Þjóðviljinn - 29.06.1975, Síða 8

Þjóðviljinn - 29.06.1975, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 29. júni 1975.___ Er verkalýðshreyfingin úrelt? Syndalestur A sunnudaginn var birti Morg- unblaðið grein eftir Paul Johnson, sem áður var ritstjóri breska vinstrimanna vikuritsins New Statesman. Þar ræðst hann mjög harkaiega gegn breskri verklýðs- hreyfingu og forystu hennar. Hann telur, að með ósveigjan- legri kröfugerö og verkfölíum hafi hún stuölað að stöðnun og fjárflótta úr breskum iðnaði. Að óðaverðbólgu sem komi verst niöur á þeim sem minnst mega sin — öldruðum, börnum, sjúk- um. Að því, að bilið vex á milli þeirra hópa sem lægst hafa laun og þeirra sem hafa sterkasta að- stöðu til aö knýja fram há iaun (tekin eru dæmi af sérfræðingum I iæknastétt, starfsmönnum viö raforkuver, flugmönnum o.s.frv.) Þá telur Paul Johnson að þessi þróun, sem sé reyndar ekki til komin vegna ákveðinnar stefnu- mótunar, heldur miklu heidur stefnuleysis, sundri aiþýðu og geri enn erfiðara en ella að sam- eina hana til baráttu fyrir sósial- iskum markmiðum. Og ennfrem- ur muni þetta blinda kapphlaup einstakra hópa innan verklýðs- hreyfingarinnar flýta fyrir þvi að römm ihaldsstjórn komi til valda aftur I Bretlandi. Við skulum nánar visa að ýmsu I grein Pauls Johnsons síðar. En fyrst er rétt að minna á það, að Morgunbiaðið er furðu hrifið af þessari grein. í Reykjavikurbréfi er óbeint minnst á hana með sam- anburði við island. Þar er samt — fyrir utan skot á kjarasamninga hópa eins og flugmanna — enn að- eins talað um það, að það sé engu likara en þjóðin ÖLL sé fallin I einhverskonar synd. Og þaö er mælt með þvi að menn hverfi frá þvi hugarfari sem blaðið telur grasséra i landsmönnum ,,að vilja fá alltfyrir ekkert og heimta ailt án þess að láta nokkuð I stað- inn”. En á þriðjudag er Ijósara til hvers á að nota grein Pauls John- sons. i leiðara er spurt að þvi, hvort verklýðshreyfingin sé ekki á villigötum — HÉR sem á Bret- landi. Og gert mikið úr rökum Johnsons þar að Iútandi, þar sem hann sé sósialisti þá sé ekki hægt að kála honum með þvf að kalla hann þjón auðvaldsafla. Sjálfsgagnrýni eða sjálfsaumkun Hvað sem segja má um rök- semdir Pauls Johnsons i einstök- um atriöum, þá er það Ijóst, að hann fjallar um raunveruleg vandamál. Þaö er bæði eðlilegt og sjáifsagt að Sósialistar gagnrýni verklýöshreyfinguna.enda er það mjög algengt. Þaö er nauðsyn- legra en að hafa þungar áhyggjur af þvi, að borgaraskapnum þyki gott að geta tekið eitthvað af þeirri gagnrýni upp til stuðnings við þá leyndu og Ijósu áráttu sína, að reyna að koma ábyrgð á flest- um eða öllum efnahagsvanda yfir á verklýöshreyfinguna. Aöur en lengra er haldið skul- um við minna á tilsvar þjóðsög- unnar: óiikt höfumst við að. Stjórnendur og taismenn kapital- ismans (sem menn einatt kalla „einkarekstur” eða blátt áfram „atvinnulifið”), stunda yfirleitt alls ekki þá sjálfsgagnrýni, sem menn verða oft varir við I nám- unda við verklýðshreyfinguna. Hafiö þið kannski heyrt synda- játningar af þeirra vörum um skattamál fyrirtækja, yfirfærslu dýrrar einkaneyslu á reksturinn, ólöglegan og allavega „Þjóðhags- lega hættulegan” fjárflótta, er- lenda bankareikninga eða