Þjóðviljinn - 06.08.1975, Qupperneq 5
Miðvikudagur 6. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — S»ÖA 5
Valdaránið
í Nígeríu
EFTIR AÐ Yakobu Cowon
hershöfðingja og forseta
Nigeriu var steypt úr stóli með-
an hann sat fund þjóðhöfðingja
Afriku i Kampala, er þess vafa-
laust skammt að biða að Afriku-
rikin fari að fá sama orðstir og
Rómanska Amerika á sinum
tima: þetta er nefnilega 29.
valdránið i Afriku sunnan
Sahara á tólf árum!
Það virðist nú vera orðin
gamalreynd tækni að losa sig
við þjóðhöfðingja meðan þeir
eru á ferðalagi, t.d. var
N’Krumah, forseta Ghana,
steypt meðan hann var i Peking
árið 1966, og sömu bellibrögðum
var Milton Obote forseti
Úganda, beittur árið 1971, þegar
voru „villimenn”, og menning
þeirra átti að vikja fyrir kristin-
dómiog ,,siðmenningu”.Þvi var
það svo að viða voru landa-
mæralinur dregnar þvert ofan i
þær aðstæður, sem fyrir voru,
þjóðum skipt milli tveggja ný-
lendna, brotum þjóða sem eldað
höfðu saman grátt silfur frá
fornu fari, slengt saman i eina
nýlendu o.þ.h. Viða notfærðu
evrópumenn sér lika kynþátta-
rig til að „deila og drottna” eins
og rómverjar forðum, og kyntu
undir hann ef svo bar undir.
Einna verst var ástandið i
Vestur-Afriku, þvi að þar liggja
gróðurbeltin frá austri til
vesturs og fylgdu menningar-
svæðin þeim, en nýlendurnar
Fornar borgir Norður-NIgeriu eru geróllkar strákefaþorpum suðurhlutans
ðfelftMipj
þáttur í afrískum harmleik
hann flæktist til Singapore og
skildi eftir heima fyrir Idi Amin
nokkurn, sem siðan hefur stöku
sinnum fengið nafn sitt i heims-
pressunni. En þrátt fyrir þpssa
endurtekningu er erfitt fyrir
evrópska blaðalesendur að fá
nokkurn botn i þá atburði, sem
þarna eru að gerast, þvi ekki
verður betur séð en einn smá-
ofursti sparki öðrum frá hvað
eftir annað, en allir komast þeir
keimlikt að orði, þótt einn kunni
að vera litrikari en annar.
Samt sem áður er valdaránið i
Nigeriu mjög alvarlegur at-
burður — ekki aðeins vegna
þess að Nigeria er stórveldi álf-
unnar og þar hefur verið stöð-
ugra stjórnarfar en viðast ann-
ars staðar þrátt fyrir styrjöld-
ina i Biafra, heldur lika vegna
þess að þessir atburðir snerta
verstu vandamál svörtu Afriku
nú á dögum, það er jafnvel
freistandi að tala um harmleik
þessara landa.
Þegar fjallað er um riki
Afriku og einkum kannske
Vestur-Afriku, gleymist gjarn-
an að huga nánar að eðli þess-
ara rikja. Menn lita á það sem
sjálfsagðan hlut að þau séu af
sama toga spunnin og riki
Evrópu, sem eiga aldalanga
sögu að baki og eru sprottin
beint upp úr sögu og innri þróun
Norðurálfu. Að visu vita allir að
Afrikurikin fengu fyrst sjálf-
stæði um og eftir 1960, en Pól-
land fékk lika sjálfstæði 1919 og
á þó þúsund ára sögu að baki.
En þessi skoðun er röng.
Tilurð Afrikurikja var á allt
annan hátt en Evrópurikjanna.
Ef litið er á kort af Vestur-
Afriku t.d. sést að flest rikjanna
þar eru mismunandi breiðar
ræmur frá ströndinni inn i
meginlandið, og stendur þannig
á þessari landaskipan, að
Evrópuveldin slógu eign sinni á
mismunandi stórar strand-
lengjur á 19. öld, og héldu siðan
áfram landvinningunum frá
strandbækistöðvum sinum inn i
meginlandið. Ef árekstrar urðu
milli herflokka á staðnum, var
gert út um það með samningum
eða ráðstefnum i Evrópu, og
kom það fyrir að „landamæri”
voru dregin á kort, áður en
nokkur evrópumaður hafði
kannað tiltekin landsvæði. Siðan
voru þær landspildur, sem unn-
ar höfðu verið á þennan hátt,
gerðar að nýlendum og fengu þá
þaö stjórnkerfi og skipulag sem
evrópumönnum hentaði best.
Það gefur auga leið að ekki
var hugsað mikið um aðstæður i
löndunum sjálfum, þegar ný-
lendur voru stofnaðar á þennan
hátt, enda skipti það ekki
miklu máli að áliti nýlenduherr-
anna, þar sem ibúar landanna
Jakubu Gowon
lágu frá norðri til suðurs og
skáru i gegn um þau.
