Þjóðviljinn - 07.08.1975, Side 5
Fimmtudagur 7. ágúst 1»75 ÞJÖ®VILJINN — SÍÐA 5
Umskipti
á Indlandi
Menn hafa veitt furðu litla at-
hygli þeim undarlegu atburö-
um, sein nú eru að gerast i Ind-
landi og hafa reyndar i för með
sér endalok þess lýðræðisiega
stjórnarfars, sem var heista
stolt „stærsta lýðveldis verald-
ar”. Það eru þó ekki svo litil tið-
indi að það lýðræðisskipuiag,
sem bretar arfleiddu nýlendur
sinar að, skuii nú vera að molna
niður i þvi landi, þar sem það
hefur verið einna lengst við lýði,
en hins vegar er svo erfitt að
fella atburðina i Indlandi inn I
þau „mynstur” sem menn beita
gjarnan til að skilja heimsmálin
að ekki er nema von þótt menn
veigri sér við að fjalla um þá.
Atburðarásin sem leiddi til
þess að Indira Gandhi tók sér,
að þvi er virðist, alræðisvald i
hendur, hófst I byrjun júni, og
var næsta hröð og óvænt.
Snemma i mánuðinum tók hæsti
réttur i Allahabad til meðferðar
kæru mótframbjóðandans, sem
fallið hafði fyrir Indiru Gandhi I
þingkosningum i fylkinu Uttar
Pradesh árið 1971. Kæran var á
þá leið að kosningabarátta frú
Gandhi hefði verið ólögleg, hún
hefði varið til hennar meira fé
en lög heimiluðu, notað opin-
bera starfsmenn og opinber far-
artæki og jafnvel misnotað hei-
lög tákn, þvi að kýrin var henn-
ar kosningamerki. Ekki er vafi
á þvi að öll þessi ákæruatriði
voru sönn, en hins vegar er
þetta alls ekki umtalsverð
„spilling” i landi eins og Ind-
landi, þar sem embættismanna-
stéttin er gerspillt, tekur við
mútum og misnotar aðstöðu
sina mjög til auðgunar. Litu þvi
flestir svo á að þetta væri ein-
faldlega pólitisk árás á frú
Gandhi. En öllum að óvörum fór
svo að hæsti réttur i Allahabad
tók kæruna gilda og bannaði frú
Gandhi afskipti af opinberum
málum I sex ár. Hún fékk þó
gálgafrest meðan málinu var á-
frýjað til hæsta réttar landsins.
Meðan þessi mál voru á dag-
skrá var stungið upp á þvi innan
kongress-flokksins að Indira
Gandhi drægi sig I hlé um stund-
arsakir, og kæmi ekki aftur að
völdum fyrr en hún hefði verið
hreinsuð af öllum ákæruatrið-
um. Stuðningsmenn hennar
bjuggust nefnilega við þvi að
hæsti réttur myndi sýkna hana
algerlega, og auk þess voru
framundan kosningar i fylkinu
Gujarat, þar sem kon-
gress-flokknum var spáð stór-
sigri. Sagt var að það væri mjög
I anda hindúa ef frú Gandhi viki
frá um stund, þvi að goðafræði
og bókmenntir þeirra væru upp-
full af guðum og hetjum sem
færu þannig að. En nokkrar
deilur hófust um það bak við
tjöldin, hver skyldi stjórna
landinu þennan tima, og var
ekki vist að timabundinn „eftir-
maður” hver sem hann yrði,
myndi sætta sig við það hlut-
verk.
En svo fór að kongress-flokk-
urinn fór hinar verstu hrakfarir
I Gujarat i kosningunum 8. júni.
Fylgi hans hrakaði mjög og þótt
hann fengi helming atkvæða
varð hann að vikja úr stjórn
fylkisins. Við þetta fjölgaði
mjög þeim sem kröfðust þess að
Indira Gandhi segði af sér. Kon-
gress-flokkurinn var klofinn, og
stjórnarandstæðingar sögðu að
frú Gandhi hefði engan siðferði-
legan rétt til að stjórna landinu
lengur. Hins vegar lýsti komm-
únistaflokkur Indlands yfir
stuðningi við hana.
24. júni gaf hæsti réttur lands-
ins svo bráðabirgðaúrskurð:
Indira Gandhi mátti sitja áfram
á þingi og taka þátt i umræðum
þess, þangað til endanlegur úr-
skurður yrði kveðinn upp, — en
hún hafði ekki lengur rétt til að
taka þátt I atkvæðagreiðslum
þess. Þessi niðurstaða benti
ekki til þess að lokadómurinn
félli frú Gandhi i vil.
