Þjóðviljinn - 13.07.1975, Side 4
4 StÐA — ÞJ6ÐVILJ1NN Sunnudagur 13. júli 1975.
DJÖÐVIUINN
MÁLGAGN SÖSIALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
(Jtgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri': Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan óiafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Ilaraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 llnur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
STEFNULEYSI í RAFORKUMÁLUM
Á aðalfundi Sambands islenskra raf-
veitna, flutti Knútur Otterstedt, fram-
kvæmdastjóri Laxárvirkjunar, ræðu um
orkumál á Norðurlandi. í ræðu þessari
gagnrýndi Knútur harðlega framkvæmdir
Gunnars Thoroddsens að þvi er orkumál
varðar. Hann benti á að eins og á málum
hefur verið haldið gerist hvorttveggja i
senn að stofnlina milli Suðurlands og
Norðurlands taki að flytja orku og að
Kröfluvirkjun hefji vinnslu með allt að 70
MW afli i einum áfanga. Og Knútur segir:
„Hvað á að gera við orkuna? Eftir að hafa
þjáðst af orkuskorti nú um nokkur ár, er
nú skyndilega komin upp sú staða, að allt
flýtur i orku.”
Bæði stofnlina og Kröfluvirkjun voru á-
kveðnar i tið vinstristjórnarinnar. Þá var
hins vegar ákveðið að halda svo á málum
að stofnlinan kæmi fyrst i gagnið. Hún var
fullhönnuð og efni tiltækt þannig að hægt
var að hefjast handa um framkvæmdir
um miðjan september i fyrra. Þá hefði
verið unnt að hef ja orkuflutning um linuna
i lok þessa árs, en það hefði leitt til oliu-
sparnaðar sem nemur um 280 miljónum
króna á ári. Af einhverjum ástæðum sem
aldrei hafa verið skýrðar lét Gunnar
Thoroddsen hins vegar stöðva lögn stofn-
linunnar i fyrrahaust og framkvæmdir
hófust ekki fyrr en i vor eftir mikinn og
samfelldan eftirrekstur. Afleiðingin
verður sú að linan verður ekki notuð til
orkuflutninga fyrr en ári siðar en áformað
var og af þvi mun hljótast alvarlegur
orkuskortur nyrðra næsta vetur og auka-
kostnaður sem nemur hundruðum miljóna
króna.
Þrátt fyrir þessi stórfelldu afglöp
Gunnars Thoroddsens ætti ótti Knúts
Otterstedts um það að allt muni „fljóta i
orku” nyrðra haustið 1976, án þess að
nokkur viti hvernig eigi að nota hana, að
vera ástæðulaus með öllu, ef rétt er á
haldið. Þar kemur fram það gamla og úr-
elta sjónarmið að lita á hvert orkuveitu-
svæði sem einangraða heild. Jafnhliða
stofnlinunni norður verður þegar i stað að
hefja undirbúning að lögn stofnlinu frá
Brú i Hrútafirði til Vestfjarða, og verður
sú lina að vera komin i gagnið 1977.1 ann-
an stað ber nú þegar að hefja undirbúning
að lögn stofnlinu fr Kröflu til Austfjarða,
og verður sú lina að vera tiltæk um leið og
virkjunin tekur til starfa. Jafnframt verð-
ur að styrkja dreifikerfi hvarvetna um
land, svo að unnt verði að nota raforku til
húshitunar þar sem jarðvarmi er ekki til-
tækur. Verði þannig að verki staðið verður
engin ónýtt orka heldur fyrirsjáanlegur
orkuskortur 1980, en ný meiriháttar virkj-
un verður þá ekki komin i gagnið, þar sem
rikisstjórnin hefur ákveðið að láta orku-
sölu til kisiljárnverksmiðju ganga fyrir
þörf raforkunotenda um land allt.
