Þjóðviljinn - 01.06.1975, Síða 7
Sunnudagur 1. júni 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
NJORÐUR P. NJARÐVÍK
SKRIFAR:
Frelsi til
einokunar
Sennilega eru islendingar ó-
raunsærri um þjóöfélagsmál en
nokkur önnur þjóð i veröldinni.
Nú er hluti togaraflotans súrr-
aöur viö bryggjur og verkafólk i
frystihúsum rekið heim unn-
vörpum. Kaupskipin liggja sem
fastast til að halda kunningjum
slnum togurunum selskap.
Verkalýðshreyfingin býst til
verkfalla. Formælendur at-
vinnurekenda hóta vinsamlega
að þau verkföll fái að standa
lengi „enda ber launafólki að
sýna ábyrgðartilfinningu”.
Rikisstjórnin hefur i raun sagt
þjóðinni strið á hendur. Kvisast
hefur um hækkanir á landbún-
aðarvöru. Viðbúið að vinkona
okkar Gengisfelling birtist á
næsta leiti. Þetta er veruleikinn
i kringum okkur og boðar okkur
atvinnuleysi og fátækt. En is-
lenska þjóðin ræðir ekki mikið
um þetta, ekki opinberlega að
minnsta kosti. Islenska þjóðin
ræðir um Lénharð fógeta og
Heimi skólastjóra i Skálholti.
Báðir fara þeir að visu um með
nokkrum þjósti og yfirgangi og
ekki laust við að sumum þyki
sem þeir hafi orðið sér til
skammar. En um það þarf i
rauninni ekki mörg orð. Að visu
ersvolitiðgaman að þarna skuli
mætast I munni manna einn
helsti boðberi splritismans
(andi hans týndist reyndar i
sjónvarpslénharði) og svart-
nættisraust þeirrar skelfilegu
lifsskoðunar sem einu sinni var
kennd við lúterskan rétttrúnað.
En i rauninni eru bæði þessi mál
af þvi tagi sem kalla mætti is-
lensk skammdegismál, kostu-
legur uppákomur sem hnippa
stundum i okkur i myrkri vetr-
arins. En nú er komið sólskin og
skaparinn hamast við að koma
græna litnum á fyrir sumarið.
Haft er fyrir satt að kaupa-
héðnar ihalds og framsóknar
hafi prangað þessari rikisstjórn
inn á hrekklausan almúgann.
Verst er að ekki skuli hægt að
selja þeim hana aftur. Ég væri
fyrir mina parta tilbúinn að
eftirláta þeim hana fyrir slikk.
Ekki veit ég hvað neytendasam-
tökin segja um það, en hræddur
er ég um að launafólkið I land-
inu telji sig illa svikið á þessari
vöru. Hún virðist fylgja lögmál-
um sinnar eigin verðbólgu fast
eftir þvi hún verður almenningi
æ dýrara spaug með hverjum
deginum sem liður. Réttast væri
að taka sig til og henda henni á
haugana. En góðsemi islend-
inga og langlundargeð er senni-
lega meira en svo að af þvl
verði. Mér þykir trúiegra að
menn liti á hana eins og hverja
aðra ótið þegar gæftaleysi fylgir
á eftir óþurrkasumri, yppti bara
öxlum og hristi höfuðið, og
þakki fyrir að ekki komi eldgos
lika.
Ein er sú stétt manna sem
hefur magnast á þessari litt
elskuðu rikisstjórn. Og það eru
náttúrulega þeir sömu kaupa-
héðnar sem prönguðu henni inn
á okkur. Enda eru þeir vanir að
hagnast á sölum sinum. Rikis-
stjórnin þjónar lika dyggilega
slnum sönnu herrum. Ég held
það sé kominn timi til að fólk
átti sig á þvi hverjir ráða þessu
landi. Við vitum auðvitað að það
er auðvaldið og atvinnurekend-
ur. En andstætt þvi sem er i
mörgum öðrum auðvaldsrikj-
um, þá eru það ekki framleið-
endur sem mestu ráða heldur
fyrst og fremst milliliðirnir
milli framleiðenda og neytenda.
Það er verslunarvaldið sem hér
ræður rikjum.
