Þjóðviljinn - 11.05.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.05.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. mai 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 NÍELS HAFSTEIN SKRIFAR UM MYNDLIST Sigurjón Ólafsson Undanfarna daga hefur staðið yfir sýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara á Loftinu, Skólavörðustig 4, Reykjavik. Eru þar meðal eldri verka frumdrög og hjálpargögn mynda sem lokið er við eða eiga eftir að útfærast i varanlegra efni. Listamaðurinn vinnur gjama i einangrunarplast fyrst, en fullklárar verkið siðan 1 dýra málma og tré. Samanburður á eldri og yngri verkum leiðir i ljós undanhald grundvallarat- riða standmynda fyrir eigin- leikum lágmynda, þ.e. þriðja viddin hopar sifellt meir og meir. Þeir sem séð hafa vegg- skreytingu Sigurjóns á stöðvar- húsinu við Búrfell, eða þá lág- myndina hjá Sjómannaskólan- um i Rvik, kynnast þar sam- ræmdum hlutföllum ogformum. og öðrum þeim listrænum þátt- um sem góðar lágmyndir prýð- ir. Eitt verkanna á sýningu Sigurjóns ólafssonar Standmyndir Sigurjóns skort- ir oft tilfinningu fyrir rúmi, þær þjóna aðeins einföldu sjónar- horni. Astæðan fyrir þessu getur verið sú að listamaðurinn teikni aðeins upp eina afstöðumynd af fýrirhuguðu verki, myndi sér ekki ákveðna skoðun um það hvemig verkið eigi að líta út að lokum, og efniviður frummynd- arinnar, þ.e. einangrunarplast- ið býður uppá takmarkaða möguleika i útfærslu vegna lit- illar þykktar. Afleiðingin verður þvi ákveðin aðalhlið með keim- likri bakhlið, en þar fyrir utan eru smávegis skreytingar i rif- um eða götum sem þjóna engum formrænum tilgangi. Ekki er gott að sjá hvert þessi vinnuað- ferð myndhöggvarans mun leiða hann; i fáum nýrri verka hans (maghoniverkunum) birt- ist sá kraftur sem áður var einkenni listamannsins, — þau eru eins og unnin af gömlum vana. Sýningarstaðurinn er illa val- inn, stórar og fyrirferðarmiklar myndir þurfa rúmgott um- hverfi, þar sem skoðandinn get- ur gengið i kringum verkið og notið þeirra tilbrigða sem slikar myndir eiga með sér, en hér er engu sliku til að dreifa. A sýningunni er verk sem heitir SAMSTÆÐA, þar sem lista- maðurinn raðar saman tvivið- um formum i óreglulegan hring, — það má kannski leita þar svara við tilhneigingu hans til einföldunar myndverksins? Myndhöggvarafélagið í Reykjavík Sumarið 1967 urðu viss þátta- skil i myndlistarlffi Reykjavikur, og reyndar landsins alls, þegar fyrsta útisýningin á Skólavörðu- holtinu var opnuð. Hugmyndin að sérstakri útisýningu skúlptúr- verka mun hafa komið fram á fundi i skólafélagi Myndlistar- skóla Reykjavikur i Ásmundar- sal, og stóðu nemendur hans, kennarar og aðrir fyrir fram- kvæmd þessarar nýbreytni. Sýningin vakti mikla og verð- skuldaða athygli, sumir fögnuðu og glöddust yfir framgangi myndlistarinnar, en aðrir urðu argir eins og gengur. Hið hefð- bundna viðhorf til sýningarstaða var rofið og úr lagi fært, ekki að- eins umhverfið þótti óvenjulegt, heldur einnig staðsetning verk- anna og hugmyndirnar sem lágu að baki þeim, sumar myndanna voru á mörkum þess að falla und- ir viðteknar skoðanir manna um myndlist. En það sem mestu skipti I þessu sambandi var þó hversu afstaða fólks til högg- myndarinnar gerbreyttist, augun opnuðust fyrir gildi hennar i um- hverfinu og fjölþættum tjáningar- hætti. Ljóst varö að höggmyndin er meira en stofustáss, spariverk úr rándýrum efnum, minnis- merki, afsteypa og eftirliking, dánargrima frægrar persónu. Höggmyndin er einnig útiverk, hvaða hlutur sem er eða tilbrigði hans, skreyting á vegg, leikfang, breyting á hugmynd i áþreifan- legan veruleika forms og lita, og höggmyndin er eins og önnur list hluti mannlifsins og afgerandi i þróun okkar tima. Með tilkomu nýrra efna og aðferða og nýstár- legrar myndhugsunar er högg- myndin að verða viðfeðmust allra listgreina ásamt tónlist, til henn- ar geta talist örlitlir hlutir sem bera má innanklæða, svo og risa- stór umhverfisverk. Myndhögg varafélagið i Reykjavik er vaxið uppúr þeim hræringum sem útisýningarnar á Skólavörðuholtinu uppvöktu, myndhöggvarar sáu fram á nauð- syn samvinnu og samstöðu um sérhagsmunamál sin, sem eink- um beinast að