Þjóðviljinn - 04.07.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.07.1975, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. júli 1975. Alþýðubandalagið Styrktarmenn Alþýðubandalagsins eru minntir á árlegt framlag sitt til flokksins. Giróseölar hafa verið sendir út. Nýir styrktarmenn sendi framlag sitt til skrifstofu flokksins Grett- isgötu 3eöa á hlaupareikning nr. 47901 Alþýðubankanum. Félagsmenn i Útgáfufélagi Þjóðviljans eru minntir á að greiða árgjald sitt til félags- ins, sem er kr. 3000 fyrir árið 1975. — Stjórnin. Alþýðubandalagið i Norðurlandskjördæmi vestra heldur kjördæmisráðsfund á Sauðár- króki laugardaginn 12. júli nk. Fundurinn er haldinn i Villa Nova og hefst kl. 14.00. Stjórn kjördæmisráðs. Fáskrúðsfjörður Almennur fundur verður haldinn i kvöld, föstudag, kl. 9 I Skrúð. Ræöu- menn á fundinum eru þeir Helgi Seljan og Lúðvik Jósepsson. W ÚTBOÐ Tilboð óskast i ál- og/eða stálklæðningu fyrir dagheimili Borgarspitalans. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3. Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtudaginn 14. ágúst 1975 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 ÚTIVISTARFERÐIR Noregsferð 25.-28. júlí Fjögurra daga ferð til Tromsö. Beint flug báðar leiðir. Gist á hóteli m/morgunmat. Bátsferð. Gönguferðir um fjöll og dali. Verð 33.000 kr. Útivist, Lækjargötu 6, sími 14606 Happdrœtti Framkvæmdanefndar Félags heyrnar- lausra og Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra. 1. júli 1975 voru útdregin hjá Borgar- fógetaembættinu i Reykjavik eftirtalin númer i ofangreindu happdrætti: 5518 — 7058 — 9215 — 6672 — 3183 — 8392 — 1266 — 7236 — 7255 — 617. Handhafar framangreinda númera hafi samband við skrifstofu félaganna i Hátúni lOa kl. 9—11 virka daga. Simi 30430. Laus staða Staða skattrannsóknastjóra skv. 3. mgr. 42. gr. laga nr. 68/1971 er laus til umsókn- ar. Umsóknarfrestur er til 1. september 1975. Fjármálaráðuneytið, 9. júli 1975. Auglýsingasíminn er 17500 E f/ÓÐV/Um FYRSTA KONAN Nýskipaður sendiherra Austurrlkis, dr. Hedwig Wolfram, afhenti for- seta tslands I gær trúnaðarbréf sitt aö viðstöddum utanrlkisráöherra, Einari Agústssyni. Þetta er I fyrsta sinn að kona afhendir trúnaðarbréf sem sendiherra á tslandi. Sendiherrann hefur aðsetur sitt I Kaup- mannahöfn. Einar Guðmundsson, skipstjóri: Lýst ekki vel á að eiga að fara að salta síld um borð í bátunum hér við land á haustin Einar Guðmundsson, skipstjóri á Keflvíkingi KE, er einn þeirra skipstjóra, sem stundað hafa sild- veiðar bæði hér við iand og I Norðursjónum yfir sumarmánuð- ina og loðnuveiðar á veturna. Blaðið hafði tai af Einari á fimmtudag og spurði hann álits á framhaldi sildveiða I Norðursjó, hugsanlegum loðnuveiðum yfir sumarmánuðina og þeirri ákvörðun stjórnskipaðrar nefnd- IJtsýn Framhald af bls. 6 og exemsjúklinga og annarra sjúklinga, samkvæmt framlögð- um læknisvottorðum frá sérfræð- ingum. Mál þessarar ferðaskrifstofu svo og annarra ferðaskrifstofa munu áfram verða i athugun hjá gjaldeyrisyfirvöldum. Að lokum skal það tekið fram, að vér höfum þegar hafið samstarf við Ot- lendingaeftirlitið til að sannreyna timalengd hópferða. (Frá gjaldeyrisdeild bank- anna). Yeður Framhald af 12 siðu urlandi ætti að vera hægur vind- ur, sólarlaust, en þurrt. — Nú, ég sé svo sem engin teikn á lofti um að veður breytist mikið um helgina. Það er engin lægð að steypast yfir okkur og ætli það verði ekki svipað veður og i dag alla helgina, það mætti segja mér það, sagði Guðmundur að lokum. —S.dór Flugráð Framhald af 12 siðu einnig háð ákveðnum takmörk- unum. Garðar sagðist hafa látið færa til bókar, að hann liti svo á, að leyfa ætti Air Viking að fljúga hóflega margar ferðir, leigu- flugferðir, á milli Islands og Norðurlandanna, þvi nauðsyn- legt er að Islendingar fái að ferðast á svo ódýran hátt sem kostur er, svo og vegna þess, að ferðir milli landa á ekki að ein- oka. Umsögn flugráðs verður send samgönguráðuneytinu ásamt með bókun Garðars. —úþ ar, að væntanlega leyfðar sild- veiðar hér við land i haust verði bundnar þvl skilyrði, að síldin verði söltuð um borð I veiðiskip- unum. — Það