Þjóðviljinn - 01.06.1975, Síða 20
n WÐv/um n
Sunnudagur 1. júni 1975
Aflahæsta skipið í Vest-
mannaey jaf lotanum að
þessu sinni var Þórunn
Sveinsdóttir, fékk 990 tonn
á vertíðinni. Skipstjóri á
Þórunni, og þar með afla-
kóngur Eyjanna, er Sigur-
jón Öskarsson.
Þórunn lá í höfninni í
Hafnarfirði á fimmtudag-
inn var, en til Hafnarf jarð-
ar höfðu þeir siglt henni
Sigurjón og vélstjórinn,
Matthías Sveinsson, tveir
•einir til þess að koma
henni í slipp. Til Eyja
halda þeir tvímenningar
svo eftir helgina.
Við hittum Sigurjón að máli og
spurðum hann fyrst eftir þvi hvar
þeir hefðu helst haldið sig við
veiðar i vetur, og hvort hann hefði
verið með net alla vertiðina.
— Við vorum aðallega austur i
Meðallandsbug, sagði Sigurjón.
— bað var þvi mikill ufsi i aflan-
Sigurjón Óskarsson skipstjóri, og afiakóngur I Vestmannaeyjum, er lengst til hægri á myndinni. Hann
sagði, að áhöfn bórunnar Sveinsdóttur væri afburða góð enda ungir menn f áhöfninni. Aldursforsetinn
hennar er til vinstri, Matthfas Sveinsson vélstjóri. Milli þeirra félaga er bróðir Sigurjóns, Ingibergur, en
ekki er óliklegt að hann verði i framtiðinni aflakló ef honum kippir i kynið, þvi faðir þeirra Ingibergs og
Sigurjóns er frægur afiaskipstjóri úr Vestmannaeyjum, Óskar Matthiasson. (Ljósm. A.K.)
Aflakóngur Eyjanna
w
4
Aflaskipið bórunn Sveinsdóttir við bryggju I Hafnarfirði.
um hjá okkur, sem þýðir lægra
meðalverð.
Við vorum með net alla vertið-
ina, nema hvað viðfórum einn túr
með troll i restina.
— Hvernig kom matið út hjá
ykkur?
— Matið var nokkuð gott. Ég er
ekkert óánægður með það fyrst
veriö er að meta á annað borð. En
ég tel að okkur i Eyjum sé mis-
boðið miðað við það, sem við-
gengst i höfnum hér á suðurhorn-
inu, þar sem greitt er eitt meðal-
verð fyrir fiskinn ómetinn. bað
sýnir sig af þvi, að fiskverkendur
geta borgað meira fyrir fiskinn en
það fasta verð, sem upp er gefið.
bá held ég einnig, að þetta fyrir-
komulag hér uppi á landi verði til
þess, að erfiðara verði fyrir okkur
að fá menn á Vestmannaeyja-
báta.
— Sýnist þér af þessu, að það
ætti kannski að leggja matið
alveg niður?
— Ég held að við verðum að
hafa matið áfram. bað veitir
visst aðhald. bó þarf að breyta
þvi. bað eru það strangar reglur
með matið nú, að menn geta ekki
metiö eftir þeim og þvi vinnur
hver eftir sinu höfði.
bá þyrfti einnig að vera meiri
verðmunur á góðum fiski og
slæmum.
— Heldurðu að mikið hafi verið
um tveggja og þriggja nátta fisk i
Eyjum i vetur?
— Ég held að margir hverjir
hafi alltaf komið með tveggja
nátta fisk, Sérstaklega minni bát-
arnir. A stóru bátunum eru yfir-
leitt betri og fjölmennari áhafnir
og þvi hægt að sækja stifar. betta
stafar einnig af of litlum verðmun
á milli góðs fisks og slæms, svo
ekki sé talað um þegar svo er
komið sem hér uppi á landi, að
farið er að greiða eitt meðalverð
fyrir fiskinn og ekki skiptir lengur
máli hvað komið er með að landi.
— Veistu hvernig gekk að
manna Eyjaflotann i vetur?
— Ég held að það hafi gengið
nokkuð vel. bað hafa þó orðið ein-
hver vanhöld á trollbátunum.
— Er það nokkurt leyndarmál
hve margar trossur þú varst með
i sjó?
— Nei. Mest komst ég upp i 14
trossur, 12 neta, eina viku, en
annars vorum við með þetta 10-12
trossur i sjó.
bað er svo langt á miðin i Með-
allandsbug, að við lágum yfir
eina nótt á miðunum. Við drógum
þvi tveggja nátta fyrri lögnina
þegar við komum á miðin.
Hreinsuðum alveg úr netunum og
drógum i seinna skiptið einnar
nætur gamalt. Við isuðum fiskinn
úr fyrri lögninni, svo að þetta
kom ágætlega út hjá okkur.
— Hver varð svo aflahluturinn
hjá hásetum?
— 814 þúsund með orlofi.
— Heldurðu að það hafi verið
hæsti aflahluturinn i Eyjum i vet-
ur?
— Ég skal nú ekki segja um
það. bað gæti verið að minni bát-
arnir, þar sem fáir eru á, hafi
verið með svipaðan hlut.
— Hvað tekur nú við?
— Fiskitroll fram yfir áramót.
