Þjóðviljinn - 07.08.1975, Page 4

Þjóðviljinn - 07.08.1975, Page 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. ágúst 1975 MOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi:. Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréltastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. AÐ SÖKKYA DÝPRA I grein sem birtist hér i Þjóðviljanum á sunnudaginn var voru raktar að nokkru upplýsingar frá nákomnum aðilum um fjárhagsleg tengsl einstakra gróðafyrir- tækja við Framsóknarflokkinn. Þar var m.a. upplýst, að Olíufélagið, sem er angi af Esso-oliuauðhringnum, og fleiri stórfyrirtæki hafi á árinu 1972 greitt regluiega til starfsemi Framsóknar- flokksins upphæð, sem á núgildandi verð- lagi nemur um 2 miljónum á ári, hvert fyrirtæki um sig. Þá var upplýst i sömu grein, að einstök- um starfsmönnum Framsóknarflokksins hafi verið greidd laun sin af útibúi oliú- auðhringsins Essó á íslandi (og sé vænt- anlega enn), þeir verið á launaskrá hjá Oliufélaginu h.f. Einnig var i greininni vakin athygli á þeirri staðreynd, að ýmsir starfsmenn Framsóknarflokksins og blaðs hans hafi notið þeirra sérstöku kjara, að þurfa ekki að greiða fyrir margvislega þjónustu hjá ýmsum fjáraflafyrirtækjum flokknum tengdum, — ókeypis bensin hjá Essó o.s.frv. Það eru vissulega alvarlegar ásakanir, þegar fullyrt er, að útibú alþjóðlegs auð- hrings hér á landi hafi greitt sem svarar á núgildandi verðlagi 2 miljónum króna á ári til starfsemi ákveðins stjórnmála- flokks á íslandi og auk þess haft hluta af starfsliði þessa sama flokks á sinni launa- skrá og greitt þvi kaup. Eins og vænta mátti gat dagblaðið Tim- inn ekki látið hjá liða að minnast á grein- ina i sunnudagsblaði Þjóðviljans, sem um þessi mál fjallaði og þegar hefur vakið mikla athygli. OG DÝPRA En er það þá gert til að bera sakir af for- kólfum Framsóknarflokksins I þessum efnum, eða til að véfengja einhver þeirra atriða, sem fram komu i grein Þjóðviljans um fjármálatengsl flokksins við alþjóð- legan auðhring? Nei enginn stafur i þá veru, hvorki i skrifum Þórarins Þórarinssonar né full- trúa hans Alfreðs Þorsteinssonar, sem báðir ræða þó um greinina i sunnudags- blaði Þjóðviljans i skrifum sinum i Timanum i gær. 1 stað svara við mjög alvarlegum ásök- unum er i Timanum höfð uppi hin undar- legasta tunglspeki. Þórarinn Þórarinsson hefur það helst um málið að segja, að slik „skammagrein” i Þjóðviljanum um Framsóknarflokkinn sé til marks um það, að Alþýðubandalagið vilji endilega komast i stjórn með Sjálfstæðisflokknum, enda sé Mao formaður i Kina tekinn að brosa blitt til ýmissa hægri flokka á Vesturlöndum! — Þvilik viska, — þvilik umræða um al- varlegt mál. Alfreð Þorsteinsson hjálparkokkur Þór- arins er á, þvi siðferðisstigi, að honum finnst málið fyrst og fremst hlægilegt — „Hlátursefni” er hans fyrirsögn og siðan fjasar hann um það, að einn af þingmönn- um Alþýðubandalagsins sé nú vist bara að kaupa sér bil! Við látum þeim sem stutt hafa Fram- sóknarflokkinn og viljað efla vinstri stefnu með þeim stuðningi eftir að draga sinar ályktanir af viðbrögðum Timans i gær. Alfreð Þorsteinsson spyr með þjósti, hvaðan Alþýðubandalagsmönnum komi fé til að byggja yfir ritstjórnarskrifstofur Þjóðviljans og leyfir sér i þvi sambandi að dylgja um gull frá rússum. Það er nú orð ið heldur fátitt, að sjá slikar lummur fram bornar fyrir islenska blaðalesendur. Það skal að visu ekki dregið i efa, að þeir Kremlverjar gætu átt til að hygla