sem islenska flotanum er skammtað I Norðursjónum, að þessu sinni, er ekki nema litið brot þess, sem við veiddum þar i fyrra, sagði Einar, ef rétt er, að við fáum að veiða 6.500 tonn, þar sem aflinn varð 44 þúsund tonn i fyrrasumar, ef ég man rétt. Þessi skammtur er að visu bundinn við að hann fáist austan við 4 gr., en mestur aflinn hefur alltaf fengist þar austan við hvort eð er. Það virðist þvi litil framtið i veiðum i Norðursjónum. — Nú eru menn farnir að tala um loðnuveiðar norðuri ballar- hafi yfir sumarmánuðina. Það er nokkuð, sem ekki hefur verið reynt héðan, eða hvað? — Nei. Þetta er alveg ókannað, og enginn veit hvernig gefst. — Nú varst þú fyrir nokkrum árum á sildveiðum á þessum slóðum, sem hugsað er til með loðnuveiðar. Urðuð þið nokkuð varir við loðnu þarna þá? — Ekki man ég sérstaklega eft- ir þvi. Hins vegar teija leitarskip- in sig hafa orðið vör við loðnu þarna norður frá. Ég held að á siðustu sildveiðiárunum hafi flot- inn aldrei verið svo vestarlega, sem nú er fyrirhugað að reyna loðnuveiðar, i það minnsta ekki eins djúpt og nú er talað um Mér finnst einhvern vegin að um sé að ræða svæðið frá Kolbeinsey og vestur fyrir Húnaflóa, djúpt út. Þarna væri vissulega verkefni fyrir nótabátaflotann, ef loðnan reynist vera þarna i þéttum torf- um, og landstím yrði lengra til hafna norðanlands en oft gerist á loðnuvertið á veturna hér syðra. — Hvernig list þér siðan á að Rannsóknarlögreglan i Hafnar- firði lýsir eftir Sólveigu Frið- finnsdóttur, 32 ára, til heimilis að Herjólfsgötu 14, Hafnarfirði. Sól- veig er 162 sentimetrar á hæð, með ljóst axlasitt hár og klædd i svartar siðbuxur, i svartri rúllu-. kragapeysu og i bleikri blússu ut- anyfir peysunni. Hún er i svörtum skinnjakka, svörtum háum leður- stigvélum og með svarta tösku. Siðast er vitað um ferðir Sölveig- ar á sunnudagskvöldið 29. júni, fara að salta sild um borð I skipunum i haustveðrunum hér við land? — Ekki vel. Að visu er það ger- legt, en þá með miklum tilkostn- aði og auknum erfiðleikum þar sem ekki er um meira magn að 'ræða en þetta, sem um er talað. Ég get ekki séð annað en verið sé að takmarka fjölda veiðiskipa með þessu að miklu leyti. — Söltun um borð hlýtur að kalla á vélar til hausskurðar og slógdráttar? — Að sjálfsögðu. Annars yrðu afköstin sáralitil. — Er það aðallega vegna til- kostnaðarins, sem þér lýst ekki á þetta fyrirkomulag? — Já, og i alla staði. Þetta er orðinn sá timi, sem allra veðra er von og erfitt fyrir miðlungs stóra báta að taka mikið af sild inn. Þetta er þá aðallega fyrir stærstu bátana. Sérðu einhverja skynsamlega leið til að nýta þessi fáu tonn, sem leyft verður að veiða, aðra en þá, sem nefndin hefur bent á? — Ég hefði verið hlyntastur þvi, að leyfum hefði verið úthlutað og mönnum gert skylt að kassa sild- ina og isa hana, og siðan yrði gert það besta úr henni i landi. — En hvaða verkefni gætu þeir bátar stundað, sem nú eru i Norðursjónum, eftir að veiðikvót- inn hefur verið skorinn svo niður? — Tja, td. spærlingstroll og kol- munna, ef eitthvert verð fengist fyrir þessi kvikindi. Einhverjir bátar eru á netum ennþá og salta aflann. útilega á linu kemur til greina. — En þér list sem sagt ekki á það fyrirkomulag, sem ætlunin er að viðhafa við sildveiðarnar i haust? — Mér list ekki nógu vel á það. Ekki með þaö framundan, að ekki verði heimilt að veiða meira magn en nú er talað um. Það væri kannski fyrir sig að útbúa skipin til þess að salta um borð, ef til stæði að veiða meira magn. Mér sýnist þetta vera tilraun til að takmarka veiðarnar og gera öðr- um ókleyft að leggja út i þær en allra stærstu skipunum. — úþ rétt upp úr miðnætti, að hún fór út úr veitingahúsinu Glæsibæ í fylgd með karlmanni. Rannsóknarlög- reglan i Hafnarfirði óskar þess að allir þeir, sem kunna að vita eitt- hvað um feröir Sólveigar siðan þá, hafi samband við rannsóknar- lögregluna, og sérstaklega er mælst til þess að maöur sá, sem var i fylgd með Sólveigu á sunnu- dagskvöldið, gefi sig fram, svo og leigubilstjóri sem kynni að hafa ekið þeim Sólveigu það kvöld. LÝST EFTIR KONU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.