Þjóðviljinn - 29.06.1975, Síða 12
• 12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. júni 1975.
„Ég gæti flogiö, ef ég væri ekki hlaðinn öllum þessum pinklum”, sagði
hollendingurinn Stafford J. Grootings. — (Mynd A.K.)
,,Ég er svo hræðilega morgunsvæf. Þetta er f ættinni”, sagði sú
kanadiska. — (Mynd A.K.)
Allir hinir voru farnir i skoðun-
arferð um borgina en hún hafði
sofið yfir sig. — Ég er svo hræði-
lega morgunsvæf. Þetta er i ætt-
inni. Heima i Kanada kaupir fjöl-
skyldan einungis kvöldblöðin”.
Hún sagðist ætla að koma hing-
að aftur næsta ár til að fara á
skiði á Akureyri. ,,Ég nenni alltaf
að vakna til að fara á skiði”.
Og önnur á móti
myndatökum, bandarísk
Loks tókum við tali bandariska
stúlku sem heitir Karen Welfelt.
Mér fellur illa að teknar séu
myndir af mér og einkum og sér i
lagi ef það er að morgni dags og
þær eiga að birtast i blöðunum”,
sagði hún er við ætluðum að hef ja
myndatökur.
Og henni varð ekki þokað og
urðum við þvi að hverfa á braut
myndlausir.
,,En ég skal tala við ykkur”,
bætti hún við.
Hún kvaðst hafa ferðast mikið
Hinir einu
og sönnu
ferðalangar
í norð-austangjólunni og sólar-
leysinu lögöum við leið okkar inn i
tjaldbúðirnar i Laugardal. Ætlun
okkar var að hitta eitthvað af þvi
fólki sem staðinn gistir.
Þó þetta fólk sé ólikt, bæði hvað
snertir þjóðcrni og skapgerö,
kemur það hingað I einum og
sömu erindagjörðum: að kynnast
landi og þjóð og ef mögulegt er að
öðlast svolitið af hugarró.
t raun og veru eru þetta hinir
einu og sönnu ferðamenn sem
láta sér ekki nægja að sjá landiö
gegnum bilrúðu, heldur vilja
skynja það á nærtækan hátt.
En slikt er ekki á allra færi, þar
sem íslenskri veðráttu cr ekki að
treysta. Ein dönsk stúlka varð að
hafast við á salerninu eina rign-
ingarnóttina gegnblaut þar sem
tjaldið hennar lak. Það er því
betra að búa sig vel.
En nóg um það. Við ræddum
smávegis við nokkra ferðalang-
ana.
Fljúgandi
hjúkrunarliði
A leið út af tjaldstæðinu og
reyndar einnig á leið út úr landinu
var léttstigur hollendingur. For-
vitni hafði dregið hann hingað á
norðurslóðir.
,,Ég er að visu ekki Hinn Fljúg-
andi Hollendingur en ég er viss
um að ég gæti flogið ef ég væri
ekki hlaðinn öllum þessum pinkl-
um”, sagði hann. „Ég er hjúkr-
unarliði að mennt”, bætti hann
við, „en þið hafið vist litið að gera
við slika menn hér þar sem allir
islendingar virðast vera svo
heilsuhraustir”.
Hann lét vel af dvölinni hér og
þá sérstaklega norðlensku stúlk-
unum. „Þessar reykvisku”, sagði
hann „likjast meir stelpunum i
Amsterdam. Ég kann best við
fólk — sem má vera að þvi að tala
við mann.’’
Og við kvöddum þennan klyfj-
aða hollending.
Heimshornaf lakkarar
í leit að hugarró
Er okkur bar að tjaldi flatmög-
uðu þrir Lundúnabúar á svefn-
pokum sinum og heyrðist okkur
þeir vera að ræða um hvar þeir
ættu að borða hádegisverð.
Er þeir urðu okkar varir
spruttu þeir á fætur og komu út úr
tjaldinu.
■ ■■■
” '"<r 'j J*
sögðu Lundúnabúarnir þrlr: Peter Sketts, Colin Ould og Keith Noles
.Næturkuldinn frysti taugarnar
- (Mynd: A.K.)
Þeir kváðust hafa ferðast mikið
um landið en væru á förum. „Við
komum hingað til að róa hugann
og það tókst. Ekki var það þó
vegna þess að hér væri svo kyrr-
látt. Nei, þvert á móti, hér eru
engu minni læti en i okkar heima-
borg”. Hugur þeirra róaðist á
þann hátt að næturkuldinn frysti
taugarnar.
Ein morgunsvæf
frá Kanada
Næst tókum við stefnu á tjald
eitt litið og blátt. Eftir drykk-
langa stund tókst okkur að herja
út svar við kalli okkar. Þar fyrir
innan reyndist vera kanadisk
stúlka, Adéle Harradine að nafní.
Við beiddumst þess að^ fá að
taka mynd af henni. „Það er ekki
hægtégeröllióreiðu”,sagði hún.
Hún lét þó tilleiðast þar sem eng-
inn þekkti hana hér og litlar likur
á að myndin bærist til Kanada.
Hún kvaðst hafa verið hér i einn
mánuð á námsferðalagi ásamt
sjö öðrum félögum sinum og
kennara.
um landið og kynnst þó nokkru af
fólki. „Fólkið hér er miklu vin-
gjarnlegra en i U.S.A. Það er
þess miklu betur meðvitandi að
það er hluti af samfélagi. Hvar
sem maður kemur er manni boðið
i kaffi”.
„Ég er hérna i sumarferðalagi
ekki i neinum sérstökum tilgangi.
En þegar ég kem hingað næst,
kem ég i þeim tilgangi að læra is-
lensku”.
Og þar með var hún rokin inn i
tjaldið.
Þ.P.
Krossgáta
Leiðbeiningar
Stafirnir mynda islensk orð
eöa mjög kunnugleg erlend
heiti, hvort sem iesið er lárétt
eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer
og galdurinn við lausn gátunnar
er sá aö finna staflykilinn. Eitt
orð er gefiö og á það að vera
næg hjálp, þvi að með þvi eru
gefnirstafir i allmörgum öðrum
orðum. Það er þvi eðlilegustu
vinnubrögðin aö setja þessa
stafi hvern i sinn reit eftir þvi
sem tölurnar segja til um. Einn-
ig er rétt að taka fram, að i
þessari krossgátu er gerður
skýr greinarmunur á grönnum
sérhljóða og breiðum, t.d. getur
a aldrei komiö i stað á og öfugt.
/ z 3 V iT 6 z V 2 r 9 10 Z 10 <?> n
IZ 13 z 3 13 s? V II I5~ T~ 9 IZ 10 /3 Qp i? 5~
13 V 10 IV- /ó" V o /0 II V V ó' Z V 6" V
/9 iT ? 10 V /‘7 V z V zfi /9 U V 22 V zo ? 2
10 II V 0 II 10 z V z/ Z 2 2 z 10 S2 21 2 10
5' 7 n V 10 V 5' H V 12 5? 10 IV .<? Z V Z
10 V xl Z V IZ z IZ Jb S2. 23 o? zv 'v’
7 15- 10 V IZ lo /9 V 3 IV 10 z V ZD 21 z (? 20
w V 10 7 ? V 10 n z ? T- /9 10 <P 12 z 10
y /v )8 10 /0 z 3 V 10 7 ? Z 10 <V le 20
ze ? Q? s~ 10 z S2. 7- iv <p Z 7- IV 3 z 7