góðvin- um sinum með einum eða öðrum hætti hér og þar i veröldinni, en það þarf mikla grunnhyggni til að láta sér til hugar koma, að það séu blöð af gerð Þjóðviljans eða flokkar „villutrúarmanna” eins og Alþýðubandalagið sem þar ættu upp á pallborðið. Jafn fráleitt er að sjálfsögðu hitt að Alþýðubandalagið kæri sig um slika „aðstoð” þótt i boði væri, hvort held- ur frá „vinum Þjóðviljans austan járn- tjalds” eins' og Timinn orðar það svo smekklega, eða frá oliuauðhringum i rikjum kapitalismans. Alþýðubandalagið á hins vegar stuðning a.m.k. 2000 flokksmanna og 20.000 islenskra kjósenda og vissulega ætti slik- um hópi ekki að vera það ofvaxið að koma upp með fjöldasamvinnu húsnæði fyrir ritstjórnarskrifstofur Þjóðviljans, án „oliugróða”, enda nú unnið að þvi verk- efni. En með tilliti til þeirra upplýsinga um Framsóknarflokkinn, sem fram komu i Þjóðviljanum siðasta sunnudag og ekki hefur verið andmælt efnislega i Timanum eða annars staðar, þá skal sérstök athygli vakin á þvi hér, að fyrir stuttu gerði bandarisk þingnefnd rannsókn á fjár- veitingum Esso til stjórnmálasamtaka í einu landi i Vestur-Evrópu, og var þá upp- lýst með játningu forstöðumanna auðhringsins, að hann hafði varið stórfé til stjórnmálastarfsemi og einstakra flokka i viðkomandi landi i því skyni að treysta þar hagsmuni sina. Þjóðviljinn mun næstu daga gera grein fyrir þeim málum, sem þar voru dregin fram i dagsljósið. — k. KLIPPT... Hver er vilji reykvíkinga ? Tveimur arkitektum, Guð- mundi Kr. Guðmundssyni og Olafi Sigurðssyni, hefur dottið i hug aö rifa allt Grjótaþorpið og byggja samstæðar nýtísku- byggingar i staðinn. Allt á að fara nema Silla og Valda húsið (hluti gömlu innréttinganna) og Morgunblaðshöllin. Unuhúsið og Fjalakötturinn eiga að vikja af svæðinu. Þessa stórkostlegu hugmynd fá arkitektarnir á sjálfu húsfriðunarárinu. Grjótaþorpið afmarkast af Garðastræti, Vesturgötu, Aðal- stræti og Túngötu, og standa þar nú 40 til 50 hús, ósamstæð flest og ólik, og megnið byggt á árunum milli 1874 og 1913. Aðeins fimm þeirra eru talin i góðu ástandi. í tillögum arkitektanna er ekki vikið einu orðið að forsend- unum fyrir þvi að þeir telja að lausnin geti ekki verið önnur en sú að rifa hverfiö. Það liggur þvi beinast við að álykta að skipu- lagsyfirvöld borgarinnar hafi beinlinis uppálagt þeim að vinna eftir niðurrifslinunni. Svo lævislega er farið i tillögugerðina að lagt er til að Grjótaþorpið verði rifið i þremur áföngum að viðbættum lokaáfanga. Þetta er væntan- lega gert til þess að Reykvik- ingar taki ekki eftir breyt- ingunni fyrr en hún er orðin staðreynd. 1 stað gömlu hús- anna eiga að koma um 50 tveggja til fjögurra hæða hús. Gert er ráð fyrir að i 12 til 14 þeirra verði ibúðir á efstu hæð- unum, en verslanir á jaröhæð. en i hinum 25 verði iðnaöar- verslunar- og skrifstofuhúsnæði eingöngu. MISMUNANDI FRIÐUNAR- SJÓNARMIÐ I rannsóknum sinum á gömlum húsum i Reykjavik hafa Hörður Agústsson og Þor- steinn Gunnarsson bent á, eins og greint er frá á sýningunni „Húsvernd” i Norræna húsinu, að Grjótaþorpið sem heild sé merkilegt borgarhverfi, og þar séu að minnsta kosti 11 hús, sem þeir vilja kanna nánar með við- hald og friðun fyrir augum. Þeirra sjónarmið mun eins og þjóðminjavaröar vera að nauð- synlegt sé að varðveita ýmis gömul hús vegna byggingar- og menningarsögulegs gildis þeirra, og skiptir þá ef til vill ekki mestu máli hvort þau eru varðveitt i upprunalegu um- hverfi. Þeirri skoðun vex