Þjóðviljinn - 04.07.1975, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. júll 1975.
MÚÐVIUINN
MÁLGAGN SÓ'SIALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
btgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Kari Haraidsson
Umsjón meö sunnudagsblaði:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
MÆLIKVARÐI
Um þessar mundir er verið að f jalla um
reikninga Reykjavikurborgar fyrir árið
1974 i borgarstjórn. Það sem mesta at-
hygli vekur i þessum reikningum er
óstjórnin og aðhaldsleysið á flestum svið-
um rekstrarútgjaldanna. Hins vegar er
viða naumt skorið fjárframlagið til fjár-
festingar, en þó er ástandið hvergi hróp-
legra en i málefnum aldraðra. Borgar-
stjórn hafði samþykkt á sl. ári að verja 85
milj. kr. i hús handa öldruðum við Furu-
gerði í Reykjavik. Nú þegar reikningarnir
koma fram sést að ekki hefur verið unnið
fyrir fjórðunginn af þessari upphæð. Þar
ríkir aðhald og sparsemi!
Hvergi kemur skilningsleysi ihaldsins á
félagslegum vandamálum betur fram en i
málefnum aldraðra. Hvergi er van-
rækslan hróplegri; hundruð og aftur
hundruð eru á biðlistum elliheimilanna og
biðlistar eru meira að segja orðnir til
vegna elliheimila sem ekki er farið að
byggja.
í þessum efnum er ekki spurning um
fjárskort heldur er spurningin enn og aft-
ur og einvörðungu um pólitisk viðhorf.
Ráðamenn Sjálfstæðisflokksins i Reykja-
vik og nú i rikisstjórn hafa engan áhuga á
þvi að leysa fram úr þessum vandamálum
vegna þess að þeir hafa ekki skilning á þvi
að hér er að sjálfsögðu um algert for-
gangsverkefni að ræða. Þjóðfélag sem er i
álnum eins og islenska þjóðfélagið má
ekkert til spara til þess að aldraða fólkinu
sé gert sem bærilegast að takast á við
vandamál ellinnar i hvaða formi sem þau
birtast.
Á valdatima vinstristjórnarinnar tókst
að koma launamálum aldraðra i betra
horf en áður hafði verið; þar var raunar
um algera stökkbreytingu að ræða frá þvi
sem verið hafði i valdatima viðreisnar-
stjórnar Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins. En kjaramál aldraðra eru ekki
allt; aldraðir þurfa á hjúkrun og alls
konar ummönnun að halda. Slik ummönn-
un verður þvi miður sjaldnast veitt svo að
vel sé af nánustu aðstandendum eingöngu
i heimahúsum. Þess vegna verður að
koma til félagsleg aðstoð.
Aðbúnaður aldraðra, kjaramál þeirra
og aðhlynning, eru mælikvarði á siðrænt
stig ráðamanna hvers samfélags. Skortur
á aðhlynningu aldraðra i Reykjavik er
ljótur blettur á borgaryfirvöldum; dæmið
um húsið i Furugerði sem áður var frá-
sagt er blátt áfram hróplegt hneyksli.
Ekkert minna.
ÞARNA ERU „ÞRÝSTIHÓPARNIR” AÐ VERKI
í reikningum Reykjavikurborgar sem
nefndir voru i forustugreininni hér á und-
an kemur ákaflega glöggt fram sú fjár-
málaóstjórn sem einkenndi ihaldið á
kosningaárinu 1974, einkum við rekstur
borgarinnar. Þá var opnuð bein leiðsla
milli kosningasjóðs Sjálfstæðisflokksins
og borgarsjóðanna og allar hirslur rifnar
upp á gátt. Þessi afstaða ihaldsins til opin-
berra fjármuna er i beinu sambandi við
afstöðu ihaldsins til félagslegrar forustu
yfirleitt. íhaldið er andvigt hvers konar
félagslegum athöfnum, og þess vegna er
það stefna ihaldsins að nota aðstöðuna i
sveitarstjórnum eða í ríkisstjórn þegar
tækifæri gefst til þess að veita gæðing-
um flokksins, „einkaframtakinu”, aðgang
að opinberum fjármunum að vild. Þarna
eru komnir „þrýstihóparnir” sem Vísir
kallar svo. Þessir „þrýstihópar” einka-
framtaksins og braskaranna fá öllu sinu
framgengt i verðhækkunum eða annarri
fyrirgreiðslu þegar ihaldið er við völd, og
þó alveg sérstaklega á kosningaári. —s.
