Þjóðviljinn - 13.07.1975, Síða 13
12 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 13. júli 1975.
Sunnudagur 13. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Sex simaborð anna simtölum landsmanna tii útianda eða simtölum
hingað til landsins. Þótt myndin sé tekin á mesta annatima dagsins
gafst samt timi til að lita upp og sýna tennurnar.
Engum sem til þekkir
dylst að þjónustan sem
veitt er af stúlkunum á
//Talsambandi við útlönd"
á trúlega engan sinn líka
hjá opinberum fyrir-
tækjum hér á landi og þótt
víðar væri leitað. A.m.k.
var undirritaður beðinn
fyrir kærar kveðjur frá
blaðamönnum Þjóðviljans
til stúlknanna með þakk-
læti fyrir þá lipru þjónustu
sem fengist hefur á 09
undanfarin ár.
Trúlega mundi mörg-
um manninum, sem oft
þarf aö hringja til útlanda
og orðið þessarar þjónustu
aðnjótandi bregða i brún ef
hann sæi hve þröngt vin-
konur hans þurfa að sitja/
— hvað þá ef hann vissi um
kaup þeirra og kjön en þar
mun vera að finna dapur-
legar tölur.
Þegar Þjóðviljinn sótti 09 heim
var mikið að gera, klukkan var
rúmlega þrjú og annatimi dags-
ins i hámarki. Að sögn Hrannar
Rasmussen, varðstjóra, vinna
upp undir 30 stúlkur á vöktum
sem skiptast allan sólarhringinn.
Húsnæðið er orðið ansi þröngt,
fjöldi símtala viö útlönd eykst að
meðaltali um 20% á ári en sem
betur fer hjálpar tæknin til við að
halda húsnæðisþörfinni í
skefjum.
„Með þessari auknu sjálfvirkni
Þetta eru nokkrar þeirra kvenna sem taka við óskum utan úr
bæ um simtöl til útlanda.
BHHBHHI
„Stefnt er að notkun
gervihnatta til tal-
sambands við útlönd”
,/Aukning símtala við út-
lönd er um 20% á ári",
sagði Gústav Arnar deild-
arverkfræðingur Pósts og
síma í samtali við blaðið.
„Það er þvi Ijóst að
sæstrengirnir okkar tveir
geta ekki lengur annað
þessum fjölda simtala og
við athugun á hagkvæmum
leiðum til að bæta við sím-
rásum út í heim hefur
komið í Ijós að hentugast er
að láta fjarskiptin fara
fram í gegnum gervi-
hnetti. Um leið og leyfi
hins opinbera fæst reikna
ég með að við hefjum
framkvæmdir við uppsetn-
ingu móttökutækja og þá á
að vera hægt að taka við
simtölum og sjónvarpsefni
innan tveggja ára frá
ley f isveitingu.
— Vegna hinnar miklu aukn-
ingar á strengi Icecan (Iceland-
Canada) og Scotice (Skotland-
Iceland) hafa verið athugaöir
þrir möguleikar til að auka sima-
sambandið, sagði Gústav.
og þegar stöð er
sett upp til
þess er hægur
vandi að taka við
beinum
sjónvarpssendingum
gervihnatta
án aukakostnaðar
— í fyrsta lagi kom til greina
að leggja nýjan sæstreng. Annar
möguleiki var sá að koma á svo-
kölluðu dreifisambandi, en það er
radiósamband sem dregur ekki
nema takmarkaða vegalengd án
endurvarpsstöðva þannig að að-
eins hefði verið unnt að koma
sendinum fyrir á Hornafirði og
reyna þannig með herkjum að ná
yfir til Færeyja og senda þaðan
áfram.
Þriðji möguleikinn var siðan
gervihnattasambandið sem við
komumst að raun um að væri það
hentugasta. Nú þegar eru tölu-
vert margir gervihnettir komnir
á loft og eru þeir sem varpa sjón-
varpssendingum og simasam-
bandi settir á loft á vegum fyrir-
tækisins Intelsat. Hluthafar þess
fyrirtækis eru Póst- og sima-
málastjórnir um 90 þjóða. Nú eru
á lofti 3 Intelsat hnettir yfir At-
lantshafi, 2 yfir Kyrrahafi og
tveir yfir Indlandshafi.
— Hvenær var Intelsat stofn-
að?
— Það var að mig minnir árið
1964 en við hér á tslandi gerðumst
siðan aðilar árið 1973. t fyrra sótt-
um við um leyfi hins opinbera til
að festa kaup á jarðstöð til að
taka á móti sendingum en mér
vitanlega hefur ekki borist já-
iwíw '
.
. ..
Þannig litur jarðstöðin út sem Póstur og simi leggur til að keypt verði
til islands. Skerminum er hægt að snúa til allra átta og er hann 32 metr
ar i þvermál.
kvætt svar. Það er hins vegar
mikilvægt að hefjast handa hið
fyrsta vegna þess að sæstrengirn-
ir okkar tveir munu ekki anna eft-
irspurn öllu lengur. Tækniþróunin
hefur gert kleift að koma á beinu
sambandi út i heim og þegar við
tökum það kerfi upp er vist að
strengirnir nýtast ekki eins vel og
munu þá ekki komast nálægt þvi
að vera fullnægjandi.
