Þjóðviljinn - 13.07.1975, Síða 17
Sunnudagur 13. júli 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
ÞORSTEINN JÓNSSON:
kvikmyndakompa
Stundum er talað um tvær leiðir
i áróðri. Fyrri leiðin er að þvinga
áhorfandann með sálfræðilegum
aðferðum i fyrirfram ákveðið til-
finningalegt ástand. Um þvingun
er að ræða, þótt áhorfandinn finni
hana ekki nema hann hafi and-
stæða sannfæringu. Hinum, sem
fyrirfram hefur svipaðar skoðan-
ir, liður prýðilega og kemst i upp-
nám. Val og mótun efnisins
stjórnast fyrst og fremst af þvi,
hvort það er vænlegt til þess að
setja áhrofandann i hið fyrirfram
gefna ástand. Þetta þykir gamal-
dags en dæmi um þetta eru til að
mynda: Ýmsar klassiskar rússn-
eskar kvikmyndir, t.d.
Potempkin, ameriskar kvik-
Atriöi úr myndinni: Nokkrir af foringjum Tupamaros hafa verið handteknir.
Glæsilegur fulltrúi hins
vestræna heims
myndir um viðkunnanlega
bandarikjamenn að hjálpa dáð-
lausum innfæddum i ýmsum
löndum (þær hafa sést hér i sjón-
varpinu okkar), njósnamyndir
beggja megin hins svokallaða
járntjalds og striðsmyndir (til-
finningar eins og ást eru notaðar
til þess að skapa traust eða andúð
á pólitiskum stefnum), Islenskar
landkynningarmyndir og siðast
en ekki sist auglýsingakvikmynd-
ir. Hin leðin er að kynna áhorf-
andanum mikið magn efnis frá
ýmsum sjónarhornum og höfða til
skynsemi hans og dómgreinar,
láta honum eftir að mynda sér
skoðun. Talað er um þessa leið
sem lýðræðislega. Atburðarásin
er gerð flókin og ruglingsleg. Það
er jafnvel margt að gerast I einu i
myndinni, hoppað úr einu i annað,
margar persónur, margskonar
umhverfi o.s.frv. Þetta gefur á-
horfandanum tilfinningu fyrir
þvi, að hann sé að horfa á rugl-
ingslegan heim og myndi sér
sjálfur skoðun um hann. Sem
fræði litur þetta vel út, en I raun-
veruleikanum er þvi miður oftar
um blekkingu að ræða en veru-
leika. Kvikmyndahöfundurinn
velur efnið, sem áhorfandinn
„vinnur úr”, og meirihluta úr-
vinnslu áhorfandans hefur höf-
undurinn þegar unnið fyrir hann.
Slikt áróðurslýðræði er svipaður
skollaleikur og lýðræðislegar
kosningar til þings, eins og þær
tiökast. Sjálf aðgerðin er lýð-
ræðisleg en grundvöllurinn (upp-
lýsingamiðlunin) er ólýðræðisleg.
1 flestum myndum hinna svoköll-
uðu ungu pólitisku kvikmynda-
stjóra, t.d. Elio Petri, Bertolucchi
og Costa-Gavras er reynt að fara
þessa leið. Einnig má nefna mynd
Bunuels um broddborgarana.
Val milli þessara tveggja leiða
hefur ekki I för með sér afgerandi
áhrif á trúverðugleika kvikmynd-
anna. Tæplega fer áhrifamáttur
þeirra heldur eftir þvi, þó erfitt sé
að fullyrða nokkuð um það, vegna
þess að áhrif kvikmynda á áhorf-
endur eru að heita má órannsak-
að svið. Hins vegar er um rekst-
urslegan mun að ræða, þótt deila
megi um hvort sá munur sé höf-
uðástæðan fyrir notkun aðferðar-
innar. Það gengur nefnilega betur
að koma kvikmyndun af þessari
gerö i dreifingu en „hreinræktuð-
um” áróðurskvikmyndum.