glæfra- lega og heimskulega fjárfest- ingu? Slikt tal er yfirleitt þaggað niður með harðri hendi, eöa þá að þvi er beint i þröngan farveg á bak við læstar dyr stúkusalanna. Mikiu algengara er að heyra hið kapitaliska Iið fara með sjáifshól í bíand við sterka sjálfsmeð- aumkun. Vér erum vakandi og sofandi i þvi að bæta þjónustuna við almenning, dugnaður er al- geng dyggð meðai vor, einnig hugvit i hagræðingu, segja þeir í fjölmiðlum. Maður gæti haldið að atvinnurekstur sé fyrst og fremst óeigingjörn hugsjónastarfsemi. Og það er jafnan stutt I grátstafi am að kapitalistar, þessir sál- gæslumenn velferðarrikis, séu misskildir i flestum húsum. Hæddir vorum vér og svlvirtir, segja kaupmenn jafnt sem odd- viti saltfiskmanna. Staðan er allt- af slæm. Greiðsluþolið er ailtaf i núili. Stúdentar eru á móti okkur, embættismenn, verklýðshreyfing og svo kommarnir. „Aðförin að frjálsum atvinnurekstri er I al- gleymingi I dag og þátttakendur i þeirri aðför eru hinir óliklegustu aðilar” sagði formaöur versiunr arráðs tslands á siðasta þingi þess. Þeirra eigið afkvæmi En hver er sú sekt verklýðs- samtaka sem á dagskrá er? Paul Johnson minnir á það, að hún sé stefnulaus. Hefur þar með gefiö upp á bátinn pólitisk markmið, baráttu fyrir ÖÐRUVÍSI þjóöfé- lagi. Þetta er I raun réttri kjarni málsins, þótt hann sé ekki skýrt fram dreginn I grein Johnsons, og sé auðvitað alveg utangarös i túlkun Morgunblaðsins. Með þvi að gefa að mestu upp á bátinn félagsleg, sósialisk mark- mið einskorðar hefðbundin verk- lýðshreyfing sig við kaup og kjör. Þetta leiðir, eins og nánar verður vikið að slðar, til þess, að sam- staða hennar rofnar, hún klofnar I heldur laustengda samsteypu hagsmunahópa, sem eiga oft i togstreitu innbyrðis. Þetta hefur viða svipt verklýðshreyfinguna pólitisku afli (eins þótt hún sé samtvinnuð flokki sem situr öðru hvoru i stjórn eins og i Bretlandi) og þar með hefur dbreyttu skipu- lagi einnig verið borgið. Verk- lýðshreyfingin hefur að mestu veriö innlimuð í hið kapitaliska kerfi, verið bundin við að bregö- ast við þvi, afsalað sér möguleik- um á að breyta því eða kollvarpa. En svo þegar lögmái þessa sama kerfis, lögmál kapitaliskrar sam- keppni — hver fyrir sig og and- skotinn hirði þann aftasta — fara að virka innan ýmissa hluta verk- lýöshreyfingar, þá fórna Morgun- blaðsmenn heimsins höndum og kannast ekki lengur við sitt eigið afkvæmi. Allir á toppinn t þjóðfélögum sem okkur eru skyld, hefur staða verklýðshreyf- ingarinnar mótast mjög af aðlög- un að nýkapftallsku velferðarriki. Ferðinni hefur ráðið einskonar blanda af frjálshyggju og sósial- demókratisma, sem byggði á þeirri forsendu, að almennar efnahagslegar framfarir mundu tryggja öllum bætt Ilfskjör og aukinn jöfnuð. Framtak og hag- stjórn kapitalista átti að drifa þróunina áfram. Framfarirnar þýddu launaskrið og hærri laun — fyrst hjá starfshópum, sem best voru settir til að knýja á um þetta (starfsfólki I mjög aröbærum greinum eða lykilgreinum). Siðan kæmu aörir á eftir meö launa- kröfur og fengju tekið tillit til „skynsamlegs samanburðar” við hina. Þetta átti að þýða, að allir þokuðust upp á við I aukinni neyslu og jöfnuði. „Hinir dug- mikiu ryðja brautina og