Þjóðviljinn - 01.06.1975, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 01.06.1975, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. júni 1975 Hjördís Bergsdóttir velur gítargrip við vinsæl lög Tökum lagið Halló þiö! 1 dag ætla ég a6 gefa ykkur hljóma viö lag, sem viö sjálfsagt öll þekkjum, en þaö er „Soföu, unga ástin min”. Lagiö er þjóölag en ljóðið er eftir Jóhann Sigurjónsson. Jóhann bjó lengi i Kaupmannahöfn og orti flest kvæöi sin á dönsku. Hann er þekktastur fyrir leikrit sin, sér- staklega fyrir Fjalla-Eyvind, sem vakti athygli bæöi hér heima og er- lendis, svo og Galdra-Loft, sem útvarpiö endurflutti slöastliöiö haust. SOFÐU, UNGA ÁSTIN MÍN e B7 e Sofðu,unga ástin min, C a B7 — úti regnið grætur. e B7 e Mamma geymir gullin þin, a e C B7 gamla leggi og völuskrin. e G C a B7 e C,B7,e Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. Það er margt, sem myrkið veit, — minn er hugur þungur. Oft ég svarta sandinn leit sviða grænan engireit. í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprungur. Sofðu lengi, sofðu rótt, seint mun best að vakna. Mæðan kenna mun þér fljótt, meðan hallar degi skjótt, að mennirnir elska, missa, gráta og sakna. hljómar e, a, C, G, B7 ekki þvergrip. C ~htjomur 0( !) 1 « D( 5>( 5 Húsbyggjendur — Sími 93-7370 Helgar- og kvöldsími 93-7355. EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæðið með stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. Borgarplast hf. Borgarnesi A Stærsti Framhald af bls. 7. til örvhentra, sem oft eru taldir klaufar. Hversvegna er t.d. endilega sagt um velmetinn starfsmann, aö hann sé „hægri hönd” forstjórans? spyrja örv- hentir. Oréttlætið á sér langa hefð, þótt forngrikkir hafi reyndar á- litið örvhenta hinum rétthentu æöri. Oröið vinstri á grisku, „aristero” er þannig rót orösins aristókrat. En rómverjar hinir fornu voru á öndverðri skoöun og latneska orðið fyrir vinstri, „sinister” hefur fengið nei- kvæða merkingu i mörgum tungumálum. Á miðöldum trúði fólk, aö djöfullinn væri örvhentur og þaö stráöi salti yfir vinstri öxl til að blinda þann ljóta. En margir frægustu menn heimssögunnar hafa verið örv- hentir, t.d. Alexander mikli, Le- onardo de Vinci, Benjamin Franklin og ef við litum okkur nær i tima Greta Garbo, Judy Garland, Charlie Chaplin, Ringo Starr og Paul McCartney. 1 New York hefur verið opnuð verslun, sem hefur á boöstólum sérhönnuð verkfæri og tæki alls- konar fyrir örvhenta, jafnvel sérstakar prjóna- og kniplinga- uppskriftir. Samningar Framhald af bis. 2. skila sér aftur að einhverju leyti a.m.k. til bótaþega.. Ekkja fær greiddan ekkjulifeyri eftir mann, en sumir sjóðir heimila að ekkill fái greitt eftir konu sina, einkum ef hann er örkumla að einhverju leyti. Það fer sjálfsagt eftir mati visra manna, hvort það telst tap fyrir hann að konan burtkallast. Aldrei get ég fellt mig við, að atvinnurekendur skuli hafa að hálfu stjórn á lifeyrissjóðum verkalýðsins. Það er ekki bara ó- viðkunnanlegt, að þeir þurfi aö samþykkja hvert einasta lán sem úr sjóðunum er veitt, heldur finnst mér það niðurlægjandi og ósamboðið frjálsri verkalýðs- hreyfingu að ráða ekki sjálf yfir þeim sjóðum sem ómótmælan- lega eru hennar eign. Ég hef spurt, og fengið þau svör, að