hinsvegar ört fylgi meðal húsfriðunar- manna og almennra borgarbúa, að varðveita beri gömul borgar- hverfi i heild sinni. Þau tengja saman gamalt og nýtt, og geta orðið lifandi og skemmtilegur hluti af borgarlifinu, um leið og þau halda menningarsögulegu gildi á sinum stað. HUGMYNDASAM- KEPPNI Fyrir tilstilli útvarpsins hefur sem betur fer verið vakin athygli á tillögum arkitektanna um Grjótaþorpið áður en þær hlutu afgreiðslu skipulagsyfir- valda. Mér er ómögulegt að ætla kjörnum fulltrúum borgarbúa i borgarstjórn annað, en að þessum tillögum hefði verið illa tekið. En örlög þeirra hefðu ef til vill orðið þau, að þeim hefði verið stungið undir stól, en hug- myndin framkvæmd engu að siður, smámsaman og óskipu- lega. A Unuhús að vikja? Það er skýlaus krafa að látin verði fara fram hugmyndasam- keppni um skipulag Grjóta- þorpsins og að niðurstöður hennar verði rækilega kynntar borgarbúum, áður en til ákvörð- unar um framtið hverfisins kemur. Það má telja alveg vist að i slikri samkeppni kæmu fram tillögur út frá ýmsum for- sendum. Ein yrði ef til vill i samræmi við þá hugmynd, sem ýmsir hafa hreyft, að flytja inn i Grjótaþorpið gömul hús úr öðrum hverfum borgarinnar, leggja metnað i að halda þaim við og nýta þau á fjölbreyttan hátt til iveru, skemmtana, veit- inga og fl. Framtið Grjótaþorpsins er alltof mikið mál til þess að tveim arkitektum og embættis- mönnum borgarinnar leyfist að vera einráðir um hana. öllum Reykvikingum ætti að gefast kostur á að taka þátt i ákvörðun um þróun þessa borgarhverfis. Nú eru það dulrœn hraftaverh Morgunblaðið og Timinn hafa eins og vænta mátti ekki annað svar við upplýsingum Þjóð- viljans um það hvernig fjár- magn er útvegað til reksturs Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins en að dylgja um Þjóöviljahúsbygginguna. Stak- steinar segja að visu ekki eins og venja er til að fjármagnið komi frá Sovét, heldur að út- vegun þess sé „dulrænt kraft- averk”. Eins og áður hefur verið lýst hér i þessum þætti felst kraftaverkið i þvi að al- mennir flokksmenn i Alþýðu- bandalaginu leggja fram fé til byggingarinnar. Hinsvegar er þess vert að minnast að Alþýðubandalagið hefur á Alþingi lagt til að fjár- reiður flokkanna verði kann- aðar, en tillagan hefur ekki náð fram að ganga. Alþýðubanda- lagið er reiðubúið til þess að leggja fjárreiður sinar undir opinbera rannsókn af þessu tagi. Það eru hinir flokkarnir ekki — og eðlilegt er að álykta að það stafi af þvi að i ljós myndi koma að aðstöðumunur flokkanna er gifurlegur. Verðlagsyfirvöld og prentfrelsið Eftirfarandi klausa er úr Staksteinum Morgunblaðsins: Fjárhagslegur grundvöllur blaðaútgáfu á íslandi er siður en svo nægilega traustur, fremur en margháttaðs annars rekstrar i landinu. Það skiptir ekki meginmáli um tilverugrundvöll blaðs, hvort islenska rikið kaupir, fyrir sig og stofnanir sinar tiltekin eintakafjölda þess, eða greiðir auglýsinga- þjónustu sama verði og aðrir. Þyngra vegur, að mánaðar- áskrift dagblaðs er af verðlags- yfirvöldum metin til jafns við „tvöfaldan” brennivinssjúss á öldurhúsi i borginni. Með óraunhæfum verölags- ákvæðum seilist rikisvaldið til áhrifa á fjárhagsafkomu dag- blaða og veikir á þann hátt • grundvöll prentfrelsis i landinu. Slik afskipti eru illþolandi i frjálsu þjóðfélagi, þar sem verðlag þarf að fylgja til- kostnaði og frjáls eftirspurn ætti að ráða útbreiðslu blaða. —ekh ... OG SKORIÐ i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.