Þjóðviljinn - 04.07.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.07.1975, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. júli 1975. Smán Sem gamall sjómaður er undir- ritaður kunnugur mörgum vest- mannaeyingum og er vel . til þeirra. Sem velunnari þeirra get ég ekki orða bundist yfir þvi reg- inhneyksli að flæma Magnús Magnússon úr starfi bæjarstjóra, og lit ég á það sem þjóðarsmán, einkum nú eftir eldgosið, en þá lagði Magnús nótt við dag til að verða bæjarbúum að liði. Mér er_ vel kunnugt um að hann hlifði sér þá ekki við neinu erfiði, enda sé ég ekki betur en að hann hafi elst um mörg ár á þessu timaskeiði. Það er sagt að laun heimsins séu vanþakklæti, og sjaldan hefur það betur sannast en nú. Þaðer til ævarandi skammar fyrir þann mæðuveikiflokk islenskra stjórn- mála, sem Framsóknarflokkur- inn er, að hafa staðið að brott- rekstri Magnúsar ásamt ihaldinu, sem auðvitað hegðaði sér ekki að þessu sinni öðruvisi en alltaf má gera ráð fyrir af hálfu þess. Með þessu svikur Framsókn lika fyrri samstarfsflokk sinn i bæjar- stjórn, Alþýðubandalagið. En það er nú raunar ekki nema fastur vani Framsóknar að svikja; þetta er hún búin að gera tvisvar i her- málinu. Ég er að visu pólitiskur and- stæðingur Magnúsar, en ég veit að andstæðingar hans i stjórn- málum jafnt og samherjar eru sammála um að hann hafi staðið sig frábærlega vel i starfi á þess- um örlagatimum i sögu Vest- mannaeyja. Með kveðju til Magnúsar og allra góðra vestmannaeyinga. Sjómaður. Grunnur hússins að Holtsbúð 63 biður þess aö byrjaö veröi aö reisa Bakhliö húseiningahússins aö Holtsbúö 65. einingar, og mun þar risa siglfirskt. húseiningarhús þegar lokiö hefur verið viö að reisa húsiö númer 65 viö Holtsbúð. Húseiningar h.f. að reisa íbúðarhús í Garðahreppi Um þessar mundir er veriö að reisa í Garöahreppi tvö eininga- hús frá Húseiningum h.f. Siglu- firði. Húsin eru að Holtsbúö 63 og 65. Byrjað var að reisa fyrra hús- ið á laugardaginn og tók um 200 stundir aö gera það fokhelt. Frá þvi að byrjað er að reisa hús af þessari stærð og þar til hægt er að flytja inn liða ekki nema 1 1/2—2 mánuðir. Húsið er um 115 ferm brúttó. Hér er um að ræða timburhús sem framleidd eru i einingum og er þvi hægt að velja um margs- konar gerðir hvað varðar stærð og útlit húsanna með þvi að raða hinum ýmsu gerðum af einingum saman á marga vegu. Verksmiðjan framleiðir allar einingar til að fullgera veggi, loft og þak bæði úti og inni, þ.e. allt tréverk fyrir utan eldhúsinnrétt- ingu og skápa. Þar i erú allar út- veggjaeiningar, þaksperrur (kraftsperrur), þakeiningar, þakjárn, kjaljárn, rennur og niðurföll. Lofteiningar, inn- veggjaeiningar, innihurðir og karmar. 1 gluggum er tvöfalt ein- angrunargler. Útihurðir eru úr harðviði. Að innan eru einingarn- ar tilbúnar undir málningu, en að utan eru einingarnar klæddar með standandi panel, fúavörðum (trykimpregnerað), tilbúnar und- ir hverskonar viðarlit, eða máln- ingu. f loft- og innveggjaeiningum eru falin rafmagnsrör og dósir, þar sem við á. Útveggjaeining- arnar eru einangraðar með 4” steinull en i lofti er 5” steinull, og sýnir reynsla af þeim húsum,sem búið er að reisa og búið hefur ver- ið i, að þau eru mjög hlý og kyndingarkostnaður litill. Sérstök ástæða er til að benda á þann stutta tima, sem tekur að gera húsin ibúðarhæf eftir að byrjað er að reisa þau. Kemur þetta sér sérstaklega vel fyrir þá sem þurfa að halda uppi stórum hópi af iðnaðarmönnum við að byggja yfir