KLIPPT...
Hinir nýju
bandamenn
Morgunblaðsins
Mikil umbrot eiga sér nú stað
i háhýsinu við Aðalstræti. Rót
virðist komið á skoðanir starfs-
manna þar hvað varðar alþjóð-
amál og hugsanlega banda-
menn i styrjaldarátökum. Þessi
umbrot hafa loks séð dagsins
ljós i forystugreinum Morgun-
blaðsins siðustu tvo daga. Fyrri
greinin hét „Blekking?” Þar
segir m.a. um þróun samskipta
austurs og vesturs eftir strið:
„Þvi hefur jafnvelverið sleg-
ið föstu, að kalda striðinu væri
lokið og nýtt timabil væri fram-
undan i samskiptum lýðræðis-
rikja Vesturlanda og kommún-
istarikja Austur-Evrópu.”
Ein þegar Ieiðarahöfundurinn
gáir betur að, þá kemst hann að
þvi að kalda striðinu sé alls ekki
lokið (enda samrýmist það ekki
málflutningi blaðsins) og bendir
á að „fyllsta ástæða er til að
gæta varúðar i þessum efnum
og sýna meiri varkárni I sam-
skiptum við Sovétrikin en
margir aðilar á Vesturlöndum
hafa haft tilhneigingu til að sýna
á undanförnum árum.” Þarna
er leiðarahöfundurinn væntan-
lega að sneiða að utanrikisráð-
herra fyrir of breið bros i
Bjarmalandsförinni s.l. vetur.
Eftir þessi „blekkingar”-skrif
2. júli taldi maður, að þrátt fyrir
vangaveltur um friðsamlega
sambúð, héldi leiðarahöfundur
gamla góða kaldastriðsstrikinu.
En margt breytist á einni nóttu.
Þann 3. júli birtist annar leið-
ari um alþjóðamál undir fyrir-
sögninni: „Hinir nýju banda-
menn”. Þá opnast nýjar leiðir i
alþjóðamálum og leiðarahöf-
undurinn eygir andsvar við ein-
angrun Bandarikjanna og upp-
lausn innan Nato. Fundinn er
nýr bandamaður langt i austri.
Morgunblaðið segir:
„En hvað sem um það er, þá
er það ný staðreynd i alþjóða-
máium, að aðildarriki Atlants-
hafsbandalagsins og kommún-
istastjórnin i Kina eiga sameig-
inlegra hagsmuna að gæta
frammi fyrir heimsvaldastefnu
Sovétrikjanna, að þessir aðilar
hafa gert sér grein fyrir gildi
þess að efla samstarf sin á milli,
og að eins ótrúlegt og mönnum
kann að virðast það, þá eiga
aðildarriki Atlantshafsbanda-
lagsins nýjan bandamann i
austri, sem er Mao formaður og
stjórn hans i Peking.Þessi eftir-
tektarverða staðreynd á áreið-
anlega eftir að breyta mörgu
um þróun alþjóðamála á næstu
árum og áratugum.”
Vissulega breytir þetta
mörgu, þessi eftirtekarverða
staðreynd. Nú mun Morgun-
blaöiö hætta að tala um gulu
hættuna og taka að verja gerðir
Mao-ista um viða veröld. Nú eru
Mao-istar i Portúgal sem hvað
harðast eru sagðir berjast gegn
ritfrelsi, mannréttindum og lýð-
ræði orðnir bandamenn Morg-
unblaðsins. Vænta, má fljót-
lega þegar blaðið hefur aðlagað
sig breyttum aðstæðum i al-
þjóðamálum, að þá hætti það að
fárast yfir banninu á útgáfu
Republika, enda útgefendur
þess hinir verstu endurskoðun-
arsinnar samkvæmt kenningu
mao-formanns.