— Þið biðið þá eingöngu eftir
svari ráðuneytis?
— Já, vissulega er beðið eftir
þvi en hins vegar munum við gera
nýja könnun þegar við hefjumst
lianda þar eð breytingar kunna að
hafa orðið frá þvi við ákváðum að
stefna að gervihnattarsambandi.
En hvað um örbylgjusam-
band?
Það er eingöngu hægt að
nota hér innanlands. Þegar hringt
er t.d. frá Reykjavik til Akureyr-
ar getur simtalið komið eftir
þremur leiðum. Fyrsta lagi eftir
örbylgjukerfi, i öðru lagi eftir
gömlu loftlinunum, sem nú eru
óðum að glata mikilvægi sinu eða
i þriðjalagi eftir jarðstrengjum.
örbylgjukerfið er framtiðar-
lausnin og verður æ mikilvægara
hér hjá okkur en það er sem
kunnugt er þráðlaust samband.
— Ef af gervihnattarfram-
kvæmdum yrði, — munduð þið
sækja um fjárveitingu frá þvi
opinbera?
— Nei, við þurfum að fjár-
magna alla okkar starfsemi sjálf-
ir. Það muni óhjákvæmilega leiða
til hækkaðs gjalds á simareikn-
ingana en þó hefur nú ekki gengið
vel til þessa að fá leyfi til að
hækka afnotagjöldin. Þessi kostn-
aður simnotenda kemur inn i visi-
töluna og það vekur enga sér-
staka hrifningu stjórnvalda þegar
beðið er um heimild til hækkunar.
Við rekum þó okkar starfsemi svo
sjálfstætt að við þurfum jafnvel
að borga söluskatt af okkar þjón-
ustu!
— Hvað kostar að setja upp
jarðstöð hér á landi?
— Þegar við reiknuðum það út
árið 1973 var kostnaðurinn um 3,5
miljónir dollara. Vafalaust hefur
sú tala hækkað siðan. Litill auka
kostnaður fylgir hins vegar mót-
töku útvarps- og sjónvarpsefnis
þannig að stöðin gæti nýst vel.
Þarna þurfa ekki að starfa nema
mjög fáir menn, við reiknuðum
jafnvel með að hafa engan fastan
starfsmann við stöðina þegar
fram liðu timar. —gsp
„Óneitanlega
er oröið
all þröngt”
hefur okkur tekist að svara
simtalaaukningunni án þess að
þurfa að brjóta niður veggi og
bæta við”, segir Hrönn. „Það er
ekki nauðsynlegt að bæta við
borðum heldur eingöngu sima-
tækjum og linum.”
— Talið þið svo allar tungur?
— Nei, ekki get ég nú sagt það.
Þegar sjálfvirknin var minni
komumst við af með ensku- og
dönskukunnáttu þar eð öll samtöl
segja stúlkurnar á talsambandi viö
útlönd en engu aö síður
veita þær betri þjónustu en hægt
er aö finna annarsstaðar
N D
fóru þar i gegn. Núna hringjum
við hins vegar beint út i heim og
þótt þessi tvö tungumál séu al-
gengust kemur fyrir að við þurf-
um að gripa til frönsku- og þýsku-
fólks. Við höfum sótt námskeið i
þýsku auk þess sem hér er fólk
sem er vel talandi á þessar tung-
ur.
— Hvað afgreiöið þið svo mörg
simtöl daglega?
— Það er ákafiega misjafnt, þó
Hrönn Rasmussen varðstjóri á Talsambandi við útlönd heldur hér á linuriti yfir simtöl út i heim. Eins og sjá má hefur dregið verulega úr sim
tölum um áramótin ’68—’69 (krepputimar) en hins vegar „spring ur” linuritið þegar skákeinvigi Fischers og Spasskýs fór fram.Þetta rit nær
til september 1973 en nú er simtalaf jöldinn orðinn það mikill að taka þurfti I notkun nýtt og stærra linurit en hér er.
verður þetta aldrei minna en
350—400 simtöl og ef eitthvað sér-
stakt er, t.d. skákeinvigið, Nixon-
heimsókn og annað þess háttar
eykst fjöldinn náttúrlega upp úr
öllu valdi (sjá meðfylgjandi mynd
af Hrönn með linurit yfir simtala
fjölda).
— En það er farið að verða
þröngt?
— Já, þvi er ekki að neita að
það er erfitt aö koma hér að fullri
vakt. Það er setið svo þröngt að
ég er hrædd um að aðstaðan nálg-
ist það að vera heilsuspillandi.
- gsp
O
IAISAMBA.no y 10 |J T t
■ÚTPAfíNAR MIWÚTUR