sig svo sem bændur viðast hvar um landið. I verksmiðju Húseininga h.f. starfa um 12 manns við fram- leiðsluna. Vélvæðing er mjög mikil i verksmiðjunni. Afkastageta verksmiðjunnar við óbreyttar aðstæður er um 60—80 hús á ári, en afkastageta vélanna er um 250—300 hús á ári. Verið er að framleiða um 15 hús fyrir þrjú sveitarfélög i leigu- ibúðakerfið og á að skila þeim i ágúst til október. Framhliö húseiningahússins aö Holtsbúö 65 i Garöahreppi. Þetta er fyrsta húseiningahúsiö, sem ris hér syöra. Þegar myndin var tekin, á miövikudag, haföi aöeins verið unniö viö aö reisa og fella saman einingar i tæpa þrjá daga. (Ljósm. —úþ) NUNNUR BYGGJA St. Jósefssystur standa í byggingarframkvæmdum I Garöahreppi þessa stundina. Eru llkur á aö hibýli þeirra, sem af myndinni má sjá, veröi hin skemmtilegustu ásýndar hvernig sem þau reynast Iveru. Byggingar þessar eru I svonefndu Búðahverfi, og segja kunnugir aö gatan, sem veröandi Ivera nunn- anna stendur viö heiti Karlabúö eöa Bóndabúö, en ekki er þaö þó staöfest. (Ljósm. —úþ) Reynt að ná inn meira fé til vegagerðar Bifreiðagjald aukið Fjármálaráðuneytið hefur gef- ið út þrjár reglugerðir sem allar miöa að þvi að afla meira fjár til vcgagerðar. Það er gcrt meö þvi að reyna að ná meira fjármagni með innheimtu bifreiðagjalda. Helstu breytingarnar eru: Að af bifreiðum sem eru 4 tonn eða meira að leyfðri heildarþyngd skal framvegis greiða skatt skv. ökumæli. Þessi mörk voru áður 5 tonn. Skattur af leigubilum skal vera 2,80kr. á ekinn km. Áður var fastur skattur. Festi- og tengi- vagnar eiga að hafa ökumæla ef þeir eru yfir 6 tonn að heildar- þyngd. Viðlög eru hert og eigend- ur bifreiða verða að láta lesa af mælum fyrir 11. júli. Þá er sett ný' reglugerð um isetningu og inn- siglun ökumæla, til samræmis við ný ákvæði og önnur reglugerð um endurgreiðslu innflutningsgjalds af bensini. Landsvirkjun 10 ára Ný virkjun í rekstur fvrir 1980 — ef fullnœgja á orkuþörf þeirra 71% islendinga er búa á orkusvœði stofnunarinnar Um þessar mundir eru liðin tiu ár frá stofnun Landsvirkjunar. A fundi stjórnar stofnunarinnar þann 1. júlí sl. var afmælisins minnst, rædd þróun stofnunarinn- ar og framtiðarverkefni. Orkusvæðið sem Landsvirkjun tekur yfir er frá Vik i Mýrdal vestur um að Snæfellsnesi, en á þessu svæði bjuggu i árslok 1974 um 155 þúsund manns eöa um 71% islendinga. Á áðurnefndum stjórnarfundi voru lagðar fram endurskoðað- ar áætlanir um virkjun Tungnaár við Hrauneyjafoss og upplýst, að útboðslýsingar yröu fljótlega til- búnar miðað við virkjun i áföng- um, en orkuspár Landsvirkjunar sýna að til að fullnægja orkuþörf almennings á orkuveitusvæði Landsvirkjunar þurfi ný virkjun að vera komin þar i rekstur eigi siðar en á árinu 1980. Var sam- þykkt að stefna að þvi, að gera til- lögu til eignaraðila Landsvirkj- unar um næstu virkjun á orku- veitusvæði fyrirtækisins eigi sið- ar en á hausti komanda, en auk undirbúnings virkjunar Tungna- ár við Hrauneyjafoss, standa nú yfir á vegum Landsvirkjunar at- huganir á virkjunarmöguleikum i Þjórsá við Sultartanga og i sam- vinnu við Reykjavikurborg á jarðgufuvirkjun á Hengilssvæð- inu. Þá var samþykkt i tilefni 10 ára afm^elis Landsvirkjunar að veita árlega einum fastráðnum starfs- manni styrk til náms og kynnis- ferðar erlendis, sem að gagni megi koma i starfi þeirra i þágu Landsvirkjunar, en starfsmenn Landsvirkjunar eru nú 235 talsins og þar af 72 fastráðnir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.