Hún var nú orðin viss um að
gert hefði verið samsæri gegn
sér, og gegn lýðræðisstofnunum
Indlands, enda notfærði stjórn-
arandstaðan sér þetta ástand til
mikilla árása á stjórnina. J.P.
Narayan, sem á að baki undar-
legan feril, tók að sér að safna
saman stjórnarandstöðunni.
Þessi maður var marxisti fyrir
siðari heimsstyrjöld, gerðist
siðan lærisveinn Gandhis og
fylgismaður kongressflokksins,
en er nú utan allra flokka og
berst fyrst og fremst gegn spill-
ingu og nýjum stjórnarháttum.
Annars er stefnuskrá hans mjög
óljós, og hann hefur aldrei reynt
að komast á þing, en honum
tókst að mynda fjöldahreyfingu
ólikustu afla, allt frá hægri
flokkum, sem fylgja auðugum
landeigendum að málum, til
nokkuð róttækra stúdenta, sem
hrifust af spámannlegri fram-
komu hans og tali um „algera
byltingu”. Hann beitti mjög að-
ferðum Gandhis: „óvirkum
mótmælum”, hungurverkföll-
um og sliku, og virtist hann geta
myndað stjórnarandstöðu utan
þings, þótt skipulag „hreyfing-
ar” hans væri algerlega i mol-
um. Engar sannanir hafa þó
komið fram fyrir þvi „sam-
særi” sem Indira Gandhi tal-
aði um.
Hún notaði þó þessa atburði
sem átyllu til að lýsa mjög
skyndilega yfir neyðarástandi
morguninn 26. júni. Kl. 4 um
nóttina voru fyrstu stjórnarand-
stæðingarnir handteknir, kl. 6
um morguninn var stjórnin köll-
uð saman til skyndifundar, og
kl. 7 var lýst opinberlega yfir
neyðarástandi. Svo mikið lá við
að lögreglan var send til að taka
rafmagn af ritstjórnarskrifstof-
um og prentsmiðjum stórblaða,
þar sem ekki gafst timi til að
skipuleggja ritskoðun i morgun-
sárinu! Þennan morgun voru
700 stjórnmálamenn handtekn-
ir, þ.á m. J.P. Narayar. (72 ára)
og Morarji Desai (80 ára),
fyrrverandi varaforsætisráð-
herra og náinn félagi Nehrús, en
einnig leiðtogar flestra stjórn-
arandstöðuflokka til hægri og
vinstri nema kommúnista.
Þetta eru mestu fjöldahandtök-
ur siðan 1942, þegar englending-
ar handtóku leiðtoga sjálf-
stæðisbaráttu Indlands, þ.á m.
Nehru, sem fimm árum siðar
var orðinn forsætisráðherra
landsins.
Þótt stjórnarskrá Indlands
eigi að heita lýðræðisleg veitir
hún stjórnendum mikil vopn til
kúgunar, ef þeir vilja beita þvi,
og i henni er sagt fyrir um ýmiss
konar „neyðarástand”. Siðan
1962 hefur reyndar alltaf rikt
neyðarástand i Indlandi (nema
1968—71), og var þvi fyrst lýst
yfir vegna styrjaldarinnar við
Kina. Indira Gandhi hefur geng-
ið enn lengra og lýst yfir enn
strangara neyðarástandi vegna
„hættu innanlands”. Nú getur
stjórnin handtekið hvern sem er
og haldið honum i fangelsi eins
lengi og hún vill án þess að gefa
upp neinar ástæður fyrir þvi.
Munu þúsundir manna hafa
verið handteknir á þennan hátt.
Einnig hefur verið komið á
mjög strangri ritskoðun bæði i
innlendum blöðum og einnig á
fréttum sem sendar eru úr
landi. Mikill ótti rikir alls staðar
og voru jafnvel handteknir ung-
ir menn sem gengu um götur i
Kalkútta og sungu kvæði eftir
þjóðskáld bengala, nóbelsverð-
launahafann Tagore sem dó ár-
ið 1941. „Ef þörf krefur sendum
við Tagore i útlegð! ” sagði einn
af ráðherrum Vestur-Bengals.
Yfirvöldin hafa ekkert sagt um
það hvað þetta ástand á að
standa lengi, en haft er eftir
ráðamanni: „Það ástand sem
áður var, kemur ekki aftur”, og
Indira Gandhi hefur sjálf sagt:
„Lýðræðið hefur gefið almenn-
ingi of mikið frelsi”.