— Hvað helduröu að þyrfti að
hækka fiskverðið mikið til þess að
sjómenn væru ánægðir með þaö?
— Ég skal nú ekkert segja um
Sigurður Gunnarsson, yfirfiskimatsmaður í Vestmannaeyjum:
Fiskmat er veröfelling
— bað er litill munur á aö-
stööu til vertiöarsóknar hér og
var fyrir gos, sagöi Siguröur
Gunnarsson, yfirfiskmatsmaö-
ur I Vestmannaeyjum, er biaöiö
innti hann eftir þvi hvort aö-
staöa til sjóróöra heföi breyst
frá þvi sem var fyrir það aö
gaus á Heimaey.
— Höfnin er betri, sagði Sig-
uröur, en vandræöin stafa
kannski helst af þvi aö þaö er
húsnæöisskortur i Eyjunum.
brátt fyrir það held ég aö
vinnslustöövarnar hafi veriö vel
menntar I vetur.
Um matiö þarf i sjálfu sér
ekkert að tala, þvi þar sem ekki
er metiö er auövitaö alltaf best
aö leggja upp fisk. Mat getur
aldrei oröiö annaö en veröfall
miöaö viö þaö aö kaupa fyrsta
flokks fisk, þaö er aö segja allan
fisk I fyrsta flokki.
Siguröur sagöi aö lokum aö
fiskur sá, sem barst til Eyja á
vertiöinni i ár heföi veriö ósköp
svipaður þvl sem áöur hefur
veriö, liklega hvorki verri né
betri.
-úþ
Hæsta
löndunar-
stööin
beir hafa veriö furöu fljótir aö
ná sér á strik vestmannaeying-
ar eftir gosið. 1 vetur var landaö
i Vestmannaeyjum meiri loðnu
en I öðrum höfnum, og bolfisk-
afli á land kominn þar varö
þyngri á voginni en I öðrum ver-
stöðvum.
Til 15. maí bárust á land* Eyj-
um 21.404 tonn af bolfiski. Afla-
hæsti báturinn var bórunn
Sveinsdóttir með 990 tonn. Skip-
stjóri á bórunni er Sigurjón
Óskarsson.
Heildaraflinn í Vestmanna-
eyjum i fyrra varð 17.903 lestir.
Síðasta hálfa mánuð vertiðar-
innar, þ.e.a.s. frá 1. maf til 15.
maf reru 16 bátar með net frá
Eyjum samkvæmt skýrslu
Fiskifélagsins. beir fengu 409
tonn þennan tima í 58 löndunum.
41 bátur var með troll og fengu
þeir 963 tonn i 123 löndunum.
Færabátar, tveir talsins, lönd-
uðu 4 tonnum. bá lönduðu þrir
aðkomubátar i Vestmannaeyj-
um á þessum hálfa mánuði
samtals 21 tonni. Togarinn
Vestmannaey landaði 250 tonn-
úm i tveimur löndunum og hefur
aflað 1092 tonn siðan um ára-
mót.
Vertiðaraflinn
Hæstu netabátar:
tonn land-
anir
bórunn Sveinsd. 990 49
Kap II 768 72
Arni í Görðum 688 84
Sæbjörg 647 65
Heimaey 645 78
Surtsey 631 37
Hrönn 628 68
Andvari 580 51
DanskiPétur 566 69
Kópur 545 66
Alsey 529 35
Leó 524 60
Aflahæstu trollbátar
tonn land-
anir
Stigandi 469 29
Frár 468 32
Sindri 415 29
Baldur 311 46
Emma 223 33
Ingólfur 219 36
Björg 215 39
Hrauney 211 23
Ver 201 29
bristur 200 44
það. Éggeriráðfyriraðmenn vilji
fá talsvert meira fyrir þessa
vinnu en nú. Nú er tryggingin orð-
in sæmileg, og þvi kannski erfið-
ara að fá menn á báta, sem sækja
stift, þvi það er ekki svo mikið
meira upp úr þvi að hafa.
— Er einhver munur á þvi aö
róa frá Eyjum frá þvi sem var
fyrir gos?
— bað er enginn munur þar á,
nema hvað hafnaraöstaðan er
betri nú en áður. bað hefur verið
litill fiskur vestan við Eyjarnar
siðast liðin tvö ár, en ég held að
ekki sé hægt að kenna gosinu um
það.
— bað hefur mikið verið rætt
um smáfiskadráp upp á siðkastið.
Hefðurðu eitthvað til mála að
leggja þar?
— Auðvitað ættum við frekar að
veiða stórfiskinn en smáfisk. bað
nær engri átt þegar verið er að
veiða með vörpu á miðum þar
sem henda þarf kannski
helmingnum af þvi sem upp kem-
ur fyrir borð aftur vegna þess hve
það er smátt.
bað er áreiðanlega ástæða til
þess fyrir okkur að athuga betur
hvaða veiðarfæri er heppilegast
að nota á hverjum tima. bað þarf
lika að fylgjast með þvi, að ekki
sé allt of mörgum hleypt á ákveð-
in mið hverju sinni.
En ráðstafanir til þess aö koma
i veg fyrir smáfiskadráp er ekki
hægt að gera með þvi að draga
strik á eitthvert kort með penna
og segja að ekki megi veiða innan
við strikið. Stórfiskurinn gæti allt
eins lent innan viö þaö, og sá smái
utan við.
—úþ