aðrir fylgja á eftir uns allir standa á efsta tindi” sagði ieinu kosninga- blaði Sjálfstæöisflokksins hér heima. Deildu og drottnaðu Þetta átti aö geta gerst — að minnsta kosti ef að verklýðs- hreyfingin sýndi jafnan „hófsemi og raunsæi”, sem væri fólgið I þvi, að kauphækkun yfir linuna yrði ekki meiri en framleiðslu- aukning. Þetta þýddi með öðrum orðum, að verklýðshreyfing gæfi það Ireynd upp á bátinn að breyta tekju- og eignaskiptingu i þjóðfé- laginu, að breyta hlutfallinu verklýðshreyfingunni I vil. Enda átti hreyfingin erfitt með að ráð- ast i slikt verkefni. Meðal annars vegna þess, að hún hafði gengið inn á flókið starfsmat og flokka- skiptingu. Með þvi jukust likur á þvi.aðinnan hvers hóps launþega hugsuðu menn aðeins um næsta launaflokk fyrir ofan — þangað sem þeir sjálfir ætluðu að kom- ast. Og næsta flokk fyrir neðan, en þangað ætiuðu þeir ekki fyrir sitt litla lif að hrapa aftur (og alls ekki láta það fólk ná sér). Samtök launafólks voru sem fyrr segir komin f smáparta, sem áttu annrikt við að skoða hver annan og misstu þeim mun frekar sjón- ar á fjölskyldunum sextán eða 200 eða 2000, sem „eiga” hvert land. Deildu og drottnaðu, sögðu róm- verjar. Dæmið gekk ekki upp En velferðardæmið gekk ekki upp. 1 fyrsta lagi hefur jöfnuður ekki aukist. Bilið milli 5—10% hinna rikustu og 10—30% þeirra snauðustu hefur ekki minkað, og þetta bil getur verið lýgilega mik- ið I Iöndum eins og Englandi og Frakklandi, og væri enn stærra ef gerðar væru áreiðanlegar skatt- skýrs lur. í grein eftir dr. Þorstein Eggertsson I Eimreiöinni segir m.a. „Rannsóknir á tekjudreif- ingu I löndum Efnahags- og fram- fa rastofnunarinnar O.E.C.D. virðast sýna, að hún er engu jafn- ari nú en fyrir 25 árum. Sérfræð- ingar O.E.C.D. komast svo að orði i nýlegri skýrslu, að þess sjá- ist ekki merki I handbærum hag- tölum, að hiutur þeirra tekju- lægstu i skiptingu þjóðartekna hafi aukist þrátt fyrir mikið um- tal og miklar tilfærslur i pening- um og friðu" (undantekingar eru Danmörk og Sviþjóð). Þessar upplýsingar eru reyndar mjög sterk gagnrýni veruleikans á vel- ferðarhugmyndirnar — og á frammistöðu verklýðshreyfingar. Dæmið gengur ekki upp vegna þess — i öðru lagi — vegna þess að efnahagslegar framfarir, sem áttu að jafnast út um ailt sam- félagið og þar með koma I veg fyrir þjóðfélagslega ókyrrð — þær urðu ekki jafn sjálfsagöur hlutur og áður. 1 þvi dæmi var það innifaliö, aö rik samfélög Vestur- landa gætu áfram ráðið verði á orkugjöfum og hrácfnum frá þriðja heiminum. Þetta verðlags- •kerfi er að hrynja, og afleiðingar þess hafa komið með einna rót- tækustum hætti fram I Bretlandi. Og þá er þess ekki aðeins krafist, aö verkalýöur láti eignarétt og tekjuskiptingu afskiptaiausa eins og áður. Heldur og þess, að hann taki á sig beina kjaraskerðingu (sem hinir rikustu sleppa alltaf við I óbreyttu samfélagi.) Þessu eiga menn erfitt með að kyngja og gripa til þeirra ráða sem þeim eru tömust — verkfalla. Og við blasirhin breska mynd þar sem i- haldið (með tilvisun til nokkuð hvatvislegra yfirlýsinga manna eins og Pauls Johnsons) stendur og visar þeim fátækustu á betur stæða hópa I launamannasamtök- um sem hina einu sönnu söku- dólga: þaðeru