Þjóðviljinn - 13.07.1975, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 13.07.1975, Qupperneq 7
1 dyggilega. Geir Hallgrimssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, var boðið sérstaklega, auk þess sem hann fór að eigin frumkvæði, til viðræðna við NATO-aðmirál- ana i Briissel. Morgunblaðið skrifaði hvern langhundinn á fæt- ur öðrum til þess að Islendingar gætu skilið hagsmuni sina „rétt”. í þessu sambandi og i tengslum við þann áhuga sem bandarikja- menn margir hverjir hafa á þvi að losna við fjárhagsbyrðar af herstöðvum erlendis er vert að skoða örlitið undirskriftasöfnun VL-inga. Hún er auðvitað I fyrsta lagi gerð til þess að hafa áhrif á veiklundaða forustu framsóknar, — en hún verður lika til vegna þess að einstakir forustumenn Sjálfstæðisflokksins óttuðust að bandarikjamenn samþykktu að láta herinn fara frá tslandi. Þess vegna töldu þeir nauðsynlegt að sýna bandarikjamönnum að á Is- landi væri hópur manna sem væri reiðubúinn til þess að beita sér fyrir undirskriftasöfnun á bænar- skjal um ævarandi hersetu. Undirskriftir VL voru þvi ekki siður ætlaðar til þess að hafa áhrif á bandarikjamenn, sem þeir ofstækisfyllstu i NATO og þar með forustumenn herstöðvasinna á tslandi óttuðust að yrðu við kröfum vinstristjórnarinnar. „Hagsmunatengsl” og „hagsmunafé” Þegar Bandarikjastjórn fjallar um samdrátt i herafla sinum er- lendis vekur það að sjálfsögðu ugg og óhug meðal herforingj- anna og hermannanna margra. Þeir hafa atvinnu af þvi að vera i her og þeir óttast að missa at- vinnuna verði herstöðvarnar lagðar niður. Þess vegna er jafn- an andstaða við það að herstöðv- ar séu lagðar niður eða fækkað i herjum, innan herjanna sjálfra. Þar eru jafnvel falsaðar skýrslur um hernaðarumsvif andstæðings- ins til þess að knýja stjórnarvöld til aukinna útgjalda til hermála. Hefur nú að undanförnu, I tengsl- um við uppljóstranirnar um land- ráðastarfsemi CIA, oft komið fram að hershöfðingjar hafa logið að stjórnarvöldum til þess að þau yrðu liflegri i fjárveitingum. Þetta er skýringin á miklum áhuga margra herforingja. Og sama skýring er á afstöðu ein- stakra forustumanna i íslensku þjóðlifi á þvi að hafa herinn hérna. Herinn gefur svo mikið i aðra hönd; „hagsmunaféð” leyn- ist viða og „hagsmunatengslin” liggja i augum uppi. En aðstöðu sina nota þeir sem njóta hags- munafjárins til þess að ljúga upp sögum um hernaðarlegt mikil- vægi landsins, sem er núorðið bókstaflega ekki neitt. Fer herinn nokkurn tímann? En losnum við nokkurn tima við herinn? Spurning af þessu tagi hefur heyrst býsna oft að undan- förnu og svarið við henni er þrátt fyrir allt jákvætt. Það byggist á eftirfarandi ástæðum: — 1 siðustu vinstristjórn tókst að sanna að með öflugu Alþýðu- bandalagi er unnt að knýja fram- sókn til þess að fallast á samn- inga um fyrirkomulag brottfarar hersins. Þó er ljóst aö ekkert vit væri i þvi að fara i stjórn með framsókn á ný vegna herstöðva- málsins nema tryggt væri fyrir- fram lið fyrir lið hvernig haga ætti brottflutningi bandariska hersins. — Hér á landi er vaxandi and- staða við herinn og siaukinn skilningur á þvi, einkum meðal yngstu kynslóðarinnar, að herinn er hér ekki til þess að verja is- lendinga heldur veldi Bandarikj- anna og Vestur-Evrópu. Núorðið er auk þess komið i ljós að hern- aðarlegt mikilvægi landsins er ekkert — ekki einu sinni „fyrir NATO”. — 1 siðasta lagi er vonin um að losna við herinn bundin þeim mikla áhuga sem er innan Banda- rikjanna sjálfra á þvi létta af fjárhagsbyrðum af herstöðvum erlendis sem eru orðnar úreltar og aðrir aðilar geta yfirtekið með einföldum hætti samkvæmt nýj- ustu hernaðartækni. Yrði slik ákvörðun tekin innan Bandarikj- anna sjálfra dygðu bænarskrár VL-ingp. skammt. Sunnudagur 13. