Þjóðviljinn - 11.05.1975, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 11.05.1975, Blaðsíða 24
Sunnudagur 11. maí 1975. Kristín: Bónusinn spennandi. DWÐVIUINN Lina: Mest húsmæöur i fiskinum. O FRÁ NESKAUPSTAÐ: í frystihúsið sem komið er í fullan gang að nýju eftir þriggja mánaða framleiðsluhlé í vetur Litið inn Már verkstjóri: farinn aö venjast náttúruhamförum! Vinna var i fullum gangi i frystihúsinu i Neskaupstað þegar blaðamaður Þjóðviljans leit þar inn á dögunum, enda einn togaranna ný- búinn að landa og húsið fullt af fiski. Þetta frystihús, sem upphaf- lega var byggt 1947 og þá fyrst óg fremst fyrir Enn er eftir aö steypa og járn- benda þá útveggi frystihússins sem brotnuðu i snjóflóðinu i vetur, þe. veggi vélasalarins, og verður það verk hafið innan skamms. Allir aðrir veggir húss- ins stóðust áhlaupið, enda sér- staklega rammbyggðir á sinum saltfisk, er óvenju vist- legt og nærri heimilis- legt, nýbúið að gera það upp eftir nýjustu kröfum nútimamarkaðar, en samt hefur það haldið einhverju af þessum gamla, góða, hlýlega, hvernig i ósköpunum sem þeim hefur nú tekist að sameina þetta tvennt. tima, þegar reiknað var með salt- fiskstöflum á hverri hæð. Að sögn Ólafs Gunnarssonar framkvæmdastjóra Sildarvinnsl- unnar hf., sem rekur frystihúsið. hafa breytingarnar kostað um 70 miljónir króna. Meginhluta þeirra stóð til að gera hvort sem var, þótt sjálfsagt hefði verið val- inn til þeirra heppilegri timi en einmitt þessi i vetur, sem kostaði þriggja mánaða framleiðslu- stöðvun í húsinu. Niðurlagningin tók við vinnukraftinum Auk frystihússins rekur Sildar- vinnslan hf. útgerð þriggja skipa, sildarsöltunarstöð, saltfisk verk- un, bræðslu, sem eyðilagðist að mestu I flóðinu sem kunnugt er, og niðurlagningarverksmiðju, sem er til húsa i nýjum sal upp á lofti I frystihúsbyggingunni. Þegar framleiðslan i frystihús- inu lagðist niður i vetur kom það helst niður á konunum atvinnu- lega, þar sem karlmennirnir fengu vinnu við að rifa úr bræðsl- unni, hreinsa rusl osfrv. Þó varð ástandið ekki eins slæmt og mátt hefði ætla, þvi niðurlagningar- verksmiðjan hélt áfram vinnslu og gátu margar kvennanna fengið Framhald á 22. siðu. Þrotlaust starf frá morgni til kvölds — Vist er þetta þrotlaust starf frá morgni til kvölds, en ég hef alltaf haft gaman af aö vinna! Þetta sagði Jóna Armann, önnur sveitakvennanna tveggja sem vinna i frystihúsinu i Nes- kaupstaö. Hin er systir hennar, Jóhanna Ármann, en þær búa á Skorrastað, 5 km frá bænum, Jóhanna á garnla Skorrastaöar- býlinu, en Jóna á nýbýli. Báöar hafa stundað atvinnu i bænum með búskapnum i 20 ár. Sveita- forkar í fiskinum — Við höfum farið ailavega á milli, sagði Jóna. Labbað, hjól- að og stundum verið fluttar, en núorðið keyrir Jóhanna okkur. En oft höfivm við lent i ófærð og átt i erfiðleikum með að kom- ast. Hún hlær bara að spurning- unni um hvernig hún komist bæði yfir verkin heima á býlinu og vinnuna. — Það er ekki meira fyrir mig en systur mina. Nú, eða hinar konurnar. Það eru yfir- leitt allar konur sem vinna hér með heimili. Jóna segist vinna verkin á kvöldin, nóttunni eða á sunnu- dögum, td. alltaf baka og elda á kvöldin. Þau hafa i mörg ár verið að byggja upp nýbýli, hjónin, og þvi orðið að vinna mikið. Fyrst voru þau mikið á vertiðum fyrir sunnan, en siðar reyndist heppilegra að hún ynni I Neskaupstað og fyrstu árin segist hún ekki hafa unnið þar á sumrin. —"Ég á einn son, sem nú er uppkominn, og var oft með börn i sveit á sumrin, segir hún. Við höfum alltaf verið með kindur og ekki verið bundin af kúm, en nú erum við lika komin með kálfa. — Hefur ykkur ekki komið til hugar að hætta búskapnum, setjast að i bænum og vinna hér bæði? — Aldrei. A.m.k. ekki siðan við byrjuðum á þessu fyrir alvöru. En auðvitað er þetta mikið starf. Það verður fólk að hafa sem ætlar að koma sér ein- hverju upp sjálft i sveit. Og nú er þetta á uppleið hjá okkur, svo það hefur verið til mikils að vinna. Mjólkaöi áður en hún fór i vinnuna! Jóhanna á Skorrastað á sex börn. — Auðvitað hefði þetta ekki gengið nema af þvi að ég hef notið móður minnar, sem hefur verið á hemilinu hjá mér, segir hún. Hún segist vinna mest á heim- ili sinu á helgidögum og á nótt- unni. Búið er með 80 kindur og 20 kýr og hér áður fyrr mjólkaði Jóhanna sjálf áður en hún fór i vinnuna á morgnana og eftir að hún kom heim á kvöldin. — Þá var maður friskari og fór fyrr á fætur, segir hún. En nú sér eiginmaðurinn um mjalt- irnar. — Er þetta ekki alltof mikil, jafnvel óþarflega mikil vinna? — Þetta er alltof mikið vinnu- álag, viðurkennir Jóhanna. En búið hefur ekki verið nógu stórt til að við kæmumst af þetta mörg án þess að sækja lika vinnu utan þess. Núna seinni ár- in geri ég þetta til að hjálpa krökkunum minum til að læra. Það er dýrt fyrir nemendur utan af landi að sækja framhaldsnám fyrir sunnan. En þetta er svosem ekki ann- að en flest verkafólk má hafa: óskapleg þrælkun. —vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.