Þjóðviljinn - 04.07.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.07.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Föstudagur 4. júli 1975. Sjómenn: Óánægja með orlofsmálin Ebbe Groes formaöur NAF setur ársfundinn I Reykjavik 1975. Starf Norræna samvinnu- sambandsins eykst Nýlega var haldinn hér i Reykjavik ársfundur Norræna samvinnusambandsins (NAF). Starfsemi NAF beinist nær öil að þvi aö annast innkaup fyrir aö- ildarsamböndin. i þeim tilgangi rekur félagið innkaupaskrifstofur viða um heim, sem sérhæfa sig i aö ná sem hagstæðustum inn- kaupum, hver á sinu markaðs- svæði. I skýrslu um reksturinn 1974 kemur fram að heildarveltan hafði aukist á árinu um 28%. Þó að hækkunin stafaði að einhverju leyti af verðhækkunum, var aðal- orsökin vaxandi innkaup á ýms- um vörutegundum. 1 skýrslunni kemureinnig fram að hjá öllum samböndunum var um aukningu að ræða, en mest var hún þó hjá SIS eða 56%. Nýir ávextir og kaffi eru þær vörutegundir sem NAF kaupir mest af. Þetta eru einnig þær vörutegundir sem SIS flytur inn mest magn af. Iðnaðarmál eru jafnan ofarlega á baugi hjá NAF. A vegum þess starfa nú þrjú samnorræn iðn- fyrirtæki. Þessar þrjár verk- smiðjur framleiddu á árinu 1974 vörur fyrir um 319 milj. danskra króna. Á siðasta ári fór fram rækileg könnun á þeirri hugmynd að sameina efnaverksmiðjur samvinnumanna á Norðurlönd- um undir nafninu Nordtend, i þeim tilgangi að ná stærri mark- aðshlutdeild i hreinlætis- og snyrtivörum. Þá kom fram að SIS er að Gunnar Hallgrimsson starfs- maður Sjómannafélags Reykja- vikur hafði samband viö blaðið vegna skrifa þess um að óánægju hefði gætt með togarasamn- ingana í Sjómannafélagi Reykja- víkur. Gunnar kvaðst sjálfur hafa lagt samningana fyrir fundinn og hefði hann margskorað á fundar- menn að láta i ljós gagnrýni á fundinum á gerða samninga. Á fundinum voru 64 menn og kom ekki fram nein viðtæk óánægja meðal fundarmanna i ræðuhöld- unum. A fundinum kom hins veg- ar fram mikil gagnrýni á rikjandi ástand i orlofsmálum sjómann- opna hér i Reykjavik húsgagna- verslun þar sem seld verða 3K húsgögn en það er framleiðsla trésmiðaverkstæða þriggja kaup- félaga á Suðurlandi. Formaður NAF er Ebbe Groes frá Danmörku en framkvæmda- stjóri er Lars Lundin frá Sviþjóð. Samhliða fór fram ársfundur NAE sem er útflutningsfyrirtæki samvinnumanna. Meginmarkmið þess er að annast útflutning á ýmsum vörum fyrir Norðurlönd- in. Litill ágóði var á rekstri þessara sambanda, enda er það ekki ætl- unin, heldur að ná sem hagstæð- ustum kjörum fyrir aðildarfélög- in á hinum almenna heimsmark- aði. anna. Þá hefði verið gagnrýnd ein grein samninganna. Að öðru leyti taldi Gunnar að ekki hefði komið fram óánægja á fundinum. Sagði hann að samninganefnd sjó- manna hefði verið þakkað gott starf að kjarasamningum togara- háseta. 179 íslend- ingar hjá hernum Að gefnu tilefni vegna blaða- skrifa undanfarið um atvinnu fyrir islendinga hjá varnarliðinu á Keflavikurflugvelli vill varnar- máladeild hér með upplýsa eftir- fárandi: A timabilinu 1. april til 30. júni þessa árs voru samtals 179 islend- ingar ráðnir til starfa hjá varnar- liðinu, þar af i sumarafleysinga- störf 150. A sama tima i fyrra voru samtals ráðnir 83 islending- ar i vinnu hjá varnarliðinu, þar af 65 til sumarafleysingastarfa. Hér er eingöngu um að ræða þá, sem ráðnir eru beint til varnar- liðsins, en ekki þá, sem ráðnir hafa verið til islenskra verktaka á Keflavikurflugvelli, en þar er einnig um aukningu að ræða þeg- ar á heildina er litið. Á söguslóö- um Laxdælu Yfirfærslubanni á Útsýn aflétt Trygginga- eftirlitsmenn frá Noröurl. þinguðu Dagana 9,—11. júni var haldið i Reykjavik 25. norræna tryggingaeftirlitsmótið, en tryggingaeftirlit Norðurlanda hittast á hverju ári til þess að skiptast á skoðunum og ræða málefni, er varða vátryggingar- starfsemina og eftirlit með vá- tryggingafélögum. var mótið haldið hér á landi i fyrsta sinn nú. Þátttakendur voru 18, forstöðu- menn og aðrir yfirmenn þeirra stofnana á Norðurlöndum, er lög- um samkvæmt hafa eftirlit með vátryggingarstarfseminni. Á mótinu voru að venju lagðar fram og ræddar ýtarlegar skýrslur um það helsta, sem átt hefur sér stað á þessu sviði frá seinasta þingi, en auk þess var m.a. til umræðu endurskoðun hjá vátryggingafélögum og þáttur tryggingaeftirlits i slikri reglu- legri