Sumir vilja rekja þessa þróun
mála til skapgerðar Indiru
Gandhi. Hún varð forsætisráð-
herra 1966, m.a. vegna þess að
talið var að hún myndi verða
ráðamönnum kongress-flokks-
ins hlýðin. En svo fór að hún
náði undirtökunum og losaði sig
við mikinn fjölda gamalla
flokkspótintáta. Hún hefur lika
lýst þvi i sjónvarpi að sig
dreymi um ævintýri heilagrar
Jóhönnu af örk! Samt segja
kunnugir að hún þjáist af miklu
öryggisleysi, og auk þess hafi
hún tilhneigingu til að rugla
Framhald á bls. 10
Valdimar K. Jónsson prófessor leiðir námsmennina í allan sannleika
um oliudælingu.
— Það var fyrst og fremst áhugi
á að gera eitthvað sem augljós-
lega getur stuðlað að betri hag-
nýtingu þessa mikla útgjaldaliðs.
Það er mikil þörf á þvi á Höfn,
nýrri húsin eru að visu flest raf-
hituð en öll þau eldri kynt með
oliu. Það er þvi mikill áhugi á
þessu á staðnum.
— Hvað heldur þú að hægt sé að
spara með betri stillingu kyndi-
tækja á Höfn*
— Það er nú ekki gott að segja
fyrr en maður byrjar að vinna að
þessu. En ég hef fengist eilitið við
stillingar og mér hefur sýnst á
þeim tækjum sem ég hef séð að
mikið mætti spara.
— Telurðu þig hafa gagn af
þessu námskeiði?
— Já, mikið gagn. Hér kynnist
maður ýmsum þáttum sem' mað-
ur hefur ekki fræðst um áður,
einkum hvað varðar ýmiss konar
mælingar á oliu oþh.
Lengra varð spjallið ekki þvi
við vildum ekki tefja þá of lengi
frá náminu. I gær var eingöngu
fengist við hina fræðilegu hlið
málanna en strax i dag áttu nem-
endur að glima við mælingar og
fleira verklegt og hafði verið
komið upp mörgum tegundum af
kötlum og kynditækjum sem þeir
fá að spreyta sig á i vélasalnum.
—Þll
Námskeið í stillingu kynditækja
,Mikiðgagn
af þessu
Við skýrðum frá þvi á föstudag-
inn að nú væru að hefjast nám-
skeið I stillingum kynditækja hér i
borginni. Fyrsta námskeiðið
hófst i gær en kennslan fer fram i
vélasal Vélskólans á lóð Stýri-
mannaskólans.
Þetta fyrsta námskeið stendur i
fimm daga og verður kennt dag-
lega kl. 9—17 fram á laugardag.
Þjóðviljamenn litu inn á nám-
skeiðið um kaffileytið i gær og
voru þá fjórtán manns mættir til
leiks. Sátu þeir og hlýddu á boð-
skap Valdimars K. Jónssonar
prófessors. A nafnspjöldum
mannanna mátti sjá að þeir voru
úr öllum landsfjórðungum. Við
tókum tvo þeirra tali, sinn af
hvoru landshorni.
þessum málum og var mikið rætt
um þörf á slíkum stillingum.
— Og heldurðu að sú þörf sé til
staðar?
— Já, ég get ekki ímyndað mér
annað. Það eru öll hús á staðnum
kynt með oliu og án þess ég hafi
kynnt mér það náið reikna ég með
þvi að til séu mörg vanstillt tæki.
— Telurðu þig hafa mikið gagn
af þessu námskeiði?
— Tvimælalaust, ég er strax
búinn að sjá eitt og annað sem ég
vissi ekki áður.
Ari Hálfdánarsoner frá Höfn i
Hornafirði og starfar sem vél-
virki við Vélsmiðju Hornafjarðar
sem kostar hann á námskeiðið.
Við lögðum fyrir hann sömu
spurningu og Guðlaug: hvað
hvatti hann til þátttöku i nám-
skeiðinu?
Ari Hálfdánarson frá Höfn i
Hornafirði.
Guðlaugur Arnaldsson er frá
Suðureyri við Súgandafjörð.
Hann er rafvirki og starfar hjá
Fiskiðjunni Freyju hf. sem kostar
hann á námskeiðið. Við spurðum
hann hvað hefði valdið þvi að
hann sótti námskeiðið.
— Það var fyrst og fremst mik-
ið umtal sem varð eftir að fréttir
bárust af tilraunum vélskóla-
nema með stillingar á kynditækj-
um. Það vaknaði mikill áhugi á
Guðlaugur Arnaldsson frá
Súgandafirði.