aðstöðu, verkþekk- ingu og efniskönnun, auk þess sem barátta myndhöggvara fyrir tilveru verka sinna hlýtur ætið að vera mikill þáttur i lifsstarfi þeirra. Og Myndhöggvarafélagið hefur það á stefnuskrá sinni að búa félagsmönnum sinum viðun- andi vinnustofur með nauðsyn- legum tækjum, sem mörg hver færingar og hreinsun. Húsnæði Myndhöggvarafélagsins er mjög illa farið af eldi og veðrum, endurnýja þarf allar raflagnir, skólplögn, og hitaveita þarfnast viðhalds, koma verður upp færanlegri lýsingu, nauðsynlegt umhverfismenningu þjóðarinnar mikil lyftistöng. Myndhöggvarar hafa löngum kúldrast i kjöllurum, bilskúrum eða hálfhrundúm húskofum, þeir fá sjaldnast leigt i þokkalegu hús- næði vegna þess hve efniviður Korpúlfsstaðir eru ofviða fjárhag einstakra manna. Reykjavikurborg leigir félaginu húsnæði að Korpúlfs- stöðum, og er sú leiga samnings- bundin til ársins 1994 með fimm ára aölögunartima. Þar efra ætla félagsmenn að reisa fullkomin verkstæði fyrir óliklegustu efni, svo sem: málma, plast, leir, stein, gler og önnur þau efni, sem uppá falla. 1 þessum mánuði verður væntanlega gengið frá mælingum og skipulagi teikn- inga, listamenn hafa þegar flutt nokkurt efni á staðinn og munu innan tiðar hefjast handa við lag- er að einangra og mála, - er þá fátt talið af fyrirhuguðum fram- kvæmdum. Þótt félagsmenn leggi sig alla fram við endurreisn staðarins og fórni fristundum sinum, þá er ljóst að kostnaðarhliðin verður þungur baggi. Aðstoð og fyrir- greiðsla sveitarfélaga hlýtur hér að koma til, svo og velvilji ein- stakra fyrirtækja sem höndla með byggingavörur o.þ.h. Það er ekki vafi á þvi að allt framlag til þessa málefnis verður rikulega goldið I fyllingu timans, bætt að- staða myndhöggvara mun verða þeirra. er löngum grófur og vinn- an hávaðasöm og hafa sumir þeirra unnið sér til óbóta, jafnvel lagst á sjúkrahús i langvarandi veikindi af þessum ástæðum. En ekki nóg með það, myndhöggvar- ar notast oft við baneitrað efni og sýrur, eða verkfæri þeirra eru hættuleg og vandmeðfarin. Þeir sem höggva grjót eiga á hættu að fá steinlunga, flisar úr meitlunum stingast I holdið o.s.frv. Þeir sem nota Epoxy-plast fá að lokum exem og annað ofnæmi, einnig er rykið af slipuðu Epoxy og öðrum þess háttar efnum dauðavaldur, — i Bandaríkjunum einum hafa 12 myndhöggvarar látist af völdum þessa ryks. Þá er Polyastsr mjög varhugavert efni, við blöndun þess gufar upp Benzol sem er baneitraður andskoti, og gler- mottur þvi fylgjandi sáldrast i sundur og eru hættulegar augum og lungum. Þessi upptalning er lengri: koparbras veldur ógleði og svima, sýrur i viðartegundum brenna húðina, ýmiss konar litar- efni og uppleysisvökvar eru var- hugaverðir. Þegar þetta er haft i huga virðist ekki eftirsóknarvert starf að fjalla um þessa hluti, en með betri aðstöðu, fullkominni loftræstingu og öryggi er óþarft að barma sér. Myndhöggvarafélagið i Reykjavik hefur frá upphafi verið mjög virkt og starfandi að kynn- ingu höggmyndalistar i Reykja- vik og úti á landi, sýningar félagsins hafa þótt menningar- auki og góð viðbót við þá lista- starfsemi sem heimamenn kaupstaðanna stunda, en auk höggmynda hefur félagið sýnt málverk, teikningar, grafik og vefnað. Næsta sýning félagsins verður Suðurnesjasýning i Kefla- vik I byrjun júni; munu milli 80 og 100 verk verða sýnd i húsnæði Iðnskólans þar og á lóðinni fyrir utan. Einnig er fyrirhuguð úti- sýning I Austurstræti 1976. Myndhöggvarafélagið hefur innan sinna vébanda fólk af ólik- legasta toga, þar eru félagsmenn FÍM og Grafikfélagsins, SÚMar- ar, ófélagsbundnir menn, — og þeir munu flestir vera vel liðtækir á öðrum sviðum myndlista. Aldursmunur elsta og yngsta félagsmanns eru 60 ár Þegar þetta er skrifað stendur aðaitundur te'lagsins fyrir dyrum og mun hann m.a. taka fyrir inngöngu nýrra með- lima. Félagsmenn hafa virkt samband við þá myndlistarnema sem stunda myndhöggvaranám heima og erlendis og þannig stuðlað að þvi að þeir týnist ekki imannhafinu, vegna feimni, upp- burðarleysis eða af öðrum ástæð- um; hlýtur það að vera öllum til góða þegar saman mætast reynsla og nýjabrum, staðfesta og ung áform.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.