Aðcins finna ylinn frá
einu handartaki.
I annað sinn leit Sigurður i
ung og heit meyjaraugu og
sagði:
Böl er sveinum bið og hik
best i Ieynum gengur.
Þetta eina augnablik
ætti að treinast lengur.
Haraldur Hjálmarsson frá
Kambi, sem við höfum oft birt
visur eftir, yrkir til konu:
Mikið ertu f jölluð, frú,
fjörið mun þvi valda.
Kvakaðu til min þegar þú
þarf á manni að halda.
Um konu eina sem þótti
aðsjál orti Sigurbjörn Jóhanns-
son frá Fótaskinni:
Auö þótt hálan hangi við
harðlynd fálan bauga.
Þrengra sál mun himins hlið
en hesti nálarauga.
«
Jakob Ö. Pétursson frá
Hranastöðum yrkir:
Lcitt er karlsins kjótl og
tutl,
káf i pilsum betl og fitl.
Sifelt nudd og rjátl og rutl,
ráp og tritl og dútl og kitl.
Tómas Jónsson og Skarphéð-
inn Einarsson báðir á Blöndu-
ósi, sambýlingar og vinir hafa oft
kveöist á sér og öðrum til ánægju |
Eitt sinn kvað Tómas:
Ég hef séð þess vlsan vott
á vorum kjaftafundum,
að Skarphéðinn vill gera gott,
en gleymir þvl bara stundum.
Skarphéðinn svaraði:
Viða brotinn veit ég pott
vil sem dæmi taka,
aö Tómas mörgum gerir gott
en gripur sumt til baka.
Lifshlaupi sómamanns lýsir
Stefán Stefánsson frá Móskóg-
um þannig:
Labbar fullur lifsins slóð
meö litla fyrirhyggju,
út og suður eltir fljóð
og endar á Kviabryggju.
Stina og ástin fá þessa viöur-
kenningu frá Stefáni:
Astin kyndir elda sina
ásamt girndinni.
Ég hef yndi af þér Stina
eins og syndinni
Þorsteinn frá Gilhaga orti um
mann sem giftist aldraðri
ekkju:
Kalt er ástarþelið þitt
þó ei framar vonum.
Þaö er illt að eiga sitt
undir haustveðronum.
A alþingi 1958-1959 sótti
Björgvin Jónsson þingmaður
seyðfirðinga allfast á rikisfram-
lög ýmisskonar, seyðfirðingum
til handa: þá orti Karl
Kristjánsson:
Held ég að Björgvin hiröi
helminginn rikisfjár.
Sólin á Seyðisfirði
sest ekki þetta ár.
Þetta látum við nægja i bili úr
visnasafni Sigurðar frá Hauka-
gili. Næstu tvær visur bárust
okkur fyrir skömmu. S.E. yrkir
þá fyrri:
1 minni skúffu vildi ég gjarn-
an aö ég ætti
og engan skattinn af þvi sætti
alla landsins visnaþætti.
„Járnharður” sendir okkur
þessa visu i tilefni forsiðu-
myndar Þjóðviljans 27.4. sl.
Þá lærastautinn lita vann
lyftist brún að vonuin.
Lengi endast ætti harin
inni rauðsokkunum.