Þjóðviljinn - 04.07.1975, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.07.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Andrés Björnsson útvarpsstjóri: Kynnti sér litasjón- varp hjá norðmönnum Vill enga yfirlýsingu gefa um málið að svo stöddu Andrés Björnsson Þótt forráðamenn rík- isútvarpsins vilji ekkert segja á þessu stigi um væntanlegt litasjónvarp á íslandi, er greinilegt að einhver hreyfing er á því máli bak við tjöldin. Andrés Björnsson út- varpsstjóri er til að mynda nýkominn heim frá Noregi, þar sem hann kynnti sér reynslu norð- manna af litasjónvarpi og fleira. — Já, það er rétt, að ég kynnti mér þetta mál i Noregi, en ég hvorki get né vil gefa neina yfir- lýsingu um litasjónvarp hér á landi að svo komnu máli, sagði Andrés, er við töluðum við hann i gær. — Þetta mál er auðvitað mik- ið rætt innan stofnunarinnar, en það verða ekki við hjá rikisút- varpinu, sem tökum endanlega ákvörðun i málinu, heldur rikis- stjórnin. En allir gera sér grein fyrir, að ekki má dragast mikið lengur að ákvörðun um litasjón- varp verði tekin hér á landi og þá gerð opinber. Það er rétt sem þið hafið sagt, að fólk þarf innan tiðar að fara að endurnýja sjón- varpstæki sin, þannig að ekki má dragast mjög lengi að gefa út þessa yfirlýsingu, sagði út- varpsstjóri. Þrálátar fundasetur komu i veg fyrir að við næðum tali af menntamálaráðherra til að spyrja hann um málið, en auð- vitað verður það hann sem end- anlega sker úr um hvenær byrj- að verður að senda út i lit hjá sjónvarpinu. —S.dór Sigöldu- menn sömdu í gœr t gærmorgun náðist samkomu- lag i kjaradeilu starfsmanna við Sigöldu og júgóslavnesku verk- takanna, Energoprojekt. Hvað kauphækkun viðvikur byggjast samningarnir á ASt- samkomulaginu, en aðalatriði er sérsamningarnir, sem gera þarf fyrir vinnustað eins og Sigöldu- virkjun. I þessum samningum er gert ráð fyrir hærri launagreiðsl- um fyrir hættuleg eða sérlega ó- þrifaleg störf, og eins er tekið til- lit til einangrunar þeirrar, sem starfsmenn þar efra búa við. Samningarnir gilda eins og aðr- ir kjarasamningar, sem gerðir hafa verið i vor, til áramóta. —S.dór Skemmtiferðaskipum fœkkar Sœkja ekkert í land nema vatn og lax — þrjú komu í gœr til Reykjavíkur Nú eru erlendu skemmtiferða- skipin farin að setja svip sinn á ytri höfnina og i gærkvöidi voru þrjú skip i Reykjavik, Kungs- holm, Evrópa og Sagafjórd. t morgun átti svo Regina Maris að leggja að Ægisgarði, en hún er að koma frá Akureyri. Evrópa var við bryggju inni i Sundahöfn, en Kungsholm og Sagafjord lágu við ytri höfnina. Skipin hafa yfirleitt eins dags viðdvöl og áttu að halda á haf út i gærkvöldi. Tómas Zoega framkvæmda- stjóri Ferðaskrifstofu Zoega sagði i viðtali við blaðið, að i- Kungsholm og Evrópu, sem eru á vegum ferðaskrifstofunnr, væru samtals um 1100 manns og kæmu þeir flestir i land. Farþegar i Kungsholm eru flestir bandarisk- ir og margir við aldur og koma þvi ekki allir i land. Evrópa er á leið til Noregs og norður i íshaf með þjóðverja. Sagafjord er á leið til Bandarikjanna, en skipið er hér á vegum Úrvals og Eim- skips. Tómas sagði, að talsvert hefði dregið úr ferðum skemmti- ferðaskipa hingað, einkum var fækkunin frá þvi i hitteðfyrra þar til i fyrra mjög mikil, og rekja menn hana til oliukreppunnar. Mikið af þýsku skipunum, sem hingað komu i hitteðfyrra, hafa nú verið seld og sigla ekki lengur Eitt skipanna lagðist aö viö Sundahöfnina, en þaö er sjaldgæft aö sllk