þessir sem taka af ykkur brauð og bjór og tannlækn- ingar. Og þennan leik vill Morg- unblaðið gjarna leika eftir á ts- landi. Hlutur sem liggur í salti Enginn vill hrósa þotuflug- mönnum eða gæslumönnum við orkuver eða sérfræðingum I læknastétt fyrir sólóspil þeirra i kjaramálum hér og þar um lönd- in. Ýmislegt af þeirra kröfugerð er íhaldi reyndar kærkomið til- efni til að kasta rýrð á kjarabar- áttu og verkföll yfirleitt. En I- haldinu fer það einkar illa að býsnast út af slikum málum. Þessi sólóspilamennska er blátt áfram afleiðing og endurspeglun á borgaralegu, kapitalisku kerfi. Þar rikir eins og menn vita sam- keppni milii einstaklinga og hags- munahópa, sem hver um sig beitir möguleikum sinum (valdi sinu) til að tryggja sér sem best- an hlut. Munurinn er sá að sumir beita vinnustöðvun en aðrir valdi á verðmyndun á vöru eða þjón- ustu. Það er þessi samkeppni, sem á að sia út þá HÆFU sem reka áfram m'óverkið, og þeir eiga að fá sina umbun fyrir dugn- að sem þeir sýna I þvi að „komast áfram”. Eða er það ekki? Enginn skammar kapítalista I borgara- legu blaði fyrir að hann fái „gott verö” fyrir vöru sina. Hvaða póli- tiskar eða siðferðilegar forsendur eru fyrir þvi að talsmenn þessa sama borgaralega kerfis fordæmi þá, sem beita sinum ráðum til að fá ,,gott verð” fyrir vinnu sina? Kapitalisminn hafði komið þvi inn hjá verklýðshreyfingunni, að hún skyldi fara sér hægt I pólitlk, léti eignarrétt, rekstrarform, for- ræði yfir atvinnutækjum lönd og leið, en dansaöi með I fram- leiðslukerfinu til hins sæla neyslusamfélags. Þetta samspil tókst ekki. Minnsta kosti stóð það ekki til, að það væri háð á jafn- réttisgrundvelli. Andstæðurnar verða ekki sættar og þær eru leystar með verðbólguvixli. Og um leið er reynt að læða þvi að, að eiginlega séu verkföll „úrelt”. Kannski sé verklýðshreyfingin „úrelt”. Þær pólitísku breddur Hún er það að vissu leyti, en ekki i þeim skilningi sem Morg- unblööin mundu vilja leggja i málið. Þröng kjarahyggja (tradeunionismi) er úrelt. Vegna þess að hún sundrar verkafólki, jafnar ekki lifskjör, breytir engu sem máli skiptir, kemur I veg fyrir að verklýðshreyfing geti haldið til streitu eigin og öðruvisi gildismati en þvi sem rikir. Það var ekki nema rétt sem Lenin sagði um slika kjarahyggju, að hún dæmir verkafólk til hug- myndalegrar herleiðingar undir borgarastétt. Satt að segja er erfitt að koma auga á annan kost fyrir verklýðs- hreyfingu en að hún grafi upp aft- ur þau pólitísku vopn, sem um hriö hafa ryðgað i velferðarúðan- um. Að á ný og með nýrri snerpu séu sett fram fyrirbæri eins og launajöfnuður (án stefnu I þá átt ertregt tungu að hræra), virkt at- vinnulýðræði, verklýðsvöld. Það er augljóst, að þetta er hægara sagt en gert. Að sterk stefnu- breyting I þessa átt krefst í senn bjartsýni og gagnrýninnar af- stöðu til sóslaldemókratískrar, sovéskrar, klnverskrar, chlliskr- ar og annarrar reynslu. En án skapandi hugsunar og umræðu um sósialiska framtið er hætt við að verklýðshreyfingu hjá okkur og I nágrenni hnigni enn frekar — og að hún missi EINNIG tökin á þeirri kjarabaráttu i þrengri merkingu sem hún hefur verið að fást viö. Arni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.