Þjóðviljinn - 10.08.1975, Síða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 10. ágúst 1975.
Umsjón:Vilborg Haröardóttir.
©
ORÐ
í
BELG
Þótt pokinn sé tómur eða
svotil eftir tveggja mánaða
hlé setjum við hann hér á
siðuna til að minna ykkur
lesendur á, að hér er vett-
vangur. Kl þið hafið reynt.
heyrt eða séð eitthvað frá-
sagnarvert varðandi jafn-
réttismálin, gott eða slæmt,
leggið þá orð i belg. Skrifið til
Jafnréttissiðu Þjóðviljans.
Skólavörðustig 19, Reykjavik,
eða hringið i umsjónarmann
hennar i sima 20482. —-vh
Einsog fram hefur
komiö i fréttum uröu um-
ræður, á Mexíköráðstefn-
unni, aðalráðstefnu
Kvennaársins á vegum
Sameinuðu þjóðanna,
mörgum vonbrigði og þá
ekki síst þeim fjölmörgu
konum sem gert höfðu sér
vonir um einstakt tækifæri
til skoðanaskipta og ein-
lægra samræðna um raun-
verulega stöðu kvenna í
heiminum og þau bæði
beinu og óbeinu vandamál
sem standa í vegi fyrir
jafnrétti kynjanna þrátt
fyrir breyttar lágasetn-
ingar og viljayfirlýsingar
stjórnvalda viða.
En þótt ófrjótt funda-
form, skriffinnska og yfir-
borðslegur viðbragðalaus
ræðuf lutningur yrði
óvönum beiskur biti að
kingja tókst samt að lokum
að sameinast um tíu ára
heimsáætlun í jafnréttis-
málum, áætlun sem tekur
mið af mismunandi
aðstæðum í löndum heims
og ætti — ef einlæglega er
að henni unnið — að geta
orðið til verulegra úrbóta
víðast hvar.
Aö sjálfsögðu er enginn skyld
aöur tíl neins írekar en fyrri dag-
inn, en þvi er beint til rikisstjórna
aöildarlanda Sameinuöu þjóð-
anna svo og rikjasambanda og
alþjóðasambanda að leggja sig
fram af mætti næstu tiu árin og
vinna að markmiðum kvenna-
ársins, jafnrétti, framþróun og
friði, i löndum sinum, heims-
svæðum og á aiþjóðavettvangi.
Þeim kafla áætlunarinnar, sem
snertir aðgeröir rikjanna heima-
fyrir er reyndar ekki aðeins beint
til rikisstjórna, en jafnframt til
allra opinberra og einka fyrir-
tækja og stofnana, kvenna- og
æskulýössamtaka, atvinnurek-
Hvert er gildi
kvennaársins?
Kvennaárið! Maður er nú
búinn að fá ofnæmi fyrir
þvi sagði maður nokkur (karl)
við umsjónarmann siðunnar
fyrir skömmu. Og vist er, að
ekki hefur allt sem gert hefur
verið eða sagt i nafni ársins
verið samkvæmt upphaflegum
tilgangi, þótt sem betur fer
flestir sem hafa iátið það sig
einhverju skipta hafi af einlæg-
um hug viljað vinna að kjör-
orðum þess: jafnrétti, þróun og
friði.
En hvert gildi hefur árið i
hugum þeirra, sem áhuga hafa
á jafnrétti kynjanna? Margvis-
legt að sjálfsögðu, en við
hringdum i nokkrar konur og
báðum þær að svara til þvi, sem
þeim kæmi fyrst i hug.
Sigriður Thorlacius, for-
maður Kvenfélagasambands
Islands.:
— Gildi ársins er fyrst og
fremst, að viðurkennt sé á
alþjóðavettvangi, að kjör
kvenna þurfi leiðréttingar við.
Guðrún E r le n d s d ót ti r ,
formaður opinberu Kvennaárs-
nefndarinnar á íslandi.
— Ef það getur orðið til að
koma á einhverri hugarfars-
breytingu gagnvart konum og
stöðu þeirra hér á landi þá hefur
það gildi að minu mati.
Sigrún Clausen verkakona á
Akranesi:
— Ég held að árið hafi orðið til
að auka mannréttindahugsun og
vitund um að við konur erum
fólk lika eins og karlar, með
sama rétti. En séu konur sjálfar
ekki nógu virkar i baráttunni er
ég hrædd um að árið missi
marks.
Þuriður Magnúsdóttir i
miðstöð Rauðsokkahreyfingar-
innar:
— Arið hefur skapað umræðu
um stöðu kvenna og i tilefni þess
verið haldnar ráðstefnur þar
sem konur hafa komið og rætt
saman um stöðu sina og sjónar-
mið, en það er ég ekki viss um
að hefði gerst ef ekki hefði
komiðtil þetta kvennaár SÞ. Ég
vona, að i kjölfar þessara
umræðna komi einhverjar að-
gerðir, bæði kvennanna sjálfra
og jákvæð viðbrögð þjóð-
félagsins i heild.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir
verkakona, Reykjavik:
— Ég held að árið hafi áhrif i þá
átt, að konur fari að hugsa
meira um jafnréttisstöðu sina I
þjóðfélaginu og vona, að það
verði til að þær þjappi sér betur
saman sem konur.
