Þjóðviljinn - 28.06.1975, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 28.06.1975, Qupperneq 1
Laugardagur 28. júni 1975 —40. árg. 142. tbl. Verða togara- samningarnir felldir? Það var að visu ekki fjöl- mennur fundur hjá Sjómanna- fél. Reykjavikur um togara- samningana i gær, aðeins 40 til 50 menn sóttu fundinn en ekki var annað að heyra á mönnum en að þeir væru mjög óánægðir með samningana, en atkvæða- greiðsla um þá hófst hjá félag- inu i gær og henni lýkur i dag. Það var mál manna sem Þjóðviljinn ræddi við á og eftir fundinn i gær að þessir samningar yrðu felldir. Mönn- um fannst þeir innihalda alltof litlar bætur eftir 11 vikna verk- fall. Fróðlegt verður að heyra með úrslit atkvæðagreiðslunn- ar, en úrslit ættu að verða kunn i kvöld. —S.dór Sjómenn velta vöngum yfir samningunum, sem eru niður- staðan af 11 vikna verkfalli. Orlofsmál sjómanna í algerum ólestri Fjölmörg útgerðarfyrirtœki hafa ekki greitt orlof fyrir árið 1973 Arekstur argentínskra stjórnvalda og verkalýðssamtaka Buenos Aires lömuð af verkfalli Þaö kom fram i frétt hér i Þjóð- viijanum fyrir nokkru að æði mis- jafnlega gengi fyrir póst og sima að innheimta orlofsfé starfsfólks sumra fyrirtækja en fólk fær ekki orlofið sitt greitt út hjá pósti og sima fyrr en fyrirtækin hafa greitt til stofnunarinnar. Þó mun ástandið hvergi vera eins slæmt og hjá sjómönnum. Það kom fram hjá mönnum á fundi Sjómannafélags Reykjavik- ur i gær að þeir hefðu enn ekki fengið greitt orlofsfé sem þeir áttu að fá i fyrra sumar hvað þá það sem þeir eiga að fá i ár. Þannig mun ástandið almennt vera hjá sjómönnum á stóru togurunum, nema þeim sem bæjarútgerðir sjá um. Eins er svona ástatt hjá mörgum báta- sjómönnum, útgerðarfyrirtæki þeirra hafa ekki greitt orlofsfé þeirra til pósts og sima og á meðan fá sjómennirnir ekki or- lofið greitt. Þvi miður virðist vera alltof mikil linkind við innheimtu or- lofsf jár hjá pósti og sima sem sést best á þvi að menn hafa ekki fengið orlof frá i fyrra sumar greitt út. —S.dór Hvar una börn sér best að leik? Sjá opnu Harðar deilur á ráðstefnu Viðlal við Vilborgu Harðardóttur — Sjá bls. 5 BUENOS AIRES 27/6 — Hundruð þúsunda verkanianna um ger- valla Argentinu lögðu niður vinnu i dag samkvæmt áskorun CGT, sem er helsta verkalýðssamband landsins. Verkfallið á þó aðeins að standa i sjö klukkustundir. Rikisstjórnin hafði hvatt verka- menn til að hafa verkfallsskipun CGT að engu, en sú hvatning virðist ekki liafa haft mikil áhrif. Iiér er um að ræða fyrsta meiri- háttar árekstur verkalýðssam- takanna og rikisstjórnarinnar siöan peronssinnar náðu völdum i Argentinu á ný. 50.000 manns hafa safnast saman við stjórnarráðshúsið i Buenos Aires miðri, i þeim til- gangi að mótmæla meintum fyrirætlunum stjórnarinnar um að svikja verkamenn um veru- lega launahækkun, sem þeir eiga að fá samkvæmt kjarasamning- um. Miklum fjölda hermanna hefur verið skipað á vörð þar i grennd. — Verkfallið i höfuðborg- inni er sagt algert. Ökyrrðin á vinnumarkaðinum hófst fyrr i þessum mánuði þegar Celestino Rodrigo, nýskipað- ur efnahagsmálaráðherra, til- kynnti að gjaldmiðill landsins, pesosinn yrði felldur um 50 af hundraði og að eldsneyti yrði Framhald á bls. 10 Handteknir í Úganda LUNDÚNUM 27/6 — Yfirvöldin i Úganda hafa látið handtaka all- marga breta og sakað þá um svikræði við stjórnina. Segir i til- kynningu i útvarpi Uganda um þetta að sumir hinna handteknu hafi gert sig seka um enn verra athæfi en Hills kennari, sem dæmdur var til dauða fyrir meintan róg um Amin forseta. Hinum handteknu verður stefnt fyrir herdómstól, að sögn út- varpsins. „Umræðufundur” í landhelgisnefnd Þjóðviljanum tókst i gær að ná tali af ólafi Jóhannessyni, við- skiptaráðherra, formanni Fram- sóknarflokksins, til þess að inna eftir hvort rikisstjórnin hefði tek- ið með samþykkt afstöðu til hugsanlegra samninga við breta um veiðiheimildir i landhelginni. Geir Hallgrimsson, Einar Ágústsson, Gunnar Thoroddsen, Vilhjálmur Hjálmarsson, Ilalldór E. Sigurðsson voru ekki i stjórnarráði i gær, en Matthias Bjarnason lokaði að sér. ólafur var þvi einn til að svara. — Var fjallað um landhelgis- málið á fundi rikisstjórnarinnar i gærmorgun. — Nei. — Hvað verður lagt fyrir land- helgisnefndina eftir helgina? — Ég veit það ekki, er ekki i nefndinni. — Er eitthvað tilbúið frá rikis- stjórninni um landhelgismálið til þess að leggja fyrir nefndina? — Nei. Ég held að þetta verði umræðufundur, en það er ekkert tilbúið frá rikisstjórninni. — Hefur ekki verið fjallað um landhelgismálið á fundum i rikis- stjórninni eftir að forsætisráð- herra kom heim frá London? — Það var eitthvað rætt um það á miðvikudaginn. Ég var ekki þar. — Hefur Framsóknarflokkur- inn tekið afstöðu til samninga við breta um áframhaldandi veiði- heimildir innan 50 milna land- helginnar? — Nei. Það hefur hann ekki gert. — Hver er þin afstaða til slikra samninga? — Um það vil ég ekki gefa .neinar yfirlýsingar, sagði ráð- herrann að lokum. Ólafur Jóhannesson vill ekkert segja um af - stöðu sína til hugsanlegra samninga við breta

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.