Þessi gervi-landsvæði hefðu
vafalaust ekki átt langa framtið
ef ekki hefði eitt komið til sög-
unnar: evrópumenn komu með
nútimatækni til þessarra landa
og nýlendurnar urðu vettvangur
hennar á þessum slóðum.
Vegakerfi, jánbrautarkerfi og
simakerfi var miðað við þær, en
ekki staðhætti i löndunum fyrir
nýlendutimann. Það bætti ekki
úr skák, að tunga nýlendu-
veldisins varð tungumál hinnar
nýju tækni, og greindi þetta að
nýlendur sem annars hefðu átt
margt sameiginlegt. Það skipti
þó kannski enn meira máli, að i
hverri nýlendu sköpuðu ný-
lenduveldin stétt innfæddra sér
til aðstoðar. Þessir menn höfðu
ekki lengur neinar rætur i hefð-
bundnu þjóðfélagi Afriku — þvi
að menntun þeirra var miðuð
við skólakerfi nýlenduveldanna
(sbr. það þegar frakkar upp-
fræddu börn i Kamerún og
reyndar öllum nýlendum sinum
um „ættfeður vora gallana”) —
en þeir skipuðu her, lögreglu og
lægri stig stjórnkerfisins og
fengu umráð yfir þeirri tækni og
skipun, sem nýlenduveldið hafði
fært inn i landið. Þegar nýlend-
urnar fengu sjálfstæði, féllu
völdin i hendur þessara manna,
sem tóku þá gjarna við hlut-
verki nýlenduherranna, og það
var þeirra hagur að viðhalda
sem mest óbreyttu ástandi.
Gott dæmi um þetta allt er
Nigeria, sem fékk sjálfstæði
1960. Sagt er að þar búi mikill
aragrúi „ættbálka”, og nefna
sumir töluna 200. Hins ber þó að
gæta að það hefur löngum verið
siður evrópumanna að kalla
þjóðir Afriku „ættbálka” og
tungumál þeirra „mállýskur”.
Með þessu hefur málum verið
flækt svo mjög að erfitt er að
átta sig á raunverulegu ástandi
á þessum slóðum, og gera
greinarmun á raunverulegum
þjóðum og tungumálum þeirra
og svo þjóðarbrotum og mál-
lýskum. — enda leikurinn
kannske til þess gerður. Þess
vegna er rétt að svo stöddu að
tala ekki nema um þrjár aðal-
þjóðir landsins, enda eru þær
samtals um 48 miljónir manna
(af 80 miljónum ibúa Nigeriu).
1 norðurhluta landsins er
aðalþjóðin Hása, og talar hún
tungumál af hamiskum upp-
rúna, sem er reyndar alþjóða-
mál á þessum slóðum og talað
af tungum miljóna. Ýmsar aðr-
ar þjóðir hafa tekið upp hása-
mál, m.a. fúlani-þjóðin, sem
lagði þessi landsvæði undir sig á
öndverðri 19. öld og stofnaði þar
riki. Allar þjóðir Norður-
Nigeriu eru Múhameðstrúar og
hafa svipaða menningu.
Ibúatala þessa landsvæðis mun
vera um 51 miljón.
t suðurhluta Nigeriu sem tel-
ur nú um 28 miljónir ibúa búa
hins vegar tvær allólikar þjóðir,
Yórúba i vestri og Ibó i austri.
Áður fyrr myn'duðu Yórúba-
menn stór konungdæmi, en
meðal tbóa hafði hvert þorp
sjálfstjórn. Báðar þjóðirnar
voru „heiðnar” og eru það að
talsverðu leyti enn, en á siðari
árum hafa þær orðið fyrir mikl-
um vestrænum áhrifum, og hef-
ur kristindómur breiðst talsvert
út meðal þeirra. Sú stétt sem
englendingar studdu sig við á
nýlendutimabilinu var að miklu
leyti af þjóðerni Yórúba og
tbóa, og myndaðist úr henni
fjársterk borgarastétt, sem
ætlaði sér völdin eftir að Nigeria
fékk sjálfstæði. Þrátt fyrir and-
stöðuna milli Yórúba og tbóa er
aðalandstæðan i landinu milli
norður- og suðurhéraðanna.
Eftir að nýlendurnar i Afriku
fengu sjálfstæði voru leið
togar þeirra yfirleitt for
ystumenn sjálfstæðisbaráttunn-
ar, sem voru hámenntaðir á
evrópska visu en höfðu einnig
mikinn skilning á vanadmálum
þeirra þjóða sem þeir stýrðu.
En svo fór viða að þessir menn
voru reknir frá og i stað þeirra
komu menn, sem voru betri full-
trúar þeirra nýju, „þjóðlausu”
og vestrænu stétta sem höfðu
völdin i landinu og hugust taka
hlutverk nýlenduherranna.
Venjulega voru það herforingj-
ar, þvi að herinn var eini skipu-
lagði hópurinn i þessum lönd-
um, sem var aðhæfður þvi
kerfi sem nýlenduskipulagið
hafði skilið eftir sig.
