Þjóðviljinn - 11.05.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.05.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. mai 1975. Umsjdn:Vilborg Haröardóttir. 58% norðfirskra kvenna taka þátt í atvinnulífinu I Neskaupstaö eru tæp- lega 25% starfandi ein- staklinga í nefndum bæj- arins kvenkyns og 58% kvenna þar stunda atvinnu utan heimilis. Þrátt fyrir tvöfalt vinnuálag útivinn- andi húsmæðra eru þær meirihluti kvennanna sem í nefndunum starfa. Þetta kemur fram i könnun, sem Hlin Aðalsteinsdóttir meina- tæknir gerði og skýrði frá á ráð- stefnu um kjör kvenna til sjávar og sveita, sem haldin var i Nes- kaupstað um siðustu helgi. Hlin kvaðst hafa miðað við ald- urinn 18-67 ára og kom i ljós, að konur á þeim aldri i bænum voru 410 talsins. 239 þeirra eru laun- þegar eða um 58%. 171 kona er húsmóðir, sem ekki vinnur jafn- framt utan heimilis. Launþegunum 239 skipti hún i þrjá hópa eftir stööu þeirra. 27 konur búa heima hjá foreldrum sinum, þe. eru ekki húsmæður. 46 konur halda heimili einar, þe. eru húsmæður og húsbændur i senn. Þá eru eftir 166 konur, sem eru húsmæöur og stunda jafnframt atvinnu utan heimilis og eru það 40% norðfirskra kvenna á aldrin- um 18-67 ára. Starfandi nefndir á vegum bæj- arfélagsins i Neskaupstað eru 47. i þeim eru 40 konur, en 117 karlar, þe. tæplega 25% starfandi ein- staklinga i nefndunum eru konur. En sumir eru i mörgum nefndum. Þannig eru þessar 40 konur 63 sinnum i 47 nefndum eða að jafn- aði 1.34 kona i hverri nefnd, þe. 22%. Karlarnir 117 eru 225 sinnum i 47 nefndum eða 4,77 karlar að jafnaði i nefnd. Af konunum 40 i bæjarnefndun- um eru 26 útivinnandi húsmæður eða 65% kvennanna. Viðhorfin til fósturs og barns Þá minntist Hlin að lokum að- eins á skiptingu i nefndir og kom fram, að konur eiga fyrst og fremst sæti i nefndum eins og barnaheimilisnefnd, áfengis- varnarnefnd, barnaverndar- nefnd, leikvallanefnd, bókasafns- nefnd æskulýðsráði o.s.frv. og jafnvel er þeim treyst i skipulags- nefnd og náttúruverndarnefnd, en hinsvegar alls ekki i nefndum sem ráðstafa sjóðum og meiri- háttar fjármálum, og ekki á nein kona sæti i iþróttanefnd né þjóð- hátiðarnefnd á sjálfu kvennaár- inu, sagði Hlin. —vh Hlin Aðalsteinsdóttir. Þessi teikning Sigrúnar Eldjárn prýöir baksiöu nýútkomins eintaks af blaöi rauösokka, „Forvitin rauö” og lýsir vel því viðhorfi margra gagnvart fóstri og barni, sem Hildur Scheving gerir aö umtalsefni f belgnum ner neoar a siounm. En enginn vill sjá börnin... Hildur Scheving hringdi og sagðist vilja leggja orð i belg útaf deilunum um fóstureyð- ingafrumvarpið og þá einkum vegna undirskrifta kvenna- hóps gegn sjálfsákvörðunar- rétti kvenna varðandi þessi mál. — Eg hef margoft rekið mig á það i þjóðfélaginu, sagði hún, að þessar sömu mann- eskjur, sem ómögulega vilja skilja aðstæður kvenna sem óska fóstureyðingar, vilja heldur ekki skilja aðstæður þeirra kvenna sem standa ein- ar uppi með börn sin. Sjálf sagðist hún hafa verið i þeirri aðstöðu fyrir nokkrum árum að vera ein með barn og þurfa að fá leigt hér i borginni. Flestum umsóknum hennar var alls ekki svarað. Og þegar hringja átti og fá upplýsingar gegnum sima var stundum beinlinis skellt á hana siman- um þegar hún sagði frá barni sinu, eða þá bornar fram alls- konar mótbátur, svosem að barnið gæti skemmt blómin i garðinum eða valdið hávaða á nóttunni o.s.frv. o.s.frv.... — Einu sinni varð ég útúr neyð aö taka á leigu til þriggja mánaða litla ibúð með þvi skilyrði að barnið væri þar aldrei nema rétt yfir blánótt- ina. Og þetta hefur ekki breyst. Ég þekki núna yngri konu, sem er