Það er aftur á móti ekki hægt
að ætlast til þess að sérfræðing-
ar Morgunblaðsins i alþjóða-
málum átti sig á þvi að stefna
Mao i utanrikismálum og til-
raun hans til vinsamlegra sam-
skipta við Vesturlönd miðar
fyrstog fremst að þvi að ná góð-
um tengslum við EBE-rikin og
ná Vestur-Evrópurikjunum sem
bandamanni gegn yfirgangi
beggja risaveldanna i austri og
vestri. Markmið kinverja i ut-
anrikispólitik stefnir i þá átt, að
Sovétrikin og Bandarikin ein-
angrist, en Kina, EBE, Japan
og fleiri uppvaxandi veldi geti
breytt núverandi stöðu. En
Morgunblaðið sér ekki að upp
geti komið sjálfstæð afstaða hjá
vestrænu riki gagnvart Banda-
rikjunum og liklegra er að það
blað teldi ákjósanlegra að ts-
land fylgdi Bandarikjunum i
einangrunina, fremur en halda i
tengslin við Evrópu.
Stjórnkœnska
Sama daginn og landhelgis-
nefnd kom saman til að fjalla
um fyrirhugaða útfærslu land-
helginnar i 200 mílur birtir aðal
stjórnarmálgagnið kjallara-
grein á heiðursstað i blaðinu,
þar sem lagst er gegn einhliða
útfærslu i 200 milur. Hinn kon-
unglegi „skribent” Morgun-
blaðsins Einar Haukur Ás-
grimsson boðar þar að „læra
verði af reynslunni” og segir:
„Með þvi að lýsa yfir einhliða
200 milna útfærslu getum vér
hins vegar slegið öll tromp úr
eigin höndum og hrundið af stað
viðskiptastriði, sem vér gætum
átt i árum saman á sumum vor-
um bestu mörkuðum.”
„Sýndum vér hins vegar
stjórnkænsku og frestuðum ein-
hliða útfærslu og settum fram á-
kveðna samningskosti um tak-
mörkun afla Evrópuþjóða næstu
árin, kæmi það andstæðingum
vorum i opna skjöldu.” Þannig
byrjar Morgunblaðiö úrtölur
áður en útfærslan i 200 milur
hefur verið .timasett og leggur
upp i hendur andstæðinga okk-
ar, að ekki sé nein eining um út-
færslu vegna markaðshags-
muna.
En hinn konunglegi „skri-
bent” lætur ekki við þetta eitt
sitja. Hann þarf lika að sneiða
að meðráðherrum Sjálfstæðis-
flokksins. Þannig liður ekki sá
dagur, að ekki sé annað stjórn-
armálgagnið að litilsvirða ráð-
herra samstarfsflokksins.. Ein-
ar Haukur lýkur grein sinni
þannig:
Framtaksleysi
Sannleikurinn er sá, að sú
fullyrðing, að málefnasamning-
urinn bindi hendur ráðherr-
anna, er i hæsta lagi afsökun til
þess höfð að bera i bætifláka
fyrir framtaksleysi viðkomandi
ráðherra. Ekki á það við neinn,
þvi ekki verður betur séð, en
landhelgismálið heyri undir
fjóra ráðherra.”
Á sama tima og Morgginn sér
ástæðu til að birta slika grein,
Hinn konunglegi skrtbent.
sér blaðið ekki ástæðu til að
birta skorinorða ályktun E'élags
áhugamanna um sjávarútvegs-
mál um landhelgismálið. Súá-
lytkun virðist ekki eiga náð hjá
Morgunblaðinu, enda þar varað
við undansláttarsamningum við
útlendinga.
óre.
Mao tekur á móti Marco forseta
Filippseyja i Peking. Marco
hefur verið dyggasti leppur
Bandarikjanna i Sa-Asiu.
... OG SKORIÐ
Hinir nýju bandamenn Morgunblaðsins, Mao-istar f Portúgal veifa
fánum og krefjast afnáms lýðréttinda.