Þjóðviljinn - 28.06.1975, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 28.06.1975, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. júni 1975. „Við erum hræddir við íslendingana” sagði Einar Jörum, formaður norska knattspy rnusa m ba ndsi ns Sem kunnugt er leika islend- ingar og norðmenn tvo lands- leiki i knattspyrnu i næsta mán- uði og eru þeir liður i undan- keppni ólvmpiuleikanna. Fyrri leikurinn verður hér á landi 7. júli nk. en sá siðari ytra 17. júli. — Við erum sannarlega hræddir við islendingana, þeir hafa leikið sérstaklega vel i sumar og við höfum oftast átt i erfiðleikum með þá á islandi, sagði Einar Jörum formaður norska knattspyrnusambands- ins i viðtali við norska blaðið Bergens Tidende eftir lcik norð- manna og finna á dögunum. Einar var mjög óánægður með norska liðið sem lék gegn finnum og náði aðeins jafntefli 1:1 á heimavelli. Sem dæmi um það hve norska liðið var slakt i leiknum má geta þess, að það átti aðeins eitt skot á finnska markið, það var þegar það jafn- aði úr vitaspyrnu. Það var samdóma álit manna að finnanir hefðu verið mun nær sigri. i næstu viku eiga norðmenn að leika gegn svium og biða norðmenn i ofvæni eftir þeim leik. Toppliðin mætast í dag á Akranesi en eyjamenn fá keflvíkinga í heimsókn — FH og KR mætast svo ( Hafnarfirði á morgun Tveir leikir fara fram i 1. deildarkeppni Islandsmótsins i knattspyrnu i dag og er annar þeirra sýnu mikilvægari uppá stöðu efstu liðanna i deildinni að gera, leikur IA og Vals, sem fram fer á Akranesi. 1 Vestmannaeyj- um leika heimamenn við keflvik- inga. Leikurinn á Akranesi er eins og áður segir mjög mikilvægur fyrir stöðu efstu liðanna i deildinni. Hvort liðið sem sigrar tekur for- ystuna i deildinni og ef jafntefli verður, taka Valsmenn foryst- una. Menn búast almennt við þvi að leikurinn verði jafn og skemmtilegur enda eigast þarna við best spilandi liðin i deildinni, lið sem alltaf reyna að leika góða knattspyrnu. Þar sem leikurinn fer fram á Akranesi verður að telja skagamenn sigurstrang- legri, en Valsmenn eru ekki auð- unnirog þvi má búast við jöfnum Framhald á bls. 10 Valbjörn Þorláksson verður hér að láta sér nægjá að stökkva 4.10 metra en tslandsmet hans frá 1961, sem er 4.50 m. er þó enn ekki i nokk- urri hættu. Myndina af Valbirni tók gsp fyrr i sumar á Laugardalsvelli. Olympíudagurinn framundan Oslitin dagskrá fram eftir kvöldi Ólafur samdi um 3 ár við Dankersen! ólafur H. Jónsson, handknattleiksmaðurinn snjalli úr Val og landsliðinu,undirritaði I fyrradag samning við þýska liðið Danker- sen til þriggja ára. Hyggst hann halda áfram námi ef unnt er I Þýskalandi. Ákvörðun Ólafs kemur nokkuð á óvart, vitað var að honum höfðu boöist mörg tilboð en hann hefur ekki sýnt þeim áhuga til þessa. Ólafur fer utan 1. ágúst og er I samningunum tilskilinn tveggja mánaða uppsagnarfrestur. Er óneitanlega mikil eftirsjá að Ólafi úr islenska handknattleiknum og er ekki að efa að þetta er mikil blóötaka fyrir Val og landsliöið. —gsp Olympíudagurinn verður haldinn í Reykjavík á morgun, 29. júní. Mánað- ardagurinn er ekki valinn af handahófi, — 29. júní er hátíðisdagur allra ís- lenskra íþróttaunnenda. Þann dag, árið 1951, unnu islendingar svía í knatt- spyrnulandsleik á Mela- velli með fjórum mörkum gegn þremur og var það fyrsti stórsigur landans á knattspyrnusviðinu. Sama dag sigruðu islendingar í frjálsíþróttakeppni í Dan- mörku þar sem keppt var við heimamenn og norð- menn. Þetta var því svo sannarlega stór dagur í ís- lenskri iþróttasögu. Olympiudagurinn býður upp á fjölbreytta dagskrá sem hefst á Laugardalsvelli klukkan 14.00. I Laugardalshöll hefst hins vegar dagskráin klukkan 16.00 með Blakkeppni, judokeppni o.fl. Klukkan 20.00 verða i Laugar- dalshöll lyftingar, fimleikasýn- ing, handknattleikskeppni (Vik- ingur—Úrval HSÍ), nútimafim- leikar o.fl. A Laugardalsvelli verður keppt i frjálsum iþróttum með þátttöku besta frjálsiþróttafólks landsins. Einnig verður leikin knattspyrna. Olympiunefnd er skipuð fjórða hvert ár og hefur það verkefni að skipuleggja þátttöku tslands á OL-leikunum. Nefndin hefur nú ákveðið að halda þennan sérstaka Olympiudag til þess að vekja at- hygli þjóðarinnar á að OL-leikar fara fram næsta sumar. Einnig er þetta liður i margþættri fjáröflun Olympiunefndarinnar. Formaður nefndarinnar er Gisli Halldórs- son. Verölauna- hafar úr Árbæjar- hlaupi Fylkis íþróttafélagið Fylkir í Arbæj- arhverfi hefur i vetur eins og und- anfarin ár gengist fyrir viða- vangshlaupi, Arbæjarhlaupinu svonefnda. Félagið hefur haft þann skemmtilega sið á að af- henda verðlaunahöfunum verð- laun sin á hverfisskemmtun ár- bæinga 17. júni. Þessi mynd var tekin 17. júni sl. þegar verðlaunin höfðu verið af- hent. Að visu vantar nokkra verð- launahafa á myndina, þeir gátu ekki mætt á skemmtunina vegna þess að þeir voru komnir i sveit- ina. Hlaupið var i ár eins og und- anfarin ár aldursflokkahlaup og voru veitt sérstök verðlaun og heiðursskjöl til þriggja efstu i hverjum aldursflokki. (Ljósm. S.dór)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.