Þjóðviljinn - 04.07.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.07.1975, Blaðsíða 12
MOÐVHIINN Föstudagur 4. júli 1975. Skemmtiferðaskipin settu óneit- anlega svip sinn á Reykjavlkur- borg i gærdag, og frá þvl sjónar- miði er mynd Gunnars Steins afar táknræn. A 3. siðu segir nánar frá komu skemmtiferðaskipttnna. Flugráð neitaði Air Viking Fulltrúi Alþýðubanda- lagsins með sérbókun við afgreiðslu málsins Það var fyrst á fundi flugráðs fyrir tæpum hálfum mánuði, að umsókn Guðna var tekin fyrir á- samt umsögn Flugleiða. 1 um- sögn Flugleiða var vitnað til loftferðasamninga og litið sem svo á, að óheimilt væri að veita Air Viking umbeðið flugleyfi. A fyrrgreindum flugráðsfundi var flugmálastjóra falið að leita umsagnar danskra flugmála- sérfræðinga, og var það álit lagt fyrir fund i ráðinu, sem haldinn var á þriðjudaginn var. f umsögn dananna kom fram, að hvaða Islendingur sem er gæti fengið leyfi tii að fljúga til Kaupmannahafnar, með þvi skilyrði, að flogið yrði á IATA- fargjöldum. Umsókn Air Viking hljóðaði upp á að farþegar, sem flogið yrði með, létu bóka sig i flug með ákveðnum fyrirvara, og nefna danir slikan hátt ABC flugmáta, en hann er ekki viður- kenndur i Danmörku. Slikur máti tiðkast aðeins milli Ameriku og Evrópu. — Þetta tvennt, lág fargjöld og reglubundið áætlunarflug, getur ekki farið saman sam- kvæmt þessu, sagði Garðar Sigurðsson, alþingismaður, full- trúi Alþýðubandalagsins i flug- ráði. Sé flogið reglubundið áætl- unarflug þá verður að fljúga þau á IATA-fargjöldum. Hins vegar er hægt að veita Air Viking leyfi til þess að fljúga með hópa manna úr félagasam- tökum, en slfk leyfisveiting er Garðar Sigurðsson Framhald á bls. 10 Flugráð afgreiddi umsögn um beiðni Guöna Þórðarsonar og eða Air Viking um að fá að fljúga með farþega til Norður- landanna fyrir hálfvirði miðað við það, sem nú er, með ábend- ingu til ráðherra um að ekki væri geriegt að veita sllkt leyfi. Fulltrúi Alþýðubandalagsins I ráðinu lét færa til bókar við af- greiðslu málsins, að leyfisveit- ing i einhverju formi til handa Air Viking væri nauðsynleg og hefði m.a. þann kost i för með sér, að koma i veg fyrir einokun á umræddri flugleið. Sumarferð Alþýðubandalagsins: Þessi leið verður farin Sumarferð Alþýðubandalagsins verður farin á sunnudag, 6. júli. Allar upplýsingar um ferðina og afgreiðsla á farseðlum er að Grettisgötu 3, simi 28655. Dragið ekki að sækja farseðla og tryggja ykk- ur far í þessa ódýrustu dagsferð sumarsins. Á sunnudag verður brottför háttað sem hér segir: Keflavik kl. 6.30. Hafnarfirði kl. 7.20 frá Þúfubarði — Nýju bila- stöðinni og i norðurbæ gegnt kaupfélaginu. Kópavogi kl. 7.45 frá Þinghól v/Álfhólsveg. Reykjavík kl. 8.00. Munið: Farseðil, nesti og ferðaskap. Á laugardagsmorgun kl. 8 verður unnið i sjálfboðaliðsvinnu við Þjóðviljahúsið. Slegið verður frá fyrstu hæðinni að innanverðu og mótatimbrið hreinsað. lítti luiummuij Mu v - r i; ^ II Verkföll í Argentínu Verkamenn flykkjast til höfuðborgarinnar BUENOS AIRES 3/7 — Ekkert lát er á verkföllunum I Argentinu og stefna nú margar þúsundir verkamanna til höfuðborgarinnar I þvi skyni að mótmæla stefnu stjórnar Mariu Estelu Peron I launamálum. Verkemenn I Cor- doba, helstu iðnaðarborg lands- ins, hafa hafið verkfall án þess að lýsta þvi yfir hvenær það taki enda og hafa forustumenn verka- lýðssamtakanna óskað eftir fundi með forsetanum i þvi skyni að koma i veg fyrir að verkfallið verði algert um allt landið. Fylking 6000 verkamanna i bilaiðnaðinum er sögð stefna að Buenos Aires úr vestri og mikið lið málm- og hafnarverkamanna stefnir þangað frá La Plata. Lög- reglan hefur skipað miklu iiði á vörð i kringum höfuðborgina, en ekki er vitað hvort hún hyggst varna verkamönnum inngöngu i hana. — Ókyrrðin á vinnumark- aðinum stafar af þvi að stjórnin felldi gjaldmiðil landsins, pesos- inn, um 50% i þvi skyni að draga úr verðbólgunni, og gerðu þá mörg verkalýðsfélög samninga um launahækkun um allt að 150%. Maria Estela Peron forseti hafði þá samninga að engu og ákvað verkamönnum aðeins 50% hækk- un. Horfur um helgina: Meinlaust veður um mest allt land Þegar komið er fram á mitt sumar, hyggja margir að helgar- fcrðum, strax á föstudagskvöidi. Við höfðum þvi samband við veð- urstofuna I gær og spurðum Guð- mund Hafsteinsson veðurfræðing um spána fyrir heigina. Ja, það er nú dálitið erfitt að spá fyrir um alla helgina, núna á fimmtudegi, en mér sýnist að á morgun (föstudag) verði áfram svipað veður og i dag, þ.e. hæg vestlæg átt, þurrt og bjart á N- Austur- og Austurlandi, gæti orðið dálitið norðlægari vindur fyrir norðan og þá jafnvel einhver væta, en á S-Vestur-rlandi og Suð- Framhald á bls. 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.