einstæð móðir með tvö börn, og hennar reynsla er ná- kvæmlega sú sama og min, simanum skellt þegar minnst er á börnin og allskyns óað- gengileg skilyrði sett. Fóstrið, sem virðist svoná innilega velkomið i orði, er það sannarlega ekki á borði Ekki heldur kona þar Félagi I Alþýöubandalaginu hringdi og var heldur en ekki óánægður með val ræðu- manna á fundi Alþýðubanda- lagsins að Hótel Borg 1. mai. — Ekki af þvi að þeir ræðu- menn væru ekki ágætir og flyttu mál sitt vel, heldur af hinu, að svo virtist sem fund- arboðendum hefði alveg gleymst — og ekki i fyrsta sinn, sagði hann, — að konur væru þónokkur hluti Alþýðu- bandalagsins, stór hluti verk- lýðshreyfingarinnar og helm- ingur þjóðarinnar og hefði þvi ekki verið óeðlilegt að heyra frá þeim á baráttudegi verka- lýðsins á sjálfu kvennaárinu. Ungmennasambandiö móti jafnréttisbar- áttunni? Og svo er hér að lokum bréf að vestan ásamt þulu, sem við getum reyndar ekki plássins vegna birt alla, en tökum nokkrar glefsur úr. „Ungmennafélögin eiga kost á að kaupa leikritamöppu sem Ungmennasambandið gefur út. Þar kennir margra grasa og ekki laust við illgresi. Þar á meðal er „Rauösokku- þula karla”. Mér finnst þetta lélegt framlag karlmanna til jafnréttisbaráttunnar. Eða hvað skyldi höfundurinn Theo- dór Einarsson annars vera að fara með þessu? Ég vil benda rauðsokku- hreyfingunni á að kynna starf sitt betur, t.d. i kvenfélögun- um úti á landi, ekki veitir af. Dóra Halldórsdótlir, Vifilsmýrum, önundarfiröi”. Rauðsokkuþula karla Fram, fram fyiking. Heilir allir hildar til þvi rauÖsokkur vilja oss ráðast á. Sýnum nú kjark, tökum þátt i trimminu þá munu engar rauðsokkur roð viö okkur hal'a. Rauðsokkur allar á islandsgrundu, ég ávarpa ykkur á þessari stundu. Þiö skcriö upp herör mcö hroka og látum, viljið gera alla karlmenn aö undirsátum. Og ef ykkur finnst þaö fjári gaman, þá farið á togara allar saman. Og veriö þar alla ykkar daga en hvort það fiskist, það er önnur saga. Þiö eruð ferlegar rauðsokka rýjur þið ráðist á karlmenn cins og kriur viljið ráða hvenær þeir fara á fætur og hvernig þeir liggi i rúminu á nætur. Þiö viljið láta þá eiga börnin þá yrði fljótt tekin upp neyöarvörnin. Þiö gangið með soddan grillur og dillur getnaöarvarnartöfrapillur. Rauösokkur, allar á okkar landi eru ægilegar og lágfreyöandi. Kannski að þetta komist i vana eins og hassis og marijúana. Þið ætlið að gjöra karlmenn að H kokkum en klifra sjálfar I rauðum sokkum upp á frægöar og frelsis tindinn. Þá fariö þið brátt aö losna viö vindinn. Þá horfum við á, hvar i heilum flokkum hrapar kvenfólk i rauöum / sokkum og karlmenn munu um kaunin binda kannski meö rauðum sáralinda. En i rúminu ekki rauðsokku rökin ráöa hver hefur undirtökin. Já, það er misjafnlega smekklegt sem menn skemmta sér við, en verst er kannski þegar á að gera grin, en tekst ekki fyrir hugmynda- skort og kannski karlmann- lega bræði (?). En leirburður er þó alténd skárri en róg- burður og ég býst nú ekki við, að rauðsokkur kippi sér upp við svonalagað. En tekið skal undir með Dóru, að Rauð- sokkahreyfingin þyrfti að kynna starf sitt betur úti á landi. og áreiðanlega stæði ekki á henni ef einhverjir heimamenn ættu frumkvæðið. Reyndar hefur verið dálitið um slikt, t.d. nú alveg nýlega i Neskaupstað. Næsta sunnudag kemur ekkert blað út vegna prent- arafrís á laugardag og þar- með engin jafnréttissiða og mættu lesendur hennar þá gjarna nota timann til að skrifa nokkur orð i belginn um það sem þeir taka eftir og snertir þessi mál, jákvætt eða neikvætt. —vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.