Þjóðviljinn - 13.07.1975, Page 3

Þjóðviljinn - 13.07.1975, Page 3
Sunnudagur 13. júli 1975. i»JÓÐVILJINN_— SÍÐA 3 Lækjartorg 1918 Og við vitum það er djöfullinn sem ræður.... torgum Feneyja undir bláhvitri himinskálinni og sjá i huganum þá tið þegar þar var nafli viðskiptanna, tengipunktur milli fjarlægra heima austurlanda og Evrópu. Hvað væru borgir mið- austurlanda án torganna, þessara furðulegu samkomu manna, dýra og varnings? Og torgið er meira. bar er lika skóli. Þar læra menn hegðun, verslun, fölsun, alúð, munúð, mannúð. Menn bera ekki sorg á torg. Torgið er svið hins græsku- lausa eða gráa gamans, viðskipt- anna, söngsins, gnýsins, fúkyrð- anna, hlátursins og lygisögunnar — ekki grátsins, ekki tanna- gnistursins, ekki sorgarinnar og sútarinnar ekki stifninnar og ein- þykkninnar. 1 Reykjavik eru nokkur torg. Þau eru flest það sem kallast „hringtorg”, en hringtorg voru fundin upp tilað lengja leiðina milli tveggja púnkta og skapa óreiðu i umferðinni. Þau eru það sem sérfræðingar nefna „tengi- púnktar umferðaræða”. Þau eru ekki eðlilega vaxin torg, enda er ekkert vatn á þeim, enginn söngur nema öskur bila, engar lygisögur nema kosningaáróður á fjögurra ára fresti, ekkert fólk nema stressaðir ökuþórar með stynjandi hjarta á leið i vinnu, i mat, úr mat i vinnu, úr vinnu i mat, úr Breiðholti i bió, úr bió i Breiðholt. Lækjartorg er að sumu leyti undantekning, en þvi hefur verið spillt með þvi að veita beljandi umferðarfljóti þvert yfir torgið. Billinn er mesti og illskeyttasti óvinur torgsins. Um leið er það sagt að hann er versti óvinur borgarinnar, og það verður hann uns menn gera sér þá staðreynd ljósa að borg er torg. I dag er bill- inn herra okkar, hann ræður borgarskipulaginu, hraðbrautin er hluti af bilnum, þvi án bils eng- in hraðbraut, án hraðbrautar tak- mörkuð bilaeign. Arkitektar, skipulagssérfræðingar hafa i áratugi reynt að finna lausn á þeim hrikalega vanda sem bil- arnir skapa. Þeim hefur dottið margt ágætt i hug, en þeir ráða ekki við kapitalið, þeir ráða ekki við hina frumstæðu þörf manna fyrir að stækka sig með einhverj- um hætti, bæta við sig hjólum afþvi við höfum bara tvo fætur, bæta við sig 100 km á klukkustund af þvi við förum aðeins 5 km á okkar gánglimum. Bifreiðaverk- smiðjurnar nota öll hugsanleg brögð tilað pránga inná okkur bil- um, þær nota jafnvel hina duldu kynferðisóra sem finnast i undir- meðvitund allra manna: kauptu þennan vagn og þú getur nauðgað borginni, sveitinni, sjáðu þú verður ofsatöffari með svona dá- samlega skvisu i framsætinu/ með svona dásamlega fjölskyldu/ með svona daáamlega vini i aftursætinu. En billinn gerir ann- að, hann eyðileggur lif torgsins. Hann drekkir orðunum, hann spillir tónlistinni, hann rekur verslunarmennina inni skúma- skot, hann stingur uppi leikarana og þrengir öll mannleg umsvif. Ég er ekki sérfræðingur um skipulagsmál. Ég elska aðeins torg, dg ég veit að missir torgsins er hluti af sjúkdómi evrópskra manna. Ég þykist sjá i hendi mér að ef við viljum búa i borg þá verðum við að búa við torg. Þvi torgið býður uppá fjölbreytilegri samvistir manna en nokkurt ann- að svið. Þegar við byggjum ættum við fyrst og fremst að hugsa: hvar á torgið að vera, hver fer það best? A torginu á að vera vatn, helst heit laug sem á íslandi er tákn lifsins, þar eiga að vera sölubúðir inni og úti, þar eiga að vera hljóð- færaleikarar, þar eiga að vera trúðar og lygarar, þar eiga að vera öruggir staðir handa börn- um að dvelja á, þar eiga að vera sýningarherbergi handa lista- mönnum, þar eiga að vera skóla- stofur, þar á að vera gufubað- stofa, þar eiga að vera veggdag- blöð, þar eiga að vera veitingar, þar eiga að vera verkstæði hand- verksmanna, þar eiga að vera ibúðir, og þar á að vera endastöð einteinúngsins Lækjartorg — Rauðatorg. Frá Borgar- bókasafni Bókabilarnir ganga ekki dagana 14. júli—5 ágúst. útibúið við Hofsvallagötu verður lokað á sama tima. Viðskiptavinir þessara safna eru vinsam- legast beðnir að snúa sér á meðan til aðal- safnsins við Þingholtsstræti, Bústaða- safns eða Sólheimasafns sem verða opin eins og venjulega. Borgarbókavörður. ÞAR KOM AÐÞVÍ... Þar kom að því, að við gætum kynnt nýjar gerðir af hinum landsþekktu CANDY þvottavélum — tvær splunkunýjar gerðir, sem eru þegar komnar til landsins. hefur 14 grunnkerfi og hitabreytisrofa, en það þýðir að hægt er að lækka hitastigið á flestum kerfunum án þess að stytta þvottatímann. ÞETTA ÉR NÝJUNG. Sparnaðarrofa er sjálf- sagt að nefna, en með honum er hægt að breyta vélinni úr 5 kg vél í 3 kg vél. Með þessu má spara rafmagn, vatn og þvotta- efni. Margt fleira má nefna, s.s. að þvotta- tromlan er úr ryðfríu stáli, aðeitt af kerfunum fyrir mjög viðkvæm efni er fyrir ull, að Candy M 140 smákælir vatnið áður en skolun hefst og hlífir þar með þvottinum. Verðið er kr. 77.500. er fullkomnasta þvotta- vélin frá Candy verk- smiðjunum,- Auk framangreindra at- riða hefur hún þessa kosti: 750 snúninga þeytivindu, 18 þvottakerfi, tímabreytirofa en með honum er hægt að lengja þvottatimann á öllum kerfunum um 4-30 mínútur. Verðið er kr. 94.500. Athyglin mun beinast að þessum vélum vegna kostanna. Þetta er árang- ur af 30 ára reynslu. Engin verksmiðja í Evrópu framleiðir jafn margar þvottavélar á dag og Candy verksmiðjan. Við bjóðum að sjálfsögðu af borgunarskilmala. Verzlunin PFAFF Skólavörðustíg og Bergstaðastræti — Sími 26788

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.