Pólitisku þrillerarnir t.d. höfða
nefnilega til stærri hóps áhorf-
enda. Að ekki sé talað um spenn-
una og æsinginn i þessum kvik-
myndum, sem virðist vera nauð-
syn, þá höfða þær einnig til áhorf-
enda, sem eru hugmyndalega og i
starfi i andstöðu við hinn meira
eða minna dulda boðskap mynd-
anna. thaldsöm mennta- og milli-
stétt hefur einhverskonar masók-
iska ánægju af þvi að sjá og heyra
gagnrýni á sjálfa sig. Væntanlega
vegna þess, að millistétt hefur
enga stéttarvitund. Markaður
fyrir þessar myndir er furðustór
og kapitalistar þess vegna tilbún-
iraðfjárfesta i slikum kvikmynd-
um, þótt þær beinist gegn hags-
munum þeirra.
Etat de Siege (GIsl) stjórnað af
Costa-Gavras fellur undir þessa
að þvi er virðist lýðræðislegu
myndgerð hvað snertir tökutækni
og klippingu. Myndatakan er vilj-
andi lausbeisluð og reikandi til
þess að gefa tilfinningu fyrir þvi,
að atburöirnir séu að gerast I
raunveruleikanum óháð upptök-
unni. Með öðrum orðum er svið-
setningin falin með kvikmynda-
töku, sem virðist vera tilviljana-
kennd og unnin i flýti. Samt er
greinilegt að sviðið er skipulagt
af mikilli nákvæmni. Klippingin
er á sama hátt viljandi ófullnægj-
andi (t.d. klippt i miðri töku-
hreyfingu), og myndröðin virðist
stundum vera tilviljanakennd og
er oft I andstöðu við hefðbundnar
uppbyggingarreglur. Dæmi um
þetta er fyrsti kafli myndarinnar
við vegatálmanirnar. Tökuvélin
sér atburðinn eins og hver annar
vegfarandi I stað þess að vera al-
sjáandi auga eins og tiökast.
Ahorfandanum finnst hann vera
staddur á staðnum, mitt I atburð-
unum en ekki utan við þá eða of-
an.
Atburðarás kvikmyndarinnar
er hrein endurbygging raunveru-
legra atburða, sem gerðust i
Montevideo i Uruguay i ágúst
1970. Lik bandarikjamanns, Dan
Anthony Mitrione, fannst i yfir-
gefnum bil á götu I borginni. 1 öll-
um hinum vestræna heimi grétu
menn fögrum tárum yfir sorgleg-
um örlögum ekkjunnar og barn-
anna. Sömuleiðist var hneykslast
á grimmd og illmennsku „hryðju-
verkamannanna” gagnvart hin-
um bandariska sérfræðingi. Hið
opinbera starf hans var ráðgjöf i
samgöngumálum á vegum stofn-
unarinnar Agency for Internatio-
nal Developement. Þegar hann
var tekinn til fanga, var hann
með tvö skirteini til viðbótar, i
fyrsta lagi sem yfirmaður tækni-
deildar innfæddu lögreglunnar i
Montevideo og i öðru lagi sem
starfsmaður FBI. Við yfirheyrsl-
ur þjóðfrelsishreyfingarinnar,
Tupamaros, kom i ljós hvert
starfssvið þessa heiðursmanns
var i raun og veru, þ.e.a.s. þjálf-
un og stjórn lögreglu innfæddra
til að viðhalda hinu spillta stjórn-
arfari i landinu, þar sem þjóðinni
var skipt i vellaunað þý banda-
riskra hagsmuna annars vegar og
kúgaða alþýðu hins vegar. Að-
ferðirnar voru allt frá handtökum
og húsleitum upp I pyntingar,
sprengjutilræði og fjöldamorð i
nánu samstarfi við félög fasista
og glæpamanna.
Kvikmyndin greinir eins og
skýrsla frá atburðunum, sem
þarna urðu, einu og öðru, sem
hinn grátandi vestræni heimur
fékk litlar fréttir af i vinsælum
fjölmiðlum sinum á þessum tima.
Blessunarlega er sneytt hjá til-
finningamálum og rómantik og
atburðirnir sjálfir látnir tala fyrst
og fremst i kaldri nákvæmri lýs-
ingu.
Yfirheyrslu eins félaga i Tupa-
maros á sérfræðingnum er fléttað
inn i hina daglegu atburði. Aðeins
þar og i nokkrum atriðum með
róttækum blaðamanni koma
fram litilsháttar upplýsingar um
hugmyndalega hlið málsins. Að
öðru leyti eru ytri atburðir látnir
útskýra hina pólitisku baráttu.
