Þjóðviljinn - 13.07.1975, Síða 5
Sunnudagur 13. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Það er ýmislegt að þeim á
Morgunblaðinu að finna. En eitt
hið hvimleiðasta i fari þeirra er
hin magnaða ánægja þeirra með
sjálfa sig og blaðið. Oft og tiðum
eru þeir, leynt og ljóst, að gefa
sjálfum sér kompliment fyrir
„heiðarlega og drengilega blaða-
mennsku” eða eitthvað i þá veru.
Þeir ganga vel sperrtir meðal
kolleganna i þeirri sælu hug-
mynd, að þeir séu einhverskonar
veraldarkanónur i yfirsýn og
hlutlægni. Að Morgunblaðið sé
eins konar kokkteill af New York
Times og Neue Ziiricher Zeitung.
Aumingja blessaðir mennirnir,
sem hafa þvi miður ekki þokast
lengra iblaðamennsku en að vera
einskonar undanrenna af
Berlingske Tidende, og hafa þó
ýmsir stolist til að hella vatni i þá
undanrennu.
Hlutlægt blað?
Grinið er, að Morgunblaðs-
menn eru sjálfsagt alveg einlægir
margir hverjir i þeirri hugmynd
sinni, að Morgunblaðið sé hlut-
lægt (óhlutdrægt) blað: þeir hafa
nefnilega aldrei haft fyrir þvi að
kynna sér það, hvernig innræting
virkar.
En jafnvel þótt ekki væri farið
langt út i þá sálma, þá þarf hver
sæmilega glöggur maður ekki
lengi að fletta Morgunblaðinu til
að sjá hve feiknarleg slagsiða er
þar á flestum efnisþáttum. Það er
algengt að málsvarar Morgun-
blaðs haldi þvi mjög á lofti, að
þaðsegi itarlegar frá þingræðum
en önnur blöð. Það er ekki nema
rétt, að þeir hafa i þessu meira lið
og stærra pláss en önnur blöð —
hitt geta svo þingfróðir menn ein-
ir sagt til um á hvaða stigi hlut-
lægni þeirra frásagna er.
En hvað um önnur svið?
Utanríkismál
Það hefur lengi vakið furðu
manna hve ósjálfbjarga og ósjálf-
stætt Morgunblaðið er að þvi er
varðar utanrikispólitisk efni. Ég
segi ekki það sé eitthvað afbragð
sem Þjóðviljamenn eða Tima-
Þórarinn eru að reyna í erlendum
fréttaskýringum — en á þessum
Mogginn sjálfumglaði
miklu mannfærri blöðum er þó
vakandi miklu ákveðnari viðleitni
til eigin mats heldur en á þeim
mannmarga Mogga. Blaðið birtir
annarsvegar þýðingar, einatt
mjög hráar. Og hinsvegar er vik-
iö að utanrikismálum i leiðurum
og Reykjavikurbréfum með
þeirri móðursjúku viðkvæmni
gagnvart hagsmununum Banda-
rikjanna og Nató, sem er annað
eðli ritstjórnarinnar. Það efni
sem þýtt er fjallar að lygilega
stórum hluta um þá manikeisku
heimsmynd, að djöfullinn býr i
Moskvu og að englar ljóssins sem
úr vestri kemur þurfi að safna á
hendur sér enn fleiri eldingum
(eldflaugum á nútimabibliumáli)
til að ljósta með djöfsa og sviða á
honum klærnar, þegar hann rek-
ur þær út undan sinni blóðrauðu
skikkju. Vegna þessarar stöðlun-
ar áhugasviða verða mörg tiðindi
og margir heimshlutar mjög af-
skiptir i þessu siðumarga blaði.
íslenskt votergeit
Að þvi er varðar „heiðarlega”
blaðamennsku i innanlandsmál-
um, þá einkennist lina Morgun-
blaðsins i stórum dráttum af af-
skiptaleysi, sem með hæfilegri
illkvittni mætti kalla yfirhylm-
ingu með þeim sem með auð og
völd fara i landi hér. Blaðið hrós-
ar bandariskum blöðum mjög
fyrir þeirra Watergateframlag,
en sjálft forðast blaðið yfirleitt is-
lensk votergeit eins og heitan eld-
inn (nema kannski einstaka sinn-
um þegar talin er þörf á þvi að
striða framsókn og SIS smáveg-
is). Þvi fer mjög fjarri að blaðið
sé plógur á hinum frjósama akri
islenskra fjármálahneyksla og
afglapa. Þjóðviljinn, Alþýðublað-
ið, Frjáls þjóð meðan hún var og
hét, hafa öll verið framtakssam-
ari i þessum efnum, þrátt fyrir
allar þær luktu dyr sem upplýs-
ingasafnari hérlendis rekst á.