at- vinnurekendur hafi ekki gert til- raun til að ásælast sjóðina. Ég er þvi ekki hræddust um að þeir verði hættulegir. Ég er miklu hræddari við rikisvaldið. Við skulum athuga, hvað gerðist á siðustu dögum alþingis i vor i sambandi við atvinnuleysis- tryggingarsjóðinn. Eftir áramót- in bar Bjarnfriður Leósdóttir fram tillögu á alþingi um þriggja mánaða fæðingarorlof kvenna. Tillögunni var ekki sinnt, en seint á þinginu borin fram tillaga, sem svo langt sem hún náði gekk i sömu átt. En fæðingarorlofið skyldi ekki greitt úr almanna- tryggingum og i öllum bænum ekki af vinnuveitendum. 70-80% skal tekið úr atvinnuleysis- tryggingasjóði. Það sem á vantar jafnvel úr lifeyrissjóðum. A.S.l. mótmælti, stjórn at- vinnuleysistryggingasjóðs mót- mælti og ýmis samtök töldu fyrri tillöguna betri, þótt allt jafn- réttisfólk fagnaði þvi að áhugi kom fram hjá öllum flokkum fyr- ir þessu sjálfsagða réttlætismáli. En þingmeirihlutinn réði. At- vinnuleysistryggingasjóður skal borga ef hann á aura eftir ára- mót. Ég hvet allt verkafólk til að fylgjast með málefnum sinum. Ég hvet það til að taka upp virka baráttu fyrir fullum yfirráðum yfir lifeyrissjóðunum og kynna sér atvinnuleysistryggingasjóð- inn. Við erum ekki að krefjast neins sem við eigum ekki. Við viljum aðeins, að það sem skráð er á okkar nafn sé okkar eign og að við höfum sjálf ráð á okkar fjármunum. Þetta er eiginlega svo sjálfsagt, að það ætti ekki að þurfa að deila um það, en vinnst ekki samt, úr þvi sem komið er, nema vel sé unnið. SENDIBÍLASTÖDIN Hf KOMPURNAR BIÐA Enda þótt Þjóðviljinn i dag sé 36 siður, 12 siðutn stærri en venjulega á sunnudögum, eru mikil þrengsii I blaðinu. Varð ritstjórnin þvi að fresta birt- ingu á kompunum báðum, Kompa Vilborgar Dagbjarts- dóttur fyrir börnin kemur á sunnudaginn næsta, og sömu- leiðis Kvikmyndakompa Þor- steins Jónssonar. Við biðjum börnin og áhuga- menn um kvikmyndir velvirð- ingar — en þvi miður, plássið var ekki meira. glens Hvað sagði pipulagningarmaðurinn um ráðieggingar þin- ar? frysfihúsaeigendur, úfgerðarmenn 'verksfjórar og skipsfiórnarmenn ' Vér vil|um vekja athygli yðar ó sótthreinsi- og þvottaefninu LYTOL. LYTOL er afar óhrifarikt gerileyðingar- og þvottaefni, sem bœði mó blanda með köldu eða volgu vatni og sjó. LYTOL er algiörlega laust við ammonlak og hydrocarbon sambönd. LYTOL blandast ekki matvœlum og þar af leið- andi sérlega heppilegt fyrir fisk- og kjötiðnaðinn. LYTOL er œtíð fyrirliggjandi hjá birgðastöð SÖLUMIÐSTÖÐVAR HRAÐ- FRYSTIHÚSANNA og umbúðalager SAMBANDS ÍSLENZKRA SAM- Lvinnufélaga. VERKSMIÐJAN SÁMUR HLÍÐARGERÐI 13, SÍMAR: 34764 & 42090 9 Frá gagnfræöa- skólum Reykjavíkur Innritun nemenda, sem ætla að stunda nám i 3. og 4. bekk gagnfræðaskólanna i Reykjavik næsta vetur, fer fram mánu- daginn 2. júni og þriðjudaginn 3. júni nk. kl. 14.00—18.00 báða dagana. Umsækjend- ur hafi með sér prófskirteini. Það er mjög áriðandi, að nemendur gangi frá umsóknum sinum á réttum tima, þvi ekki verður hægt að tryggja þeim skóla- vist næsta vetur, sem síðar sækja um. Um skiptingu skólahverfa er visað til orð- sendingar er nemendur fengu i skólanum. Fræðslustjórinn i Reykjavik. Aufirlýsinffasíminn er17500 movmiNN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.