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Konurnar ennþá „veika” kyniö, þrátt fyrir meirihluta í borgarstjórn Norskir félagsf ræði - nemar fylgjast með frammistöðu kvenna í borgarstjórn Þrándheims Noregur var fyrsta fuilvalda rikið I heiminum, sem veitti konum kosningarétt. Frá 1907 fengu konur i Noregi að kjósa, et þær höfðu greitt skatt af ákveðnum lágmarkstekjum, en 1913 fengu konur almennan kosningarétt i Noregi, tveimur árum fyrr en i Danmörku. En i dag vantar mikið á að konur hafi náð jafnrétti á við karl- menn i Noregi. I upphafi kvennaársins var hafin herferð til þess að tryggja konum virka þátttöku i bæjar- og sveitarstjórnum, en kosning- ar fara fram i haust. I kosning- unum 1971 voru konur i meiri- hluta i bæjarstjórnum i þremur borgum þar á meðal I Þránd- heimi, næst stærstu borg Noregs. Áður höfðu karlmenn verið miklu fleiri i borgarstjórninni, en nú urðu konurnar i meiri- hluta og munaði 6 borgarstjórn- armönnum. Fjórir norskir félagsfræðinemar hafa undan- farin ár fylgst með framlagi kvennanna i borgarstjórninni og ekki er hægt að segja að niður- stöðurnar séu sérlega gleði- legar. Samkvæmt þeim eru kon- urnar enn sem áður „veika” kynið i borgarstjórninni og verksvið þeirra enn sem fyrr mjög takmarkað. Þær koma sjaldan við sögu I ýmsum félags- og skólanefndum og þrátt fyrir meirihluta þeirra i borgarstjórninni eru ýmsar Leiötogi írska lýðveldishersins handtekinn Dublin 10/7. Óttast er að hand- taka David O’Connel sem er einn aðalleiðtogi hins byltingasinnaða arms irska lýðveldishersins geti stofnað vopnahléinu á N-lrlandi I voða. David O’Connel er sagður hafa verið einn aðalfrufhkvöðull hinn- ar fimm ára áætlunar um skæru- liðaárásir i N-lrlandi en er nú tal- inn vera orðinn einn friðsamasti foringi hreyfingarinnar, og aðal- talsmaður vopnahlés. Fangelsun hans er talin geta leitt til árása skæruliðanna þar sem áhrifa hans gætir nú ekki lengur. nefndir og stjórnunarstörf, sem þær koma alls ekki nærri. Það virðist hafa reynst þessum kon- um erfitt að slita sig frá hinum hefðbundnu kvennastörfum á heimilinu, enda kemur i ljós að ekki á einum einasta fundi i borgarstjórninni hafa konurnar mætt fleiri en karlmennirnir, þrátt fyrir 6 kvenna meirihluta. 'Og 20 desember, i miðjum jóla- önnunum, vantaði 21 af 46 kon- um, sem sitja i borgarstjórn. 1 rannsókn félagsfræðinemanna segir að allt bendi til þess, að þegar þessar konur þurfa að velja á milli húsmóðurhlut- , verksins og að fara á borgar- stjórnarfundi, velji þær hið fyrrnefnda. Eigi þetta að breyt- ast verði að gerbreyta uppeldi drengja og telpna með það fyrir augum að auka sjálfstraust telpnanna, svo að þær geti siðar tekið þátt i stjórnmálabaráttu án þess að finnast þær stöðugt vera að svikja húsmóðurstarfið. þs Þótt konur séu kosnar til áhrifastarfa I stjórnmálum, er ekki þar með sagt að þær hafi losnað undan oki hinna slgildu kvennastarfa. Sam- kvæmt reynslunni I Þrándheimi telja konurnar mikilvægara að sinna húsmóðurskyldunum en þeim skyldum, sem þær eiga við kjósendur sina. viðlegubúnaður frá Belgjagerðinni. Hverskonar sportföt, ferðaföt og skjólfatnaður. Endingarmikil gæða- vara. Belgjagerðin Bolholti 6 Sími 36600 Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.