skip leggist uppaö: oftast liggja þau úti á sundunum en smábátar ferja fólkiö I land. — Myndir AK Skipin tvö lágu úti á ytri höfninni f gærmorgun og feröalangarnir settu svip sinn á mannlifið viö höfnina og viöar um bæinn I gær. Ver fer aftur á veiðar Eins og kom fram f fréttum i vor, var togaranum Ver frá Akra- nesi lagt, löngu áður en til verk- fallsins á stóru togurunum kom, og var þetta einn af mörgum lið- um i þrátefli togaraeigenda svo- kallaðra og rikisstjórnarinnar. Þetta athæfi þeirra hafði i för með sér mikið og alvarlegt at- virtnuleysi á Akranesi. Nú vona menn hinsvegar að úr rætist, þar sem búið er að ráða á- höfn á togarann, og mun hann halda til veiða innan tiðar. —S.dór á þessum slóðum. Fimm skemmtiferðaskip eru ókomin hingað i sumar á vegum ferða- skrifstofu Zoega, og erþað svip- aður fjöldi og i fyrra. Litið eða ekkert munu skipin sækja i land annað en vatn og svo stundum nýjan fisk, einkum lax, sem far- þegunum er siðan boðið upp á eft- ir að skipin fara héðan. Halldór Sigurðsson hjá Ferða- skrifstofu Rikisins sagði, að Regina Maris væri væntanleg til Reykjavikur fyrir hádegið i dag, en hún kemur hingað frá Akur- eyri. Regina Maris hefur komið hingað oft undanfarin sumur, en hún fer frá Noregi til Þýskalands með viðkomu hér. Hún á eftir að koma hingað tvisvar ennþá i sumar. Einnig er von á stóru þýsku skemmtiferðaskipi um miðjan júli á vegum Ferðaskrif- stofu Rikisins. þs Framsóknarmaður skal það vera: „Samgönguráðherra misbeitir húsbóndavaldi” Snemma á þessu ári var stöövarstjórastaöan hjá Pósti og sima i Hveragerði auglýst iaus til umsóknar. Þegar um- sóknarfrestur rann út, kom i ljós aö milli 20—30 manns höföu sótt um þetta starf. Sá umsækj- andi, sem stöðuna fékk, er Garðar Hannesson, áður stöðvarstjóri i Aratungu. Nokkurt kurr hefur verið meðal simamanna vegna þess- arar stöðuveitingar, og telja menn, að þarna hafi samgöngu- ráðherra, Halldór E. Sigurðs- son, látið flokkslit en ekki starfsreynslu ráða við val i stöð- una. Þau eru nú orðin allmörg dæmin á þessu ári um pólitiskar embættisveitingar Framsóknar og má minna á stöðuveitingar á Veðurstofunni og við Útvegs- bankann, þar sem flokkslitur var tekinn fram yfir starfs- reynslu. Hér fer á eftir ályktun, sem gerð var á aðalfundi Félags is- lenskra símamanna 25. april sl., þar sem veitingunni er mót- .mælt: „AðalfunduiF.Í.S., haldinn 25. april 1975, vitir harðlega mis- beitingu veitingavalds hjá Pósti og sima við veitingu simstjóra- stöðunnar i Hveragerði, þar sem samgönguráðherra mis- beitir húsbóndavaldi sinu á hinn ósvifnast hátt til að umbuna sauði úr hjörð sinni á kostnað fjölmargra ágætra og reyndra starfsmanna úr ýmsum deild- um félagsins. Fundurinn átelur harðlega af- stöðu starfsmannaráðs Pósts og sima, sem ýmist metur hærra eða leggurað jöfnu 12 eða 13 ára starfsaldur þess, sem stöðuna hlaut, og allt að 30 ára starfsald- ur annarra umsækjenda, sumra með ára og áratuga langa stjórnunarreynslu af ýmstu tagi að baki. Fundurinn litur á þau rök, sem fram hafa verið borin til réttlætingar þessari afstöðu, sem aumlegt yfirklór. Sérstak- lega telur fundurinn vitavert, að fulltrúar F.t.S. i starfsmanna- ráði skuli engan ágreining hafa gert um þessa afgreiðslu. Siðast en ekki sist harmar fundurinn metnaðarleysi póst- og simamálastjóra', að láta i raun draga úr höndum sér veit- ingarvaldið frekar en orðið er að lögum”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.