Ekki veit ég hvort allir eru
sammála um hvet sé hlutverk
verslunar. Ég lit svo á að versl-
un eigi að vera vettvangur til að
koma nauðsynjum til almenn-
ings á eins auðveldan og ódýran
hátt og kostur er. Ég lit svo á að
verslun eigi að vera þjónusta
við launafólk þessa lands, það
fólk sem skapar auð og velmeg-
un þjjóðarinnar (sem þvi miður
renna I helsti fáa vasa). En ég
held þvi fram að íslensk verslun
gegni ekki þessu hlutverki. Mér
sýnist hún gegna þvi hlutverki
fyrst og fremst að auðga eig-
endur sina, einatt beinlínis á
kostnað fólksins og gegn hags-
munum þess. Og i mörgum til-
vikum er islensk verslun bein-
linis skaðræði fyrir islenskt
efnahagsllf. Þegar gjaldeyris-
staða þjóiðarinnar er ekki lengur
staða heldur falla, þá lifir Is-
lensk verslun að verulegu leyti á
þvi að æsa almenning til kaupa
á dýrum erlendum lúxusvörum
sem það hefur ekki efni á né
þörf fyrir með ginnandi auglýs-
ingum sem það borgar sjálft.
Þetta er ljótur sannleikur og
ljótur leikur: almenningur
borgar fyrir að láta ginna sig til
að kaupa lifshamingju I dauðum
hlutum. Það er gert grin að fólki
fyrir aö trúa á huldufólk og
samband við framliðna. t stað-
inn er boðuð trú á harðplast og
litasjónvarp.
Það er eins og að tala um
mannsmorð að nefna takmark-
anir á innflutningi. „Frjáls
verslun” virðist ámóta heilagt
hugtak og trúarsetning. 1 raun
felst i hugtakinu frelsi kaup-;
mannsins til verslunar, ekki
frelsi almennings til verslunar.
Þótt talað sé um að neytendur
ráði vöruvali þá er það að miklu
leyti blekking ein. Máttur aug-
lýsinganna telur fólki trú um
þarfir þess. Allir hugsandi
menn hljóta að sjá að efnahags-
aðstæður islendinga leyfa ekki
„frjálsan” innflutning. Þegar
gjaldeyrisstaða er veik, þá er ó-
skynsamlegt að leyfa ótak-
markaðan innflutning á vörum
sem við getum framleitt sjálf.
Ég hef ekki trú á því að islensk-
ur almenningur muni lengi
sakna alls þess útlenska skrans
sem fyllir islenskar verslanir.
Takmörkun»á innflutningi
skaðar engan nema heildsala og
kaupmenn. Og þeir eiga að
þjóna hagsmunum neytenda.
Tilgangur verslunar á ekki að
vera að auðga kaupmenn. En
við hverju er að búast þegar for-
ystumaður ríkisstjórnar hefur
persónulegan hagnað af þvi
„frelsi” sem þjakar islenskt
efnahagslif?
Frelsi verslunarinnar er lika
stundum frelsi til einokunar.
Flestir þekkja það þróunarstig
auðvaldsskipulagsins þegar
samkeppnin breytist I samvinnu
um að einoka markað. Stórir
aðilar ryðja smærri keppinaut-
um sameiginlega úr vegi með
ærnum tilkostnaði til að geta
siðaneinokað markaðinn. Fáein
fyrirtæki eru þá allsráðandi á
ákveðnu sviði verslunar, veita
sömu þjónustu, sama vöruverð
og selja jafnvel sömu vöruna.
Oliufélögin islensku eru gott
dæmi um þetta. Þau kaupa og
selja sömu oliuvörurnar, það er
enginn munur á bensini hvar
sem það er keypt. Hvorki á
verði né gæðum. Svipuðu máli
gegnir um tryggingafélögin.
Þegar svo er komið málum er
hin „frjálsa” verslun vitanlega
komin i andstöðu við sjálfa sig.
Þá á skilyrðislaust að þjóoðnýta
þessi fyrirtæki. Ef, til vill er
fyrirkomulag lyfjaverslunar
skýrasta dæmi um þessa tegund
„frjálsrar” verslunar. Stjórn-
völd úthluta leyfum til lyfjasölu
á ákveðnum stöðum. Þessi leyfi
ættu I rauninni að heita auðgun-
arleyfi handa nokkrum lyfja-
fræðingum. Tilteknum einstakl-
ingi er veitt leyfi til að hagnast á
sjúkleika fólks á tilteknu svæði.