Dæmigert um þessa slagsiðu
blaðsins er samanburður á þvi,
hvernig blaðið rauk upp með
taugaveiklun til að krefjast rann-
sóknar á sovéskum duflum sem
rak hér á fjörur — nú þegar is-
lensk skip fá i vörpur sinar
bandariskan leynikapal sem eng-
inn islenskur aðili kannast við, þá
steinþegir blaðið rétt eins og um
væri að ræða eplauppskeruna i
Astraliu. Það þegir a.m.k. enn
þegar þessar linur eru skrifaðar.
Spiladós
ástarinnar
Við höfum stundum rakið það
áður hér i blaðinu að á menning-
armálaskrifstofu Morgunblaðsins
er tvennskonar slagsiða rikjandi
þáttur. Annarsvegar er það hér-
umbil regla að -settur er upp
hundshaus, hvenær sem mark-
verð félagsleg ádeila er sett fram
I Islenskri bók (umburðarlyndið
er meira ef um er að ræða ádeilu
á einhver þjóðfélög langt i burtu).
Hinsvegar snýst og snýst sú kát-
lega spiladós ástarinnar, sem
malar sætlega aðdáunarsöngva
um skáldritstjórann og nokkra
vini hans. (Nýlegt dæmi, mjög
skemmtilegt, er það, að tekið er i
lurginn á saklausum sænskum
pilti, sem gerðist svo ósvifinn að
hafa Matthias ekki með i hópi sex
islenskra skálda sem pilturinn
fékk það sterkar mætur á, að
hann þýddi kvæði þeirra á sitt
mál).
Blaða í milli
Morgunblaðið sakar aðra
gjarna um að halda ekki uppi
„málefnalegri rökræðu”. Satt er
það, að slik rökræða er ekki al-
geng á lslandi,hitt er jafnvist, að
Morgunblaðið er einna aftast á
merinni með frumkvæði i þá átt.
Blaðið notar t.d. mjög mikið þá
formúlu i samskiptum sinum við
okkur Þjóðviljam. að gera okk-
ur upp afstöðu eða skoðanir, sem
við reyndar höfum ekki og ham-
ast sfðan eins og naut i flagi gegn
þessum skoðunum, sem Morgun-
blaðið telur þægilegast að láta
okkur hafa. Mörg dæmi i þessa
veru eru tengd sovéskum málum
og núna siðast Portúgal.
Skyit þessu er til dæmis útúr-
snúningur eins og þessi: Lýsingu
Þjóðviljans á VL-réttarhöldunum
fylgdu einn dag nokkrar léttúðar-
athugasemdir um útlit hinna æru-
meiddu. Staksteinar rjúka upp og
lýsa þvi yfir, að svona „dellu-
skrif” sýni, að „Þjóðviljinn hefur
greinilega gefist upp á málefna-
legri rökræðu um varnarmál
þjóðarinnar og málsóknina á
hendur blaðinu fyrir persónuleg-
an róg” o.s.frv. Auðvitað var ekki
minnst á það, að Þjóðviljinn hefur
eitt blaða birt langa orðrétt.kafla
úr framburði manna i þessum
fróðlegu réttarhöldum. Það kom
svo vel á vondan, að i þessu sama
tölublaði af Morgunblaðinu (21.
júni) var verið aðbirta aðra grein
i greinarflokki um kommúnista.
Þar máttu menn m.a. fræðast á
eftirfarandi: „Ætti öllum lýð-
ræðissinnum að vera ljóst hverjir
eru landsölumenn og landráða-
menn á Islandi. Það eru for-
sprakkar kommúnista I Alþýðu-
bandalagsgærunni: Magnús
Kjartansson, Lúðvik Jósefsson og
Arni Bergmann”. Herra minn
sæll og trúr! Og það var ekki eins
ogskrifþetta (sem var á mörgum
stöðum öðrum niiklu undarlegra
en þessi tilvitnun) hefði stolist inn
i Morgunblaðið eins og af vangá.
Hreint ekki: þetta var, sem fyrr
segir, greinaflokkur, þrjár grein-
ar eftir Finnbjörn Hjartarson,
settar upp með glæsibrag, með
feitu letri og i ramma og mynd-
skreyttar. Við vitum vel af yfir-
lýsingum Styrmis Gunnarssonar,
að „Morgunblaðið er engin rusla-
kista” — og þvi höfum við fullt
leyfi til að álita að blaðinu sé
samsetningur eins og greina-
flokkur Finnbjörns góð og gild
vara.