Þessar brýnu framkvæmdir voru allar
ræddar mjög á siðasta þingi, og þingmenn
Alþýðubandalagsins fluttu tillögur á til-
lögur ofan um ráðstafanir til þess að flýta
sem mest nýtingu innlendra orkugjafa i
stað innfluttrar oliu um land allt. Þær til-
lögur voru allar felldar, og orkumálaráð-
herra gat ekki gert neina grein fyrir heild-
arstefnu á þessu sviði. í ofanálag hefur
hann haldið Rafmagnsveitum rikisins i
svelti á þessu ári þannig að hundruð
miljóna króna skortir á að þar geti staðið
við óhjákvæmilegustu skuldbindingar sin-
ar ef ekki verður bætt úr án tafar. Með
vinnubrögðum af þessu tagi getur vissu-
lega svo farið að allt „fljóti i orku” á
Norðurlandi, meðan vestfirðingar og
austfirðingar búa við vaxandi orkuskort.
Slikt ástand væri hins vegar eingöngu af-
leiðing af rangri og skammsýnni stjórnar-
stefnu. — m.
FULLTRÚAR EINKAGRÓÐANS
Hitaveituframkvæmdir á Suðurnesjum stæðisflokkurinn og nokkrir þingmenn
hafa nú þegar tafist úr hófi fram vegna Framsóknar, m.a. menn sem hafa per-
gróðafiknar svokallaðra landeigenda sem sónulegra gróðahagsmuna að gæta á
heimta margfaldar eðlilegar greiðslur. Til Suðurnesjum. Þetta dæmi sýnir ljóslega
þessa ástands hefði ekki komið ef alþingi hversu háskalegt það er að kjósa á þing
hefði samþykkt frumvarpið um alþjóðar- menn sem taka einkagróða fram yfir öll
eign á orkunni úr háhitasvæðum. Þeir sem félagsleg sjónarmið.
brugðið hafa fæti fyrir málið eru Sjálf- — m-
Munu atómorkuáætlanirnar
skila aröi? . dÍ1
Þvi miður, en við sjáuni okkur sjálfir fyrir orku.
Allt frá því i oliukreppunni 1973
hefur kjarnorkan skipað höfuð-
sess I umræðunni um það, hvaða
orkuiindir gætu komið i staðinn
fyrir þverrandi eldsneytisbirgðir.
Hér er ekki aðeins um það að
ræða að finna eitthvaö ( staðinn
fyrir t.d. oiiu, heldur og að auka
orkuframleiðsluna, þvi að orku-
þörfin heldur áfram að vaxa, og
þaö mjög ört.
Af hálfu kjarnorkumálanefnda,
talsmanna kjarnorkuiðnaðar og
raforkuframleiðenda hefur á
mjög einsýnan hátt verið bent á
kjarnorkuna sem lausn á þessum
tvöfalda vanda. Um önnur úrræði
— sólarorku, vindorku, jarðhita
osfrv. er þá venjulega talað sem
hálfrómantiskar aukalausnir, og
þaö enda þótt hér sé um að ræða
orkugjafa sem ekki eyðast þegar
af er tekið og gætu þvi mjög bætt
úrorkuskortinum.Enspurter: er
það rétt að kjarnorkuframleiðsl-
an feli i sér endanlegt svar við
spurningum bæði um skort og
aukna orkuframleiöslu? Til að
svara þeirri spurningu þurfum
viö að skoða þær orkuskilgrein-
ingar, sem ýmsir starfshópar
hafa tekið saman.
Orkumat.
Orkuskilgreiningu kalla menn
útreikninga á efnahagslegum
þáttum orkuframleiöslu sem
tengd er vissu hráefni og vissri
tækni. Hluti vandans getur til
dæmis verið sá að reikna út, hvað
það kostar i orku að vinna úran úr
sjó. Menn vita að úran finnst i sjó
— en spurt er hvort þaö yfirleitt
borgi sig orkulega séð að vinna
það. Ef að meiri orka er notuð til
að vinna úranið er úranið siöan
gefur, þá er orkuútreikningurinn
neikvæður eins og hver maður
getur skilið.
Að þvi er varðar atómorku þá
hefur Peter Champman i orku-
rannsóknastarfshópi Open Uni-
versity á Englandi reiknað út
eftirfarandi:
1) Hve langur timi liði, þar til
tiltekið atómorkuver hefur
framleitt meiri orku en alls var
eytt i það að byggja upp þetta
sama orkuver.
