Þjóðviljinn - 04.07.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 4. júli 1975. ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 9
Þessa mynd tók AK af þeim Hreini og óiafi Vigni á æfingu I fyrradag
Hreinn Líndal í söngför
llreinn Lindal, tcnórsöngvari,
er uni þessar mundir að leggja
upp i söngferð um landið. Fyrstu
tónleikar hans verða á Kirkju-
bæjarklaustri i dag, föstudag, sið-
an i Vik i Mýrdal á laugardag nk.
A sunnudag vcrða tónlcikar i Ár-
nesi, daginn eftir á Flúðum og
liinn 8. júli á Selfossi. Hinn 10. júli
vcrða tónleikar Ilreins að Höfn i
llornafirði og þann 12. i Keflavik.
Allir tónleikarnir hefjast kl. 9.30
siðdegis nema i Keflavik og á Sel-
fossi, þar sem þeir hefjast kl. 7.
Hreinn Lindal hefur litið sungið
hérlendis. Hann er keflvikingur
að uppruna og var fyrsti nemandi
Mariu Markan eftir að hún kom
heim frá Ameriku og hóf hér
söngkennslu. Að loknu 2 1/2 árs
námi hjá henni, hélt hann til
ltaliu og var þar við nám i Róm til
ársins 1968. A árunum 1970—73
var Hreinn fastráðinn tenór við
óperuna i Vin en hefur um skeið
dvalið hér heima og notað þá tim-
ann til að fara að nýju i söngtima
hjá Mariu Markan.
Undirleikari á tónleikum
Hreins verður Ólafur Vignir Al-
bertsson en á efnisskránni verða
verk eftir Pál tsólfsson, Emil
Thoroddsen, Karl O. Runólfsson,
Grieg, Schubert og ýmis klassisk
ariulög.
Laus staða
Staða forstöðumanns Heilbrigðiseftirlits
rikisins er laus til umsóknar. Staðan veit-
ist frá 1. október næstkomandi. Umsækj-
endur skulu vera læknar, eða dýralæknar
með sérmenntun i heilbrigðisfræði, menn
með háskólapróf i heilbrigðisfræði, eða
aðra háskólamenntun, er fullnægir kröf-
um um sérþekkingu i heilbrigðiseftirliti að
mati ráðherra.
Umsóknir sendist heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu fyrir 15. ágúst 1975.
Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið
2. júli 1975
auglýsir
□
D
□
□
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
&
oDaDODDDDaDaaoDDDDDaDDDDaDaaaDDDDaaaDaaDDDDDD
Fatnaður i saumarferðina.
Flauels jakkar. Leðurlíkis-
jakkar. F I aueIsbuxur .
Terelynbuxur. Gallabuxur.
Skyrtur, úlpur, peysur, nærföt
og sokkar.
Laugavegi 71
Sími: 20141
Kveðja frá Í.S.Í.
Þorgiís Guðmundsson
F. 4. des. 1892. D. 26. júnl 1975
1 dag er jarðsettur Þorgils Guð-
mundsson, frá Valdastöðum i
Kjós, sem lést i Reykjavik 26. júni
s.l. 83 ára að aldri.
Þessi mæti maður kom mjög
við sögu iþrótta og ungmenna-
hreyfingarinn um meira en
hálfrar aldar skeið.
Frá æsku og fram til hinstu
stundar var hann iþróttamaður
og iþróttavinur af lifi og sál.
Hann var einn af þeim sem
stofnaði Ungmennafélagið
Drengur i Kjós 1915, þá ungur að
aldri og starfaði i þvi til 1921 að
hann fór að utan til náms i iþrótt-
um i Danmörku. Að námi loknu
flutti hann i Borgarfjörð og tók
þar upp sömu háttu og hann hafði
áður haft i Kjósinni að vinna að
iþrótta og ungmennafélagsmál-
um og var þar tvisvar kosinn for-
maður Ungmennasambands
Borgarfjarðar.
Til þess að verða enn hæfari til
þess að sinna áhugamálum sin-
um en áður, fór hann aftur ut-
an til framhaldsnáms i iþróttum
að þessu sinni til Noregs og Dan-
merkur veturinn 1929-1930.
Að þvi námi loknu réðist hann
sem iþróttakennari við Reyk-
hóltsskóla i Borgarfirði og þar
var hann sem slikur til ársins
1947, að hann fluttist til Reykja-
vikur og hóf störf i skrifstofu
Fræðslumálast jóra.
1 stjórn tþróttasambands Is-
lands var hann kjörinn sem full-
trúi Vestfirðingafjórðungs árið
1943 og átti sæti i stjórninni til
ársins 1948 er annar maður tók
það sæti hans vegna brott-
flutnings Þorgils úr Vestfirðinga-
fjórðungi.
Árið 1949 var lögum tþrótta-
sambands Islands breytt og i stað
fulltrúa fjórðungssambandanna
kom sambandsráð l.S.t. og i stað
stjórnar I.S.t. kom Fram-
kvæmdastjórn; þá var Þorgils
Guðmundsson kosinn gjaldkeri
sambandsins, og var i þvi starfi i
eitt ár.
011 sin störf fyrir iþrótta- og
ungmennafélagssamtökin vann
hann af áhuga, mikilli nákvæmni
og samviskusemi og gat þvi eigi
ekki öðruvisi farið en hann hlyti
margskonar sóma af.
Þorgils var gerður að heiðurs-
lélaga Ungmennafélagsins
Drengur i Kjós og i Ungmenna-
sambandi Borgarf jarðar.
Heiðursfélagi tþróttasambands
tslands var hann kjörinn árið
1953.
Hér að framan hafa verið rakin
helstu afskipti Þorgils af félags-
málum; má bæta þvi við að hann
var keppandi og mikill afreks-
maöur á sviði iþrótta, gliminn vel,
enda glimukennari Glimufélags-
ins Ármanns um árabil,og fim-
leikamaður var hann svo af bar,
svo eigi sé gerð skil getu hans i
frjálsum iþróttum.
Nú þegar Þorgils Guðmundsson
er allur má þess minnast að þar
var á ferð hinn sanni iþrótta-
maður. Fáir munu þeir vera, sem
fylgt hafa á jafn rikan hátt boð
orði iþróttamannsins „Heilbrigð
sál i hraustum likama”. Þetta
hvorttveggja sameinaðist hjá
Þorgils. Fimleiki hans og snilli
sem iþróttamanns var mótuð af
skapgerð hans er einkenndist af
drenglyndi og heiðriku hugarfari.
lþróttahreyfingin stendur i
mikilli þakkarskuld við Þorgils
Guðmundsson: mun minning
hans lifa i hugum þeirra er þeim
málum sinna og með honum
störfuðu, sem hin sanna fyrir-
mynd.
iþróttasamband islands
Blómabúðin MÍRA
Suðurveri, Stigahlið 45-47, simi 82430
Blóm og gjafavörur í úrvali.
Opið alla daga og um helgar.
Blikkiðjan
Ásgarði 7,
Garðahreppi
Önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
SIMI 53468
Þjóðviljinn vekur athygli á
að blaðið er selt á nær hundrað (100) stöðum um allt land,
þannig að þeir sem hafa áhuga geta fengið Þjóðviljann
hvarvetna á ferðalögum í sumar.