Hrokinn
Auk þessa er rétt að geta hér
um þann sérkennilega hroka
Morgunblaðsmanna, að þeir
neita, að mæta öðrum mönnum,
þ.á.m. fulltrúum annarra blaða á
jafnréttisgrundvelli — til dæmis i
rikisfjölmiðlum. Þeir hafa mikla
óbeit á þvi að hætta sér út á þann
hála Is, hvort sem fjallað er um
túlkun á endalokum styrjaldar-
innar i Vietnam eða rökrætt um
sjálfa fjölmiðlana islensku. Held-
ur kjósa þeir að humma slika
umræðu fram af sér i skjóli út-
breiðslunnar — þeir kæra sig
hreint ekkert um að sleppa þvi
forskoti, sem hún gefur þeim. Það
er svo dæmalaust þægilegt að
gera t.d. Þjóðviljanum upp skoð-
anir — það má treysta þvi, að
ekki nema fremur litill hluti les-
enda Morgunblaðs hafi séð það,
sem þetta blað hér hafði i raun til
málanna að leggja.
Það er annars spaugilegt, að
Morgunblaðsmenn skuli einatt
sktrskota til útbreiðslunnar sem
sönnunar um eigið ágæti. Þeir
gleyma sér til hægri verka þeirri
einföldu staðreynd, að hvergi eru
það bestu blöðin sem eru út-
breiddust. Að vera stærsta blað
lands þýðir — a.m.k. i okkar
heimshluta — um leið, að i þvi
blaði sé yfrið nóg af lágkúru,
daðri við andlegan aumingja-
skap.
Meiðyrði
Við minntumst áðan á hin fróð-
legu málaferli VL-manna gegn
blaðamönnum Þjóðviljans, en
þeimer nú að ljúka á einkar
skemmtilegan hátt. Um VL-menn
kveður Matthias Johannessen svo
i spánýrri ljóðabók sinni — með
drjúgri aðstoð gullaldarbók-
mennta:
Og VL-menn berjast
uns yfir lýkur
þvi orðstir
deyr aldrei, hveim sér góðan
getur..
Mér þótti það mjög merkilegt i
þessu máli, að VL-menn töldu sig
sannfærða um að skrif i Þjóðvilj-
anum hefðu orðið til þess, að
starfsbræður þeirra fengu
skömm á þeim og hættu jafnvel
að bjóða þeim góðan dag. Þetta er
mjög undarleg ályktun. VL-menn
máttu vita, að athæfi þeirra
mundi vekja andúð margra, með-
al annars starfsbræðra. En ef að
þjóðviljaskrifin voru „ómaklegt
nið og persónurógur” eins og VL-
menn segja, þá hefðu þau helst
átt að leiða til þess, að kollegarnir
yrðu dálitið mildarien ella i sam-
skiptum sinum við VL-menn þvi
að islendingar eru yfirleitt visir
til að vorkenna þeim sem
skammaðir eru i blöðum, jafnvel
þótt málstaður viðkomandi
manna sé göróttur.
Ærumeiðingar
Meiðyrði eru annars skrýtið
fýrirbæri. Aðan var vikið að
greinaflokknum i Morgunblaðinu,
þar sem sagt var að ég væri i hópi
helstu „landsölu og landráða-
manna”. Satt að segja eru svona
skrif ekkert nýmæli i Morgun-
blaðinu hvorki um mig né aðra
sem koma við sögu hér á Þjóðvilj-
anum. Sjálfsagt er auðvelt að
flokka þetta undir meiðyrði og
fara i mál. En svo ég til hægri
verka taki dæmi af sjálfum mér,
þá vill svo spaugilega til, að skrif
og aðdróttanir Morgunblaðsins
um að AB. sé landráðagemlingur
og sérlegur sovétspión hafa ekki
orðið mér til minnsta tjóns.
Þvert á móti, ef nokkuð er.
Skynugir menn taka ekkert
mark á svona kjafthætti, eins lik-
legt að þeir telji mönnum til sóma
morgunblaðseinkunnir af þessu
tagi. Ef maður á hinn bóginn
rekst á einhverja morgunblaðs-
lærða menn, sem trúa þessum
einkunnum nokkurn veginn, þá er
langliklegast að álit þeirra hækki
að mun á manni, sem þeir halda
aðhafi beint og gott samband við
Kreml og Ljúbjanka, hafi sjálft
sovétið á bak við sig. Af þeirri
einföldu ástæðu, að þetta lið ber
virðingu fyrir valdi öðru fremur,
og þvi meira vald þeim mun
meiri virðing. Ef að þetta smá-
borgaralið kæmist hinsvegar að
þeirri órómantisku niðurstöðu, að
AB og hans nótar væru barasta
margfaldir villutrúarhundar i
vinstrimennsku (sumir með
kratíska, aðrir með trotskiska,
maósiska eða nasjónilska slag-
siðu), þá mundi virðing þeirra
stórlega þverra eins og vonlegt
er.
Arni Bergmann.