Vitanlega á lyfjaverslun að vera
i höndum hins opinbera eins og
öll heilbrigðisþjónusta. Engum
á að leyfast að hagnast persónu-
lega á sjúkdómum og llfsnauð-
synjum annarra. Verslunin á að
vera fyrir fólkið. Verslunar-
valdið islenska virðist hins veg-
ar álita að fólkið eigi að vera
' fyrir verslunina. Og rikisstjórn-
in hneigir sig fyrir þvi viðhorfi.
Það þurfum við ekki að gera.
Njörður P. Njarðvík.
Stærsti vinstri hópurinn
er nú í uppreisnarhug
Stór vinstrihópur gerir nú
uppreisn og krefst réttinda sér
til handa. Það eru örvhentir I
Bandarikjunum og Japan sem
tekið hafa (vinstri?) höndum
saman og mótmælt þeirri mis-
munun sem þeir verða fyrir
þegar þeir þurfa að nota vinstri
höndina til þess sem meirihlut-
inn telur hægri höndina betur
fallna til.
— Okkur er gert erfitt fyrir að
stjórna vélum, spila á hljóöfæri
einsog gitar eöa básúnu, klippa
með skærum og veiða fisk á
stöng, segja mótmælendurnir.
Reiöhjólaskoöun í Reykjavík 1975
Lögreglan og Umferðarnefnd Reykjavik- ur efna til reiðhjólaskoðunar og umferðar- fræðslu fyrir börn á aldrinum 7-14 ára.
Mánudagur 2. júni. Fellaskóli Kl. 10.00
Vogaskóli — 11.00
Melaskóli — 14.00
Austurbæjarskóli — 16.00
Þriðjudagur 3. júni. Hliðaskóli Kl. 10.00
Langholtsskóli — 14.00
Breiðagerðisskóli — 16.00
Miðvikudagur 4. júni Hólabrekkuskóli Kl. 10.00
Álftamýrarskóli — 14.00
Laugarnesskóli — 16.00
Fimmtudagur 5. júni. Fossvogsskóli Kl. 10.00
Hvassaleitisskóli — 11.00
Breiðholtsskóli — 14.00
Árbæjarskóli — 16.00
Börn úr Landakotsskóla, Vesturbæjar- skóla, Höfðaskóla, Skóla ísaks Jónssonar og Æfingadeild K.Í., mæti við þá skóla,
sem næstir eru heimili þeirra.
Þau börn, sem hafa reiðhjól sin i lagi, fá viðurkenningarmerki Umferðarráðs 1975.
Lögreglan i Reykjavik. Umferðarnefnd Reykjavikur.
Allt er þetta bara framleitt
handa rétthentum.
Hyggjast samtökin hefja mót-
mælastöður við fyrirtæki sem
framleiöa vélar og tæki aðeins
fyrir rétthenta. Aðalbaráttu-
málið er þó að breyta viðhorfum
Framhaldi a 18. siðu.
Orösending frá
Heilsuverndarstöö
Reykjavíkur
Ónæmisaðgerðum gegn mænuveiki i
Heilsuverndarstöð Reykjavikur er lokið i
bili, en hefjast aftur 1. október n.k. Þeir
einir, sem fengu ónæmisaðgerð i mai og
boðaðir voru i endurbólusetningu i júni
eiga að koma á tilgreindum degi.
Nemendasamband Menntaskólans á
Akureyri heldur
NEMENDAFAGNAÐ
föstudaginn 6. júni n.k. i súlnasal Hótel
Sögu og hefst hann með borðhaldi kl. 19.
Aðgöngumiðar verða seldir i anddyri
Hótel Sögu miðvikudaginn 4. júni og
fimmtudaginn 5. júní kl. 16-18.
Borð verða tekin frá um leið.
Fyrrverandi nemendur M.A. eru hvattir
til að fjölmenna.
STJÓRNIN.
52015
Framleiðum meðal annars
kappróðrabáta og ódýrar origonpine árar
fyrir létta kappróðrarbáta og árabáta.