endurskoðun. Einnig var rædd þátttaka Danmerkur i sam- starfi aðildarlanda Efnahags- bandalags Evrópu á sviði trygg- ingaeftirlitsmála, og undirbún- ingur aö þátttöku Norðurlanda i Evrópuþingi tryggingaeftirlita. Slikt þing er haldið 4. hvert ár og verður næst i Vin 1977. Ferðaskrifstof- urnar undir eftirliti hjá gjaldeyrisyfir- völdum Svo sem kunnugt er voru gjald- eyrisyfirfærslur til Feröaskrif- stofunnar útsýnar stöðvaðar þann 13. þ.m. Hér var um að ræða stöðvun á yfirfærslum til ferða- skrifstofunnar vegna hótelkostn- aðar og annars sameiginlegs kostnaðar i hópferðum, en yfir- færslur til farþega voru heim- ilaðar svo sem áður. Nú hefur á ný veriö opnað fyrir gjaldeyris- yfirfærslur til nefndrar ferða- skrifstofu. Mál ferðaskrifstofunnar hafa verið i sérstakri athugun hjá gjaldeyrisyfirvöldum að undan- förnu og hefur forstjóri ferða- skrifstofunnar lagt fram umbeðin gögn til skýringar á gjaldeyris- málum hennar. Gögn þau, sem hér um ræðir, hafa staðfest að nefnd ferðaskrifstofa hefur brotið ýmsar gjaldeyrisreglur, svo sem reglur Gjaldeyrisdeildarinnar um hópíerðir. Yfirfærslubanninu er aflétt á grundvelli þeirrar yfir- lýsingar forstjóra Útsýnar, að gjaldeyrisreglur muni verða haldnar i framtiðinni, svo sem á- kvæðið um að selja ekki lengri hópferðir en tveggja vikna. Að gefnu tilefni viljum vér taka það fram, að Gjaldeyrisdeild bankanna hefur i nokkrum tilvik- um veitt undanþágur til lengri dvalar en. tveggja vikna gegn framlögðum læknisvottorðum og skal það tekið fram að hópferð sú, sem farin er nú á vegum Ferðaskrifstofunnar útsýnar til Spánar og stendur i 3 vikur er ein- göngu heimiluð vegna psoriasis Framhald á bls. 10 Tíminn stilltur Sverrir Skarphéöinsson, sim- virkjaverkstjóri, Haildór E. Sig- urðsson, ráðherra, Páll V. Dani- elsson, forstjóri og „fröken klukka”. (Mynd: Friðrik Lind- berg). Útivist ráðgerir ferð á sögu- slóðir Laxdælu um helgina. Lagt verður af stað á laugardagsmorg- un 5. júli kl. 8 og komið heim á sunnudagskvöld. Gist verður i svefnpokaplássi á Laugum. Leiðsögumaður i ferðinni verður Einar Kristjánsson, skóla- stjóri, en hann er meðal fróðustu manna um Dalina og sögusvið Laxdælu. Eyjólfur Halldórsson, þrautreyndur ferðamaður og Dalamaður verður Einari til að- stoðar. önnur helgarferð Útivistar verður á Goðaland (Bása) og verður gist þar i tjöldum og geng- ið um nágrennið undir leiðsögn Jóns I. Bjarnasonar. Á laugardag og sunnudag verða svo eftirmiðdagsgöngur um Katlagil — Seljadal og Trölla- dyngju — Grænudyngju. Brottför i þær ferðir er kl. 13. Ritgerðasamkeppni um stöðu konunnar 1 tilefni kvennaárs hefur vcrið ákveðið á vegum menntamála- ráðuneytisins að efna til ritgeröa- samkeppni fyrir ungt fólk á aldr- inum 15—20 ára. Ritgerðarefniö er Staða konunnar i þjóðfélaginu, en vcrðlaun eru ferð og vikudvöl i höfuðstöðvum Sameinuðu þjóð- anna i New York. Samstarfsnefnd um kvennaár Sþ átti hugmyndina að þessari samkeppni og fór þess á leit við menntamálaráðuneytið að það gengist fyrir henni i samráði við Nýtt verktakafélag Félagar úr Rafvirkjafélagi Vesturlands hafa stofnað með sér nýtt hlutafélag, sem hlaut nafnið Rafverktakar Vesturlands h/f. Lögheimili þess og varnarþing cr á Akranesi. I stofnsamningi segir, að til- gangurinn með stofnun félagsins sé að vera ávallt tilbúið til að taka að sér stærri verkefni i raívirkjun á félagssvæðinu, sem einstakir rafvirkjar ættu siður kost á. Eftirtaldir menn voru kjörnir i stjórn félagsins: Sigurdór Jó- hannsson, Akranesi, formaður, Einar Stefánsson, Búðardal, rit- ari, Haraldur Gislason, Stykkis- hólmi, meðstjórnandi. Félag Sameinuðu þjóðanna á Is- landi. Þessir þrir aðilar skipuðu i dómnefnd, til að gera tillögur um tilhögun samkeppninnar og dæma ritgerðir þær sem berast. Frá Félagi Sameinuðu þjóðanna var skipuð Elin Pálmadóttir, blaðamaður, sem er formaður, frá kvennasamtökunum dr. Guðrún P. Helgadóttir, skóla- stjóri og frá menntamálaráðu- neytinu Hrafnhildur Stefánsdótt- ir, stjórnarráðsfulltrúi. Samkeppnin hefur nú verið auglýst. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember nk., en ætlunin er að verðlaunahafi fari til Sameinuðu þjóðanna meðan allsherjarþingið stendur yfir. En ritgerðum á að skila til menntamálaráðuneytis- ins og er æskileg lengd þeirra 1200—1500 orð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.