Búningar og gervi leikara þjóna
að visu umtalsverðu hlutverki t.d.
þegar æðstu menn þjóðarinnar
koma til fundar á bílum sinum.
Félagar Tupamaros eru geðfellt
fólk með hrein og falslaus augu á
meðan lögreglumenn eru með
þrútin bófaandlit með fantaleg
augnaráð eða dökk gleraugu.
Bandarikjamennirnir eru eins og
úr plasti og sápu og lögreglusér-
fræðingarnir á International
Police academy eru púðraðir
þannig að þeir lita út eins og
plastdúkkur. Að öðru leyti hefur
myndin yfir sér furðutrúverðug-
an blæ vegna áherslu á sjálfum
atburðunum og hinum heimilda-
lega (dokumentariska) stil.
Myndin hvetur áhorfandann til
að taka afstöðu, sem hlýtur að
verða pólitisk. I lok myndarinnar
er spurningin um lif eða dauða
hins bandariska sérfræðings hætt
að vera tilfinningamál (likið er
raunar sýnt i byrjun myndarinn-
ar), eins og einn félagi Tupa-
maros orðar það sjálfur, heldur
pólitisk nauðsyn. Sérfræðingur-
inn er sjálfur höfundur þess kerf-
is, sem þvingar Tupamaros til
þess að taka hann af lifi, og það
veit hann.
Hinn óvenjulegi kraftur mynd-
arinnar er meðal annars fólginn i
þvi, að persónulegar tilfinningar
hetjanna eru ekki notaðar til þess
að stýra samúð áhorfandans.
Hann kynnist engri persónu náið,
nema kannski helst sérfræðingn-
um, Santore, eins og hann heitir i
myndinni, leikinn af Yves Mon-
tand. Merkilegt er, hve persónan
er sannfærandi I myndinni, hinn
glæsilegi, viðkunnanlegi fulltrúi
hins vestræna heims á yfirborð-
inu en viðbjóðslegur ofbeldis-
maður og fasisti hið innra. En fé-
lagar þjóðfrelsishreyfingarinnar
eru hvergi i nærmynd sem per-
sónur. Þeir virka eins og massi,
sem flæðir um göturnar. Þeir eru
allsstaðar og þegar einn lýkur
sinu verki (eða fellur), kemur
anriar og heldur áfram. Þegar
Santore fellur, kemur lika annar i
hans stað, vel búinn, hreinn og
snyrtilegur með fjölskylduna.
Lögregluforinginn tekur á móti
nýja yfirmanni sinum frá
Washington, samgöngumálasér-
fræðingnum.
Tvær aðrar myndir Costa-
Gavras hafa verið sýndar hér, Z
ag Játningin. Handritshöfundur
ásamt Gavras að þessari mynd
ar Franco Solinas, blaðamaður
Frá Sardiniu. Hann hefur áður
komið við sögu merkismynda t.d.
mynd Pontecorvo, Orrustunnar
am Alsir
Uruguay
„öryggissveitir” hand-
taka 58 skæruliða
Montevideo 9/7: öryggis-
sveitir stjórnarinnar í
Uruguay, sem fengið hafa
sérstaka þjálfun frá
Bandarikjunum, handtóku
í dag yfir 50 félaga í marx-
iskum leynisamtökum.
Samkvæmt upplýsingum her-
yfirvalda fylgdu handtökurnar i
kjölfar þess, að fimm félagar i
marxistahreyfingunni voru tekn-
ir, þar sem þeir æfðu skotfimi við
ströndina. t opinberum tilkynn-
ingum segir, að þessir fimm hafi
játað að vera félagar i marxista-
hreyfingunni sem stofnuð var ár-
ið 1971, eftir að hafa klofnað frá
öðrum leynjsamtökum er stóðu
nærri Tupamaros-borgarskæru-.
liðahreyfingunni. Hinir hand-
teknu eru kallaðir maoistar i til-
kynningu hersins og sagt er að
hreyfingin hafi staðið að nokkrum
ránum og i einu þeirra hafi sjó-
liðsforingi særst.