2) Hve langur timi liður þar til
heil áætlun um uppbyggingu
orkuvera hefur framleitt meiri
orku en þá sem hefur verið lögö I
framkvæmd þessarar áætlunar.
VÍSINDI OG
ÞJÓDFÉLAG
Orkuhlutfallið.
Orkuhlutfallið lýsir saman-
burði á allri þeirri raforku sem
atómofn framleiðir meðan hann
er nothæfur við þá orku, sem er
notuð til að smiða ofn þennan og
reka, þar með er talin starthleðsl-
an. Orkuhlutfallið tiu þýðir t.d. að
atómorkuver framleiði á starfs-
tima sinum tiu sinnum meira af
orku en notuð var til að koma þvi
á fót. Orkuhlutfall sem ekki nær
einum þýðir, að atómofninn nái
þvi ekki meðan hann endist að
framl. þá orku, er fór i að búa
hann til,t að setja hann niður og af
staö. Að sjálfsögðu eru ýmsir
óvissir þættir I útreikningi á orku-
hlutfalli tiltekins atómofns. En
vist er, að það skiptir mestu fyrir
útreikningana hvert úranhlutfall-
ið er i þvi málmgrýti sem notað
var. Þegar við metum einhverja
áætlun um uppbyggingu orkuvera
verður að gera það með tilliti til
spásagna sem eru á rökum
reistar. Ef við reiknum t.d. með
þvi að i tilteknu landi eigi að
byggja eitt raforkuver á ári, að
byggingartiminn sé fimm ár og
að hver ofn framleiði (endist) i 25
ár, og hafi hver „kynslóð”
kjarnaofna orkuhlutfallið tiu, þá
liða þrettán ár áður en slik áætlun
byrjar að skila jákvæðri niður-
stöðu.
Neikvæð útkoma.
Samt er það svo, að slikur vöxt-
ur er ekki dæmigerður fyrir út-
reikninga manna á þessu sviði.
Aætlanir bæði i Bandarikjunum
og Efnahagsbandalagslöndum
gera ráð fyrir fjölgun orkuvera
sem sé svo ör, að likt er þvi að
tala þeirra sé hafin i veldi. Slikar
hamagangsáætlanir geta leitt til
þess, að þær yfirhöfuð skili ekki
neinni umframorku meðan þær
eru I gildi.
Þvi eru þess vegna skorður
settar hve ört kjarnorkufram-
leiðsla getur komið i staðinn fyrir
minnkandi birgðir af oliu og
jarðgasi. Með öðrum orðum sagt
verður að draga úr vaxtarhrað-
anum ef að atómorka á að geta
gegnt miklu hlutverki Aðferðir til
að stöðva hagvöxt eru hinsvegar
ekki lengur bara fræðilegt um-
ræðuefni milli stjórnmálamanna
og félagslega sinnaðra visinda-
manna. Efnahagskreppan i hin-
um kapitaliska heimi hefur séð til
þess með lokun verksmiðja og at-
vinnuleysi. Þannig gerðist það i
fyrra i fyrsta skipti frá striðslok-
um, að raforkuneysla minnkaði i
Danmörku.
Sólar- og vindorka.
Það er semsagt óleyst mál hvað
á aö koma i staðinn fyrir oliu og
jarðgas, en birgðir af þeim gæð-
um verða uppurnar innan nokk-
urra áratuga ef að neyslan heldur
áfram á sama stigi og nú. Þess
vegna verða menn nú að gera
orkufræðilega úttekt á öðrum val-
kostum — til dæmis orku sólar og
vinda — áður en menn nefna
atómorkuna sem það eina sem til
greina kemur. Menn verða þá
m.a. að hafa i huga, að tækni sem
tengd er orku vinda og sólar býð-
ur up_p á meiri atvinnu en þau
bandarisku eða kanadisku at-
ómver sem menn geta fengið
fulltilbúin.
Ólaf Danielsson.