Nokkuð svipuð varð þróunin i
Nigeriu. Fyrstu árin eftir að
landið fékk sjálfstæði var merk-
ur stjórnmálamaður Sir
Abubakar Tafawa Balewa leið-
togi þess. En i janúar 1966 gerðu
herforingjar af Ibóa-þjóð upp-
reisn gegn honum og myrtu
hann, en Ironsi hershöfðingi,
sem var íbói, tók völdin. Með
stjórn hans var vist að suður-
hluti landsins myndi fá völdin
enda hófust þá fjöidamorð á
„Norðlendingum”, en hún varð
ekki löng, þvi þegar 29. júli
sama ár gerðu hermenn frá
norðuhlutanum uppreisn, Ironsi
var myrtur og fjöldamorð hóf-
ust á lbóum. Þá vildi svo til að
Yakubu Gowon tók völdin, og
átti hann þessa stöðu sina ekki
sist þvi að þakka að hann var
kominn af smáþjóð og talið var
að hann gæti miðlað málum og
komið i veg fyrir frekari blóðs-
úthellingar. Eitt fyrsta verk
hans var (árið 1967) að skipta
Nigeriu I tólf fylki til að leysa
þannig deilur milli þjóða.
En skömmu siðar gerðu Ibóar
uppreisn og stofnuðu rikið
Biafra. Stefna Gowons var þá
skýr: hann barðist með öllu afli
gegn sjálfstæðishreyfingu Ibóa
og hafði fullan stuðning annarra
Afrikuleiðtoga, sem óttuðust
mjög að ýmsar þjóðir innan
þeirra eigin rikja myndu fylgja
fordæmi Biafra. Þannig átti
Gowon mestan þátt i að móta þá
stefnu sem Einingarsamband
Afrikurikja OUA, hefur fylgt
siðan gagnvart núverandi rikja-
skipun i álfunni. Honum tókst að
sigrast i tbóum — en eftir striðið
lá hálf miljón manna i valnum.
Gowon sem er maður trúaður á
þó heiðurinn af þvi að hafa kom-
ið i veg fyrir þau fjöldamorð á
tbóum sem flestir óttuðust. Ein
ástæða þeirrar stefnu var þó sú
að hann vildi ekki yfirdrottnun
einnar þjóðar, heldur vildi hann
leysa þjóðavandamálið á þess-
um slóðum á annan hátt: i stað
þess að kijúfa rikin i smærri
þjóðlönd vildi hann hefja sam-
vinnu margra ríkja og stofna
þannig stærri heildir, þar sem
hver þjóð hefði sinn stað. Hann
kom fyrst á samstarfi við Togo
en myndaði siðan Bandalag
rikja Vestur-Afriku. 1 þvi eru nú
fimmtán aðildarriki.
En undanfarna mánuði hefur
komið upp talsverö óánægja
með stefnu Gowons i suðurhluta
landsins, þvi að borgarastéttin
þar er andvig „jafnvægisstefnu
hans og vill hafa töglin og
hagldirnar i landinu. Eitt mál
hefur verið efst á baugi:
manntal það sem gert var i
landinu árið 1973. Borgarastétt
suðurhlutans vill ekki una þvi að
norðurhlutinn skuli vera fjöl-
mennari og sér ekki önnur
fangaráð en vefengja niðurstöð-
ur siðustu manntala. Með 51
miljón ibúa myndu „norðlend-
ingar” ráða mestu i landinu, og
það sem er ekki siður mikil-
vægt: þeir gætu gert kröfur til
að fá mikinn hluta oliuauðsins,
þvi að Nigeria er nú meðal
mestu oliuframleiðenda heims
og þjóðartekjurnar þrefölduðust
árið 1974.
Sliku telja „sunnlendingar”
sig ekki geta unað, en það voru
þó ekki öfl úr þeirra hópum sem
stóðu að baki valdránsins núna,
heldur er hinn nýi leiðtogi
Nigeriu, Muritala Ranat
Mohammed, af þjóðerni Hása.
Með þessum mannaskiptum
virðist herinn hafa ætlab að
verða fyrri til.reynaað viðhalda
jafnvægi enn um sinn og fyrir-
byggja uppreisn „sunnlend-
inga”. Ástæðan fyrirþessu er sú
að herinn er mjög frábitinn
borgarastyrjöld eftir Biafra-
striðið og getur einnig notfært
sér þann klofning Yórúba og
Ibóa sem striðið skapaði. óljós-
ar fréttir hafa borist af ólgu i
landi Ibóa, en hinn nýi leiðtogi
hefur sýnt talsverða stjórnvisku
með þvi að lýsa manntalið frá
1973 dauðan og ógildan bókstaf,
þrátt fyrir þjóðerni sitt. Það má
þvi vera að enn takist að
viðhalda jafnvægi i landinu.
En þvi miður er mikil hætta á
þvi að miklir atburðir eigi eftir
að gerast i svörtu Afriku, þang-
að til búið er að leysa þá spennu
sem nú er milli afrisks veru-
leika (þjóða, tungumála og
menningarsvæða) og þeirrar
skipunar sem nýlenduveldin
þvinguðu upp á álfuna.
e.m.j
Götumynd frá Lagos, höfuborg Nlgerlu