Þuriður Pétursdóttir, kennari
Isafirði:
— Hugsanlega — og vonandi —
getur kvennaárið orðið vakning
fyrir konur til vitundar um
stöðu sina.
og taka mið af þeirri breytingu
hlutverkaskiptingar sem orðin er
staðreynd viða og er i þróun
annarsstaðar i stað þeirrar ein-
földu og hefðbundnu myndar
kvenna sem fjölmiðlum hættir til
að sýna og þeirrar misnotkunar á
konum i auglýsinga-' og gróða-
skyni sem algeng er.
Aðgerðir á alþjóðamælikvarða
og á einstökum heimssvæðum
beinast i rauninni að þvi sama i
stærri sniðum. Td. eru þjóðirnar
hvattar til að tryggja mjög aukna
þátttöku kvenna i fundum og ráð-
stefnum Sameinuðu þjóðanna og
SÞ sjálfar sem stofnun til að
vinna að jöfnun kynjanna meðal
starfsliðs sins og embættis-
manna.
Lágmark
Miðja vegu á áætlunartima-
bilinu, þe að fimm árum liðnum
er gert ráð fyrir að aftur verði
komið saman og áætlunin endur-
skoðuð með tilliti til þess sem þá
hefur þegar tekist að koma i
framkvæmd og etv. breyttra að-
stæðna. Framað þeim tima er
litið á sem lágmarksárangur
ma.:
Umtalsverðar umbætur varð-
andi ólæsi og lágmarksmenntun
kvenna, einkum til sveita og i
dreifbýli.
Aukna sameiginlega tækni- og
starfsþjálfun kvenna og karla i
iðnaði og landbúnaði.
Jafnan aðgang að námi á öllum
stigum, skólaskyldu og aðgerðir
til að henni sé framfylgt i raun.
Aukna atvinnumöguleika
kvenna og aðgerðir til að draga úr
atvinnuleysi og til að koma i veg
fyrir mismunun i kjarasamn-
ingum og atvinnuskilyrðum.
Stofnun og aukningu þjónustu-
stöðva bæði til sveita og i borgum.
Tryggingu atkvæðisréttar og
kjörgengis kvenna til jafns við
karlmenn.
Meiri þátttöku kvenna i
ákvarðanatöku á héraðs-, rikis
og alþjóðavettvangi.
Framfarir i heilbrigðisfræðslu
og þjónustu, hreinlætisaðstöðu,
næringu, fjölskyldufræðslu, fjöl-
skylduáætlunum og félagslegri
þjónustu.
Jöfnun félagslegra og pólitiskra
Framhald á 21. siðu.
Árangur Mexíkóráöstefnunnar þrátt fyrir vonbrigði:
Tíu ára áætlun
sem ætti að leiða til úrbóta —
ef einlæglega er unnið að henni
Frá opnun Mexikóráðstefnunnar i stærsta iþróttahúsi Mexikóborgar, sem byggt var fyrlr ólympfuleik-
ana þar 1973. lOþúsund manns voru viðstaddir opnunarhátiðina.
enda, verklýðsfélaga, fjölmiðla,
allskyns félagasamtaka, stjórn-
málaflokka og annarra hópa.
í áætluninni er lögð megin-
áhersla á nauðsyn þáttöku
kvenna jafnt sem karla á öllum
sviðum þjóðlifsins og i ákvarð-
anatöku hvarvetna og beinast að
gerðir að þvi að skapa konum þá
aðstöðu sem gerir slikt mögulegt,
Þar koma inn þættir einsog
menntunaraðstaða og starfs-
þjálfum, jafn aðgangur og réttur
til atvinnu og þátttöku i verklýðs-
samtökum og þá að sjálfsögðu um
leið tillit til fjölgunarhlutverks
konunnar með barneignafrium og
aðbúnaði að börnum sem gera
foreldrum fært að stunda atvinnu
sina.
Ahersla er lögð á bætta heil-
brigðisþjónustu og matvæladreif-
ingu i þeim hlutum heims þarsem
fólk býr við hungur og kafli er um
fjölskylduáætlun, húsnæðismál
og breytta verkaskiptingu á
heimilunum, sem bent er á sem
nauðsyn ef gera skal konum fært
að taka þátt I atvinnulifi án þess
að íþyngja þeim um leið með tvö-
földu vinnuálagi. Ýmis fleiri
félagsleg vandamál eru tekin til
umfjöllunar.
Þá er bent á nauðsyn rann-
sókna og skýrslugerða til að
byggja aðgerðir einstakra landa
á svoog aðgerðir á alþjóðavett-
vangi og til fjölmiðla er þvi beint
að stuðla að hugarfarsbreytingu